Tíminn - 19.09.1986, Page 2

Tíminn - 19.09.1986, Page 2
2 Tíminn Föstudagur 19. september 1986 GÓÐÆRIÐ: Þorsteinn Pálsson, fjármálaráöherra: Séraðgerðirtil launajöfnunar ekki fyrirhugaðar hjá ríkinu „Höfum jafnaö kjörin gegnum skatta- og tryggingakerfið. Ríkiö skiptir sér ekki af kjarasamningum" „Það cru fyrst og fremst tvær leiðir til að jafna kjör manna í þjóðfélaginu, annars vcgar beint í kjarasamningum og Itins vegar með skattaaðgerðum og trygginga- bótum. Með því móti fer auðvitað fram mikil tekjujöfnun í þjóðfélag- inu. Að því hvað kjarasantningana varðar tel ég ekki að ríkisvaldið eigi að hlutast til um launabil í kjarasamningum. Nú í gegnum skatta- og tryggingakerfiö erum við viðvarandi að jafna kjör manna," sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, þegar Tíminn innti hann eftir því hvort ríkis- stjórnin nrundi grípa tækifærið nú í góðærinu og jafna laun stétta í þjóðfélaginu. Sagöi Þorsteinn að rnjög miklar leiðréttingar hefðu vcrið gcrðar í trygginga- og skattamálum á undanförnum árum og tiltók hann stórauknar barnabætur og barna- bótaviðaúka. Um það hvort ríkis- stjórnin muni bcita scr sérstaklega aö launajöfnun meðal ríkisstarfs- manna, sagði Þorsteinn að þcir, eins og aðrir gerðu náttúrlega kröfur um iaunamismun og niður- stöður yrðu að ráðast í kjarasamn- ingum. -phh. Sigfinnur Karlsson í Neskaupstaö: Get hugsað mér að fjórðungssam- böndin semji sér Þórður Ólafsson í Þorlákshöfn: Skattakerfið eina leiðin til að minnka launabilið „Ég sé ekki að það sé hægt að minnka launabilið nema þá í gcgn um skattakerfið. Það er marg búið að sýna sig að það gengur ekki í gegn um kjarasamninga. Við vitunr bara af reynslunni, að ef citthvað á að laga sérstaklega fyrir þá sem hafa 20 þús. krónur þá verða þcir sem hafa eitthvað mcira snarvitlausir cf þeir fá ekki hlutfallslega sömu hækkun. Jafnvel þótt forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar reyndu að semja unt einhverja launajöfnun þá tekur fólk það aldrci í mál,“ sagði Þórður Ólafsson, form. verkalýðsfélagsins í Þórlákshöfn, spurður hvort hann sæi einhver ráð lil að bæta kjör þeirra lægst launuðu umfram aðra. En hvernig telur Þórður eiga að standa að komandi kjarasamningum -samflot eða að hver semji fyrirsig? „Það getur sjálfsagt verið ágætt fyrir þá sem eru í þjónustugreinun- um að hver semji fyrir sig. Stað- reyndin er, að t.d. fyrir þjónustu- greinarnar í Rcykjavík sem flytja inn og selja vörur sínar og þjónustu til framleiðslufyrirtækjanna er engin vandi að semja um kauphækkun við sitt fólk. Þeir bara hækka verðið hjá sér, sem svo aftur lendir á þeim greinum sem verða að byggja á því sem erlendi markaðurinn gefur þeim fyrir framleiðsluna. Fyrir fólkið í framleiðslugreinun- um held ég hins vegar að yrði erfitt að semja að öllu óbreyttu. Ef þær fengju ltins vcgar sjálfar að ráðstafa þeim gjaldeyri sem þær framleiða fyrir, þá mundi dæmið auðvitað snúast við. Að félögin eigi að fara að semja við einstaka atvinnurekendur lfst mér illa á. Maður gæti kannski náð góðum samningum við lítil fyrirtæki, sem starfa bara blómatímann úr árinu - en aftur gæti það gengið erfiðlega við fyrirtæki sem reyna að halda starfseminni gangandi allt árið og sjá fólki fyrir samfelldri vinnu," sagði Þórður. Raunar kvaðst hann telja að ef einhvern tímann hcfði verið brýnt að hafa samflot, pá sé það í næstu samningum. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að síðustu samning- ar hefðu átt að vera grunnur til að byggja á og að það sem aðallega ætti að gera í þeim samningum sem framundan eru væri að færa kaup- taxtana í raunverulegt horf, þ.e. þau laun sem víða eru borguð í raun og veru, og síðan lyfta þeim sem ekki hafa neinar yfirborganir eða annað til samræmis. Þetta hefst ekki nema með samfloti. Enda skil ég ekki til hvers er verið að leggja fjármagn og fyrirhöfn í umfangsmikla launa- könnun ef ekkert á síðan að gera við niðurstöðurnar. Það er líka stór þáttur í gerð allra kjarasamninga hvernig gengið er frá kauptryggingu, ýmsu í sambandi við skattakerfið og