Tíminn - 12.09.1986, Qupperneq 1
^ STOFNAÐUR1917
I ínmin
w
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 - 207. TBL. 70. ÁRG.
í STUTTU MÁLI...
BILVELTA varö um kl. 2.30 í
gær við Steingrímsstöðina í Gríms-
nesi. Fólksbifreið með fjórum mann-
eskjum innanborðs lenti í lausamöl og
valt úr af veginum. Engin meiðsli munu
hafa orðið á fólki en bifreiðin mun all
mikið skemmd.
I. PÁLMASON hf. hefur
verið tekið til gjaldþrotaskipta að ósk
fyrirtækisins. I. Pálmason hefur eink-
um sérhæft sig í sölu á eldvarnartækj-
um og slökkvitækjum.
FATASÖFNUN er nú hafin
um allt land á vegum Rauða krossins
og hefur þegar borist mikið magn af
fatnaði til aðalstöðva féiagsins í
Reykjavík og eins til margra deilda úti
á landsbyggðinni. í fatasöfnuninni í
fyrra bárust tæplega 80 tonn af góðum
fatnaði og voru fötin send til Afríkuríkja
og Nicaragua. Talsverður kostnaður
fylgir flokkun og pökkun fatnaðarins og
eins flutningum og
þó þess sé ekki
krafist að fólk leggi
fram fé með fötum
sem það gefur.létta
gefendur mjög
undir ef þeir greiða
kostnað fatasend-
ingar sem er áætl-
aður 50 krónur á
kíló.
BJ hefur lýst ánægju sinni yfir að
menn skuli loksins þora að gefa fisk-
verð frjálst þó aðeins sé um eina
fisktegund að ræða, þe. loðnu, og
verðfrelsi gildi aðeins í einn mánuð. I
ályktun þingflokks BJ segir að frjálst
fiskverð hafi verið eitt aðalbaráttumál
Bandalagsins í fjögur ár af þeirri ein-
földu ástæðu að það sé forsenda þess
að rekstur sjávarútvegsins standi á
traustum grunni. BJ hvetur til að verð-
ákvörðun allra fisktegunda verði gefin
frjáls enda sé það eina varanlega
lausnin á sífelldum vanda sjávarút-
vegsins.
ÞÓR WHITEHEAD sagn-
fræðingur hefur verið skipaður próf-
essor í sagnfræði við Háskóla íslands
af menntamálaráðherra. Þórlaukdokt- !
orsprófi í sagnfræði frá Oxfordháskóla j
og hefur verið lektor við Háskóla
Islands frá 1978.
VERÐBÓLGA í Svíþjóð lækk-
aði um 0,1% í ágúst og er nú 3,6%
miðað við síðasta ár. Verðhækkanir í
júlí námu hinsvegar o,2% Aðalástæð-
ur lækkunarinnar var lækkun á olíu-
verði og lækkun á vöxtum. Talið er að
þessi lækkun verði til þess að ekki
þurfi að endurskoða kjarasamninga
þessa árs en miðað er við að þeir verði
endurskoðaðir ef veröbólgan fari yfir
3,2% á þessu ári miðað við 5,7 á
síðasta ári.
ROTTUR OG MÝS í júgó-
slavneskum fjallaþorpum eru taldar
hafa breitt út veiki sem orðið hefur 5
manns að bana og hafa yfirvöld nú
fyrirskipað útrýmingu nagdýra á svæð-
inu. Veikin, sem leggst á nýrun, hefur
nú þegar greinst hjá 18 manns, þar af
12 á síðustu 10 dögum.
KRUMMI
... er járnfrúin hefur
ryðgað eftir tára-
flauminn getur hún
alltaf fengið norska
olíu ...
Metsala hjá lceland Seafood í ágúst í Bandaríkjunum:
Fiskverð hækkar um
5-15cent ánæstunni
í lágmarki og jafnvel nálægt hættumörkum
- Fiskbirgðir vestra
Fiskverð hjá iceland Seafood
Corporation, sölufyrirtæki Sam-
bandsins og Sambandsfrystihús-
anna í Bandaríkjunum, hækkar í
næstu viku um 5-15 cent á pund
eftir tegundum og stafar þetta af
síaukinni eftirspurn eftir fiski jafn-
framt því sem framboðið héðan að
heiman hefur minnkað. Þetta kem-
ur fram í viðtali við Eystein Helga-
son framkvæmdastjóra Iceland
Seafood í Tímanum í dag og jafn-
framt að birgðir eru í svo miklu
lágmarki hjá fyrirtækinu að nálgast
hættumðrk í sumum tegundum.
