Tíminn - 12.09.1986, Side 6

Tíminn - 12.09.1986, Side 6
6 Tíminn Föstudagur 12. september 1986 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoöarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Staða stjórnmálaflokkanna Miklar pólitískar hræringar eiga sér nú stað innan stjórnmálaflokkanna. Enda skoðanakannanir og prófkjör á næstu dögum þar sem endanleg framboð þeirra verða ákveðin. Staða ríkisstjórnarflokkanna er sterk um þessar mundir, og hefur raunar verið allt frá upphafi. I þeim skoðanakönnunum sem farið hafa fram um fylgi flokkanna hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið sínum hlut og fylgi hans virðist furðulega fast miðað við hve ólík sjónarmið eru innan hans til ýmissa landsmála. Það vefst þannig fyrir mörgum að skilja hvernig sjálfstæðismenn landsbyggðarinnar geta stutt stefnu frjálshyggjumanna flokksins sem mest ber á, á Reykjavíkursvæðinu. Þó ber að taka tillit til þess að reynslan sýnir að sjálfstæðismenn gefa sig betur fram í skoðanakönnunum en stuðningsmenn annarra flokka og því fær hann hlutfallslega betri útkomu í skoðanakönnunum en í kosningum. Fylgi Framsóknarflokksins er meira á reiki og hefur það verið mun minna í sumum þeirra kannana sem gerðar hafa verið en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Fullyrða má hins vegar að flokkurinn sé nú í öflugri sókn, enda árangur af verkum hans í ríkisstjórn að koma í ljós. Þá má einnig benda á að aðrir flokkar hafa lagst á eitt með að ófrægja flokkinn og slíkur áróður hefur vissulega mikið að segja. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt haft það að leiðar- Ijósi að sýna ábyrgð í sínum verkum enda þótt ýmsar ákvarðanir sem hann hefur þurft að taka hafi ekki mælst vel fyrir hjá öllum. Þannig hafa ráðherrar flokksins tekið á vanda sjávarútvegsins með þeim árangri að stefna hans í þeim málaflokki nýtur trausts allrar þjóðarinnar. Þá hefur hann einnig gert sér betur en aðrir flokkar grein fyrir vanda landbúnaðarins og staðráðinn í að finna lausn á honum enda þótt það komi hart niður á mörgum. Þegar til lengdar lætur mun það þó verða þjóðinni til góða. Húsnæðismálin hafa verið erfið fyrir þjóðina alla, en meira hefur nú verið gert á þeim vettvangi en nokkru sinni áður og með nýjum lögum sem tekið hafa gildi má ætla að verulegur árangur hafi náðst. Stjórn efnahagsmála hefur verið erfiðasta viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar. Á þeim málum hefur verið tekið af meiri festu en um langt árabil. Enginn efast um að þar hafi mikill árangur náðst. Hagvöxtur mun meiri en áætlað hafði verið, sömuleiðs mun minni viðskiptahalli og kaupmáttur launa aldrei verið meiri. Framsóknarflokkurinn getur því óhræddur lagt spilin á borðið fyrir þjóðina og kvíðir ekki útkomu kosninganna. Alþýðuflokkurinn virðist vera á nokkurri uppleið og líkur til að hann endurheimti eitthvað af fyrra fylgi og þá aðallega frá Alþýðubandalagi og Bandalagi jafnaðar- manna. Búast má við miklum hávaða frá Alþýðuflokknum eftir að þing kemur saman til þess að ná athygli fjölmiðla en sökum þess hve stefna hans er óljós er erfitt fyrir kjósendur að átta sig á hvað flokkurinn raunverulega vill. Athygli vekur hve staða Alþýðubandalagsins er veik. Mikil óeining ríkir innan flokksins og hver höndin upp á móti annarri. Það hefur áhrif á fylgi hans sem er lítið um þessar mundir. Þá hefur líka komið í ljós að Alþýðubanda- lagið höfðar ekki til ungs fólks sem fjölmennir að kjörborðinu í næstu kosningum. Ætla má því að sigur þeirra verði lítill hvenær svo sem kosið verður. GARRI Að ofnota hæara heilahvelið í Staksieinum Morgunblaðsins í fyrradaj> er fjallað uni ályktun |)ings ungra jafnaðartnanna um varnamiál. !