Tíminn - 26.06.1986, Qupperneq 15

Tíminn - 26.06.1986, Qupperneq 15
Miðvikudagur 25. júní 1986 Tíminn 15 Morgunþáttamennirnir 5 eru hið hressasta lið eins og sjá má. Talið frá vinstri: Kolbrún Halldórsdóttir, GunnlaugurHelgason, ÁsgeirTómasson, Páll Þorsteinsson og Kristján Sigurjónsson. Stjörnuspár, matarhorn, get- raunir, barnaþættir o.s.frv. Morgunþættir Rásar 2 hefjast kl. 9 alla virka daga. Á laugardög- um hefst þátturinn kl. 10 og á sunnudögum er sofið út og morg- unþætti sleppt. Umsjónarmenn morgunþátta eru 5. Ýmsir fastir liðir eiga sinn fasta sess í morgunþáttunum. Þar má t.d. nefna stjörnuspá, afmælis- dagabók og almanak dagsins. Mat- arhornið er daglega kl. 10.30 og endurtekið kl. 11.30. Barnadag- bókin er fjóra daga vikunnar (mánud. - fimmtud.) kl. 10.05- 10.20 og er umsjónarmaður hennar, Guðríður Haraldsdóttir, með símatíma að henni lokinni á mánudögum til kl. 20.50. Getraun- ir eru meðal fastra liða. Þá eru mörg viðtöl tekin í morg- unþáttunum og ekki má gleyma að allt fer þetta frant í beinni útsend- ingu. Fimmtudagsumræðan: Fiskeldi Fiskeldi hér á landi, og þá fyrst og fremst laxeldi, er viðfangsefni fimmtudagsumræðunnar í útvarpi í kvöld kl. 22.20. Það er Gissur Sigurðsson fréttamaður sem stýrir umræðunni. Um 200 tonn af eldislaxi verða flutt út í ár og sennilega um 600 tonn á næsta ári. Unt 60 fiskeldis- fyrirtæki cru nú skráð í landinu og u.þ.b. 30 stöðvar eru teknar til starfa. Þetta er því ört vaxandi atvinnugrein í landinu. Á þessum tímamótum er ætlunin að staldra aðeins við og skoða stöðu þessa atvinnuvegs. Eins og kunnugt er náðu Norðmenn for- skoti í laxeldi og nú eru að koma í ljós ýms atriði, sem gleymdust á meðan gróðavonin rak menn áfram með ótrúlegum árangri á fyrstu árum laxeldisins. Þar má t.d. nefna mengun af laxeldi, smithættu, sem leitt hefur til óeðlilegrar lyfjagjaf- ar, að ógleymdum umhverfis- þættinum, en laxeldismannvirki þykja víða lýti ánorskum fjörðum. Þá verður reynt að gera sér grein fyrir þróun markaða í framtíðinni, hver orkuþörfin er og hversu margt starfsfólk þarf til að sinna störfum við laxeldi hér, svo eitthvað sé nefnt. Útvarp kl. 9.05: Pétur Pan og Vanda - í morgunstund barnanna I gærmorgun hófst í morgun- stund barnanna í útvarpinu lestur nýrrar sögu. Það er sagan Pétur Pan og Vanda eftir J.M. Barrie í þýðingu Sigríðar Thorlacius. í dag kí. 9.05 les Heiðdís Norðfjörð annan lestur sögunnar. Pétur Pan og Vanda er orðin sígild barnasaga og í enskumælandi heimi þekkir hvert mannsbarn söguna af Pétri Pan, stráknum sem neitaði að verða fullorðinn. Höf- undurinn Sir James Matthew Bar- rie (1860-1937) var skoskur. Hann skrifaði bæði sögur og leikrit og er Pétur Pan til í báðum þessum útgáfum. Upphafið að sögunni um Pétur Pan, unga piltinn sem berst hetjulegri baráttu gegn fúl- mennskulegum áformum kapteins Hook hins miðaldra og hefur sigur, var það að Barrie sagði litlum drengjum sögur. Nokkrar sagn- anna af Pétri Pan komu síðan á prent 1902 og árið 1904 voru þær orðnar að leikriti, sem fært hefur verið upp í London um jólaleytið ár hvert síðan, nema hvað stríðsár- in urðu útundan. Gissur Sigurðsson fréttamaður stýrir fimmtudagsumræðunni í út- varpi um fiskeldi. Fimmtudagur 26. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Pétur Pan og Vanda“ eftir J. M. Barrie. Þýðandi: Sigriður Thorlacius. Lesari: Heiðdis Norðfjörð (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tón- leikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur - Umsjón: Anna Ingólfs- dóttir og Ýrr Bertelsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Fölna stjörnur“ eftir Karl Bjarnhof. Kristmann Guð- mundsson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir les (23) 14.301 lagasmiðju. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Suðurland. Umsjón: Einar Kristjánsson, Þorlákur Helgason og Ásta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Tónlist eftir Kabalevskí og Ravel a. „Trúðarnir", svíta op. 26 eftir Dmitrí Kabalevskí. Sinfóníuhljómsveitin í Gávle leikur; Rainer Miedel stjórnar. b. Píanó- konsert í G-dúr eftir Maurice Ravel. Alicia de Larrocha og Filharmoníusveit Lund- úna leika; Lawrence Foster stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu Umsjón: Hallgrimur Thor- steinsson og Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmundur Sæ- mundsson flytur þáttinn. 20.00 Stundarkorn með Bílurum Um starf Bandalags íslenskra leikfélaga (BlL) og leiklistárhátíð norrænna áhugaleikfé- laga. (Áður útvarpað 20. júní). Umsjón: Finnur M. Gunnlaugsson. (Frá Akureyri) 20.45 Ljóðasöngur Jessey Norman syngur lög eftir Georg Friedrich Hándel og Alban Berg. Geoffrey Parsons leikur með á píanó. Hljóðritað á tónlistarhátiðinni i Salzburg sl. sumar). 