fleira, sem hvert félag ræður ekki við að taka upp. Fyrir mig kom þetta tal um að hver semji fyrir sig eins og þruma úr heiðskíru lofti, og ég er hræddur um að allt fari í tóma vitleysu ef samn- ingarnir eiga að vera á hendi ein- stakra félaga. En kannski er þetta alþingiskosningaskjálfti í mönnum - ;að cinhverja klæi í að gera kosn- ingasamninga," sagði Þórður Ólafs- son. -HEI „Það spor sem nú er verið að stíga í sambandi við fiskverkunar- fólkið - fastráðning og námskeið sem geta gefið fólki 2ja til 3ja launaflokka hækkun er spor í þessa átt þó ekki sé það stórt. Og þarna er um að ræða kauphækkun sem ekki fer út í þjóðfélagið og hefur mikið að segja þessvegna. En það er þetta fólk sem fyrst og fremst þarf að ltuga að. Hins vegar eru stórir hópar fólks sem hafa miklu, miklu betri laun, að knýja á og þeir fá alltaf eitthvað - og þá breikkar bara bilið milli þeirra og hinna sent alltaf sitja eftir á botninum," sagði Sigfinnur Karlsson, form. Alþýðu- sambands Austurlands, spurður hvaða ráð hann tcidi vænlegust til að minnka launabilið í landinu, sem ýmsir telja að hafi farið vax- andi að undanförnu. „Ég tel að það standi fyrst og fremst á stjórnmálamönnunum. í sjávarplássunum - sem ég tel núm- er eitt - sé ég ekki annað ráð en að þeir hlúi svo að frystingunni á Halldór Ásgrímsson: La IU inaj öfn um ier kefi ii a ðil la 1 vii inu mai ka ðari ns „Ríkisstjórnin hcfur haft þá al- mennu stefnu að það sé viðfangs- efni aðila vinnumarkaöarins að fást við launamál í landinu og ég á von á þvi að svo vcrði áfram, sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra, sem jafnframt gegnir embætti forsætisráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar, þegar hann var spurður um hvort ríkis- stjórnin væri mcð einhverjar að- gerðir á prjónunum sem stuðluöu að því að þær auknu atvinnutekjur sem fyrirsjáanlegt er að skapist á þessu ári dreiföust sem jafnast á launþega. Aðspurður hvort aðgerðir í skattamálum væru hugsanlegar sagði Halldór að búið væri að lækka þá skatta scm hægt væri að lækka og litlir skattar væru nú á lágum launum. „Ég held því að crfitt sé að jafna út tekjur með þeirri leið nema þá með hærri sköttum á hátekjufólk og síðan meiri barnabótum eða öðrum slík- um jöfnunaraðgerðum til þcirra scnt minna mega sín," sagði Halldór. Hann sagði ennfremurað ekki hefði verið sérstaklega rætt um leiðir af þessu tagi og undir- strikaði að launamál væru við- fangsefni aðila vinnumarkaðarins fyrst og fremst. -BG eínhvern hátt að fiskvinnslufyrir- tækin geti borgað fólkinu sínu betri laun. Þau laun sem það hefur í dag eru ekki nærri því samboðin fyrir alla þá vinnu sem það leggur af mörkum. Þó hægt sé að bcnda á að nokkrar „bónusdrottningar" hafi allgóðar tekjur, þá er þar bæði um minnihlutann að ræða og fyrir alveg óeðlilega mikið streð sem þær leggja á sig." Nóg af gamla fjarðakrytnum Spurður hvað honum fyndist um hugmyndina að verkalýðsfélögin semji hvert fyrir sig sagði Sigfinn- ur: „Mér líst ekki á það. Hins vegar get ég vel ímyndað mér að samn- ingum yrði hagað þannig, að þurfi eitthvað að semja við ríkisstjórn- ina, eins og verið hefur í síðustu samningum, þá verði það gert sameiginlega, en síðan ntyndu fjórðungssamböndin eða kannski landssamböndin sentja sér. En mér líst ekkert á að taka aftur upp gamla mátann þegar hver sat í sínum krók og rcyndi að semja um 1 krónu meira en hinir. Því mundi fylgja sami fjarðakrytur- inn milli staða og þá var, sem inenn fcngu nóg af þó hann verði ekki endurvakinn." Örugglega skiptar skoðanir Hvað snerti algert samflot sagði Sigfinnur það rétta forrnið ef halda mætti sömu stefnunni og í síðustu samningum með því fororði að lyfta lægst launuðu hópunum eitthvað umfram aðra. „Hins vegar hafa menn örugglega rhjög skiptar skoðanir í því efni. Því allir sem hala verið að reyna að senrja sig út úr þeim samningum síðan með hærra kaupi. þeir hafa auðvitað verið að brjóta það samkomulag að sumu leyti. Og það eru stórir hópar sem hafa gert það - hérna hjá mér líka," sagði Sigfinnur. -HEI Pétur Sigurðsson, form. Alþýðusambands