>ar mun hafa verið mörkuð sú stcfna að draga ætti úr umsvifum varnarliðsins og vinna að brottför þcss í áföngum. Staksteinuhöfundur er sem vænta má á móti þessu og fjallar um það í nokkru ináli. Garri ætlar ekki að blanda scr í deilur Morgun- blaðsins og ungra jafnaðarinunna uin vamarmál, en í niðurlagi grein- ar sinnar segir Stakstcinahöfundur: „Eftir sveitarstjómarkosning- urnar í vor lýsti Svavar Gestsson, fomiaður A íþýdubandaiansins, yfír því, að fylgisaukning Alþýðu- fíokksins í kosningunum væri i raun stuðningur við Alþýðubanda- lagið! Enginn ætti að vera i vafa um það, að Svavar lítur úlyktun SUJ-þings um utanríkis- og varn- armúl sömu augum. Hann tclur að i henni felist ósk um samstarf við Alþýðuliandalagið. Hvaða flokkur annar hefur það á stefnuskrú sinni, að landið verði vurnarlaust'.’ Enn cinn steinn hefur verið lagður í það hrófatildur, sent vinstri menn kenna við „félagshyggju", þcgar svo ber undir. “ Félagshyggjan Hvort Svavar Gestsson metur stöðuna þannig að ungir jafnaðar- menn séu á leið yfir í Alþyðu- bandalagið verður einnig látið liggja á milli hluta hér að sinni. Kn ummæli Staksteinahöfundar iiin félagshyggju þarfnast athugiinar. Eins og hver heilvita maður veit felst félagshyggja í því að menn vilja reyna að leysa úrlausnarefni þjóðarheildarinnar á grundvelli samstarfs og samviniiu. Hiín er andstæða frjálshyggjunnar, sem Morgunblaðið boðar grimmt þessa dagana, og felst í því að menn eigi að kcppast við að troða skóinn hvcr af öðrum og lítilmagnann í svaöið. Sú hugmvnd Staksteina- höfundar að félagshyggja hafi eitthvað mcð vamarmál að gera er því þaö sem á umbúðalausri ís- lcnsku lieitir hrein og klár della. Hægra ogvinstra heilahvelið í sama Morgunblaði birtist hins vegar athyglisverö frétt. l'ar var frá því skýrt aö læknar við tauga- deild háskólasjúkrahússins í Aac- hen í Vestur-Þýskalandi hefðu með rannsóknum ieitt það i ijós að kímnigáfu fólks einskorðist við hægra heiluhvelið. Jafnfraint því fundu þeir út að vinstra heilahvelið annaðist einvörðungu liina röklegu starfseini heilans. Þessi niðurstaða er merkileg að því er varðar réttan skilning á því sem Staksteinahöfundur heldur fram í grein sinni. Hann virðist liafa einhvcrn snefil af einhvers konar kímnigáfu, sein hirtist í því að honum finnst það fyndið að kalla uppsiign vurnarsamningsins félagshyggju. Aftur á móti virðist liunn skorta sitthvað af því sem Morgunhlaöiö nefnir „hina röklcgu starfsemi heil- ans.“ Eftir tiílkun Morgunblaðsins sýnist hann nota hægra heilahvclið eitt saman en spara þuð vinstra. Útkoman verður algjör óskapnað- ur í inálflutningi lians. Svona getur farið fyrir núinnum ef þeir venja sig á að hugsa of mikiö til hægri. Garri. VÍTTOG BREITT Saltaðar síldarviðræður Nú eru vonir manna um að af síldarsöltun í einhverju magni verði í haust óðum að þverra og kemur þar til þrákelkni Sovét- manna við að standa við gerða viðskiptasamninga, að því er sagt er í flestum hcrbúðum. Allt er