Tíminn - 12.09.1986, Qupperneq 4

Tíminn - 12.09.1986, Qupperneq 4
4 Tíminn Föstudagur 12. september 1986 N JL. ^ Ú ER lokið við gerð dýrustu sjónvarpsþátta í sögunni, stutts framhaldsmyndaflokks um Pétur mikla, sem gerður var í Sovétríkjunum. Kostnaðurinn við framleiðsluna fór upp í 22 milljónir sterlingspunda, og þá er bara reiknað í peningum. Ýms önnur vandræði voru nefnilega líka inni í dæminu. Og svo þegar til kom sló Pétur mikli ekki einu sinni við framhaldsþættinum „Sins“ með Joan Collins í aðalhlutverki þegar hann var sýndur í Bandaríkjunum, en það er önnur saga. Pétur mikli var mikið alþjóðlegt átak og var ekkert til sparað til að útkoman mætti vera sem glæsileg- ust. í hlutverk þessa mikla Rússa- keisara, sem uppi var 1672-1725, valdist svissneski leikarinn og Ósk- arsverðlaunahafinn Maximilian Schell. Hann er orðinn 55 ára gamall, en það aftraði honum ekki frá því að verða ástfanginn upp yfir haus af rússnesku leikkonunni Natalya Andreichenko. Hún er ekki nema hálídrættingur á við Maximilian í aldri, 28 ára og var á þeim tíma gift og móðir tveggja ára barns. Sovésk yfirvöld hafa hingað til ekki verið neitt sérlega fús til að liðka fyrir hjónaböndum milli þegna sinna og útlendinga, en nú voru þau öll á hjólum og Maximili- an og Natalya gengu í hjónaband í júlí í sumar. Leikstjóranum Lawrence Schill- er leist samt ekkert á blikuna þegar í uppsiglingu var annað ástar- ævintýri yfir járntjaldið í liði hans. Hann sendi bandarísku leikkonuna Mollie Wynn snarlega heim til sín, þegar í Ijós kom að hún var komin í ástarsamband við rússneska leikarann Vladimir Ilyin. Auðvitað tók Mollie til sinna ráða, skildi við ameríska eiginmanninn sinn og var á leið til Moskvu til fundar við elskhugann þegar síðast fréttist. Og það var ekki nóg með að Schiller leikstjóra tækist ekki að hafa hemil á ástarævintýrum leikaranna sinna. Hann lenti í útistöðum við framleiðendurna og var að lokum rekinn, þar sem kostnaðurinn við myndargerðina var kominn út yfir öll takmörk. Hann hefur nú krafist 37 milljóna sterlingspunda skaðabóta af NBC, framleiðendum myndarinnar, fyrir samningsrof, en við leikstjórninni tók Marvin Chomsky. Á meðan á öllu þessu gekk urðu sjónvarpsgerðarmennirnir að búa við sífellda hnýsni og afskiptasemi KGB í Sovétríkjunum. Starfsmenn rússnesku leynilögreglunnar voru alls staðar nálægir, komu fyrir hlerunartækjum á hótelherbergj- um og leituðu jafnvel á leikurun- um. Það voru aðallega ólöglegar bókmenntir sern þeir voru á höttunum eftir, sögðu þeir. Hollenska leikkonan Renee So- utendijk kvartaði undan stöðugum kulda. Sú eina sem aldrei kvartaðþ var þýska leikkonan Lilli Palmer, sem var orðin helsjúk af krabba- meini og dó þrem mánuðum eftir að myndatökum lauk. Framleiðendur myndarinnar, NBC, höfðu borgað sovéskum yfir- völdum 4 milljónir sterlingspunda fyrir að fá að taka myndina innan Sovétríkjanna og héldu að þar með hefðu þeir tryggt gott samstarf og helst góðar viðtökur myndar- innar. En þær vonir brugðust eins Maximilian Schell leikur Pétur mikla. Hann vafði sovéska skrifræð- inu um fingur sér og fékk vilja sínum framgengt. Lilli Palmer vissi að hún átti ekki langt ólifað þegar hún tók að sér hlutverk móður Péturs mikla í