Verð á þorski hækkar í næstu
viku um 5-10 cent á pundið og
hefur þroskur þannig hækkað um
10% frá áramótum. Ýsa hækkar
urn 5 cent. ufsi hækkar um 7 cent
sem þýðir29% hækkun frá áramót-
um, karfi hækkar um 10 cent sem
þýðir 24% hækkun frá áramótum
og grálúða hækkar um 15 cent sem
þýðir 25% hækkun frá áramótum.
Metsala varð í ágúst hjá Iceland
Seafood og var 15,2 milljónir doll-
ara sem er 16% aukning frá ágúst
í fyrra og er þctta stærsti einstaki
sölumánuður í sögu fyrirtækisins
frá upphafi. Hcildarsalan frá ára-
mótum nemur 102,8 milljónum
dollara sem er aukning um 17% frá
fyrra ári.
esig/GSH
Sjá blaðsíðu 9
Nú fer í hönd sá tími sem busar í menntaskólunum óttast mest. Eldribekkingar taka þá yngri í samfélag sitt með ofstopa og látum, hrekkjum og
grikkjum eða, eins og myndin sýnir, með táknrænum athöfnum, til að sýna lítilsvirðingu sína á nýnemum. Meðbræðrakennd nær oft æði skammt
og ekki víst að nemendur í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hafi hugsað leik sinn til enda, er þeir skrýddust hempum Ku Klux Klan og máluðu busa
svarta í framan.
I helgarblaði Tímans er nánar sagt frá vígslunni. Tímamynd Pctur.
Norðmenn:
Komu Thatcher
til að tárast
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra Breta, hefur fengið frekar
óblíðar móttökur í Noregi þar sem
hún er nú t' opinberri heimsókn.
Fyrst var gerður aðsúgur að henni
í Tromsö í gærmorgun og í gær-
kvöldi ruddust um 1500 manna
hópur gegnum varnargirðingar
kringum höll í Osló þar sem Thatc-
her átti að sitja heiðurskvöldverð-
arboð. Lögregla varð að beita
táragasi og kylfum til að dreifa
hópnum.
Ráðherrar, sendiherrar og for-
stjórar klæddir í kjól og hvítt urðu
að ganga gegnum táragasskýin að
höllinni þar sem kvöldverðarboðið
átti að byrja klukkan hálf sex og
hvorki Thatcher né Gro Harlem
Bruntland forsætisráðherra Noregs
höfðu látið sjá sig klukkutíma
síðar.
Mótmælin í Oslo byrjuðu utan
við Ráðhús Osló fyrr um daginn:
Sinn Fein leiðtoginn Danny Morri-
son hélt þar ræðu, þar sem hann
mótmælti íhlutun Breta í málefni
Norður-írlands, og aðrir ræðu-
menn gagnrýndu Breta fyrir væga
afstöðu gagnvart Suður-Afríku.
-GSH
Alþingismenn í Þjóölífi:
Eiður Guðnason
er dónalegur
- segir Sigríöur Dúna í viðtali
íslcnskir þingmenn eru
margirhverjirdónalegir í fram-
komu og einna verstur er Eiður
Guðnason, samkvæmt því sem
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir segir í viðtali við tímarit-
ið Þjóðlíf, sem kemur út nú um
helgina. f viðtalinu lýsir Sigríð-
ur Dúna reynslu sinni á vinnu-
staðnum Alþingi og samskipt-
um sínum við hina ýmsu
þingmenn. í viðtalinu kemur
fram að hún telur Eið Guðna-
son fremstan í Ilokki hvað
dónaskap varðar, en Árni
Johnsen hafi Iengi verið slæmur
sem og Sverrir Hermannsson.
Allir munu þessir menn hafa
sýnt Sigríð'i Dúnu hroka og
lítilsvirðingu. Aðrir þingmenn
einkum Hjörleifur Guttorms-
son fá hins vegar háa kurteisis-
einkunn hjá þessum þingmanni
kvennalistans.
í Þjóðlífi er einnig viðtal við
Val Arnþórsson stjórnarfor-
mann Sambandsins, en þar
kemur fram að hann ætlar ekki
að fara fram í næstu þingkosn-
ingum. -BG