Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. júlí 1986 Tíminn 3 Bandaríkjamenn hóta viðskiptaþvingunum - hætti íslendingar ekki hvalveiöum. „Óþolandi,“ segir Steingrímur Hermannsson Miklar líkur eru nú á því að íslendingar verði nú að hætta hval- veiðum eða verða beittir viðskipta- þvingununt af hálfu Bandaríkjanna ella. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra kveða lög í Bandaríkjunum á um að viðskipta- ráðuneytinu beri að fylgjast með hvort erlendar þjóðir fylgi sam- þykktum alþjóðastofnana um vernd- un dýrastofna. Bandaríska við- skiptaráðuneytið hefur síðan komist að þeirri niðurstöðu að hvalveiðar íslendinga samrýmist ekki sam- þykktum Alþjóða hvalveiðiráðsins og beita þeim rökstuðningi að veiðar íslendinga hindri friðun hvalastofns- ins. Sagði Steingrímur að íslendinum hefði verið gefinn frestur fram á næsta mánudag til að hætta veiðum, annars yrði málið afhent forseta Bandaríkjanna til meðferðar. Hnekki forsetinn ekki rökstuðningi viðskiptaráðuneytisins, verður hann að taka ákvörðun um viðskipta- þvinganir innan 60 daga. „Þessi rökstuðningur er náttur- lega hín mesta endaleysa, því í fyrsta lagi skipta 120 hvalir ekki nokkru máli og í öðru lagi eru vísindalegar athuganir á hvalastofninum tví- mælalaust nauðsynlegar. Að ntínu niati kemur ekki til greina að við förum að beygja okkur fyrir svona afskiptum Bandaríkjanna af mál- efnum sem þeim kemur ekki nokk- urn skapaðan hlut við!“ Steingrímur taldi það hins vegar líklegast að láti Bandaríkjamenn verða af þessu þá muni Japanir hætta að kaupa af okkur hvalkjöt vegna þess þrýstings sem Banda- ríkjamenn beita þá. Það kæmi þá af sjálfu sér að hvalveiðar íslendinga legðust af. „Að mínu mati er þarna um ofstæki að ræða sem er óþolandi að beygja sig undir. Við hljótum að láta í Ijósi þá skoðun að Bandaríkjamenn mættu muna eftir fleiru hér á landi en Miðnesheiðinni". Málið verður rætt í ríkisstjórninni í dag. phh Norskt herskip í Reykja- víkurhöfn Þetta skip MS Horten hafði viðdvöl í Reykjavíkurhöfn, og fór þaðan í morgun. Það annast birgðatlutninga og ýmiskonar þjónustu í norska flotanum og hefur verið notað sem kennsluskip fyrir nýliða öðru hvoru. Skipið er 87 m á lengd en 13 m breitt og er 2500 tonn. Reykjavík er síðasti viðkomustaður þess þetta sumar en skipið er nýkomið úr för til Bandaríkjanna í tilefni 100 ára afmælis Frelsisstyttunnar. Skipið heldur héðan til Larvíkur í Noregi þar sem Cutty Sark siglingakeppnin er haldin. geh Tímamynd: - Gísli. Umferöarmál: Börn sem stuðpúðar! í umferðarkönnuninni sem Um- ferðarráð gekkst fyrir nú fyrir skömrnu kom í Ijós að 81 barn, eða tæp 20% þeirra barna sem voru í framsæti bifreiða, var án öryggis- belta. Þar af var stór hluti í fangi foreldris. Ekki þarf að taka fram að ef óhapp verður, þá mun barn er liggur í fangi foreldris. Ekki þarf að taka fram að ef óhapp verður, þá mun barn er liggur í fangi foreldris virka sem stuðpúði rnilli foreldris og mælaborðs. Um afleiðingar þess ætti ekki að þurfa að hafa fleiri orð! Jafnframt kom í Ijós að 70% allra barna er voru í aftursæti voru hvorki í bílstól né sérstöku öryggisbelti. Það er mjög alvarlegt mál, því þungi barns sem er laust í aftursæti og flýgur fram í framrúðu við árekstur, samsvarar þyngd heils fíls! ' Því ættu allir foreldrar að tryggja öryggi barna sinna í aftursæti, annað hvort með barnabílstól eða sérstöku barnabílbelti. Sá útbúnaður kostar ekki nema fáein þúsund króna og má spyrja í því sambandi hversu mikils þú metir líf barns þíns. hm. Húsavík: Slátrað eftir þörfum - frystingu yröi að mestu hætt „Við slátrum helst ekki meira en