Tíminn - 20.09.1986, Blaðsíða 13
Tíminn 13
Laugardagur 20. september 1986
VIÐSKIPTALÍFIÐ
ílllllll
SPÆNSKA AMERIKA
Krcppa áþekk heimskreppu
fjórða áratugarins ríkir nú í rómönsku
Ameríku. Svo segir í nýlegri skýrslu
frá Inter-American Development
Bank í Washington um efnahag
hinna 25 landa hennar. Þótt útfluttar
vörur þeirra hafi stórlega vaxið að
magni frá 1980, hafa þær fallið svo í
verði, (nema helst kaffi), að verð-
mæti þeirra hefur orðið litlu meira
en áður. Segir það til sín. Á þessum
síðustu fimm árum hefur framleiðsla
þeirra samtals vaxið um 3,9% að
meðaltali, en á undanfarandi tveim-
ur áratugum, 1960-1980, jókst fram-
leiðsla þeirra hins vegar hröðum
skrefum eða um 5,7% á ári.
Fólksfjölgun í rómönsku Amer-
íku er ör. Afleiðingin er sú, að í
henni allri hefur framleiðsla á íhúa
að meðaltali dregist saman um nær
8% á íbúa, en misjafnlega mikið
eftir löndum, - í 14 löndum um 10%
og í 7 löndum, á meðal þerra
Argentína og Venezúela, um 15%.
Erlendar skuldir rómönsku Amer-
íku, um $ 380 milljarðar, síga þess
vegna í, en vextir og afborganir af
þeim nema um $ 25 milljörðum á ári.
Heimsins stærsti banki
Banki sá í Tókýó, sem nú er hinn
stærsti í heimi, var myndaður 1971
við samruna Dai-Ichi-Banka, og
Kangyo-banka, sem urðu að Dai-
Ichi Kangyo-banka. í Japan hefur
bankinn 360 útibú. Föst viðskipti við
hann hafa 130.000 fyrirtæki og 20
milljónir einstaklinga. Dagleg um-
setning hans nemur $ 3,5 billjónum
( enskum trilljónum). Koma 650.000
manns í afgreiðslur hans á hverjum
degi.
Eignir Dai-Ichi Kangyo-banka í
lok síðasta fjárhagsárs hans, 31.
mars. nema $ 207,2 milljörðum á
gengi jens gagnvart dollar í byrjun
september. En nteð tilliti til bók-
færðs hreins hagnaðar er hann ekki
nema hinn 16. í röðinni. Nam hann
á síðasta rekstrarári bankans $ 451
milljón.
Erlendis hefur Dai-Ichi Kangyo-
banki 55 útibú. Er hann sagður
halda um 40% útlánsfjár síns utan
lands, en hafa af þvt einungis 20%
tekna sinna. Hann hefur ekki keypt
banka í Bandaríkjunum eins og
suntir aðrir japanskir bankar, (Kaup
Sumitomo-banka á Bank of Cali-
fornia þóttu mikil tíðindi á sínunt
tíma). Telur hann sig koma ár sinni
eins vel fyrir borö undireigin nafni.
Hægari hagvöxtur iðnríkja
Efnahags-samvinnustofnunin í
París, birtir árlcgar tölur um þjóð-
arframleiðslu og þjóðartekjur aðild-
arlanda sinna og raunar fleiri. Upp
úr þeim mun eftirfarandi taflaunnin,
en hún var birt í síðasta hefti World
Politics. Hagvöxtur 15 iðnríkja
1960-1973 og 1974-1982 (%) (Gross
Domestic Product)
Árlegur hagvöxtur 15 iönríkja 1960-1973 og 1974-1982
(%):
1960-1973
1974-1982
Ástralía .....................5,1..............................2,4
Austurríki ...................5,0..............................2,6
Belgía........................5,0..............................1,7
Kanada .......................5,6..............................2,2
Danmörk ......................4,7..............................1,6
Finnland .....................5,0..............................2,6
Frakkland ....................5,6..............................2,7
Vestur-Þýskaland..............4,5..............................1,7
Ítalía........................5,3..............................2,3
Japan.........................9,9..............................3,8
Holland .....................5,4)..............................1,4
Noregur.......................4,4..............................3,5
Svíþjóð ......................4,1..............................1,4
Bretland......................3,1..............................0,7
Bandaríkin....................4,1..............................1,7
Heimild: World Politics skv. OECD National Account Statistics. Viðmiðun
er gross domestic protduct.
BESTA TRIMMIÐ
Iíniinn
S. 686300
S. 681866
DJÓÐVIUINN
S. 681333
Blaðburður er
Síðumúla 15
a 68 63 00
LAUS HVERFI
NÚ ÞEGAR:
Melhagi
Neshagi
Fornhagi
Kvisthagi
Hl
Teigagerði
og borgar
Hafðu samband
við okkur
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
eftirfarandi:
RARIK 86104 raflínuvír 300 km.
RARIK 86015 þverslár 1714 stk.
Opnunardgur: Þriðjudagur 21. október 1986 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir
opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá
og með mánudeginum 22. september 1986 og
kosta kr. 200.00 hvert eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík.
bílakaup
Áætlað er að kaupa um 120 bíla fyrir ríkisstofnanir
árið 1987. Lýsing á stærðum og útbúnaði bílanna
er að fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainn-
flytjendur, sem vilja bjóða bíla sína að senda
verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar
fyrir 24. október n.k.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Óskum eftir tilboðum í leigu á bíla-
leigubílum fyrir ríkisstofnanir í næstu 12 mánuði.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og verða
tilboð sem berast opnuð kl. 11.00 f.h. 8. október
1986.
INNKAUFASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 slMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Hafnarfjörður
- Atvinnulóðir
Hafnarfjarðarbær hefur tií úthlutunar lóðir fyrir
iðnað og annan atvinnurekstur.
Nokkrar lóðir (á Hvaleyrarholti og Kaplakrika) eru
þegar byggingahæfar, aðrar verða byggingahæf-
ar á næstunni. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa
Bæjarverkfræðings Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld
og skilmála. Umsóknum skal skila á sama stað eigi
síðar en 3. október n.k. Eldri umsóknir þarf að
endurnýja.
Bæjarverkfræðingur
Menningarsjóður
íslands og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og íslands.
í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan
fjárhagsstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, en
stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef
sérstakiega stendur á.
Umsóknir um styrki úr sjóönum skulu sendar stjórn Menningarsjóðs
íslands og Finnlands fyrir 15. október nk. Áritun á íslandi: Mennta-
málaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík. Æskilegt er að
umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku.
Stjórn Menningarsjóös íslands og Finnlands.
17. september 1986.
Útboð bílaleiga
Útboð