Tíminn - 26.06.1986, Síða 10
Fimmtudagur 26. júní 1986
llllllllllllllllllllllllllllllll
10 Tíminn
MINNING
Ragnhildur Jónsdóttir
fyrrum húsfreyja í Núpsdalstungu
Fædd 15. október 1895
Dáin 18. júní 1986
Ég ætla að minnast hér ágætrar
konu, Ragnhildar Jónsdóttur, sem
ég var í nánum tengslum við í
næstum fjóra áratugi. Foreldrar
Ragnhildar voru: Jón Jónsson og
kona hans Elísabet Benónýsdóttir.
Jón og Elísabet bjuggu fyrst í Litlu-
Tungu, en flytja að Fosskoti, sem
var innsti bær í Núpsdal, árið 1898,
með tvær ungar dætur og einn son:
Ólöfu f. 26. maí 1893 gift Jóni
Sigurgeirssyni búsett í Hafnarfirði,
Ragnhildi f. 15. október 1895 (eins
og sést á framanskráðu) ogjónf. 16.
febrúar 1898. Yngsta dóttirin,
Guðrún er fædd í Fosskoti 1. nóv-
ember 1904. Systkinin Jón og Guð-
rún tóku síðan við búi í Fosskoti og
bjuggu þar góðu búi meðan kraftar
entust, en fluttu þá til Hafnarfjarðar.
Ragnhildur giftist Ólafi bónda í
Núpsdalstungu í Miðfirði 27. ágúst
1921. Foreldrar Ólafs voru: Björn
Jónsson óðalsbóndi í Núpsdals-
tungu, f. 21. nóvember 1866, d. 12.
maí 1938, og kona hans Ásgerður
Bjarnadóttir, f. 22. ágúst 1865, d.
26. september 1942. Þótt Núpsdal-
stungan væri talin með betri jörðum
í Vestur-Húnavatnssýslu, voru húsa-
kynni þar í þrengra lagi fyrir tvær
fjölskyldur, en Ragnhildur og Ólafur
voru þar í tvíbýli í meir en tuttugu
ár og undu þar vel hag sínum.
Ég kynntist Ragnhildi fyrst, þegar
ég kom á björtum sumardegi til
Núpsdalstungu með unnustu mína,
Guðnýju Margréti Björnsdóttur,
systur Ölafs, en hún var yngst af átta
börnum Björns og Ásgerðar í Núps-
dalstungu. Á hlaðinu var húsfreyjan
á bænum með bros á vör og tók hún
fagnandi á móti okkur og þar var
sannarlega ekki í kot vísað. Við
Guðný Margrét giftum okkur haust-
ið 1948, en næstu sumur vorum við
Guðný Margrét alltaf í Núpsdals-
tungu í viku eða hálfan mánuð og þá
kynntist ég enn betur þessu fyrir-
myndar heimili.
í Núpsdalstungu var alltaf mikil
gestakoma, enda var það svo, að
allir þeir sem leið áttu um dalinn,
áttu vísar góðgerðir ef komið var við
í Tungu. Þá má geta þess að í
Núpsdalstungu var símstöð á fyrstu
áratugum Landsímans og auk þess
var þar póstafgreiðsla í mörg ár.
Húsbændur í Núpsdalstungu urðu
því að sinna ýmsum störfum á vegum
hins opinbera. Öllum ber saman
um, að þessi þjónusta hafi verið vel
af hendi leyst. Ef veikindi áttu sér
stað og leita þurfti læknis var oft
nærtækast að komast í síma í Núps-
dalstungu og vitanlega gat það átt
sér stað á miðri nóttu. Eg hef á fáa
sveitabæi komið, þar sem var jafn
rausnarlega á borð borið enda bar
öllum saman um það, að Ragnhildur
og Ólafur væru höfðingjar heim að
sækja.
Öll hin síðari búskaparár Ólafs og
Ragnhildar í Núpsdalstungu var
miðaldra kona hjá þeim, sem var
bæði líkamlega og andlega fötluð.
Kona þessi gat auðvitað ekkert
unnið. Það var aðdáunarvert, hvern-
ig Ragnhildur gat séð um þessa
konu, sem í raun og veru gat hvergi
verið nema á hæli fyrir samskonar
sjúklinga. Þá var á heimili Ólafs og
Ragnhildar gömul kona, sem Elín
hét. Hún var með öllu óvinnufær
síðustu árin, en vildi hvergi annars
staðar vera og sýnir það best, hversu
vel var séð um þarfir lasburða fólks
í Tungu á þessum árum.
