Tíminn - 18.09.1986, Síða 5

Tíminn - 18.09.1986, Síða 5
Fimmtudagur 18. september 1986 Tíminn 5 Kólnandi sambúð - Sovétmenn þurfa að fækka í sendiliði sínu fyrir 1. október- Tilkynning Bandaríkjastjórnar fylgir í kjölfar Daniloffsmálsins VVashington - Reuter Bandaríkjastjórn skipaði í gær svo fyrir að 25 sovéskir starfsmenn sendinefndar Sovétmanna hjá Sam- einuðu þjóðunum skyldu verða á brott frá Bandaríkjunum fyrir 1. október næstkomandi. Stjórnvöld viðurkenndu þó ekki að ákvörðunin hefði verið tekin í sambandi við handtöku bandaríska blaðamanns- ins Nicholas Daniloff í Moskvu. Bernard Kalb talsmaður utanrík- isráðuneytisins í Washington sagði skipunina fylgja í kjölfar yfirlýsingar Japan: Refsiaðgerðir í undirbúningi Reaganstjórnarinnar þann 7. mars | síðastliðinn þar sem kveðið var á um að Sovétstjórnin þyrfti að fækka í sendiliði sínu hjá Sameinuðu þjóð- unum þar sem það væri of fjölmennt og margt benti til að sumir starfs- mannanna væru viðriðnir njósnir. Kalb var spurður hvort hér væri um fyrstu hefndaraðgerðina að ræða af hálfu Bandaríkjastjórnar vegna| handtöku Daniloffs og ásökum stjórnarinnar í Moskvu að hann væri| njósnari. Kalb neitaði því í fyrstu en sagði síðar að fréttamennirnir yrðu sjálfir að ráða í það mál. Embættismenn höfðu áður sagt að skipun utanríkisráðuneytisins ætti að sýna vanþóknun Bandaríkja- stjórnar á handtöku Daniloffs sem tekinn var fastur í Moskvu aðeins viku eftir að Gennady Zakharov, sovéskur starfsmaður SÞ en þó ekki meðlimur sendinefndar Sovétmanna, Handtaka bandaríska blaðamanns- ins Nicholas Daniioffs hefur svo sannarlega sett strik í reikninginn í sambúð stórveldanna. var tekinn höndum í Bandaríkjun- um grunaður um njósnir. Tokyo-Reuter Sameinuöu þjóðirnar: Kólumbus út - Leifur líka - Nú Sameinuðu þjóðirnar- Reuter Kristófer Kólumbus hefur verið til umræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðin fjögur ár en nú hefur honum endanlega verið sparkað burt af dagskrá aðalþings- ins. Það voru nokkur Ameríkuríki sem komu Kólumbus inní dagskrá SÞ þegar þau lögðu fram tillögu þess ei'nis að tekið yrði upp mál þar sem rökrætt yrði hver fundið hefði Ameríku. Sú tillaga var samþykkt. Á síðustu tíu árum hefur málið árlega verið tekið upp en engin samþykkt gerð þar scm uppi eru skiptar skoðanir um hvcr hafi í raun fundið Ameríku. Það er veröur aö spara nefnilega ekki bara Kólumbus sem kentur til greina, að sjálfsögðu kemur Leifur okkar Eiríksson inn í myndina og það gerir einnig írski dýrlingurinn Brendan svo og nokkrir aðrir minni spámenn. Umræðuefnið sjálft er ágætt en þar sem SÞ eru eins og margar aðrar alþjóðastofnanir undir þrýst- ingi að draga saman seglin hefur verið ákveðið að láta mál Kristó- fers, Leifs og Brendans niður falla. „Ameríka hefur verið fundin. Engin umræða er nauðsynleg. Mál- ið er látið niður falla", tilkynnti Humayun Rasheed Choudhury utanríkisráðherra Bangladesh og hinn nýi lorseti aðalþingsins nú í vikunni. Stjórn Japans mun á næstunni ákveða hvaða efnahagslegar refsiað- gerðir verða teknar upp gegn Suður- Afríku og verður farið mjög eftir „pakka“ þeim sem Evrópubanda- lagsríkin samþykktu nú í vikunni. Þetta var haft eftir embættismanni í japanska utanríkisráðuneytinu í gær. Naoto Amaki, stjórnandi annarr- ar Afríkudeildar ráðuneytisins, neit- aði að segja nánar til um hvenær og hvernig yrði staðið að refsiaðgerðun- unt gagnvart Suður-Afríkustjórn vegna aðskilnaðarstefnu hennar. Líklegt þykir þó að ákvörðunin um þetta efni verði gerð opinber í næstu viku. