Tíminn - 12.09.1986, Síða 12
12 Tíminn
Föstudagur 12. september 1986
Endurskoðun laga nr. 109/1984, um
hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit
Vakin er athygli á því að hafin er á vegum
stjórnskipaðrar nefndar endurskoðun laga nr.
190/1984, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Þeir sem kynnu að vilja koma á framfæri skriflegum
athugasemdum eða breytingartillögum sendi þær
formanni nefndarinnar Ingimari Sigurðssyni, lög-
fræðingi, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 15.
október n.k., merkt:
Endurskoðunarnefnd laga nr. 109/1984, um holl-
ustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
10. september 1986.
Laus staða
Staða yfirfangavarðar við Vinnuhælið á Litla-
Hrauni er laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist ráðuneytinu, fyrir 10. október nk.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
3. september 1986.
Starf fjósameistara
Starf fjósameistara við tilraunabúið Stóra-Ármóti
er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir er
tilgreini menntun og fyrri störf sendist til Egils
Jónassonar Stóra-Ármóti Hraungerðishreppi fyrir
1. nóvember 1986.
Æskilegt að umsækjendur hafi búfræðimenntun.
Upplýsingar um starfið veittar í síma 99-1058.
Tilraunabúið Stóra-Ármóti
Vetrarmaður
Vetrarmaður óskast á kúabú í Borgarfirði. Upplýs-
ingar í síma 93-5496 eða 93-5401.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vinsemd og virðingu við andlát
og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa
Jóns H. Oddssonar
Þórunnarstræti 106
Akureyri
Sigurveig Árnadóttir
Árni Jónsson Ólína Steindórsdóttir
Sigríður Jónsdóttir Magnús Stefánsson
og barnabörn
□
Auglýsingadeild hannar
auslýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta
Evgení Barbukho, yfirmaður APN-fréttastofunnar á íslandi:
Um framlengingu
sovéska bannsins og
afstöðu Bandaríkjanna
Þann 8. september sl. var skýrt frá svörum Mikhails Gorbachjovs viö
spurningum tékkneska dagblaðsins ,,Rude Pravo“ í sovéska sjónvarpinu. Þar
fjallaði sovéski leiðtoginn m.a. um þá stöðu sem afvopnunarviðræður
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna eru í, sýndi fram á ástæðurnar fyrir því að
bandarískir ráðamenn hafna því að gerast aðilar að sovéska banninu við
kjarnorkusprengingum, se/n sovéskir aðilar framlengdu einhliða fram til 1.
janúar 1987. Nú líður að fundi Eduards Shevardnadze og George Shultz og
er því forvitnilegt að kynnast röksemdafærslum sovéska leiðtogans.
Mikhail Gorhachjov beindi at-
hyglinni fyrst og fremst að þeirri
staðreynd, að einhliða framlenging
sovéska tilraunabannsins til 1. janú-
ar 1987 hefði hlotið víðtækan stuðn-
ing um heim allan. Hér kæmu til
eftirfarandi sjónarmið og aðstæður:
- aldrei áður hcfur ríkt svo almenn
viðurkenning á þcirri staðreynd að
ekki er hægt að heyja kjarnorku-
styrjöld og ekki getur verið um
sigurvegara að ræða í slíkri styrjöld,
- harkaleg fyrirbæri í hernaðarstefnu
Bandaríkjanna hafa opnað augu
margra og enginn getur lengur leynt
kvíða þess efnis, að hörmungarnar
geti í raun átt sér stað.
Þögn á kjarnorku-
vettvanginum í Genf
í fjórða skipti hafa Sovétríkin lýst
einhliða yfir stöðvun kjarnorku-
sprenginga. Ár hefur liðið án spreng-
inga - það er pólitísk og hernaðarleg
staðreynd. Þessa stefnu væri hægt að
styrkja með samkomulagi um gagn-
kvæmt bann við kjarnorkuvopnatil-
raunum.
M. Gorbachjov taldi með réttu að
tilraunir til að stilla upp spurning-
unni um að hætta kjarnorkuspreng-
ingum gegn spurningunni um niður-
skurð kjarnorkuvopna væru óheið-
aricgar. Frá því að Genfarfundurinn
var haldinn, hefur ekki þokast um
þumlung í átt til samkomulags um
niðurskurð vígbúnaðar, þrátt fyrir
allar tilraunir Sovétríkjanna.
Ef báðir aðilar mundu hætta
kjarnorkusprengingum, mundi slíkt
stuðla verulega að samkomulagi þar
að lútandi. Væri tílraunum hætt
mundi vígbúnaðarkapphlaupið
stöðvast á hættulegasta sviðinu -
hvað varðar smíði nýrra tegunda
kjarnorkuvopna og fullkomnun
þeirra. Þá væri aðeins eftir að taka
fyrir þá hlið vígbúnaðarkapphlaups-
ins, sem lýtur að magninu og það er
auðveldara að fást við hana.
Bandaríkin: Þörf á til-
raunum til að ganga úr
skugga um að vopnin
séu áreiðanleg...
Hvernig á að taka á þessum rökum
Bandaríkjamanna?
