Tíminn - 26.06.1986, Síða 16

Tíminn - 26.06.1986, Síða 16
meÓVISA KVENNALANDSLIÐ Islands vann auöveldan sigur á Færeyingum í viöureign þjóöanna á Kópavogsvelli í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 6-0 en heföu getað oröiö enn stærri því ísland átti fjölda færa. Erla Rafnsdóttir skoraöi tvívegis en annars skiptust mörkin á stúlkurnar. i Tíniinn Ingibjörg Pálmadóttir stýrir fyrsta bæjarstjórnarfundinum Akranesi þetta kjörtímabil. Tímamynd-Stefán Lárus Vertíðin með lakasta móti Frá fréttaritara Tímans í Skagafírði, Krni Þórar- inssyni: Grásleppuvertíð er nú lokið hér nyrðra og fengu þær fjórar trillur scm gerðar voru út frá Haganesvík liðlega 210 tunnur af grásleppu- hrognum. Vertíðin var heldur erfið að þessu sinni sökum ógæfta einkum var maí- mánuður slæmur vegna þrálátrar norðanáttar. Einnig urðu grásleppu- karlar fyrir verulegu netatjón í á- hlaupinu sem gerði um hvítasunn- una. Á síðasta ári fengust 250 tunnur af hrognum en þá voru gerðar út þrjár trillur frá Haganesvík. Það sem gerir vertíðina svo miklu lakari nú er að ekki var takmarkaður netafjöldi á hverja trillu eins og síðasta ár en þá var grásleppuveiði líka mcð því albesta sem verið hefur hér nyrðra. Trillueigendur munu fljótlega fara á handfæraveiðar en vaxandi áhugi er á trilluútgerð, þar sem bændum finnst gott að drýgja tekjur sínar með sjósókn, þrátt fyrir erfiðar hafn- araðstæður við Haganesvík. Stofnlánadeild landbúnaöarins: Annasamt hjá Landhelgisgæslunni: Sex bátar reknir heim - réttindalausir „yfirmenn" Varðskipið Óðinn hefur vísað sex bátum af miðunum fyrir norð- an land til heimahafnar, á nokkr- um dögum. Þessir bátar voru reknir heim: Ingibjörg ST 37 - réttindalaus skipstjóri, Hafbjörg HU 100 - haffærisskírteini úr gildi, Sæbjörg ST 7- réttindalaus skipstjóri, ÓlafurMagnússon HU 54 - vantaði stýrimann og vél- stjóra, SæborgHU 177-réttinda- laus skipstjóri, Arnarborg HU 11 - haffærisskírteini úr gildi. Á Arnarborgina vantaði einnig stýrimann. Öllum þessum bátum var vísað til hafnar, og mál þeirra hafa verið send til Siglingamálastofn- unar. Skipherra á Óðni er Birgir Þ. Jónsson er hann í sinni annarri ferð sem skipherra. - ES Sjávarútvegssýning í Bella Center: VogirPólsog Marels vekja mikla athygli - Sæplast hf. gerir milljónasamning Hófleg bjartsýni, ánægja og rök- studdar væntingar virðast einkenn- andi fyrir viðhorf íslensku þátttak- endanna á sjávarúvegssýningunni sem haldin var í Bella Center í síðustu viku og lauk á sunnudags- kvöld. Um tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi tóku þátt í þessari sýningu og voru þau flest á sérstöku íslensku 215 fermetra sýn- ingarsvæði. Grásleppuvertíö lokið í Fljótum: Það voru ekki hvað sýst rafeinda- fyrirtækin Marel í Reykjavík og Póls á ísafirði sem vöktu athygli sýning- argesta og skipavogir þessara fyrir- tækja virðast á góðri leið með að ryðja sér til rúms víða erlendis. Jón Geirsson sölustjóri Marels sagði í samtali við Tímann að undirtektir á sýningunni hafi verið mjög góðar og að þeir hafi komist í samband við ýmsa aðila sem sýnt hafi áhuga á framleiðslu fyrirtækisins, bæði skipavogum og vigtunarkerfum fyrir frystihús. Sigfús Kristmundsson hjá Pól hf. tók mjög í sama