Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.09.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- ■s Kvóti til frystihúsanna? Fisksölumál okkar íslendinga hafa verið töluvert til umræðu nú undanfarið, ekki síst vegna þess að eins og mál standa í dag telja margir að útflutningur gámafisks sé hagkvæmari en vinnsla hans fyrir Bandaríkjamarkað. Hins vegar hefur verið á það bent að af þessu geti stafað sú hætta að við glötum þeim viðskiptasamböndum, sem við eigum á Bandaríkjamarkaði og hafa skilað okkur góðum tekjum á liðnum árum. Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri sölufyrirtækis- ins Iceland Seafood í Bandaríkjunum ræddi þessi mál nokkuð í viðtali við Tímann s.l. föstudag. Hann gerði þar fyrst grein fyrir þeim hækkunum, sem orðið hafa á íslenskum fiski þar vestra, og sagði síðan: „Það er afar mikilvægt að á næstu vikum og mánuðum nýti menn sér þennan meðbyr, þannig að hægt sé að sinna föstum og traustum gömlum viðskiptasambönd- um. Ef þau rofna þá gæti það tekið okkur langan tíma að byggja slíkt upp aftur, og það er allsendis óvíst að hægt verði að hlaupa aftur inn á markaðinn þegar aðstæður breytast. Ef okkur tekst að komast í gegnum næsta misseri eða svo með samstilltu átaki í sölu og framleiðslu þá ætti framtíðin að vera björt. Fiskneysla er nú að aukast í Bandaríkjunum, en hún er þó enn mjög lítil miðað við flest ríki Vestur-Evrópu. Hins vegar er kaupgeta mikil, og almenningur í Bandaríkjunum gerist nú æ meira meðvitandi um heilsu sína. Ef rétt er á spilunum haldið getur fiskur orðið mun mikilvægari hluti af neyslumynstri hins almenna Banda- ríkjamanns en nú er. Þetta kemur þó ekki til með að hafast með því að stökkva inn og út af þessum markaði. Við verðum að halda áfram að sýna þá festu og þann áreiðanleika í þessum viðskiptum sem við höfum sýnt á síðustu áratugum.“ Fað vakti töluverða athygli fyrr á þessu ári þegar framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hreyfði þeirri hugmynd að úthluta ætti einhverjum hluta fiskveiðikvótans til frystihúsanna, en ekki til fiskiskip- anna líkt og nú er gert. Nú hafa hins vegar borist þær fréttir að sama hugmynd hafi komið upp á borðið á fundi Félags Sambandsfiskframleiðenda á Hornafirði nú fyrir síðustu helgi. í viðtali við Tímann í fyrradag útskýrði Árni Ben- ediktsson framkvæmdastjóri Félags Sambandsfisk- framleiðenda þetta á þann veg að það væri afskaplega erfitt mál þegar einhverjir allt aðrir aðilar en frystihúsin réðu því að þau gætu ekki sinnt mörkuðum sem búið sé að berjast fyrir að ná í mörg ár og áratugi, og hefðu verið bestu markaðir Islendinga, jafnvel þó að þeir væru ekki þeir allra hagstæðustu í dag vegna gengisþróunar. Með öðrum orðum þá virðist það vera hér á ferðinni að frystihúsamenn hafi orðið áhyggjur út af Bandaríkja- markaði vegna of mikils útflutnings á gámafiski til Evrópulanda. Og það er vissulega alvarlegt mál ef íslenskur frystiiðnaður þarf að glata viðskiptasambönd- um sínum þar vestra vegna tímabundinna gengis- sveiflna. Eins og Eysteinn Helgason orðar það er ekki hægt að stökkva inn og út af þessum markaði. En hér stangast hagsmunir á, og úr því máli þarf að leysa. Vonandi tekst það í sátt og samlyndi, og án þess að grípa þurfi til harðra aðgerða. Fimmtudagur 18. september 1986 GARRI lllilll lllllllllllllllllli Hagfræðingur Vinnuveitcnda- sambandsins, Vilhjálmur Egilsson er hátt skrifaður hjá sínum stuðn- ingsmönnum. I nýútkomnum Verslunartíðind- um er vitnað til ræðu sem hann flutti á fundi Kaupmannasamtak- anna á Húsavík snemma í sumar. Hrifningin yfir orðum hagfræð- ingsins leynir sér ekki og er hann ýmist titlaður doktor eða séra í grcininni. Minna má nú gagn gera. En hvað um það, Vilhjálmur sá sér færi á að jagast út í samvinnuhreyf- inguna á þessum fundi, enda lík- lega fáir stuðningsmenn hennar þar í málsvari. „Samvinnuhreyfingin stendur núna á tímamótum, hún valsar ekki lengur með ódýrt fjármagn. Hún er líka orðin stofnanakennt bákn. Þessi hreyfing hefur haft vissa aðstöðu, en hjá henni ráða ÝMIS SJÓNARMIÐ ÖNNVR EN ARÐSEMIN," sagði Vil- hjálmur m.a. (Leturbreyting Garra). Þarna hitti hagfræðingurinn og frambjóðandi frjálshyggjumann- anna naglann kórrétt á hausinn. Hjá samvinnuhreyfingunni er og hefur verið tekið tillit til annarra þátta en einungis peningasjónar- miðsins. Það hefur líka vcrið styrk- ur hreyfingarinnar alla tíð. Samvinnuhrcyfingin var stofnuð með það að markmiði að sinna margháttuðum þörfum fólksins en ekki cinungis að græða peninga eins og frjálshyggjumönnum er tamt að hugsa mikið um. Þeir virðast ekki geta skilið að samvinnufélögin eru