Tíminn - 18.09.1986, Side 1

Tíminn - 18.09.1986, Side 1
ISTUTTU MALI ■■■ IÐNTÆKNISTOFNUN hefur ákveðið að efna til hópferðar, í samvinnu viö Arnarflug, á matvælasýningu sem haldin verður í París þann 24. október. Um 4000 fyrirtæki frá 70 löndum sýna framleiðslu sína á sýningunni. Hvort ferð- in verður farin, ræðst af því hvort nægileg þátttaka fæst. SAMRÆMD gjaldskrá fyrir aðstoð við skip á hafi úti hefur verið undirrituð. Nú lúta bæði varðskip og fiskiskip þessari , sömu ajaldskrá. Samkomulagið sem undirritaö var af Landhelgisgæslunni, í tryggingarfélögum, LÍÚ, Farmanna- og fiskimannasambandinu og Sjómanna- sambandi íslands, gildir í eitt ár. SMÁRÆKJA í stórum stíl hefur fundist í afla rækjubáta norðaustur af Langanesi. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gripíð til þess ráðs að loka svæðinu frá og með 19. september, fram til 31. október, | fyrir rækjuveiðum. Svæðið markast af línum, sem dregnar eru á milli eftirgreind- | ra punkta. 1.66°49’10 N-14o28’50 V. 2. 67°19’30 N - 14°27’50 V. 3. 66°59’40 N - 12°56’40 V. 4. 66°50'20 N - 13°05’10 V. KENNEDYAR eru enn á kreiki. jf Jósep Patrekur Kennedy annar, elsti sonur Roberts heitins Kennedy, sigraði örugglega í forkosningum demókrata í Massachusetts í fyrrinótt og allt bendir þvi til að hann nái sæti á þingi í kosning- unum í nóvember næstkomandi í fulltrú- | adeild bandaríska þingsins þar sem dem- ; ókratar hafa ávallt hafttöglin og hagldirnar; í þessu ríki Kennedyanna. LÖGREGLAN á Filippseyjum handtók í vikunni fjóra menn er höfðu í fórum sínum höfuð af manni. Sá var drepinn fyrir að fremja Voodoo galdra að filippseyskum hætti. Einn mannanna fjög- urra viðurkenndi að hafa hlutað manninn í sundur oa sagði hann ástæðuna þá að „galdramaðurinn” hefði valdið dauða eins ættingja síns með því að hafa uppi voodooseiðinn „Barang”. 200 EINKARITARAR frá 15 þjóðlöndum sækja tólftu alþjóðlegu ráð- stefnu Evrópusamtaka einkaritara, sem ; haldin verður í Reykjavík í fyrsta sinni dagana 18.-20. september. Um fjörutíu íslenskir einkaritarar sækja ráðstefnuna, en íslendingar hafa verið aðilar að sam- tökunum frá 1983. RJÚPNASTOFNINN verður hámarki í ár, ef marka má niðurstöður fuglafræðinga. Sveiflur verða í stofninum ; á tíu ára fresti, og er nú komið að; toppnum á tíu ára sveiflunni. Það er því j viobúið að veiðimenn hafi erindi sem erfiði, og í kjölfarið ætti að fylgja að jólarjúpan verði ódýrari en ella. ALÞJÓÐLEG ferðakaupstefna verður haldin i Laugardalshöll, á morgun og sunnudag. Það er Ferðamálanefndin Vest-Norden sem efnir til kaupstefnunnar, en þar munu 75 aðilar kynna ferðamögu- leika í Færeyjum, Grænlandi og íslandi á næsta ári, fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa í Evrópu og Ameríku. Búist er við um 80 ferðakaupendum. KRUMMI telur að tími sé kominn til að gefa þessi kvótalög út á plötu og vídeó. Halldór Ásgrímsson: Vill binda kvótakerfið í lögum f ram til 1990 - samkomulag um óbreytt lög til ársloka 1987 Endurskoðun á lögum um stjórnun fiskveiða árin 1986 og 1987 er nú lokið og hafa sjávarút- vegsráðuneytið, hagsmunaaðilar í sjávarútvegi, og sjávarútvegs- nefndir Alþingis, orðið ásátt um að lögin muni standa óbreytt út gild- istíma sinn, eða til áramóta 1987/ 1988. Þetta var niðurstaða sameig- inlegs fundar ofangreindra aðila í gær. f frétt frá sjávarútvegsráðu- neytinu kemur hins var fram að Halldór Ásgrímsson telur reynsl- una af núverandi fiskveiðistjórnun það góða að ástæða sé til að framlengja meginatriði lágaákvæð- anna um þrjú ár í það minnsta, eða allt til ársloka 1990. Halldór var í gær spurður hvort þær hugmyndir fiskvinnslunnar um að hún fengi einhvern yfirráðarétt yfir kvóta myndu rúmast innan þess ramma scm hann kallaði „meginatriði núverandi fiskveiði- stjórnunar". „Ég vil ekkert um það segja að svo komnu máli enda tíminn nægur, en aðalatriðið er að festa þarf fiskveiðistjórnunina í sessi með ákveðnum hætti þannig að höfð sé stjórn á flotanum miðað við afrakstur fiskstofnanna. Ég tel að ekki hafi komið fram ncinar tillögur ennþá sem geti leyst þctta kerfi í meginatriðum af hólmi. Hins vegar þarf að gera á því ákveðnar lagfæringar í ljósi reynsl- unnar eins og