sjónvarpsþáttunum, en sagði bara: Himnaríki getur beðið. Hún var ein af fáum þáttakendum í ævintýr- inu sem aldrei kvartaði. Þó var hún alltaf sárþjáð og 3 mánuðum eftir að upptökum lauk dó hún. og svo margt annað við þessa sögulegu sjónvarpsmynd. Sovét- menn létu sér fátt um finnast um myndina fullgerða og héldu því fram að Bandaríkjamenn hefðu „hollyvúdíserað" þjóðhetjuna þeirra og farið vitlaust með sögu- Rússneska leikkonan Natalya Andreichcnko er nú orðin frú Schell. legar staðreyndir. Sá eini sem virðist hafa siglt sínum málum heilum í höfn úr þessu ævintýri er Maximilian Schell. Hann lét sig hverfa af vinnustað 11 dögum áður en myndatökum lauk og bar því við að hann væri illa haldinn af flensu, auk þess sem hann hefði skuld- bundið sig til annarra starfa í Evrópu. Samt sást til hans nokkru síðar á götu í Leníngrad ásamt sinni heittelskuðu Natalyu And- reichenko. Sjónvarpsþáttaröð um PÉTUR MIKLA dregur ýmsan dilk á eftir sér lllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllll FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Háttsettur sov- éskur embættismaður sagði að það ylti nú á Bandaríkja- stjórn hver örlög Nicholas Daniloffs yrðu en hann situr nú í fangelsi í Moskvu ákærður fyrir njósnir. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þeirra upplýsinga Reagans Bandaríkjaforseta að Gorbashev leiðtogi Sovét- manna hefði svarað beiðni um aö Daniloff yrði látinn laus. LONDON - Bretland býst við að Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni hitta kol- lega sinn frá Sovétríkjunum í næstu viku eins og áætlað hafði verið þrátt fyrir rimmu milli stórveldanna um Daniloff. JÓHANNESARBORG — Coretta King, ekkja Martin Luther King, heimsótti Soweto í gær, i fylgd baráttukonunnar Winnie Mandela FRANKFURT — Forvextir í Vestur-Þýskalandi breyttust ekkert í aær þrátt fyrir að því væri spáð að nú væri að hefjast útsala á lánsfé út um allan heim. MADRID — Skæruliðar að- skilnaðarhreyfingar Baska til- kynntu að þeir hefðu skotið til bana 32ja ára gamla konu, Mariu Catarain, fyrrum leið- toga hreyfingarinnar, og út- hrópuðu hana sem svikara fy rir að hafa lagt niður vopn sín ári eftir að hún yfirgaf ETA (Frels- ishreyfingu Baska) og fékk í staðinn sakaruppgjöf og snéri heim úr útlegð frá Mexico og Frakklandi. KARACHI - Lögreglan í Pakistan hefur handtekið ar- abískan mann á Islamabad- flugvelli og leitar annars manns í tengslum við atvikið á vellin- um í síðustu viku þegar skæru- liðar rændu flugvél og myrtu 21 mann. BERN — Fulltrúar 76 landa tóku þátt í hátíðahöldum í tilefni af 100 ára afmæli Bern- arsáttmálans, fyrsta alþjóðlega sáttmálans um verndun höf- undarréttar. BANKOK — Fellibylurinn Wayne hefur nú orðið meira en 100 manns að bana í Vietnam og yfir 1000 manns hafa særst. TEHERAN — Dagblað í Teheran sagöi í gær að loftár- ásir íraka síðustu tvo daga, þar sem a.m.k. 30 óbreyttir borgarar létu lífið, hefði verið ætlað að egna írana til ótíma- bærrar „lokaárásar" í Persa- flóastríðinu TEL AVIV — Þrír líbanskir skæruliðar féllu og fimm nep- alskir hermenn friðarsveita Sameinuðu þjóðanna særðust í Suður-Líbanon í skotbardaga við hersveitir hliðhollar (sraels- mönnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.