Tíminn - 15.08.1986, Page 4

Tíminn - 15.08.1986, Page 4
4 Tíminn SPEGILL liiliiliiiiili EMMA SAMMS, „ENSKA RÓSIN“ í HOLLYWOOD „Hún er of sæt og góð!“ -SEGJA KJAFTA- KINDURNAR F lcst cr nú hægt að finna einni leikkonu til foráttu, þeg- ar það er aðalefni aðfinnsl- anna að stúlka sé „alltof sæt og góð“. Emma Samms, 25 ára ensk leikkona, sent hefur í nokkur ár gert það gott í Hollywood, m.a. leikið í fram- haldsmyndaflokkum eins og „General Hospital" og Dyn- asty“ og er nú í „The Colbys" (framh. af Dynasty), hefur oröið fyrir því að ótuktarhóp- urinn í Hollywood" hefurbyrj- að hálfgerða hcrferð að þessari fallegu og Ijúfu leikkonu. Hún er sögð allt of sæt og góð, til að það geti verið satt, og m.a. hafi hún rýrt álit fólks á „innfæddum" leikurum með því að vera sífellt að gefa yfirlýsingar í viðtölum: um að hún hati eiturlyf, - sé líklega eina leikkonan í Hollywood, sem ekki hafi prófað slíkt, - hún hafi ekki áhuga á áfengi, æsilegu samkvæmislífi o.s.frv. „Það er engu líkara en hún álíti okkur vera bara pakk,“ sagði ein hneyksluð Holly- woodstjarna. Sjálf segir Emma, að fólk hlægi að henni, vegna þess hvað hún sé saklaus og löghlýð- in, fari aldrei yfir löstlegan hraða hvað þá annaði „Ég hef bara sagt það sem mér finnst í viðtölum, að ég hati eiturlyf, áfengi og ólifnað - og ég sé ekki neitt athugavert við það. Þetta er mín skoðun. Ég vinn eins vel og ég get og er ánægð með hvernig mér gengur í starfi. Ég er ekkert hrædd við slúðrið um mig, ég er á góðum föstum samningi og mér geng- ur nú allt í haginn." Emma Samms byrjaði í „General Hospital“ þegar hún kom til Hollywood. Hún lék þá á móti ástralska leikaranum Tristan Rogers, og þau urðu ástfangin. Rogers skildi við konu sína og vildi giftast Emmu, en hún dró sig þá í hlé og batt enda á samband þeirra. Þá varð leikarinn Jon-Erik Hexum hrifinn af henni og þau voru að byrja að vera saman þegar hann varð fyrir voðaskoti og dó. Það var henni mikið áfall. Nú býr Emnta með David Corwin, sem er 32 ára, og þau segjast ætla til Englands og gifta sig þar í haust. Þau liafa þekkst nokkuð lengi, en Corw- in er auðugur veitingamaður, sem sér um veislur og sam- kvænti. Emma Samnts segist hafa skipt um skoðun um „sambúð fyrir hjónavígslu", en það var eitt sem hún hafði lýst yfir að sér þætti óviðeigandi. „Ég áleit það synd, en ég hef skipt um skoðun. Sambúð er af hinu góða, því þá fyrst kynnist mað- ur og kona raunverulega. En við ætlum að gifta okkur fljót- lega," bætti Emma við. Emma Samms leik- kona er ekki vinsæl hjá Holly- wood- klík- unni. I sumarhitum II ■ I UN er nokkuð sniðug þessi kisa sem svalar hér þorsta sínum með því að grípa garðslönguna föstum tökum með loppunni og fá sér góðan sopa af kalda vatninu. Þessi kisa heitir Tova og á heima í Kaup- mannahöfn og eigandi hennar myndaði hana einn heitan sólardag í sumar. Tova fær sér að drekka. I Föstudagur 15. ágúst 1986 lllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllll FRETTAYFIRLIT HAMBORG — Talsmaður vestur-þýska skipafélagsins Hapag-Llyod sagði umræður í kanadískum fjölmiðlum um að skip félagsins hefði smyglað 152 tamilum upp að strönd Kanada vera „algjöra vit- ieysu“. JÓHANNESARBORG Stjómvöld í Suður-Afríku til- kynntu um aukin pólitísk átök og sögðu lögreglumann hafa særst af völdum handsprengju sem hent var að lögreqlustöð. Hin nýju átök hafa verið mest í kringum skóla I Soweto. SHARJAN —Sextán áhafn- armeðlimir íranska olíuflutn- ingaskipsins Azarpad létust í loftárás íraka á skipið síðast- liðinn þriðjudag. Loftárásunum var einnig beint að öðrum skot- mörkum við olíuhöfn írana á Sirrieyju. SEOUL — Þúsundir löq- reglumanna umkringdu höfuo- stöðvar stjórnarandstæðinga í Suður-Kóreu til að koma í veg fyrir fjöldaþátttöku í mót- mælaaðgerðum þar sem mót- mæla átti pyndingum á stjórn- arandstæðingum sem í haldi eru. Bonn — Jurgen Mrellemann varautanríkisráðherra V- Þýskalands sagði yfirlýsingu P.W. Botha forseta Suður-Afr- íku, þess efnis að Suöur-Afríka væri útvörður frjálsa heimsins gegn kommúnisma, vera napra móðgun. Bangkok — stjómvöld í Víetnam hafa látið lausan Bandaríkjamann sem fyrir rúmu ári síðan reyndi að kom- ast á ólöglegan hátt inn í landið til að nema unnustu sína og barn á brott. Það var hin opinbera fréttastofa Víet- nam sem frá þessu skýrði. MADRID — Spænska stjórn- in hefurgefiðsendinefnd Frels- ishreyfingar Palestínuaraba (PLO) rétt á borð við þann sem aðrir erlendir sendiráðshópar njóta. MANILA — Juan Ponce Enr- ilg varnarmálaráðherra Filipps- eýja sagðist hafa sannanir fyrir því að stuðningsmenn Mar- cosar fyrrum forseta hygðu á enn eina byltingartilraunina og ætti hún að eiga sér stað þegar Corazon Aquino forseti fer til Bandaríkjanna í næsta mán- uði. WASHINGON - Sam- þykkt öldungadeildarinnar bandarísku á beiðni Reagans Bandaríkjaforseta um 100 mill- jóna dollara styrk til handa Contra-skæruliðunum í Nicar- agua hefur nánast tryggt á- framhald á hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna til skærulið- anna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.