Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 4
í 5 ár beiA George Santo Pietro eftir því að Linda kæmist að niður- stöðu um hvort hún vildi giftast honum. Loks gafst hann upp. Linda kann best við sig ein heima við lestur góðra bóka. 4 Tíminn lllllllllllllllllllllll SPEGILL Hjónabandsraunir Lindu Evans Og ekki skortir á biðlana, glæsi- lega og loðna um lófana, cn ein- hverra hluta vcgna hefur hjóna- bandssælan ekki orðið föst við Lindu enn sem komið cr, og þess vegna hefur hún líka orðið að ncita sér um móðurhlutvcrkið. Linda er tvígift. Fyrri maður hennar var John Dcrek og það hjónaband stóð í 10 ár eða þar til hann varð svo yfirkominn af ást til Bo, núverandi konu sinnar, að hann lét Lindu róa. Á þeim tíma fannst henni ckki taka því að leggjast í barneignir, enda voru börn Johns af fyrra hjónabandi tíðir gestir á heimilinu og fullnægðu þörfum Lindu. Síðar giftist hún viðskipta- jöfrinum Stan Herman, sem upp- fyllti allar vcraldlegar þarl'ir Lindu, en þau komu því aldrei í verk að eignast barn á þeim þrem árum sem hjónabandið varði. Síðan hcfur Linda verið laus og liðug, en að vísu stundum komin á frcmsta hlunn með að gifta sig og stofna heimili. f 5 ár átti hún vingott við veitingahúsaeigandann George Sato Pietro og lét stundum í það skína að bráöum lægi leið þeirra upp að altarinu. Aldrei varð þó af því. Og allar líkur benda til að sömu örlög hljóti samband hennar við Richard Cohen, sem erorðinn margfaldur milljónamæringur á fasteignaviðskiptum. Það er ekki áhugaleysi Richards Cohen um að kenna, ef ekkert verður úr brúðkaupsáformunum. Hann er búinn að byggja lúxusstór- hýsi í Bevcrly Hills, sem bíðurþess að þau Linda llytji inn. og Linda hafði sjálf Itönd í bagga með hönnuninni. Hún sá t.d. algerlega um innréttingu barnaherbergisins, scm er fullbúið og bíður bara eftir því að flutt sé inn í það. Richard var áður tengdasonur Franks Si- natra, en vildi endilcga að þau Linda flyttu nýgift inn í hús sem Öllum ber sarnan um að Linda Evans, sem þekktust er sem Krystle Carrington í Dynasty-framhaldsþáttunum, sé afburða fögur kona. Svo er hún líka sögð blíð og góð! Sem sagt fullkomið eiginkonu- og móðurefni, enda hefur hún marglýst því yfir að það sé hennar æðsta ósk að verða móðir áður en það verður um seinan Hún er nú 43 ára. Richard Cohen er búinn að byggja Lindu nýtt hús, en hún virðist ekki geta gert upp hug sinn uni hvort hún vill giftast honuin. Milljúnir aðdáenda þekkja Lindu Evans best sem Krystle Carrington í Dynasty. Hún segir að alla ævi hafi aðrir dckrað við hana, en hún sé saint alveg sjálfbjarga og hafi t.d. alltaf þvegið þvottinn sinn sjálf! enginn hefði búið í áður. Linda trúði vinum síum fyrir því, að sér •y fyndist það „ótrúlega rómantísk" hugmynd hjá Richard að byggja yfir hana nýtt hús. „Hann scgir að drottning eigi að búa í höll, og þess vegna byggði hann höll handa okkur,“ sagöi hún dreymin. En nú Herma nýjustu fréttir að Linda hal'i rétt cinn umganginn g'efið allar hjónabandshugmyndir upp á bátinn og þá fer nú að vcrða tvísýnt um barneignirnar. Miðvikudagur 23. júlí 1986 UTLÖND FRÉTTAYFIRLIT IFRANE, Marokkó - Hassan konungur Marokkó og Símon Peres forsætisráðherra ísrael héldu sinn þriðja fund í gær. Embættismenn í Mar- okkó sögðu það lokaviðræð- urnar milli leiðtoganna tveggja í þessari ferð Peresar. TEL AVIV — Háttsettur embættismaður innan ísra- elsku ríkisstjórnarinnar sagði fund Hassans Marokkókon- ungs og Peresar forsætisráð- herra ísraels hafa veikt stöðu þeirra ríkja sem hvað harðast standa gegn samningum við ísraelsstjórn. TUNIS — Frelsissamtök Pal- estínuaraba (PLO) gáfu út yfir- lýsingu þar sem fundur Hass- ans Marokkókonungs og Per- esar forsætisráðherra Israels var harðlega fordæmdur. PEKING — Stjórnvöld í Kína vísuðu fréttaritara Nýju Jórvík- urtíðinda (New York Times) úr landi fyrir að hafa farið inn á svæði sem lokuð eru útlend- ingum. Burns, sem er breskur ríkisborgari, var handtekinn síðastliðinn fimmtudag. JÓHANNESARBORG - Að sögn talsmanns upþlýs- ingamálaráðuneytisins í Suð- ur-Afríku létu sex manns lífið í átökunum í landinu í fyrrinótt. Fimm mannanna féllu í Kwandebele, einu af heima- löndum svertingja, og einn lét lífið í norðurhluta Höfðaborgar. . - JÓHANNESARBORG - Sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra Bretlands hélt til Suð- ur-Afríku þar sem hann hyggst leita leiða til að ná fram frið- samlegum breytingum í land- inu. BRUSSEL — Fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (EC) tilkynnti að hún myndi veita þeim sem þjáðst hefðu vegna aðskilnaðar- stefnu stjórnar hvíta minnihlut- ans í Suður-Afríku hjálp upp á fimm milljónir í gjaldmiðli Evr- ópubandalagsins. MADRID — Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar var gefið formlegt leyfi frá þinginu til að stjórna landinu næstu fjögur árin. Hann mun tilkynna um skipan ríkisstjórnar sinnar í dag. PARÍS — Albin Chalandon dómsmálaráðherra Frakk- lands sagði stjórnvöld ætla að nota lögin gegn eiturlyfjasölum og eiturlyfjaneytendum til hins ýtrasta til að reyna að stemma stigu við ofneyslu ólöglegra eiturlyfja meðal fransks æsku- fólks. Chalandon sagði þetta á ráðherrafundi frönsku stjórnar- innar. JÓHANNESARBORG - Samband kolanámumanna í Suður-Afríku hótaði umfangs- miklum verkfallsaðgerðum færi svo að stjórnendur kola- náma rækju menn úr störfum vegna samdráttar í atvinnu- greininni sem orðið hefur til vegna viðskiptaþvingana er- lendis frá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.