Tíminn - 26.06.1986, Síða 7

Tíminn - 26.06.1986, Síða 7
Fimmtudagur 26. júní 1986 Tíminn 7 Er æskilegt að eitt fyrirtæki stundi jafn viðamikinn rekstur og raun ber vitni á stað sem þessum? „Ég tel að reynsla hafi sýnt að á stöðum eins og þessum er samvinnu- rekstur mjög heppilegt rekstrar- form. í gegnum tíðina hefur ein greinin stutt aðra og þannig skapað meira atvinnuöryggi en annars hefði orðið. Það er ákaflega sjaldgæft að allar greinarnar eigi í vök að verjast samtímis þó sú hafi því miður orðið raunin á síðasta ári. Á því ári hjálpaðist allt að til að gera rekstur- inn óhagkvæman. Landbúnaðurinn á í miklum erfiðleikum. Sjávarút- vegurinn var erfiður á síðasta ári. Sérstaklega á þetta við um fisk- vinnsluna. Loks átti verslunin í dreif- býli í vök að verjast. Yfir langan tíma litið hafa þessar greinar hins vegar stutt hver aðra og ég tel að heppilegt sé fyrir kaupfélagið að halda áfram að starfa á öllum þessum sviðum samtímis." Er dreifbýlisverslun rekin á skynsamlegan hátt að þínu mati t.d. með tilliti til vöruframboðs? „Ég held að það sé nauðsynlegt að gera róttæka breytingu á samvinnu- versluninni. f dag reyna kaupfélögin í dreifbýli að gera allt fyrir alla. Þetta leiðir til þess að við þurfum að hafa gífurlegt vöruframboð og þar með að fjármagna stóran lager. Við erum að reyna að veita mikla þjón- ustu en verðum fyrir vikið með lélegri rekstur en annars væri. Þetta leiðir einnig til þess að vöruverð í verslunum okkar verður hærra en æskilegt er. Við verðum að ákveða hvar draga skuli mörkin í þessu efni. Ef hægt væri að takmarka vöru- framboð að nokkru leyti myndu um leið skapast möguleikar til þess að lækka vöruverð og skila betri af- komu. Góð afkoma kaupfélagsins í byggðarlagi eins og þessu er mikið hagsmunamál félagsmanna, því hún tryggir þeim betri afkomumögleika og meira atvinnuöryggi." Hvers vegna tekur kaupfélagið þátt í hlutafélaga-rekstri hér? „Hér á Höfn erum við þátttakend- ur í fjórum hlutafélögum. f fyrsta lagi erum við þátttakendur í fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar. f því tilviki voru áhugasamir útgerðar- menn sem vildu beita sér fyrir þess- um rekstri og tóku höndum saman við kaupfélagið. Landsbankinn gerði á sínum tíma kröfu til þess að þarna yrði um hlutafélag að ræða. Síðar kom sveitarfélagið með hluta- fé í þennan rekstur líka. Stofnun þessa fyrirtækis var ekki eingöngu fyrir vilja kaupfélagsins heldur fyrir baráttu áhugasamra útgerðar- manna. Það var talinn styrkur að hafa kaupfélagið með í þessum rekstri og síðar sveitarfélagið. - Þetta var á fyrstu árum loðnuveið- anna sem þá voru stundaðar hér við bæjardyrnar. í öðru lagi má nefna fyrirtæki sem heitir Borgey hf. Það fyrirtæki er helsta starfandi útgerð á Hornafirði. Árið 1946 var það stofn- að til þess að kaupa hingað bát og þá var kaupfélagið þátttakandi auk um 50 annarra hluthafa. Kaupfélagið var ekki mjög stór þátttakandi í upphafi. Þróunin varð hins vegar sú að þeir einstaklingar sem upphaflega stóðu að stofnuninni heltust úr lest- inni og seldu sín hlutabréf. Orsök þess var sú að í upphafi gekk rekstur- inn ekki vel. Um 1965 átti kaupfélag- ið um 75% hlutafjár. Þriðja hlutafé- Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Hornafirði. . Texti: Hilmar Þ. Hilmarsson. lagið sem við erum þátttakendur í er vélsmiðja Hornafjarðar en þar eig- um við 30%. Upphaflega voru hér þrjár vélsmiðjur sem einstaklingar ráku. Þeir vildu hætta þessum rekstri og sameinast. Þeir óskuðu eftir því að kaupfélagið kæmi innf þessa sam- einingu sem stærsta fyrirtækið á staðnum. í fjórða og síðasta lagi erum við hluthafar í fyrirtæki sem heitir Verbúðir hf. sem var stofnað til þess að veita sjómönnum og landverkafólki húsnæði. Kaupfélag- ið á 1/3 í því fyrirtæki en útgerðar- menn 2/3.