Tíminn - 03.06.1986, Page 15

Tíminn - 03.06.1986, Page 15
Þriðjudagur 3. júní 1986 Tíminn Smásagnasamkeppni Listahátíðar: SVEINBJORN HLUTSKARPASTUR Icemasters, smásaga eftir Svein- björn I. Baldvinsson, hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Listahátíðar. Það var hinn kunni rithöfundur Doris Lessing sem veitti verðlaunin, en þau nema rúmlega 300.000.00 kr. Eftir Sveinbjörn hafa þegar komið út þrjár ljóðabækur. I skugga mannsins, kom út 1976, Ljóð handa hinum og þessum, 1981 og Lífdaga- ljóð birtust 1984. Stjörnur í skónum, sem er ljóðverk á hljómplötu kom út 1978, en þar voru bæði lög og ljóð eftir Sveinbjörn. Sjónvarpsleikritið, Þetta verður allt í lagi, var sýnt 1984 og þá hefur Sveinbjörn þýtt tvær smásögur eftir Kurt Vonnegut. Svo ekki er Sveinbjörn byrjandi í faginu. Blaðamaður Tímans ræddi stutt- lega við Sveinbjörn í gær og sagðist hann að vonum ánægður með verð- launin. Þó væri hvatningin sem í þeim felst meira virði en peningarn- ir, þó að þeir kæmu sér að sjálfsögðu mjög vel. Sveinbjörn er menntaður í bókmenntafræðum og sagðist hafa lært þar, hvílíkt ógang það gæti gert að vera að tjá sig um efni nýrrar bókar. „Bókin er ætluð til lestrar en ekki til að vera grundvöllur einhverr- ar fræðimennsku." Sjálfur sagðist hann vera nýbúinn að lesa bókina yfir og væri hann bara ánægður með útkomuna. Um þessar mundir er Sveinbjörn að vinna að handriti að mynd fyrir íslenska sjónvarpið, þó ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um tökur, enn sem komið er. Leiðin liggur nú til Los Angeles í Kaliforníu, þar sem ætlunin er að leggja stund á nám í handritagerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp, og er þá ekki annað eftir en að óska Sveinbirni góðs gengis í henni Amer- íku og til hamingju með verðlaunin. phh. fcveinhjorn I. Baldvinsson tekur við verðlaunum úr hendi Doris Lessing, fyrir sögu sína Icemasters. m (Tímamynd Sverrir) Daaskrár- Sionvarp. Við /eitum að þáttagerðarfóiki. Fóiki sem getur komið fram á skjánum, í beinni og óbeinni útsendingu, samið kynningar og unnið að gerð sjónvarps- þátta bœði eftir eigin handriti og annarra. Ef þú hefur trú á sjáifum þér íþetta starf, getur unnið sjáifstœtt og ert drífandi og dugiegur sendu okkur þá uppiýsingar um þig. Ef við teijum að þú komir tii greina sem dagskrár- gerðarmaður, eftir að hafa skoðað þœr uppiýsingar og efni sem þú sendir inn, þá munum við kai/a á þig í prufutöku og gefa þér kost á að spreyta þig tii reynsiu. Óskað er eftir að menn útbúi um- sóknir um þetta starf eftir eigin höfði, t.d. á myndsnœidum. Umsóknum skai skiiað fyriró. júní tii sjónvarpsins. Umsóknum veitt móttaka á símaaf- greiðsiu Sjónvarpsins, Laugavegi 176. RiKiSUTVARP/Ð mTTTiT7rnrrr laðbera vantar # eftirtalin hverfi. Ármúla Síðumúla Lindarbraut Vallarbraut Tímlnn SIÐUMULA 15 © 686300 Málvíkurhátíð Málvíkurbúar heima og heiman. Málvíkurhátíðin verður í Skíðaskálanum Hvera- dölum fimmtudaginn 5. júní kl. 21.00. Margskonar skemmtiatriði s.s.: Söngur, leikþáttur, leynigestur og fleira. Mætum öll hress á hátíðina. Upplýsingar gefur Þórunn sími: 91-24480. Landssamband framsóknarkvenna RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-86007: Nýbygging verkstæðis- og geymsluhúss á Selfossi. Opnunardagur: Miðvikudagur 18. júní 1986, kl. 14.00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Austurveg 44, Selfossi og Laugaveg 118, Reykjavík frá og með miðvikudeg- inum 4. júní 1986 gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK- 86007 Húsnæði á Selfossi“. Reykjavík 02. júní 1986 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Atvinna Viljum ráða bílstjóra með meirapróf til sumar- afleysinga strax. Upplýsingar gefur Guðmundur Árnason sími 99-1000. Kaupfélag Árnesinga. Bændur Óska eftir að kaupa ungar kýr eða kvígur með burðartíma í vor eða sumar. Upplýsingar í síma 91-667087. l. I j ít.l ) 11' u.CmL'i ..iiióírwrfrr

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.