Tíminn - 20.09.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.09.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur20.september1986 Tíminn 5 Jón Páll Sigmarsson og Hjalti „Úrsus“ Árnason gera garðinn frægan í Kanada: SKJRUÐU MED YFIRBURDUM Á ALÞJÓÐLEGU KRAFTAMÓTI Erum við Islendingar sterkasta þjóð í heimi? Jón Páll með heimsmet íslendingar eru stérkasta þjóð heims. Þetta hefur lengi blundað í vitund okkar, og Jón Páll Signtars- son sterkasti maður heims hefur heldur betur dregið þessa fullyrð- ingu fram úr íslendingasögunum og dustað af henni rykið. Einhverjum kann sjálfsagt að finnast að fullmikið sé sagt með því að titla íslendinga sterkustu þjóð heims. Ekki lengur. Jón Páll og kraftajötuninn Hjalti „Úrsús" Árnason unnu titilinn fyrir íslands hönd á móti sem fram fór í Kanada fyrir rúmri viku. Léttur sigur íslands Hin furðu góðu eintök af fornum víkingaættum þeir Hjalti og Jón Páll rammi sigruðu auðveldlega í keppn- inni. Fimm liðum var boðin þátttaka í keppninni. Lið Bandaríkjamanna, sem Jón Páll segir að séu alhliða máttlausir. enda var liðið neðst í keppninni þrátt fyrir að skarta ein- hverjum mestu kraftlyftingamönn- um heinis. Stóra-Bretland hafði ekki erindi sem erfiði í keppninni. Var Geoff Capes ekki með Bretum? „Nei hann tekur ekki þátt í þess- um mótum. Hann sér til þess að hvert sinn þegar keppt er í þessum greinum, þá er hann búinn að setja upp eitthvert smámót heima hjá sér. Ætli hann þori,“ segir Jón Páll. Hjalti „Úrsus“ kunni vel við þessi orð Jóns Páls og tekur undir þau. Tvö lið mættu til leiks frá Kanada. Annað frönsku mælandi og hitt ensku mælandi. Hvort tveggja sterk lið. Áður en fulltrúar Kanada voru valdir voru haldin ein tíu úrtökumót til þess ð velja hina hæfustu kepp- endur úr. Rocky smápeð Rocky boxari er smápeð miðað við þá karla sem þátt tóku í mótinu vestra. Þó var vitnað til hans í setningarathöfninni, sem var gífur- lega rafmögnuð. Þegar keppendur gengu inn í íþróttahöllina þar sem keppnin fór fram var reykjarhula eftir öllu gólfinu og drynjandi Rocky lög ætluðu allt að-æra. En öskur keppenda voru ekki síður ærandi þegar lcið á aflraunirnar. Keppt var í fjórum greinum. Steinakasti, þar sem 25 kílóa ferköntuðum steini var kastað úr kyrrstöðu. Okkar víking- um gekk ágætlega í þessari grein. Jón Páll rammi varð í öðru sæti með 7,57 metra. „Úrsusinn” varð fjórði með 6,97. Sigurvegarinn varð Tom Magee frá Kanada en hann kastaði rétt rúma átta metra. Önnur kcppnisgreinin var hné- beygjulyfta. Ekki eins og sú sem framkvæmd er í kraftlyftingum, heldur þurftu menn að lyfta þyngd- inni um þrjár tomrnur. „Úrsusinn" varð í þriðja sæti með 900 kíló. en tveir keppcndur lyftu 925 kílóum. Jóni Páli gekk ekki sem skyldi í þessari grein. cnda átti hann við meiðsli að stríða í fæti. Hann lyfti þó 650 kílóum og varð áttundi. „Ég fór meiddur út, var tognaður í hamstri vinstra megin. þannig að ég gat ekkert í þessari grein.