í óvissu um það hvort eða hvenær af sölusamningum verði milli Síldar- útvegsnefndar og Protintorg, sov- éska fyrirtækisins sem séð hefur um innkaupin á saltsíld í Sovétríkj- unum. í samningsdrögum þeim sem Protintorg sendi Síldarútvegs- nefnd í byrjun vikunnar er boðið verð sem vitað er að íslendingar muni ekki sætta sig við og sett upp fáránleg skilyrði eins og að síldin komi í svokölluðum hálftunnum, scm hvergi er hægt að fá í heimin- um. Ljóst er að verði eftirleikurinn í einhverju samræmi við það sem á undan er gengið er útlitið vægast sagt svart um viðunandi niðurstöðu þegar formlegir samningafundir Protintorg og Síldarútvegsnefnd- ar loksins hefjast. En menn hljóta að spyrja sig hvers vegna samningar við Sovét- menn ganga óvenju illa í ár. Aug- Ijósar ástæður eru hreinlega efna- hagslegar, þ.e., að þeint býðst ódýrari síld t.d. frá Noregi og Kanada, og Kanadamenn hafa jafnvel sagt að þeir ntuni afturkalla ákveðnar veiðihcimildir Sovét- manna í kanadískri fiskveiðilög- sögu ef þeir keyptu ekki af þcim síld. Hins vegar er óvíst hvort skýringar af þessu tagi duga til að skýra stefnubreytingu Sovétmanna í þessum efnum. Þó efnahagsleg rök vegi ef til vill þyngra á metun- um nú en oft áður fyrir Sovétmenn að losna út úr þessum síldarsamn- ingum, má minna á að í fyrra greiddu þeir verð fyrir saltsíld, sem var mun hærra en það verð sem þeir hefðu þurft að borga fyrir síld annars staðar frá. í frétt í Tímanum í gær var talað við Hermann Hansson kaupfélags- stjóra á Höfn í Hornafirði og formann í Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi. Hermann sagði þar að orsökina fyrir stefnu- breytingu Sovétmanna mætti ef til vill rekja að hluta til íslendinga sjálfra. í fréttinni er haft eftir Hermanni. „Það virðist vera íþess- um viðskiptum yfir höfuð mun harðari stefna en verið hefur af þeirra hálfu, og ég veit vitanlega ekki hvaða endi það kann að hafa. Það má ef til vill íhuga það að kannski höfum við Islendingar boðið upp í þcnnan dans sjálfir með því að menn hafa sagt það hátt og í hljóði að þessi viðskipti mættu vel missa sín.“ Það sem Hermann er með þess- um orðum að vísa til eru m.a. yfirlýsingar þingmanna og áhrifa- manna í sjávarútvegi og viðskipta- iífi á íslandi, um að viðskiptin við Sovétmenn, einkum og sér í lagi olíuviðskiptin, séu íslendingum óhagstæð og síldarsölur réttlæti ekki að þeim sé haldið áfram. í lokuðu samfélagi Sovétríkj- anna eru slíkar gagnrýnisraddir teknar bókstaflega og þær spilla fyrir viðskiptavilja þeirra, sérstak- lega ef efnahagslegur ávinningur þeirra er ekki áberandi. Að þvf leyti er næsta víst að hluta skýring- arinnar á því hversu treglega hefur gengið í síldarviðræðum er að leita í klúðri okkar sjálfra. Hins vegar er ljóst að eins og málum er komið í dag geta Islend- ingar ekki sætt sig við undanbrögð Sovétmanna og ef þeir breyta ekki aftur um stefnu hlýtur það að koma til greina að endurskoða viðskiptatengsl landanna í víðara samhengi. Þrátt fyrir augljósa ávinninga af viðskiptasamningum til lengri tíma við Sovétmenn hvort sem það er á sviði olíukaupa eða fisksölu, eru ytri aðstæður allar óhagstæðar Sovétmönnum en hagstæðar íslendingum þessa stundina, með lágu olíuverði og mikilli eftirspurn eftir sjávarafurð- um hvarsem er í heiminum. -BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.