Tíminn - 26.06.1986, Síða 3
Fimmtudagur 26. júní 1986
Tíminn 3
Norðurlandaráð-
herrar funda
Norrænir heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar sitja nú á tveggja daga
fundi á Hótel Sögu þar sem rædd eru ýmis sameiginleg málefni
Norðurlandanna á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Meðal mála má nefna
samvinnu um baráttu gegn AIDS, og gert er ráð fyrir að slysið í Chernobyl
og afleiðingar þess verði til umræðu á ráðherrafundinum.
í dag verður fjallað um öldrunarþjónustu og munu fulltrúarnir
heimsækja Hrafnistu í Hafnarfirði.
Þessi mynd var tekin af upphafi fundarins í gær. Tímamynd-Pétur
Vilja
óperu í
tónlistar-
húsið
Óperudeild Félags íslenskra
leikara, hefur sent fjölmiðlum,
Davíð Oddssyni, borgarstjóra,
Sverri Hermannssyni, menntamála-
ráðherra sem og stjórn Samtaka um
byggingu tónlistarhúss, yfirlýsingu
24 áhugamanna um óperutónlist-
arflutning.
Er hún á þessa leið: „Undirrituð
lýsa gleði sinni yfir þeim áfanga, sem
Samkeppni um byggingu tónlistar-
húss er, á leið til þess, að tónlistin fái
loks yfir sig langþráð og verðskuldað
hús.
Jafnframt lýsum við áhyggjum
okkar yfir því, ef valin yrði sú leið
að byggja hús, sem úthýsir stórum
hluta tónlistarlífs, t.d. óperuflutn-
ingi, og tefði þannig eðlilega þróun
í tónlistarmálum okkar um ófyrir-
sjáanlegan tíma.“
Skoðunar-
ferð um
Grófina
Félagið í Grófinni býður til skoð-
unarferðar um Grófina kl. 16.30 í
dag fimmtudag. Lagt verður af stað
frá Bryggjuhúsinu (Álafossbúðinni),
gengið verður um „Strandgaden"
sem nú er Hafnarstræti og til baka
um Tryggvagötu. Rifjuð verður upp
saga húsanna og atvik í þeirn rifjuð
upp. Sögumaður í ferðinni verður
Páll Líndal.
Stein-
sílan
Ný málning frá Málningar-
verksmiðju Slippfélagsins
Málningarverksmiðja Slippfé-
lagsins hefur sett á markað nýja
tegund málningar, er ber nafnið
Steinsílan. f fréttatilkynningu
segir að Steinsílan sé vatnsfælin
sílanmálning og að verji múr
mjög vel fyrir raka. Hún aðlagi
sig vel að múrnum og hleypir
raka vel út.
Steinsílan er vatnsmálning og
fæst í 25 litum í öllum málningar-
vöruverslununt á hagstæðu verði.
ÓN5MC55UMATIÐ
STAÐARFELLI 27-2S-2ýjuní
MOTIÐ SETT KL. 22.00 FOSTEDAG
MEÐAL SKEMMTIATRIÐA
ICY-HÓPURINN
HLJÓMSVEITIIV G 0 Ð G Á
DISKÓTEK (ÓLI—KIDDI—HLYIVIR)
RARIVALEIKTÆKI
RARIMAPÍÍSSUA'
SÆTAFERÐIR FRA R. S. I.
FÖSTUDAG K L. 17.00
STVRKTARFELAG STAÐARFELLS