Tíminn - 19.08.1986, Page 6

Tíminn - 19.08.1986, Page 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aöstoöarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Fremst meðal jafningja Nú stendur yfir hátíðarvika vegna 200 ára afmælis kaupstaðarréttinda nokkurra þéttbýlisst- aða. Fyrirferðarmest eru að sjálfsögðu hátíðarhöld- in vegna 200 ára afmælis höfuðborgarinnar, sem náðu hámarki í gær á afmælisdaginn sjálfan. Reykjavík hefur þróast þannig að þar eru miðstöðvar stjórnsýslunnar og miðstöðvar verslun- ar og viðskipta í landinu. Þetta hefur orðið til þess að borgin hefur náð þeirri stærð sem hún er í nú. Það hefur komið berlega fram í umfjöllun um afmæli höfuðborgarinnar að þjóðin hefur afhent henni höfuðborgarhlutverkið og er stolt af ýmissi starfsemi í verklegum sem menningarlegum efnum sem þrífast í skjóli stærðar hennar. Hins vegar hefur oft á tíðum verið bent á þá hættu sem felst í því ef útþensla borgarinnar verður meiri en hún er nú þegar, ef hún tekur til sín meira en orðið er af íbúum landsins alls. Tíminn hefur oft bent á þá hættu og Framsóknar- flokkurinn hefur varað við henni. Andstæðingarnir hafa haldið því fram að þetta væri gert af fjandskap við höfuðborgina og höfuðborgarbúa og þeim hefur orðið nokkuð ágengt í þessum áróðri. Staða Tímans og Framsóknarflokksins er ekki sem skyldi hér í borginni. Þetta er á misskilningi byggt. Framsóknar- flokkurinn hefur ætíð haft á stefnuskrá sinni jafnvægi í byggð landsins. Jafnvægi þýðir það ekki að einn sé dreginn fram á annars kostnað. Jafnvægi þýðir það að við viljum byggja landið allt, nýta landkosti allra landshluta. Byggðarlög landsins eiga að starfa á jafnréttisgrundvelli, vera nægilega öflug til þess að veita íbúum sínum lífsviðurværi og lífsfyllingu hvert með sínum hætti. Höfuðborgin á að vera fremst meðal jafningja, slík hefur stefna Tímans og Framsóknarflokksins verið í gegnum tíðina. Það er fullvíst að höfuðborgarbúar skilja það samhengi sem þarf að vera milli öflugrar lands- byggðar og öflugrar höfuðborgar þegar rætt er öfgalaust um þessa hluti. Margir þeirra eiga sinn uppruna út um landsbyggðina og vilja veg hennar sem mestan. Það er ástæðulaust fyrir andstæðinga Framsókn- arflokksins að gleðjast yfir því að hann sé búinn að vera í höfuðborginni og nágrannabyggðum. Öfga- laus stefna hans, sem er framar öðru, stefnan um manngildi ofar auðgildi, á sama erindi til höfuð- borgarbúa sem og annarra landsmanna. Það mun sýna sig áður en lýkur. Þriðjudagur 19. ágúst 1986 lllllll GARRI Petra Kelly til Islands í boði ungra framsóknarmanna Hversvegna er Petru Kelly, boðið á SUF þing? Höfundur Staksteina fjallaöi um það í síöustu viku og Finnur Ingólfsson formaður SUF, skýrði það mál fyrir sjálfstæðismönnum. Svo virðist stundum sem það fari fyrir brjóstið á sjálfstæðismönnum, að geta ekki stjórnað framsókn- armönnum. í Staksteinum Morgunblaðsins í síðustu viku var fjallað um þing Sambands ungra framsóknar- manna sem haldið verður í lok þessa mánaðar í Hrafnagilsskóla. Þar er sérstaklega gert að umtalsefni að SUF, skuli lcyfa sér að bjóða til þingsins, Petru Kelly, fyrrum þing- manni Græningja í V-Þýskalandi. Garra finnst rétt að lofa lesend- um Tímans að sjá