Vestfjarða: „Ég er á þveröfugri skoðunvið Ásmund“ Samflot nú lífsspursmál vegna síðustu samninga „Eina leiðin til að jafna laun í landinu er gegnum launaumslögin. Aðrar óbeinar leiðir, t.d. niður- greiðslur á daglegum nauðsynjum koma óhjákvæmilcga öllum til góða þannig að launabilið minnkar ekkert. Að vísu er til langsótt leið gegn um skattkerfið, en tekjuskatt- inn teljum við frekar að eigi að afnema heldur en hitt. Ráðið er því aðeins eitt, þ.e. samstaða innan allra launþegasamtakanna. Sú samstaða um launajöfnun hefur bara aldrei verið fyrir hendi nema í orði - ekki á borði. Þótt menn hafi jafnvel tárfellt í ræðustól, yfir nauðsyn launajöfnunar hefur allt annað verið uppi á teningnum hjá þeim þegar þeir koma að samningaborðinu og eitthvað hefur átt að gera í málinu í alvöru.“ Þctta sagði Pétur Sigurðsson, form. Alþýðusambands Vestfjarða, spurður hvaða leiðir hann sjái helst- ar til að auka launajöfnuð i' landinu. En margir telja að 8% kaupmáttar- aukning í ár skili sér ansi misjafnlega milli hinna einstöku launþegahópa. 100 þús. launasamninga „Það er því númer eitt - ef við erum að tala um launajöfnun - þá verður það að gerast innan verka- lýðshreyfingarinnar, og þá nreð því að hún sé sameinuð. Þó við hér höfum sjaldan verið talsmenn að algjöru samfloti, þá tel ég það nú algjört lífsspursmál vegna síðustu samninga. Ég er því á þveröfugri skoðun við Ásmund núna. Hann segir að nú eigi hver að semja fyrir sig - helst við hvern vinnuveitanda fyrir sig - þannig að við eigum að gera 100 þús. launasamninga í land- inu. Samflot lífsspursmál Ég álít aftur á móti, að aldrei sé meiri þörf á því en núna, að öll launþegasamtökin eins og þau leggja sig auki við þá möguleika launafólks sem fengust í síðustu kjarasamning- um - sem beinlínis voru gerðir með það fyrir augum að ekki væri um skammtímasamning að ræða, heldur að hægt væri að prjóna við hann á næstu árum, þannig að hann skilaði launafólki einhverju öruggu. Þeir voru gerðir eins og þeir voru gerðir - með ýmsum annmörkum - vegna þeirrar vonar sem menn eygðu í þá átt, að næsta skrefið yrðu rauntaxtar - þ.e. að þeir taxtar sem yrðu við lýði nú eftir næstu samninga inni- héldu m.a. allar yfirborganir, sem skiluðu sér þá til allra launþega. Launajöfnunin gerist auðvitað ekki öðruvísi en svona. En svo skilst manni að hugmyndir séu uppi, t.d. hjá forseta Alþýðusambandsins, að hlaupa frá þessu. Ekkert eftirlit Við skulum líka athuga það, að þessar yfirborganir ganga ekki nema í þjónustugreinunum, þ.e. í þeim greinum sem ekki þurfa að spyrja kóng eða prest að því á hvað þær eigi að selja sína vinnu. Og þar er ekkert eftirlit - þar veður frjálshyggjan uppi. Og meðan slíkt viðgengst, þá hlaupa þeir auðvitað alltaf á undan. Þó einhver samstaða næðist núna um hækkun lægstu launanna í átt að hinum hærri - þá koma þessir til með að hlaupa á undan á harðaspretti upp launastigann vegna þess að ekkert er efst í stiganum til að hindra það,“ sagði Pétur. Þá hrapar húsið „Já, ég er ákaflega svartsýnn á að það takist að jafna launin nú fremur en endranær - og það tekst aldrei með þeirri aðferð að hver semji fyrir sig. Verði ekki algert samflot er ég hræddur um að nákvæmlega það sama endurtaki sigoggerðist haustið 1984, þegar við áttum að standa við þá samninga sem gerðir voru í febrúar og fara fram á leiðréttingu, sem hefði þýtt um 7% kauphækkun. Þess í stað voru gerðir samningar á allt öðrum nótum með 25% kaup- hækkun og síðan svipaða eða enn meiri gengisfellingu eftir viku. Ná- kvæmlega það sama gerist núna ef menn hlaupa frá hálf unnu verki - þá hrapar húsið sem þeir voru að byggja. Á stig Suður-Ameríkuríkja Við höfum að vísu aðra leið - að láta þetta allt bara gossa. Nú semji bara hver fyrir sig um 10%, 20%, 30%, 40%, eða 50% kauphækkun, eftir því hvaða styrk hvert félag, eða jafnvel hver einstaklingur hefur, og endar með því að verkalýðshreyfing- in verður ekki til eftir nokkur ár og við komin á stig Suður-Ameríku- ríkja,“ sagði Pétur. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.