Tíminn - 12.09.1986, Qupperneq 3
Föstudagur 12. september 1986
Tíminn 3
„T rjávaxtarrækt með
aðstoð stórsveppa“
Rætt við Sigurbjörn Einarsson um rannsóknir hans á Iðntæknistofnun
Hér á öldum áður mun ísland hafa
verið skógi vaxið „milli fjalls og
fjöru“ eins og Ari fróði komst að
orði. En frá og með landnámi hefur
skógur á íslandi látið undan síga
vegna ágangs manna og sauðkindar
og í dag eru varla til hér skógar eða
tré sem standa undir nafni. En það
hafa alltaf verið til áhugamenn sem
viljað hafa snúa þessari þróun við og
svo virðist sem áhugi á skógrækt til
nytja hafi aukist til muna á síðustu
misserum.
Einn þessara áhugamanna er Sig-
urbjörn Einarsson, jarðvegsfræðing-
ur, menntaður frá Noregi, og vinnur
hann nú að merkum tilraunum með
nýtingu svepprótarsveppa til að auka
vaxtarhraða trjáa og minnka afföll
þeirra.
Tíminn hitti Sigurbjörn að máli á
Iðntæknistofnun, þar sem hann
vinnur nú að rannsóknum sínum og
bað hann að skýra í hverju þær eru
fólgnar.
Vill bæta fyrir
syndir feðranna
„bað má segja að ég hafi áhuga á
að bæia fyrir syndir feðranna og
græða landið, og þá með skógrækt
fyrst og fremst,“ sagði Sigurbjörn.
„í byrjun sneru rannsóknir mínar að
næringarnámi og næringarástandi
skógarins á Hallormsstað, og fjár-
magnaði ég þær rannsóknir meö
Vísindasjóðsstyrk scm mér hlotnað-
ist. Fljótlega fór síðan athyglin að
bcinast að sambýli stórsveppa og
trjáa, scm nefnt hefur vcriðsveppar-
ót.“
Sigurbjörn Einarsson, jarðvegs-
fræðingur með tilraunaplöntur sínar
á Iðntæknistofnun. Á neðri mynd-
inni eru stafafuruplöntur sem Sigur-
björn hefur haft í sérstakri ræktun
undanfarna þrjá mánuði. Stóru
plönturnar hafa notið aðstoðar
sveppa í uppvcxtinum en þær smáu
ekki. Munurinn er sláandi.
Tímamynd Gísli Egill
Sambýli stórsveppa
og trjáa
„Sveppir þessir örva upptöku
trjánna á næringarefnum og vatni,"
uppfræðir Sigurbjörn. „Sveppir cru
ófruntbjarga lífverur og taka því
lífefni frá trjánum, en á móti kemur
að þeir framleiða vaxtarhormón og
sóttvarnarefni sem þau láta trénu í
té. Því eykst vaxtarhraðinn og sótt-
varnir trjánna styrkjast.
Nú gerði ég tilraun með ræktun
lerkis í smituðum jarðvegi frá Hall-
ormsstað þ.e. jarðvcgi þar sem
sveppir voru til staðar. og bar það
saman við plöntur ræktaðar í jarð-
vegi án sveppa. Niðurstaðan varð sú
að plöntur ræktaðar með sveppa-
sambýli hafa mikla yfirburði hvað
varðar vöxt.“
Eykur vaxtarhraða og
minnkar afföli
Sagðist Sigurbjörn telja Ijóst að
ræktun trjáa í sambýli með svepp-
um hcfði gífurlega mikið að segja
fyrir minnkandi afföll trjáplantna
og vaxtarhraða þeirra. „í Banda-
ríkjunum er talað um 50% minni
afföll trjáplantna sem vaxa við
þessi skilyrði,“ sagði Sigurbjörn.
Og eins og má sjá á neðri
myndinni hér til hliðar, eru þrjár
plöntur sýnu stærri en hinar. Stóru
plönturnar hafa notið sveppanna,
en að öðru leyti hafa þessar stafa-
furuplöntur fengið nákvæmlega
sömu vaxtarskilyrðin í tilrauna-
glösum sl. þrjá mánuði.