hvernig Morgun- blaðið hugleiðir þetta mál og einnig er komið á framfæri athugasemd- um Finns Ingólfssonar formanns SUF sem birtist í Morgunblaðinu s.l. laugardag. f upphafi greinir höfundur Stak- steina frá því að Finnur Ingólfsson hafi sagt í frétt Morgunblaðsins um þing SUF, að umhverfismál yrðu stór þáttur á þinginu sem ber yfírskriftina „Framsóknarflokkur- inn: Afl nýrra tíma, og sú umræða væri ástæða þess að Petru Kelly væri boðið. Síðan segir í Staksteinum: Ekki er óeðlilegt að tengja sam- an Græningja og umhverfísmál, enda er fíokkur þeirra gjarnan nefndur „ílokkur umlnerfísvernd- arsinna“. En þeir, sém fylgjast með fréttum, ættu að vita, að Græningjar hafa ekki aðeins áhuga á umhverfísmálum í þröngum skilningi, heldur einnig og kannski ekki síst öryggis- og varnarmálum. í þeim efnum er stefna þeirra skýr: Þeir eru andsnúnir aðild Vestur- Þýskalands að Atlantshafsbanda- laginu og vilja einhliða kjarnorku- afvopnun Vesturlanda. Fyrirþessu hafa þeir barist af miklum ákafa á undanförnum árum og skipað sér framarlega í raðir hinna svonefndu „friðarhreyfínga“. Innan Græn- ingjaflokksins eru síðan margvís- legar fylkingar með ólík hugðarefni og áherslur: þ.á m. hverskyns draumórafólk og „náttúrubörn “ og jafn vel andstæðingar þingræðis- og lýðræðisskipulags. Sú spurning er áleitin hvaða þættirístefnu Græningjanna höfða sérstaklega til ungra framsóknar- manna. Finnur Ingólfsson segir, að umhverfísmál verði á dagskrá á SUF-þinginu, en varla er það eina ástæðan fyrir boðinu til Græningj- anna. Nema þá ungir framsóknar- menn hafí svona litla hugmynd um raunveruleg stefnumál Græningj- anna. Eða ætla kannski að sam- þykkja einhverjar róttækar álykt- anir um umhverfísmál í víðum skilningi í anda Græningja, sem tækju þá jafnvel til kjarnorku- mála? Er hugsanlegt, að þeir ætli að breyta um afstöðu til Atlants- hafsbandalagsins og taka upp stefnu í anda Græningja? Þetta verður bara að koma í Ijós, en óneitanlega , er það furðulegt að á sama tíma og Steingrímur Hermannsson, for- niaður Framsóknarflokksins, leggur álierslu á samstarf við stjórnmálaflokka í Alþjóðasam- bandi frjálslyndra flokka og sækir þing þeirra, skuli ungliðarnir í flokknum leita eftir sambandi við flokk, sem er yst til vinstri í vestur-þýskum stjórnmálum. Hvað ætli „bræðraftokki“ Framsóknar- flokksins í Vestur-Þýskalandi, Frjálsa demókratafíokknum, fínn- ist um slíka hegðun? og munu framsóknarmenn skipa sama sess í alþjóðasamstarfí eftir Græningja- ævintýrið? Það er líka ástæða til að velta því fyrir sér, hvort ungir framsókn- armenn viti almennt um það, hvað vakir fyrir forystu SUF. Einhverjir þeirra hljóta að spyrja sig, hvort það sé ekki rétt að eftirláta Al- þýðubandalaginu og Kvennalistan- um boð til Petru Kelly og annarra Græningja. Fróðlegt verður að sjá hvort þessir menn hafa hugrekki til að láta undrun sína og hneykslun í Ijós opinberlega áður en SUF-þing- ið kemur saman eða á því sjálfu. Athugasemd Finns Ingólfssonar: STAKSTEINAR í GLERHÚSI / Staksteinum Morgunblaðsins, miðvikudaginn 13. ágúst sl., er eins og svo oft áður kastað stak- steinum úr glerhúsi og sem fyrr er grjótkastarinn ekki nefndur. Svo sem marka má af lestri greinarinn- ar hefur það farið