hefur verið gert,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Ég tel mikilvægt að hagsmuna- samtök og aðrir fjalli um það í tíma með hvaða hætti fiskveiðistjórnun- in verði í framtíðinni og að um það sé vitað nokkur ár fram í tímann. En það verður að sjálfsögðu verk- efni Alþingis og næstu ríkisstjórnar að taka endanlega ákvörðun um þetta," sagði Halldór. Aðspurður hvort þessi yfirlýsing hans nú væri hugsuð sem innlegg í kosningabaráttu fyrir komandi þingkosningar sagði Halldór, að vitanlega væri á ferðinni flokks- pólitískt mál þar sem Framsóknar- flokkurinn liafi að mestu staðið óskiptur að baki þessari fiskveiði- stjórnun þó ágreiningur hafi verið um hana í öðrum flokkum. Hann sagöi að þessi yfirlýsing væri þó ekki, af hans hálfu. tilraun til að gera kvótakerfið að kosninga- máli. „Hins vegar hef ég verið vanur því síðan ég kom að þessum málum að setja fram mínar skoðanir með eins ljósum hætti og mér er unnt, í þeirri von að það geti skapað eðlilegan umræðu- grundvöll, frekar en að bíða og sjá hvað aðrir segja. Ég hcld að það sé cðlilegur vinnumáti," sagði Hall- dór ennfremur. Varðandi stuðning við stefnu ráðherrans á nýju þingi á næsta ári sagði hann að slíkt ylti á því hvernig það þing yrði samansett. „Hins vegar sýnist mér, að formað- ur Alþýðuflokksins ætli sér aö stjórna flestum ráðuneytum eftir kosningar og ég á ekki von á því, ef svo verður, að það verði viskuleg stjórnun miðað viö þær ræður sem hann helur haldið. En það má vcra að hann breyti um skoðun við það að koma í nýtt kjördæmi," sagði Halldór að lokum. - BG Tímamynd Sverrir r /. l9 \ i /V'iB íslenska óperan í álverinu fslenska óperan cfndi til kynn- ingar í matsal álversins í Straums- vík á því verki sem hún nú sýnir á fjölum Gamia bíós, Farand- söngvaranum eftir Verdi. Ein- söngvarar og kór óperunnar sungu nokkra þekkta hluta úr verkinu. „Við höfum áður farið á vinnustaði til að kynna óperuna og þau vcrk sem við höfum á boðstólum," sagði Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona í samtali við Tímann við þetta tækifæri. „Óperan er mjög fjarlæg mörgunt og það er von okkar að með þessu takist að efla áhugann. Það .gaf mjög góða raun þegar við sungum hérna í álverinu í fyrra. Þá komu til að sjá sýningar okkar um 100 manns héðan.“ Auk Farandsöngvarans er önn- ur ópera Verdis, Aida, á verk- efnaskrá íslensku óperunnar. Sýningum á Farandsöngvaranum er þó hvergi nærri lokið og verður hann sýndur á Blönduósi á sunnu- dag. Sjá frétt á blaðsíðu 2. Maöur handtekinn vegna dauðsfalls fatlaðrar konu: Grunadur um manndráp - Hinn handtekni hefur viðurkennt að hafa verið í íbúð hinnar látnu um svipað leyti og talið er að hún hafi látist. Þrítugur karlmaður hefur verið handtekinn, vegna gruns um að hann hafi verið valdur að dauða 31 árs gamallar fatlaðrar konu. Konan fannst látin f íbúð sinni í Hátúni á sunnudag og líklega hefur hún verið látin í rúmlega þrjátíu klukkutíma áður en ættingjar hennar komu að henni á sunnudag. Áverkar reyndust vera á höfði konunnar og leiddi krufning í Ijós að þeir áverkar urðu henni að bana. Maðurinn sem handtekinn var í gær hefur við yfirheyrslur viður- kennt að hafa verið staddur í íbúð konunnar aðfaranótt laugardags, nokkru áður en talið er að hún hafi látist. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram kröfu um gæslu- varðhald í allt að sextíu daga yfir manninum og að hann verði jafn- framt látinn sæta geðrannsókn. Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sagði að málið væri skammt á veg komið, og vildi hann verjast frekari fregna af málinu. Hann benti hinsvegar á að rannsókn hefði hafist um leið og tilkynnt hefði verið um dauðsfallið til lög- reglunnar á sunnudag. Afstaða til kröfu rannsóknarlög- reglunnar um gæsluvarðhald var frestað í gærkvöldi fram til dagsins í dag. Merki urn einhverskonar átök var að finna þegar rannsóknarlög- regla framkvæmdi vettvangsrann- sókn í íbúðinni. Þegar hefur verið upplýst að hinn handtekni var í sam- kvæmi í húsinu þar sem hin látna kona bjó. Ekki er enn vitað hvað vakti fyrir manninum, en Ijóst er að hann braust ekki inn í íbúðina. - ES

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.