„Markmiðið með þessum til-
raunum," heldur Sigurbjörn áfram
„er að rækta upp sveppinn til
skipulegrar smitunar trjáplantna
sem eru í ræktun í gróðrastöðvum.
Þessir sveppir finnast allvíða í
gömlum skógarreitum, en þær
plöntur sem ræktaðar eru með
nútíma aðferðum og komast ekki í
snertingu við sinitaða mold í
beðum, þarf að smita.
Trjávaxtarrækt
Ég er að byrja á því núna að
kynna þetta fyrir skógræktarmönn-
um og vona að viðtökurnar verði
góðar. Áhugi á skógrækt er almennt
að aukast, bændur eru að uppgötva
hagnýti skógræktar og alntenningur
er að snúast á sveif með náttúrunni.
Er vonandi að meiri fjármunum
verði veitt til þessara mála, en t.d.
Skógrækt ríkisins hefur farið illa út
úr því fjársvelti sem hún hefur alltof
lengi verið í.
Það yrði þjóðinni til gæfu ef
næsta tískufyrirbæri sem hér grípur
um sig, yrði trjávaxtarrækt, nú á
eftir vaxtarræktinni," sagði Sigur-
björn Einarsson að lokum og brosti.
phh
Sveitarfélögin:
Hafa keypt 100 íbúðir
á frjálsa markaðinum
Sveitarfélög hafa það sem af er
árinu keypt 53 íbúðir á almennum
markaði, þar af 29 sem þau hafa
endurselt sem verkamannabústaði
og 24 sem sveitarfélögin nota sem
leiguíbúðir. Að því er fram kemur í
Fréttabréfi Húsnæðisstofnunar, er
þegar vitað um 35 íbúðir til viðbótar
sem sveitarfélög munu kaupa á
þennan hátt. Alls verða það því 88
íbúðir a.m.k. sem sveitarfélögin
munu í ár kaupa á almennum mark-
aði til að nota sem félagslegt hús-
næði, til viðbótar við 14 íbúðir sem
keyptar voru á þennan hátt árið
1985.
Á þessum tveim árum hafa bygg-
ingarframkvæmdir verið hafnar við
290 félagslegar íbúðir af alls 656
íbúðum sem Húsnæðismálastjórn
hefur heimilað að hefja framkvæmd-
ir við árin 1985 og 1986. Af
þessum 290 íbúðum sem byrjað er á
eru 30 byggðar sem leiguíbúðir sveit-
arfélaga.
- HEI
Samkeppnisstaða íslendinga um stóriðju vafasöm:
Eftirspurn eftir afurðum
verður minni í framtíðinni
eru niðurstöður orkuhóps framtíðarkönnunar
„I niðurstöðum orkuhóps fram-
tíðarkönnúnar er komist að þeirri
niðurstöðu að þrátt fyrir að sam-
keppnisstaða íslands um staðarval
fyrir stóriðju sé allgóð, þá verði
staða íslands næstu 5-10 árin lakari
en til lengri tíma séð vegna tíma-
bundinnar umframgetu í raforku-
vinnslu í mörgum iðnríkjum,“ seg-
ir m.a. í bæklingi sem Magnús
Ólafsson verkcfnisstjóri framtíðar-
könnunar hefur gert fyrir landsþing
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
„f heild er metið, að vöxtur
eftirspurnar eftir afurðum raforku-
frekrar stóriðju verði mun hægari í
framtíðinni en hingað til, sumpart
vegna samkeppni frá nýjum
efnum, en sumpart vegna lækkandi
hlutdcildar iðnaðar í þjóðarfram-
leiðslu margra ríkja og hækkandi
hlutdeildar þjónustu.
Ef þau stóriðjuverkcfni, sem
hafa verið til umræðu hér á landi
undanfarin ár, verða öll komin til
l'ramkvæmda á næsta aldarfjórð-
ungi, mun það hafa afgcrandi áhrif
á íslenskt efnahagslíf. En sem
stendur er verðlag á helstu afurð-
um hennar of lágt til þess að
meiriháttar ný stóriðja sé nægilega
arðsöm og því ættu ráðamenn ís-
lenskra svcitarfélaga að binda von-
ir sínar um atvinnuuppbyggingu
við aðra mögulcika að óbreyttum
aðstæðum," segir orðrétt í bækl-
ingnum. -HEI