Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 24. júlí 1986 Viðræður við ASÍ-félögin Forystumenn fjögurra verkalýðs- félaga innan ASÍ standa þessa dag- ana í viðræðum við forráðamenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um kjaramál. Þau Guðríður Elíasdóttir, frá Framtíðinni, Sigurður T. Sig- urðsson, frá Hlíf, Grétar Þorieifsson frá Félagi byggingariðnaðarmanna og Guðjón Jónsson, frá Málm- og skipasmiðasambandinu ræddu við Guðmund Árna Stefánsson, bæjar- stjóra og Gunnar Rafn Sigurbjörns- son, bæjarritara á fundi í fyrradagog er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Tvö mái voru til umræðu á fundin- um, annars vegar leiðrétting á kjör- um ASÍ-félaga með hliðsjón af þeim sérkjarasamningum sent Hafnar- fjarðarbær gerði við Starfsmannafé- lag Hafnarfjarðar og hins vegar voru ræddir möguleikar á gerð ramma- samnings milli ASÍ félaganna og bæjarfélagsins. „Við viljum vita hvort við getum fengið einhverja leiðréttingu íyrir lægsta fólkið hjá okkur," sagði Guðríður Elíasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðar. „Andrúmsloftið á fundinum var gott en engin loforð gefin." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, taldi að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur. Hann sagði að það ASl- fólk sem hér væri um að ræða væri á bilinu 70-80 manns. Hann kvað eðli- legt að ASÍ-félögin vildu taka mið af Starfsmannafélagssamningunum, en fjárhagsáætlun væri þegar ákveðin og framkvæmdir í fullum gangi þannig að svigrúm væri frekar tak- markað. Hann vildi hins vegar leggja áherslu á að góður andi hefði ríkt á fundinum. Guðjón Jónsson taldi að ramma- samningur eins og hér væri til um- ræðu vera til hagsbóta fyrir alla aðila, en taldi að gerð hans yrði ekki lokið fyrr en um áramótin. phh Þjófavörn í Miklagaröi Sett hefur verið upp þjófavarnar- kerfi í Miklagarði. Mikligarður er fyrsti stórmarkaðurinn sem tckur upp þessa vörn gegn sívaxandi búðar- hnupli. „Þetta er alvara lífsins. Maður getur ekki bæði haldið niðri vöru- verði og látið fólk ganga út með vörur sem það ekki greiðir fyrir. Við hyggjumst nú stoppa þetta. Vörur í búðinni verða merktar og hafi fólk ekki greitt fyrir þær þá láta þar til gerðar súlur við útidyrnar vita af því,“ sagði Jón Sigurðsson forstjóri Miklagarðs í samtali við Tímann í gær. Margar verslanir við Laugaveg hafa komið sér upp slíkri þjófavörn, og þá einkum tískuverslanir. Jón Sigurðsson sagði að þetta væri fyrst og fremst gert fyrir viðskipta- vininn. „Fetta er hluti af lífinu, því miður. Það er andskoti hart að þurfa að leggja út í þennan kostnað til þess að geta haldið niðri vöruverði, en þetta verður að gerast," sagði Jón. Kerfið var sett upp í fyrradag, og var lokið við merkingar á vörum í gær. Súlurnar sem eru í útidyrunum skynja merki sem sett eru á vöruna og hafi afgreiðslufólk ekki fjarlægt merkin, við borgun, þá skynja súlurn- ar merkin og láta tafarlaust vita til umsjónarmanns. -ES Þjófavarnarkerfíð við útidyr Mikiagarðs. Ef einhver fer með vöru út, sem ekki er búið að greiða fyrir, verður þess vart. Vonast er til að kerfi þetta geti orðið til þess að lækka vöruverð, því óeðlilega mikil afföll halda vöruverði uppi. Tímamynd: Sverrir. AIIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LfTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.