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsríkjanna samþykktu í fyrradag takmarkaðar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Þar er lagt bann við nýjum fjárfestingum í Suður-Afríku svo og innflutningi gullmyntar, járns og stáls frá landinu. Hinsvegar náðu ráðherrarnir ekki samkomulagi um að banna innflutning á kolum, helstu útflutningsvöru Suður-Afríku að undanskildum gullmálmi. „Heildarpakkinn er mikilvæg til- vísun fyrir okkur," sagði Amaki í samtali við fréttamann Reuters. Japan er annar stærsti viðskipta- aðili Suður-Afríku. Stjórnvöld í Jap- an hafa þegar lagt bann við nýjum fjárfestingum í Suður-Afríku og einn- ig bannað sölu á tölvubúnaöi til lögreglu og hers stjórnar hvíta minnihlutans. Þá hefur stjórnin einnig unnið gegn samskiptum á menningar- og íþróttasviðinu. Heimsins frægasta bjórhátíð; „Októberhátíðin“ í Múnchen í Vestur-Þýskalandi hefst þann 20. septembcr næstkomandi þegar borgarstjórinn Georg Kronawitter tappar af fyrstu bjórtunnunni af mörgum sem íbúar borgarinnar og gestir eiga eftir að tæma næstu sextán dagana. Búist er við að hundruð þúsunda gesta frá öllum heimshornum láti sjá sig á hátíðinni og vonast skipuleggjendur hennar til að veðurfar haldist gott svo gestirnir hafi ennþá meira gaman af því að sötra bjórinn úr hinum heföbundnu bjórkrúsum „Bæjara“ sem sjást hér á myndinni. Fundur í Stokkhólmi: Nordurlöndin huga að undanþágubeiðni - Verður vegabréfsáritun til Frakklands nauösynleg fyrir Norður- landabúa? - „Fylgjumst vel meö gangi mála,“ segir Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í fréttaskeyti frá fréttamanni Reu- ters í Stokkhólmi er barst í gær kom fram að embættismenn frá Svíþjóð, Finnlandi og Noregi myndu ræðast við í Stokkhólmi í dag og er tilefnið sú ákvörðun franskra stjórnvalda að krefjast vegabréfsáritunar fyrir alla útlendinga er búa utan Evrópu- bandalagsríkjanna og Sviss. Rætt verður um hugsanlegar sameiginleg- ar aðgerðir gagnvart áritunarskyld- unni. Tíminn hafði í þessu tilefni sam- band við Þorstein Geirsson ráðu- neytisstjóra í Dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu og sagði hann að íslend- ingum hefði verið sent boð um þennan fund er hefst í fyrramálið. Ekki er þó víst að af íslenskri þátttöku verði þar sem sendiráðs- starfsmenn í Svfþjóð eru önnun kafnir, þó er möguleiki á að fulltrúi frá ráðuneytinu sem nú er í Noregi bregði sér yfir iandamærin á fund þennan. Þorsteinn taldi það ekki skipta sköpum hvort íslenskur embættis- maður yrði á fundi þessum eður ei en bjóst við að íslensk stjórnvöld myndu fylgjast vel með gangi mála og sameinast hinum Norðurlöndun- um þremur í ákvörðunartöku í þessu máli. Stjórnvöld norrænu ríkjanna hafa gagnrýnt ákvörðun frönsku stjórnar- innar og líklegt þykir að löndin fari fram á undanþágu frá vegabréfs- skyldunni. Franska stjórnin setti regluna um vegabréfsáritun á til að vemda landið fyrir hryðjuverkamönn- um og er ákvörðunin bein afleiðing sprengjutilræðanna í París að undanförnu. Sten Andersson utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði í gær að ákvörðun Frakklandsstjórnar hefði neikvæð áhrif á samskipti ríkjanna og efaðist um að áritunarskyldan gerði nokk- uð gagn í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum. coopecr Síur í flestar vélar á góðu verði WÍpM ewMysmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 T10 Rvk. Pósthólf 10180 París springur París - Rcutcr Sprengja sprakk í verslun í mið- hluta Parísarborgar í gær og virðist ekkert lát ætla að verða á öldu hryðjuverka sem nú gengur yfir í París. í gærkvöldi höfðu fimm manns látið lífið af völdunt sprcng- ingarinnar og rúmlcga sextíu aðrir slasast, sumir hverjir mjög alvar- lega. Sprcngingin varð í liinu fjölfarna vcrslunarhverfi Montparnasse og var hún sú fimmta í röð hryðju- vcrka undanfarinna tíu daga. Alls hal'a átta manns látið lífið í spreng- ingum þessum. Verslunin þar sem sprengingin varð er vinsæl mcðái arabískra innflytjcnda í París. Rúmlcga 160 manns hafa slasast í sprcngingum þessum en það er hópur arabískra skæruliða sem lýst hefur spreng- ingunum á hendur sér. Lekur blokkin? Er heddið sprungið? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Eigum oft skiftihedd í ýmsar gerðir véla og bifreiða. Sjóðum og plönum pústgreinar. Viðhald og viðgerðir á Iðnaðarvélum Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34 Sími 84110

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.