“ sagði Jón Páll. Hjalti átti heimsmetið í þessari grein þar til á mótinu núna, að það var bætt um 25 kíló. Heimsmet Hjalta var 900 kíló. Heimsmet Jóns Páls Jón Páll varstjarna þriðju greinar. Hann setti heimsmet í hjólböru- akstri. Lyfti hjólbörum með 1,5 tonnum í og fór með þær rúma þrjá metra. Skömmu áður hafði hann íarið með 1.4 tonn fimm metra. „Skríllinn trylltist og heimtaði heimsmet. Til þess að tryggja það endanlega ákvað ég að fara í þrjú þúsund pund. Það tókst, enda var ég búinn að lofa mótshaldaranum þessu,“ sagði Jón Páll. „Handleggirnir voru að slitna af“ Það var ekki átakalaust sem Hjalti „Úrsús“ heldur á bikarnum sem vcittur var fyrir besta sameig- inlegan árangur á mút- inu. Jón Páll fékk bikar fyrir heimsmetið í hjól- böruakstri. Báðir bik- ararnir unnust til eign- ar. Þcir f'élagar geta að vonum brosað, eftir að hafa sigrað andstæð- inga sína mcð nokkrum yfirburðum. Tímumynd Pjctur Jón Páll hefur ekki ver- ið að ýkja þcgar liann sagði að litlu hefði mátt muna að handleggirnir slitnuðu af. Eins og myndin ber með sér er hann marinn heil'tar- lega. „Grcipin gaf sig ekki en handleggirnir voru nærri slitnaðir af,“ sagði Jón Páll. Þessi meiðsli fékk Jón þegar hann var að setja heimsmetið í hjólböru- akstrinum, fór með citt og hálft tonn. Tímamynd Pjetur heimsmetið varð að vcrulcika. Jón Páll sagði í samtali við Tímann að handleggirnir hefðu nærri slitnað af sér. Mynd á síðunni sýnir hvernig Jón er útlcikinn eftir átökin. „Greip- in gaf sig ekki en það var engu líkara en að handleggirnir væru að slitna frá skrokknum,” sagði Jón. Stingur í læri, síðustu metrana Fjórða og síðasta greinin sem kcppt var í á mótinu var spretthlaup með 200 punda poka á bakinu. Jón Páll lenti í öðru sæti í þeirri grein. Hann hljóp 200 metra mcð hundrað kílóin á bakinu á 45 sekúndum og36 sekúndubrotum, eða sex hundraðs- hlutum á eftir sigurvegaranum Tom Magee. 1 þessu hlaupi réðust einnig úrslitin. hveryrði stigahæsti einstak- lingurinn á mótinu. „Á síöustu metr- unum fann ég fyrir sting í læri og varð að draga úr hraðanum. Eftir á sá ég að þaö hafði kostaö mig sigurinn sem cinstaklingur á mót- inu,“ sagði Jón Páll. í öðru sæti í fyrra Þetta er annaö áriö sem þeir félagar taka þátt í „Dcfi mark tcn“ mótinu. í fyrra urðu þeir í öðru sæti, þremur stigum á el'tir sigurvegurun- urn. Nú aftur á móti sigruðu þcir með nokkrum yfirburðum. ísland fékk alls 86,5 stig, lið Ouebec 69,5 stig, liö Stóra Brctlands mcö 67,5 stig, liö Kanada mcð 66,5 stig og Bandaríkjamcnn ráku lestina meö 33 stig. Þeir félagar Hjalti og Jón Páll voru sammála um að eina þjóðin sem hefði vantað væri Rússar. Sjónvarpsréttur fyrir 50 cent „Ég kcypti sjónvarpsréttinn fyrir 50 ecnt, af mótinu áður en ég kom heim,“ stigði Jón Páll. Það ætti því ekkert að vera til fyrirstöðu fyrir íslcnska sjónvarpið, cða Stöö 2 aö veröa sér úti um réttinn til sýninga á mynd Irá mótinu, þar sem íslcnd- ingarnirtvcir voru íaðalhlutvcrkum. Athygli fjölmiöla úti var mjög mikil. Sjónvarpsvélar hvert sem keppendur sncru sérog allar aflraun- ir myndaöar frá hinum ýmsu sjónar- hornum. Þeirtvímenningarnorrænu gengu undir nafninu „Madness-team“, og sagði Hjalti „Úrsus það vera arflcifð frá mótinu í fyrra þegar þeir félagar tóku í fyrsta skipti þátt í þcssum keppnisgrcinum og hrein- lega gengu bcrscrksgang. Sterkasti maður heims „World strongcst man“ keppnin verður haldin eftir tvo rnánuði. Þrátt fyrir mciðsli er Jón Páll farinn aðæfa fyrir titilvörnina. „Úrsusinn" mun fara með sem sérlegur aðstoðarntað- ur. „Ef Nonni mciðist þá gríp ég kannski í cinhverjar greinar," sagði Hjalti og glotti. -ES Ekki eru allar ferðir til fjár en ferd í Fjörðinn borgar sig! Clæsilegustu gólfteppin, flísarnar, parketiö og hreinlætistækin færöu hjá okkur á viðráöanlegum greiöslukjörum. Og þú ferð ánægður heim. Útborgun 20%. Eftirstöðvar í allt að 9 mánuði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.