í eigu fólksins en ekki einstakra manna og að það er fólkið sem ræður því hvcrnig viðkomandi kaupfélag hagar starf- semi sinni. Samvinnuhreyfingin hefur ávallt sr r \ 4 zl > - Llj n • 0 ri i í TI o O i ð & i Boðberi frjálshyggjunnar. farið fyrir brjóstið á einstaklings- hyggjumönnum enda er hún eini aðilinn í þessu landi sem gctur staðið gegn óheftri auðsöfnun þeirra manna. En hagfræðingurinn heldur áfram: „Ef íhaldið færi með stjórn svona fyrirtxkis mundu viðskipta- sjónarmið fá að ráða, fyrirtækið væri meira straumlínulagað." Það verður að segjast Vilhjálmi til hróss að fram yfir marga hans líka að hreinskilinn er hann. íhaldið myndi vissulega vilja láta peningasjónarmiðin ráða meiru en nú er gert og eflaust vildu þeir ekki að almenningur sem þó stendur að baki hreyfingarinnar fengi að ráða nokkru um hvernig stjórnað væri eða hvemig arði væri ráðstafað. Hitt er rétt að benda á að samvinnuhreyfingin er ekki fyrir- tæki heldur félagsskapur fólks sem kýs að standa að henni. Samvinnumenn standi saman Vilhjálmur Egilsson stcfnir nú á Alþingi og líkur á því að hann nái kjöri eru ekki minni en annarra frambjóðenda frjálshyggjumanna í Reykjavík. Það má samvinnumönnum hvar svo sem þeir búa vera Ijóst að hann mun ekki gerast mátsvari þeirra frekar en aðrir úr röðum einstakl- ingshyggjumanna. Hart er nú sótt að samvinnu- hreyfingunni og nauðsynlegt að samvinnufólk standi saman og verji þann félagsskap scm það byggir afkomu sína á. Garri VÍTT OG BREITT Að styrkja stöðu bókarinnar Þær fréttir voru að berast að stofnað hefði vcrið nýtt félag, Bókasamband íslands. Þetta er landssamband, og aðild að því eiga nokkur félög sem vinna að því að gæta hagsmuna þeirra sem á ein- hvern hátt tengjast bókaútgáfu. Þar í hópi eru höfundar, bókaút- gefendur, bókagerðarmenn, bóka- verslanir, gagnrýnendur og bóka- verðir. Yfirlýst markmið þessara samtaka er að því er segir í blaða- fréttum að styrkja stöðu bóka með ýmsu móti í íslensku menningarlífi og stuðla að auknum bóklestri landsmanna. Ekki er neitt nema allt gott um það að segja að menn stofni félög til að vinna að góðum málefnum og framgangi þeirra. Allir ættu að geta verið á einu máli um að bókaútgáfa og bóklestur séu af liinu góða og megi gjarnan halda áfram og jafnvel aukast frá því sem nú er. Við íslendingar höfum lengi leyft okkur að vera heldur góðir með okkur sem bókaþjóð og bók- menntaþjóð, og sannleikurinn er líka sá, sé af raunsæi litið á málin, að við höfum töluvert fyrir okkur í því efni. Það er ekki aðeins að forfeður okkar á tólftu og þrettándu öld hafi samið skáldverk sem eiga öruggt sæti meðal sígildra verka heims- bókmenntanna. Á þrengingatím- um þjóðarinnar á einokunartíman- um var það bókmenningin sem trúlega hélt líftórunni í íslensku þjóðerni og varnaði því að við yrðum danskur útkjálki. Og enn þann dag í dag er bókmenntasköp- un okkar lífleg og stendur jafnvel í öllu meiri blóma en gerist með flestum öðrum þjóðum sem við berum okkur saman við. En hitt er annað mál að bók og bók getur vcrið tvennt ólíkt. Bæk- ur eru til bæði afburðagóðar, af- spyrnuvondar og allt þar á milli. Ef fyrst er litið á fagurbókmennt- ir þá má segja að sköpun þeirra standi með töluvert miklum blóma nú um stundir. Við eigum allmarga mjög góða skáldsagnahöfunda og þar á bæ hefur mikið merkilegt átt sér stað síðustu árin. Ljóðagerðin hefur verið í meiri lægð, en hún er þó að rísa upp aftur, og í henni kæmi ekki á óvart þótt merkilegir hlutir ættu eftir að koma fram á næstu árum. Eitt af því sem bóka- samband íslands mætti gjarnan gera er að reyna að finna ráð til að auka áhuga almennings á ljóðum. og þar með að fá fólk til að kaupa meira af ljóðabókum. Þær eru margar hverjar vel þess virði. Aftur á móti hefur verið deyfð hér yfir samningu og útgáfu bóka fyrir almenning um sérfræðileg efni, og þá fyrst og fremst bóka sem taka á aðkallandi viðfangsefn- um í þjóðfélaginu, ræða þau og benda á lausnir. Á því sviði mætti Bókasambandið einnig gjarnan láta til sín taka. Og svo er það söluskatturinn. Fyrir venjulegt launafólk hér á landi eru bækur dýrar í dag, og það þótt ýmis forlög hafi sýnt þarft ixamtak í því að lækka verðið með kiljuútgáfum. En það nær ekki nokkurri átt að ríkið skattleggi menningarstarfsemi, sem eðli sínu samkvæmt skapar lítinn gróða, með því að taka til sín nálægt fjórðungi af útsöluverðinu. Vita- ‘skuld þarf ríkið tekjur, en þessi skattlagning er samt sem áður allt of há. Þar er orðið svipað ástand og var í bílunum fyrir tollalækkun- ina í vor. Og þessu þarf að breyta hið snarasta. —esig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.