Ólafur vann mikið að félagsmál-
um bæði fyrir sveit sína og hérað og
af þeim sökum var hann oft að
heiman, þegar þannig stóð á þurfti
Ragnhildur að sjá um búskapinn
auk innanbæjar starfa og fór það vel
úr hendi. Síðla árs 1966 fluttu Ólafur
og Ragnhildur til Reykjavíkur, en
Ólafur hafði nokkru áður keypt
íbúð að Leifsgötu 10. Næstu þrjú
árin var jörðin í umsjá Ólafs og voru
þau hjónin þar á sumrin tíma og
tíma, þegar hægt var að koma því
við, en 1969 var jörðin seld ágætum
manni ættuðum úr Miðfirði.
Þegar til Reykjavíkur kom, fékk
Ólafur strax ágæta vinnu, þar sem
hann starfaði í nokkur ár. Ólafur var
við góða heilsu fram yfir áttrætt, en
eftir það fór heilsu hans að hraka.
Hann andaðist á sjúkradeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar, þann 19. ágúst
1982. Þá höfðu þau búið í farsælu
hjónabandi í meir en 60 ár. Bæði
voru þau mjög til fyrirmyndar í sinni
sveit og vel látin af öllum, sem þeim
kynntust.
Ragnhildur og Ólafur eignuðust
þrjú börn og verða þau talin hér í
aldursröð: 1. Kjartanf. 17.septemb-
er 1923, deildarstjóri hjá Sambandi
ísl. samvinnufélaga, kvæntur Jó-
hönnu Bjarnadóttur frá Uppsölum.
Þau eiga tvö börn. 2. Jón f. 20.
september 1927, vélvirki í Reykja-
vík, var kvæntur Sesselju Katrínu
Karlsdóttur. Þau hafa slitið samvist-
um. Þau eiga sex börn. 3. Elísabet
Guðrún f. 23. maí 1930, búsett á
Hvolsvelli. Maður hennar er Jón
Stefánsson símvirki. Þau eiga fjögur
börn.
Eftir að Ragnhildur og Ólafur
fluttu til Reykjavíkur, var hugurinn
alltaf fyrir norðan, þar sem þau
höfðu bæði slitið barnsskónum og
þar sem þau áttu sína bestu kunn-
ingja og samferðafólk. Þau kunnu
samt nokkuð vel við sig á Leifsgötu
10, þar sem kunningjar að norðan
komu oft í heimsókn og þáðu góðar
veitingar og elskulegt viðmót eins og
áður fyrr á heimili þeirra í Núpsdals-
tungu.
Ég kom oft til þeirra á Leifsgötuna
þar sem við rifjuðum upp gamlar
minningar frá Núpsdalstungu. Eftir
að ég flutti á Laufásveginn var
auðvelt að koma við á Leifsgötunni,
en þá var Ragnhildur orðin ein, en í
raun og veru var Ragnhildur ekki
ein nema í stuttan tíma í einu, því
að skyldfólk og aðrir gestir komu
þar oft í heimsókn, auk þess, sem
barnabörn voru þar oft í lengri eða
skemmri tíma í umsjá ömmu sinnar.
Það var gaman að tala við Ragn-
hildi, því að hún var vel greind og
stálminnug og mundi allt frá fyrri
tíð, sérstaklega um menn og málefni
í Miðfirðinum. Hún vissi venjulega
allt um fólk af Núpsdalstunguætt og
þótti mér gott að leita til hennar í því
sambandi.
Síðast heimsótti ég Ragnhildi
seint í október 1984. Hún var þá vel
hress og virtist halda fullu minni, en
nokkrum dögum síðar fékk hún
alvarlegt áfall og var strax sýnilegt
að ekki yrði um neinn raunverulegan
bata að ræða. Ragnhildur andaðist í
Landakotssjúkrahúsi þann 18. júní
sl. í hugum samferðafólks lifir
minningin um einstaka gæðakonu,
sem öllum vildi gott gjöra á langri
ævi.
Blessuð sé minning hennar.
Magnús Sveinsson.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast tengdamóður minnar Ragn-
hildar Jónsdóttur sem jarðsungin
verður í dag frá Bústaðakirkju. Hún
lést á Landakotsspítala 18. þessa
tnánaðar. Þarhafði Ragnhildurdval-
ist á annað ár eftir áfall sem hún fékk
og leiddi til lömunar. Naut hún þar
frábærrar umhyggju og aðhlynning-
ar. Einnig var henni búið mjög góð
aðstaða til að stytta tímann við
útsaum, því þrátt fyrir lömun hægri
handar var ekki um neina uppgjöf
að ræða, sú vinstri varð að taka við
hlutverki hinnar hægri. Flesta daga í
meira en ár naut hún þess að sitja við
gluggann með saumagrindina sína.