fyrir brjóstið á Morgunblaðinu, að ungir fram- sóknarmenn skuli ætla að móta stefnu Framsóknarflokksins í um- hverfísmálum. Framsóknarfíokk- urinn verður þannig fyrstur ís- lenskra stjórnmálafíokka til að móta heilsteypta stefnu í þeim málafíokki. MÁLAFL0KKUR SEM HUGAÞARFAD Við íslendingar erum að mestu lausir við dæmigerð mengunar- vandamál þéttbýlla iðnríkja. Það er ekki sjálfgefíð að svo muni verða um alla framtíð. Aðeins með árvekni og ákveðinni stefnu í stjórn umhverfísmála getum við bægt þeim hættum frá, sem mengun getur haft á lífíð í þessu landi. Umhverfímálin fléttast mjög sam- an við efnahagslegar undirstöður þjóðarbúsins, sérstaklega í land- búnaði, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. AFHVERJU PETRA KELLY? Framsóknarflokkurinn er frjáls- lyndur flokkur og innan flokksins er víðsýnt fólk, tilbúið til að hlusta á og kynnast sjónarmiðum ann- arra, þó svo, að fyrirfram sé vitað að þau muni ekki í öllum tilfellum falla að skoðunum allra fíokks- manna. Ástæðan fyrir þvíað Petru Kelly er boðið til íslands á þing SUF er ekki sú, að skoðanir fram- sóknannanna og hennar falli saman, heldur hitt að það er öllum til góðs að kynnast öðrum sjónarmiðum en sínum eigin. Ungir framsóknar- menn hafa fengið fyrirlesara úr öðrum flokkum t.d. Sjálfstæðis- ttokknum, á ráðstefnur sínar og hafa sumir talað þar af nokkurri skynsemi. Petru Kelly er boðið á þing SUF til að ræða um umhverf- ismál, en ekki varnar- og öryggis- mál. Stefna Sambands ungra fram- sóknarmanna í varnar- og öryggis- málum var mörkuð á síðasta þingi SUF í Vestmannaeyjum, en ungir framsóknarmenn munu hins vegar hlusta á Petru Kelly, ef hún hefur áhuga á að kynna sínar skoðanir á varnar- og öryggismálum. Það er alveg ástæðulaus ótti hjá Morgun- blaðinu að halda að Petra Kelly breyti varnar- og öryggismála- stefnu Framsóknarflokksins. FRAMSÓKNARMENN MÓTA SÍNA STEFNU SJÁLFIR Hægt er að taka undir þau sjónarmið sem hvað eftir annað liefur verið hamrað á í Morgun- blaðinu, að ekki beri að rugla saman varnar- og öryggismálum þjóðarinnar og viðskiptahagsmun- um. Sama gildir um það, að ekki ber að rugla saman varnar- og öryggismálum og umhverfísmál- um. Petru Kelly er ekki boðið á þingið tilað móta stefnu Sambands ungra framsóknarmanna í um- hverfísmálum, heldur til að kynna ný sjónarmið, sjónarmið sem fróð- legt er að kynnast, þó vitað sé að þau sjónarmið séu mjög mótuð af þeim heimi sem forystumenn og þingmenn Græningja í Vestur- Þýskalandi lifa í. Ungir framsókn- armenn munu síðan sjálfír ákveða, hvort þeir vilji gera þau sjónarmið að sínum. Framsóknarmenn hafa ekki og munu ekki kaupa sín stefnumál erlendis frá líkt og Sjálf- stæðisflokkurinn gerir. VERNDAÐ HUGMYNDA- FRÆÐILEGT UMHVERFI Þau sjónarmið sem fram komu í þessari Staksteinagrein Morgun- blaðsins, að halda beri flokks- mönnum í vernduðu, hugmynda- fræðilegu umhverfi, hljóta að vera lesendum Morgunblaðsins og kjós- endum Sjálfstæðisfíokksins um- hugsunarefni. Slík sjónarmið hélt ég að fyrirfyndust aðeins á einum stað í veröldinni, austuríSovétríkj- unum. Fróðlegt er að heyra að slík sjónarmið skulu nú vera orðin allsráðandi í Sjálfstæðisflokknum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.