svo í hverri viku að við getum selt það í vikunni á eftir og því frystum við svo til ekkert nautgripakjöt,“ sagði Jóhannes Þórarinsson slátur- hússtjóri á Húsavík í samtali við Tímann. Jóhannes sagði að þetta fyrirkomulag hefði verið við lýði hjá sláturhúsinu síðan í október í haust og stefnt væri að því að hafa slátruninni svona yfir árið. Með því er komist hjá stórslátrunum auk þess sem kjötið er vinsælla hjá neytendum ófrosið heldur en frosið og kannski gamalt. Bændur fá greitt 100% fyrir þá gripi sem sláturhúsið tekur til slátr- unar í þeim mánuði sem slátrað er. Um 80 gripum hefur verið slátrað mánaðarlega á Húsavík og hefur kjötið mest farið í gæðaflokk UNI sem nær yfir geldneyti sem eru 130-150 kg að þyngd. Ekki hefur verið eins mikið um kúaslátrun á Húsavík eins og víða annars staðar, enda eru bændur ekki eins illa staddir hvað varðar fullvirðis- rétt þar í kring eins og t.d. á Suðurlandi og í Borgarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá • Framleiðsluráði landbúnaðarins eru mörg sláturhús á landinu sem slátra allt árið um kring, en samn- ingar við bændur eru hins vegar mismunandi. Sum sláturhús greiða 75% verðsins fyrir sláturgripina, önnur 80%, allt eftir því hvernig salan gengur. Það er einnig mis- munandi eftir sláturhúsum hversu oft er slátrað, sum eru með tvo daga í viku, önnur einn dag en einnig eru til sláturhús sem slátra einu sinni í mánuði. Það eru síðan allra stærstu sláturhúsin sem slátra á hverjum degi, svo sem á Selfossi og í Borgarnesi. ABS Spennið beltin, það borgar sig Ef allir íslendingar hefðu alltaf notað bílbeltin á síðustu tvcimur árum hefðu dauðaslys ökumanna og farþega þeirra talist til undantekn- inga á því tíntabili. Þetta kom fram á kynningarfundi sem Umferðarráð og lögreglan héldu í gær unt fyrirhug- að umferðarátak. Á fundinum var kynnt könnun sem Umferðarráð lét gera nú í vor. Könnun þessi var einnig gerð í fyrra og ætlunin er að standa fyrir sambærilegri könnun árlega í fram- tíðinni. Fleiri athyglisverðar niður- stöður mátti finna í könnuninni. Bílbeltanotkun virðist vera al- mennust á þjóðvegum í grennd við Reykjavík, þ.e. á Keflavíkurvegi, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, við Reykjavík. Á öðrum stöðum á landinu mátti finna tilfelli þar sem bílbeltanotkun heyrði til undantekn- inga. í könnun þessari var ástand bif- reiða og farþega þeirra kannað. Það er u.þ.b. 2% allra bíla á landinu. Því ætti úrtakið að gefa nokkuð raun- sanna mynd af ástandinu. Eitt af þeim atriðum sem kom í Ijós var það að slökkvitæki var í aðeins 8,9% bifreiða, en slökkvitæki er mun nauðsynlegra en menn gera sér grein fyrir. Má í því sambandi benda á nýlegt atvik, þar sem bíll fuðraði upp á Kambabrún án þess að eigandinn gæti rönd við reist. Sem betur fer var ntannbjörg í því tilfelli, en hver veit livað gerist í næsta bruna. Á fundinum var einnig kynnt átak sem Umferðarráð og íþróttafélag lögreglunnar munu standa fyrir um næstu helgar og þá sérstaklega versl- unarmannahelgina. Þar er annars vegar um að ræða dreifingu Ferða- félagans,blaðs íþróttafélags lögregl- unnar, en útgáfa þess merka rits er nú orðinn árlegur viðburður og hefur þegar sannað gildi sitt. Hins vegar er um að ræða dreifingu sérstaks barnapakka sem lögreglan mun dreifa til þeirra barna sem nota útbúnað sem eykur öryggi þeirra í bílnum. Ber það framtak nafnið „Börn í bílum þurfa vörn“. Því vill Tíminn taka undir með Umferðar- ráði og lögreglunni með það að foreldrar athugi gaumgæfilega ör- yggisbúnað barna sinna áður en haldið er af stað. |,n,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.