“ í hlutafélagarekstri er sú leið opin að auka eigið fé með hlutabréfaút- boðum. Þessa leið er ekki hægt að fara þegar um samvinnufélög er að ræða. Væri ekki skynsamlegt að gefa félagsmönnum kaupfélaga kost á að kaupa einhverskonar stofnbréf í félögum sínum? „Þetta er galli sem er samvinnu- rekstri nokkur fjötur um fót. f hlutafélögum er hægt að fá inn fjármagn sem er hvortveggja í senn áhættufjármagn og fjármagn sem vaxta- eða arðkvöð er ekki á. Ég get ekki séð að samvinnufélög geti fari fram á við félagsmenn að þeir leggi fjármagn í reksturinn án þess að veita þeim um leið einhverskonar tryggingu fyrir arðgjöf eða einhver sérréttindi. Ég held að nauðsynlegt sé að félagsmenn eigi kost á að leggja fé í samvinnufélögin og á þann hátt sé hægt að tryggja aukna þátttöku og ábyrgð frá þeirra hendi. Þarna gæti komið til sala einhvers- konar stofnbréfa. Það er orðið mjög aðkallandi að finna í þessu eitthvert það form sem menn gætu orðið ásáttir með.“ Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á skrifstofu sinni. lítill eftir breytingu sem þessa, „Nei, því hver félagsmaður hefði eftir sem áður aðeins eitt atkvæði hvort sem hann ætti eitt stofnbréf eða tíu. Hann fengi afslátt og arð í hlutfalli við viðskipti sín við félagið sem er í fullu samræmi við samvinnu- hugsjónina. Þetta er sá kjarni sem alltaf mun skilja á milli samvinnufé- laga og hlutafélaga." Nú eiga mörg kaupfélög við rekstrarerfiðleika að stríða. Hvað er til ráða í því efni? „Við verðum að þora að gera breytingar. Það er ekki lengur hægt að halda áfram á þeirri braut sem við erum á. Við erum á leið niður brekku eins og er því verður að hætta. Ein sterkasta stoð samvinnu- hreyfingarinnar á fslandi hefur verið landbúnaðurinn. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að bændum þarf að fækka nokkuð. Þessi fækkun verður þó að eiga sér stað í áföngum. Ég er ekki frá því að eftir u.þ.b. 3 ár muni komast á jafnvægi í þessari atvinnugrein. Samvinnhreyfingin á góða mögu- leika á verslun, sérstaklega ef litið er til dreifbýlis. Ef okkur tekst að finna þær leiðir sem tengja félagsmenn betur við samvinnuverslun og við höfum rætt í þessu viðtali þá er hér engin hætta á ferðum. Samvinnu- hreyfingin hefur alla burði til þess að standa sig vel í sjávarútvegi og hefur þegar sýnt það í verki. Því starfi þarf að halda áfram.“ Lokaorð? „Við þurfum að leggja af stað upp brekkuna. Það mikla tap sem varð á síðasta ári má ekki endurtaka sig. Ég er ekki viss um að öllum kaupfé- lögunum takist að snúa við á þessu ári. Við verðum að nýta okkur allar tilteknar leiðir til þess að bæta reksturinn. Til langs tíma litið er betra fyrir félagsmennaðþjónustan minnki einhvers staðar ef hægt er í staðinn að bæta reksturinn. Ef þetta tekst verður samvinnuhreyfingin hér eftir sem hingað til öflug í uppbyggingu atvinnulífsins og á því er brýn þörf á íslandi í dag.“ Er ekki nauðsynlegt að veita fél- agsmönnum vel skýrgreind réttindi i kjölfar stofnbréfanna? „Þetta er mjög mikilvægt atriði. Um leið og við leggjum félagsmönn- um á herðar ákveðnar skyldur þurf- um við að veita þeim ákveðin rétt- indi. Réttindi til félagsmanna hafa alltof mikið gleymst á undanförnum áratugum. Félagsmenn verða að fá ákveðin forréttindi." Hvernig er hægt að framkvæma þetta? „Þetta mætti t.d. framkvæma á þann hátt að gegn framvísun félags- skírteinis fengju félagsmenn ákveð- inn afslátt þegar þeir væru búnir að versla fyrir einhverja ákveðna upp- hæð í félagi sínu. Á þennan hátt gætum við endurheimt viðskipta- tryggðina sem er um of að hverfa frá okkur. Menn meta peningalegan ávinning ákaflega mikils í þessu sambandi." Væri munurinn á samvinnufélög- um og hlutafélögum ekki orðinn „Menn vilja veraof góðir og gera of mikið fyrir margat( Viðtal við Hermann Hansson kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.