Mikhail Gorbachjov: Löng reynsla
hcfur ieitt í Ijós, að það er hægt að
vera viss um að kjarnorkuvopnin
eru í lagi án þess að framkvæma
sprengingar og að nægir að yfirfara
þá hluta sprengjanna og kjarnaodd-
anna, sem eru kjarnorkulausir. Frá
þvt' 1974 hafa Bandaríkin og Sovét-
ríkin ekki sprengt sprengjur, sem
eru yfir 150 kílótonn samkvæmt
samningi þar að lútandi. Sprengjur,
sem fara yfir þessi mörk eru um 70%
af kjarnorkusprengjum Bandaríkj-
anna og hlutfall þeirra í vopnabúrum
okkar er ekki minna. Þetta þýðir að
við trúum og þeir trúa á að þessi
vopn séu í lagi án prófana.
Meginmarkmið tilrauna með
kjarnorkuvopn, sem Bandaríkin
framkvæma, er að mati Gorbachjovs
að smíða nýjar gerðir vígbúnaðar,
sem geta lamað skotmörk á jörðinni
og í geimnum. Við þessar aðstæður
hljómar sú staðhæfing að bann við
tilraunum hafi ckkert að segja fyrir
lausn þess máls er lýtur að kjarn-
orkuafvopnun, ekki trúverðuglega.
„Gjaldþrota kenning“
Þegar sovéski leiðtoginn fjallaði
um staðhæfingar þess efnis að
ómögulegt væri að hafa eftirlit með
banni við kjarnorkuvopnatilraun-
um, sagði hann slíkar staðhæfingar
„gjaldþrota", þarscm vísindin hefðu
sannað að hægt væri að viðhafa
strangt eftirlit, en Sovétríkin hafa
lýst sig fylgjandi ströngu eftirliti.
sem byggist á vísindalegum grund-
velli, þ.m.t. eftirliti á staðnum.
Gorbachjov um horfur á
nýjum fundi æðstu manna
Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna
Sovétríkin eru fylgjandi því að
haldinn verði fundur æðstu manna
ríkjanna tveggja, fundi, sem væri
verulegt skref fram á við hvað varðar
lausn þó ekki væri nema eins eða
tveggja brýnustu vandamála er
snerta aiþjóðaöryggi.
Eftir Genfarfundinn gerðu Sov-
étríkin ýmislegt til að samræma
afstöðu ríkjanna hvað varðar enda-
lok vígbúnaðarkapphlaupsins. Sov-
étríkin þekkja ekki afstöðuna „allt
eða ekkert". En það er til einskis að
halda fund fyrir „ekkert". Samskipt-
in eru verðmæt vegna þess árangurs,
sem þau gefa.
í Sovétríkjunum væntir fólk þess
að fyrirhugaður fundur E. Shevar-
dnadze og G. Shultz muni varpa
Ijósi á hvort möguleikar eru á frekari
þróun samskipta Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna.
Ef gengið er út frá þeirri skoðun
að ekki sé hægt að fallast á frystingu,
ef spurningin um meðaldrægar eldf-
laugar í Evropu er komin í strand.
ef á að fullkomna strategísk vopn
o.s.frv. hvað er þá eftir til að semja
um? Fundur æðstu manna kæmi
varla að gagni í andrúmslofti hita-
sóttarkennds vígbúnaðarkapp-
hlaups. þegar spennan eykst og þeg-
ar hætt er við gildandi samninga. En
ekkert væri auðveldara en að nota
fundinn til að afvegaleiða fólk. til að
svæfa almenning með sögum um að
allt sé í lagi meðan haldið er áfram
að reka hættulega stefnu. Og í raun
er þetta gert á meðan látið er líta út
sem undirbúningur fyrir fundinn sé í
fullum gangi.
Bjartsýni er mögnuð upp. Látið er
líta svo út sem allt sé í lagi fyrir
fundinn og með því er e.t.v. verið að
reyna að kenna Sovétríkjunum um
árangurinn af eyðileggingarstefnu
Bandaríkjanna. Sama markmiðiðer
líka notað á annan hátt. Þ.e. að látið
er í veðri vaka að Sovétríkin hafi
komist að þeirri niðurstöðu, að þau
komist ekki neitt með ríkisstjórn
Bandaríkjanna.
Reykjavík 9. september 1986
Evgení Barbukho, yfirniaður APN-
fréttastofunnar á íslandi.
FÉLAG
MltOSSABÆNDA
BÆNDAHÖLLINNI HAGATOHGI
107 REYKJAVlK ISLAND
Félag hrossabænda auglýsir eftir móttöku slátur-
hrossa sem flutt veröa út til slátrunar í byrjun
október. Greitt verður grundvallarverð innan 2
mánaða. Skráning fer fram hjá markaðsnefnd,
formönnum deilda, kaupfélögum og búvörudeild
SÍS í síma 91-28200.
Markaðsnefnd F.H.B.
Verkefnisstjóri
Marska h.f. Skagaströnd, óskar að ráða verkefnis-
stjóra í 4-6 mánuði.
Starfið snertir framleiðslu, umbúðir, vélvæðingu
og frystingu og fleira. Upplýsingar veita Heimir í
síma 95-4789, Sveinn 95-4690 og Lárus 95-
47474.
Marska h.f.