Tíminn - 20.09.1986, Blaðsíða 20
Vertu í takt við
Timann
AUGLÝSINGAR 1 83 00
MARKAMASKÍNURNAR lan Rush
hjá Liverpool og Kevin Clarke hjá
Southampton í leik liöanna í dag.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessir
fótknáu framherjar leika hvor gegn
öörum. Einvígi þessaratveggja manna
mun aö líkindum valda miklum áhuga
knattspyrnumanna. Sjá bls. 10.
TLminn
Laugardagur 20. september 1986
Offituvandamálið einnig á fjöllum uppi:
Fjallalömb og fegurðardís
ir glíma við sama vandann
Offita viröist nú ckki síður að
verða stórvandamál hjá fjárbændum
en fegurðardísum. Einn bcsti fjár-
bóndinn í Skagafirði varö að vonum
ókátur yfir því þegar 56 af alls 80
lömbum (70%) sem liann lagði inn í
sláturhúsið á Sauðárkróki sl. mið-
vikudag voru dæmd í O-llokk (of-
fituflokk), sem jvýöir að hann má
rcikna með a.m.k. 20 krónum minna
fyrir hvert kííó af skrokkum O-lamb-
anna, sem í þessu tilfelli gæti þýtt um
20 þús. krónur. Hár fallþungi gæti
því orðið fcimnismál í framtíðinni í
stað þess að vera stolt hvers fjár-
bónda.
Haustið 1985 voru aðeins um
8.300 dilkar á landinu fclldir niður í
O-flokk vegna of mikillar fitu, eöa
um 1,1% af heildarfjölda dilka það
haust. Meöalþungi þeirra var um
19,7 kíló. samanborið við 15,6 kg í
stjörnuflokknum, 14,6 kg í 1. flokki,
11,1 kg í 2. flokki og 9,5 kg í 3.
flokki. Verðfclling vegna offitunnar
var um 11,5% á síðasta verðlags-
ári. sem miðað við vcrðlagsgrund-
völl í júní sl. nám liátt í 20 kr. á kíló.
Ekki er búist við að verðfellingin
vcrði minni núna í haust nema síður
sé.
Ef við gæfum okkur að vcrð á I.
flokks dilkum verði í kringum 170
kr. kílóið í haust mundi 16 kílóa
skrokkur sem færi í 1. flokk skila
samtals um 2.720 krónum. en 18
kílóa skrokkur sem lcnti í O-flokki
og væri verðfclldur um 11.5% gæfi
þá aðeins 2.708 kr. Bóndinn fengi
því minna en ekki neitt fyrir viðbót-
arkílóin tvö - og er þó ekki búið að
taka inn í myndina að væntanlega
þarf hann að borga hærri slátrunar-
kostnað fyrir þyngri dilkinn.
Fyrir neytandann/kaupandann
ætti þetta á hinn bóginn að þýða að
hann geti með góðri samvisku hent
2 kílóum meira af fitu af þyngri
skrokknum en þeim léttari áður en
hann borðar hann - og haldið þá
eftir úrvalskjöti á diski sínum. Því
alþekkt cr að sjálfur vöðvinn af
vænum lömbum er mun betri en af
horgemlingunum.
- HEI
Ríkisútvarp/sjónvarp:
Lenging dagskrár
vegna samkeppni
Bylgjan útvarpar allan sólarhringinn um helgar
Harðnandi samkeppni er nú á
milli útvarpsstöðva og sjónvarps-
stöðva. Á fundi Útvarpsráðs í gær
voru ákveðnar nokkrar breytingar á
dagskrá Ríkisútvarpsins og sjón-
varpsins og miða þær að því að
lengja dagskrá Rásar 2 og sjónvarps-
ins, og gera dagskrána samfelldari.
Helstu breytingar eru þær að sjón-
varpað verður frá kl. 18:00 alla daga
nema fimmtudaga og hefst dagskráin
með fréttaágripi á táknmáli, barna-
efni og öðru léttu fjölskylduefni til
kl. 19:30 en þá hefst fréttatími
Sjúkraliðar hafa
þegarsagt upp
fóstrur eru aö undirbúa uppsagnir
Sjúkraliðar sem starfandi cru a
höfuðborgarsvæðinu cru að scgja
upp störfum sínum og munu uppsagn-
irnar taka gildi I. janúar 1987.
Trúnaðarmenn vinna að því að safna
uppsagnabrél'unum sem skila á inn
fyrir fyrsta októbcr.
Að sögn Huldu Ólafsdóttur for-
manns Sjúkraliðafélags íslands er
þátttakan í þessum hópuppsögnum
mjög góð. Á sumum deildum væri
um 100% samstaða.
En það eru fleiri sem huga að
uppsögnum heldur cn sjúkraliðar. í
skoðanakönnun sent trúnaðarmcnn
fóstra hjá Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar létu gera varö-
andi hópuppsagnir nú á næstunni til
að knýja á um bætt kjör, kom í Ijós
að yfir 80% fóstra lýstu sig tilbúin til
að segja upp störfum.