streng varðandi undirtektir sýningargesta, en bæði Jón og Sigfús undirstrikuðu að mikil vinna væri eftir við að rækta og vinna úr þeim samböndum sem stofnað hafi verið til á sýningunni. Sæplast á Dalvík var eitt þeirra fyrirtækja, sem þátt tóku í sýning- unni, en Sæplast framleiðir einkum fiskiker úr plasti ogplastbretti. Pétur Reimarsson framkvæmdarstjóri Sæplasts sagði í samtali við Tímann að þeir væru þokkalega bjartsýnir eftir sýninguna, en á sýningunni var gengið frá sölusamningi við kan- adískt fyrirtæki. Pétur kvaðst ekki vilja tjá sig um einstök atriði þessa samnings við Kanadamennina en sagði að samningurinn skipti mill- jónum og væri með þeim stærri sem fyrirtækið hefur gert. Pétur sagði að talsverð undirbúningsvinna hafi ver- ið unnin fyrir sýninguna og síðan gengið frá samningnum á sýningunni siálfri. Á sýningunni sýndu íslensku fyrir- tækin ekki mikið af nýjungum, eða vörum sem ekki hafa verið sýndar áður heldur var hér um kynningu á framleiðslu þeirra að ræða. -BG Breytt lánakjör og lækkun vaxta - breytingar í anda tillagna frá aðalfundi Stéttarsam- bands bænda á Hvanneyri Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur nú ákveðið breytingar á lána- kjörum deildarinnar til bænda, og eru þær mjög í anda þeirra tillagna sem komu frá aðalfundi stéttar- sambands bænda fyrir um hálfum mánuði. Breytingarnar eru fólgnar í því að lánstími á verðtryggðum og gengistryggðum lánum sem Stofn- lánadeild yfirtók frá Veðdeild Bún- aðarbankans verði lengdur í 25 ár, en var áður ýmist 10 eða 12 ár. Jafnframt verða vextir af þessum lánum lækkaðir í 2% en það eru sömu vextir og eru á almennum lánum bænda. Lánstími bygginga og jarðar- kaupalána og skuldbreytingalána verði lengdur um 5 ár og lánstími hjá bændum sem eru í mjög erfiðri greiðslustöðu megi lengja um allt að 10 ár, en þá þurfa að liggja fyrir meðmæli frá fjárhagskönnunar- nefnd Landbúnaðarráðuneytisins og Búnaðarfélags íslands. Ákveðið var að afborganir af lánum vegna loðdýraræktar verði frestað vegna erfiðrar stöðu loðdýraræktarinnar og framvegis verða bygginga- og jarðakaupalán afborgunarlaus fyrstu 2 árin. Gert er ráð fyrir því að bændur sæki um lengingu á lánstíma fyrir 15. ágúst nk. óski þeir eftir lene- ingu. ABS Akranes: Kona forseti bæjarstjórnar í gær klukkan 16 var fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar á Akra- nesi. Fyrrverandi forseti Guðjón Guðmundsson stýrði fundi í upp- hafi. Fyrsta mál var kjör forseta bæjarstjórnar. Ingibjörg Pálmadótt- ir frá Framsóknarflokki var kjörin forseti bæjarstjórnar með fimm at- kvæðum. Hún er fyrsta konan sem situr á stóli forseta bæjarstjórnar á Akranesi. Fyrsti varaforseti var kjörinn Guðbjartur Hannesson frá Alþýðubandalagi, og annar vara- forseti var kjörinn Gísli Einarsson frá Alþýðuflokki. Framsókn og Alþýðubandalag mynda meirihluta núverandi bæjar- stjórnar, en Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur voru í meirihluta síð- asta kjörtímabili. Ingimundur Sigurpálsson var endurráðinn sem bæjarstjóri og er almenn ánægja með þá ráðstöfun. Talsverð umræða varð um mál- efnasamninginn, en allir skyldu sem vinir að fundi loknum. - Stefán L.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.