Fyrir þetta allt færum við læknum og
hjúkrunarfólki innilegar þakkir.
Ragnhildur fæddist 15. október
1895, hún ólst upp hjá foreldrum
sínum í Fosskoti í Miðfirði. Rúm-
lega tvítug giftist hún Ólafi Björns-
syni í Núpsdalstungu og þar hófu
þau búskap. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið. Þau eru
Kjartan, Jón og Elísabet, sem öll lifa
móður sína, en Ólafur lést fyrir
tæpum fjórum árum.
Þeim sem auðnast langra lífdaga
er oft nauðsynlegt að aðlagast
breyttum aðstæðum. Þeim eðliskost-
um voru þau Ragnhildur og Ólafur
ríkulega búin. Eftir fjörutíu ogfimm
ára búskap fluttu þau til Reykjavík-
ur, þar keyptu þau íbúð að Leifsgötu
10. Fljótlega eftir að suður kom fór
Ólafur í vinnu sem hann stundaði í
nokkur ár meðan heilsan leyfði, en
Ragnhildur fór, ásamt heimilisstörf-
um að prjóna og hekla úr íslensku
ullinni sjöl og fleira sem hún seldi í
verslanir. Allar hannyrðir hennar
báru vott um smekkvísi og fagurt
handbragð.
Ragnhildur var einstaklega vel
gerð kona. Starfsvilji hennar var
mikill, en hún naut þess einnig vel
að taka þátt í gleðistundum með
fjölskyldu sinni og venslafólki.
Margir vinir og kunningjar áttu leið
að Leifsgötu 10 ekki síður en að
Núpsdalstungu áður. Þar var öllum
vel tekið og veitingar góðar. Sérstök
gleði var henni þó að taka á móti
börnum sínum, tengdabörnum,
barnabörnum, mökum þeirra og
börnum. Þau ekki síður en vanda-
lausir löðuðust að hlýju viðmóti
hennar.
Löngum og farsælum starfsdegi er
lokið. Með hóværð og góðvild leitað-
ist Ragnhildur við að auðga og fegra
líf fjölskyldu sinnar, fyrir það færum
við henni hjartans þakkir um leið og
við biðjum henni Guðs blessunar á
æðri vegum.
J.B.
Kristján Björn
Sigurbergsson
Undir bröttum hlíðum Austurdals
í Skagafirði vestan Jökulsár, standa
bæirnir Bústaðir og Skatastaðir, sá
síðarnefndi innsti bær dalsins. Löng
og erfið leið var jafnan talin úr
Vesturdal að Bústöðum, en ennþá
erfiðari þó á milli áðurnefndra
tveggja bæja - eftir gilbarmi Jökuls-
ár, sem víða er þverhníptur hamra-
veggur. Nú er þokkalegur akvegur
þessa leið.
Árið 1973 í nóvember fæddist á
Bústöðum drengur sá, er hér er
minnst - Kristján Björn. Hann lést
á heimili sínu þann 30. maí sl. aðcins
12 ára gamall. Foreldrar hans eru
Sigríður Björnsdóttir frá Borgar-
gerði í Norðurárdal og Sigurbergur
Kristjánsson frá Skatastöðum. Ævi
Kristjáns Björn var skömm og
naumast getur verið um viðburða-
ríka slóð að að ræða, umfram það
sem almennt gerist á fyrsta áratug
hvers einstaklings.
Skóla sótti hann í Steinsstaði,
lítinn 50 barna skóla fyrir börn úr
hreppnum. Af svo litlum hópi er
stórt skarð ófyllt, er einn hverfur á
braut og við erum öll minnt á
fallvaltleik lífsins og hörmum að
hafa ekki notið stundarinnar betur,
meðan hún gafst.
Kristján Björn var góður nem-
andi, ljúfur í umgengniogglaðsinna.
Naut hann sín því vel í hópi jafnaldra
sinna.
Sérstakan áhuga hafði hann á
íþróttum og sýndi yfirburði fram yfir
félaga sína á því sviði, bar af í
hlaupum, langstökki og hástökki,
enda kattliðugur og sterklega
byggður. Var hann stundum sendur
á íþróttamót utan sveitar og kom til
baka stoltur og ánægður með verð-
launapeninga fyrir afburða árangur.