Að sögn Margrétar Pálu Ólafs-
dóttur trúnaðarmanns hefur meiri-
hluti borgarstjórnar sýnt það og sann-
að að hann ætli sér ekki að gera neitt
til þess að stoppa þær uppsagnir sem
að undanförnu hafa verið í gangi
þótt það hafi ekki verið hópuppsagn-
ir til að knýja á um laun, heldur
einfaldlega vegna þess að fólk geti
ekki lengur beðið eftir því að stjórn-
völd lagi laun þess og leiti því að
vinnu annarsstaðar.
Á fundi borgarstjórnar á fimmtu-
daginn var fyrirspurn minnihlutans
unt það hvað meirihlutinn hygðist
gcra til þess að koma í veg fyrir
hópuppsagnir og aðra erfiðleika scm
steðjuðu að þcssum hópum, vegna
lélegra launa - vísað frá.
„Það er Ijóst að borgarstjórn ætlar
ckki að ganga fram fyrir skjöldu til
þess að bjarga þessum málum við og
því verðum við að fara út í aðgerð-
ir," sagöi Margrét Pála.
sjónvarpsins. Á eftir fréttatíma fær-
ast síðan aðrir dagskrárliðir fram og
miðað verður við að dagskrá ljúki
um kl. 23:00.
Þessar breytingar taka gildi frá og
með næstu mánaðamótum en frá og
með 25. okt. hefst vetrardagskrá og
mun þá innlent efni aukast jafnframt
því sem fleiri breytingar cru á döf-
inni.
Á Rás 2 verður samfelldari
dagskrá en áður, þar sem útvarpað
verður nú frá kl. 12:00 til 14:00 og
athugað veröur nteö möguleika á því
að útvarpa á Rás 2 allan sólarhring-
inn í framtíðinni. Svæðisútvarpið á
Akureyri mun útvarpa framvegis
eftir að dagskrá Rásar 2 lýkur kl.
18:00.
Sam keppnisaðili Ríkisútvarpsi ns,
Bylgjan hafði áður ákveðið að út-
varpa allan sólarhringinn um helgar
og stefnt er að því að útvarpa alla
daga allan sólarhringinn á þeim
vígstöðvum. Fyrsti samfelldi sólar-
hringurinn á Bylgjunni var síðasta
sólarhring.
ABS
Uppsetningu á endurvarpsbúnaði fyrir Stöð 2 er að mestu lokið. Starfsmenn
Pósts og síma hafa síðustu daga lokið við að setja upp búnaðinn og mun nú
vera lítið verk eftir til þess að hægt sé að endurvarpa útsendingum til
viðtækja. Spurningin er hinsvegar hvenær Stöð 2 verður tilbúin.
Tíniamynd Pjelur
Happdrætti Háskóla íslands:
Keflvíkingur vann fimm
milljónir í annað sinn
„Vissulega eru þetta litlir mögu-
leikar." svaraði Jóhannes Helga-
son, framkvæmdastjóri Happ-
drættis Háskóla íslands, þegarbor-
ið var undir hann hvort ekki væru
svimandi litlar líkur á að sami
maðurinn fengi tvívegis hæsta
vinninginn á trompmiða sem fimm-
faldar vinningsupphæðina. Þetta
einsdæmi átti sér stað í Keflavík
10. september sl. Vinningshafinn
datt í lukkupottinn fyrst áriö 1977,
en þá hét hann á ekkju vinar síns
að ef hann ynni fengi hún tíunda-
hluta vinningsins. „Mér er ekki
kunnugt um að hann hafi heitið á
neinn í þetta sinn," sagöi Jón
Tómasson. umboðsmaður happ-
drættisins í Keflavík.
Vinningsupphæðin, ein milljón
króna scm er hæsti vinningur scnt
dregið er um mánaðarlega, kom á
trontpmiða og skilaði því eiganda
sínum fimm milljónum í vasann.
Þetta er í annað sinn sem hinn
lukkulegi Keflvíkingur hlýtur fimm
milljóna vinning í Happdrætti Há-
skólans.
„Þetta er gæðapiltur og á allt
gott skilið", finnst Jóni, en auðnu
er svo sannarlega misskipt.
Keflvíkingar spila mikið í happ-
drætti, að sögn umboðsmannsins.
„en ekkert aflrrigðilega þó. Kefl-
víkingar eru yfirleitt heppnir. Og
þó hæsti vinningurinn renni ekki
alltaf hingað koma alltaf minni
vinningar og þeir stóru af og til."
Það þykir líka tíðindum sæta, að
báðir aukavinningarnir, krónur 20
þúsund hver, fóru til Keflavíkur og
Njarðvíkur. Þau númer voru bæði
níföld og gáfu því eigendum sínum
180 þúsund krónur.
Það er óhætt að segja að heppnin
elti Suðurnesjamenn á röndum.
Þór