21.20 Reykjavík í augum skálda. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson og Þórdis Mós- esdóttir. 22.00 Fréttir, Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræðan Fiskeldi. Stjórnandi: Gissur Sigurðsson. 23.20 Frá tónlistarhátíðinni á Salzburg sl. sumar Shlomo Mintz leikur á fiðlu tónverk eftir Johann Sebastian Bach. a. Sónata í g-moll. (BWV 1001). b. Partita i d-moll (BWV 1004) 4. og 5. þáttur. (Hljóðritun frá austurríska útvarpinu) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. HT 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómasson, Gunnlaugur Helgason og Kolbrún Halldórsdóttir. Inn í þáttinn flétt- ast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni kl. 10.05 sem Guðríöur Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé 14.00 Andrá Stjórnandi: Jón Ólafsson 15.00 Djass og blús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Nýræktin Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason stjórna þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 17.00 Einu sinni áður var Bertram Möller kynnir vinsæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnirtíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Gestur Einar Jónasson stjórnar þættinum. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu striði Reyk- vískurvinsældalisti frá ágúst 1959, siðari hluti. Umsjón: Trausti Jónsson og Magn- ús Þór Jónsson. Fyrri hluti. 24.00 Dagskrárlok. Fréttireru sagðarkl. 9.00,10.00,11.00, 15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykja- vík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Föstudagur 27. júní 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Marianna Friðjónsdóttir. 17.25 Krakkarnir í hverfinu (Kids of Deg- rassi Street) 4. Martin heyrir tónlist Kanadiskur myndaflokkur í fimm þáttum fyrir börn og unglinga. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Listapopp 16. júni 1986. Svipmyndir frá fyrri popptónleikum Listahátíöar í Laugardalshöll. Kynnir: Jón Gústafsson. 21.15 Sá gamli (Der Alte) Tólfti þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur í fimmtán þáttum. Aðalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.10 Seinni fréttir. 22.15 Ósýnilega konan (Phantom Lady/ s/h. Bandarisk kvikmynd frá árinu 1944. Leikstjóri Robert Siodmak. Aðalhlutverk: Ella Raines og Franchot Tones. Ungur maður á uppleið er sakaður um morðið á konu sinni. Fjan/istarsönnun hans veltur á vitnisburði stúlku sem enginn veit deili á. Hennar er ákaft leitað, en ýmis Ijón verða á veginum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskrárlok. Effco þurrkan læknar ekki kvef En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana Hún er svo stór og mjúk og særir nebbann ekki neitt. Svo þegar kvefið er batnað getur þú notað afganginn af rúllunni til annarra hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og svo getur þú að sjálfsögðú notað hana til algengustu heimilisstarfa. Það er eitthvað annað að þrífa með Effco þurrkunni. Hún gerir heimilisstörfin, sem áður virtust óyfirstíganleg, að skemmtilegum leik. Ohreinindin bókstaflega leggja á flótta þegar Effco þurrkan er á lofti. Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og verstunum. Heildsala Höggdeyfir — EFFCO sími 73233 Auglýsing um framlagningu kjörskrár við kosningu tii kirkjuþings Kjörstjórn við kosningu til kirkjuþings hefur sam- kvæmt lögum um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar nr. 48 frá 11. maí 1982 samið kjörskrá vegna kosningar til kirkjuþings, sem fram fer í júlí og ágúst nk. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu, Suðurgötu 22, Reykjavík, og dóms- og kirkjumála ráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavíktil 14. júlí 1986. Jafnframt verður próföstum landsins sent eintak kjörskrárinnar að því er tekur til kjósenda úr viðkomandi kjördæmi. Kærur tii breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálar- áðuneytinu fyrir 15. júlí 1986. Reykjavík 13. júní 1986. Þorsteinn Geirsson Þorbergur Kristjánsson Magnús Guðjónsson. Til sölu Hillusamstæða til sölu 3 einingar, einnig er til sölu hjónarúm úr palesander án dýnu. Upplýsingar í síma 18300 á daginn en í síma 41082 eftirkl. 17.00. Laus staða Kleppsjárnsreykjaskóli óskar að ráða starfsmann til að annast bókhald og kennarastarf. Umsóknarfrestur er til 5. júlí upplýsingar um starfið gefur Jón Böðvarsson í síma 93-5379.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.