Við vitum að drengurinn ungi
unni umhverfi sínu, þessum reit
Austurlands, náttúru landsins,
læknum, hólnum og nið jökulelfunn-
ar. Þar í hlíðinni milli bæjanna lágu
öll hans spor. Þar lék hann ser sæll
og glaður. - En höggið reið af fyrr
en varði.
Laugardaginn 7. júní var minn-
ingarathöfn í Goðdalakirkju. Þaðan
voru jarðneskar leifar Kristjáns
Björns fluttar heim í Austurdalinn.
í helgan reit í túni afa og ömmu á
Skatastöðum var hann lagður til
hinstu hvíldar, hjá langafa sínum og
langömmu.
En tíminn líður. Senn kemur
sumar. Það er tíminn og trúin, sem
læknar lifenda sárin og þerrar sakn-
aðartárin.
Minningar um góðan dreng og
skemmtilegan félaga varðveitast í
hjörtum þeirra, sem eftir standa.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Megi sá er öllu ræður veita að-
standendunum í Austurdalnum
styrk í þeirra þungu sorg.
Starfslið og nemendur Steinsstaða-
skóla.
LESENDUR SKRIFA
lllillllllllllll
„Farðu að tala við þennan Jorge
Luis Borges - hann sér undireins
hver þú ert og greiðir fyrir þér,“
sagði „kerli mín“ fyrir einum tíu
árum, þegar sá hinn sami var gestur
hér á landi. En það er eins og vant
er, að sjaldan kunnum við að fara
eftir þeim ráðum, sem best mundu
duga, og svo fór mér í þetta sinn. En
síðar hef margsannfærst um, að
þetta var það, sem ég hefði átt að
gera.
Meðal hins athyglisverðasta, sem
ég sé haft eftir sjálfum Borges, er
þetta, eftir skáldinu Arrabal, úr
Að lifa eilíflega
blaðafrétt:
»,Ég mun mæta dauðanum með
þeirri einu von, að ekkert taki við að
loknu þessu lífi“
- sagði hann margsinnis á efri
árum, segir Arrabal. Énnþá skýrara
kemur þetta þó fram í því, sem J.
Kr. blaðamaður hjá Morgunblaðinu
tekur upp eftir honum án þess að
geta heimildar (17. júní):
„Ég mæti dauðanum með þeirri
einu von, að þá sé allt um garð
gengið. Að líkami minn og sál fylgist
að. Ég vil ekki lifa við þá ógnun, að
sálin sé ódauðleg"
Því athyglisverðara er þetta, að
það er eftir mann, sem hafði sér-
stakar mætur á Swendenborg og
William Blake, einhverjum hinum
mestu framlífs-rithöfundum, sem
uppi hafa verið.
Þessa hræðslu við að lifa eilíflega
hef ég stundum rekið mig á í samtöl-
um við menn. Ég er fyrir mitt leyti
ekki í vafa um frá hverju hún stafar.
Það er hugmyndin um líkamalaust
líf, sem er svo fráhrindandi. Því
næmari og sannari og gáfaðri sem
maðurinn er, því betur finnur hann
til þeirrar óbeitar, sem það vekur,
að verða að „líkamatausum anda“.
Og þar sem menn hafa yfirleitt ekki
haft aðgang að réttri og raunhæfri
lausn á þeirri gátu, hafa menn skipst
í andatrúarmenn og efnishyggju-
menn, auk þess mikla fjölda sem
dinglar þar mitt á milli, án þess að
vita í h vorn fótinn þeir eiga að st íga.
„Nú hefur hann alltjafnt fengið að
lysa gátuna um dauðann", er enn haft
eftir skáldinu Arrabal. Þessu hafa
menn gengið að sem vísu, - haldið,
að vitneskjan um allt komi sjálf-
krafa um leið og vaknað er af svefni
dauðans. Ef menn væru meiri sál
fræðingar mundu þeir fyrst aðgæta,
hversu firna fastar sumar sannfær-
ingar og vanahugsanir eru nú þegar
í þessu lífi. En hins er ekki að
dyljast, að þeir sem af mestri alvöru
og sannleiksást hafa verið að spyrja
hinnar mestu spurningar, munu
verða í fyrsta lagi til að átta sig á
líkamlegu ástandi sínu, þegar á aðra
jörð er komið.
17. júní 1986.
Þorsteinn Guðjónsson