Tíminn - 20.09.1986, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur20.september1986
Ómerkileg vinnubrögð
í leiðara Alþýðublaðsins í gær er nokkuð merkileg
úttekt á því hvort Framsóknarflokkurinn styðji bændur
eða ekki.
Nú er í sjálfu sér ekkert athugavert við að málgagn
Alþýðuflokksins kanni það atriði en þó fyndist fólki
það standa blaðinu nær að athuga hver vilji Alþýðu-
flokksins er til bændastéttarinnar.
Fað skal þó tekið fram að í leiðara blaðsins er nokkuð
merkileg klausa um það atriði sem hljóðar á þennan
veg: „Af gefnu tilefni er skylt að taka það fram að hvorki
Alþýðuflokkurinn, né Alþýðublaðið hlakkar yfir raun-
um íslensks landbúnaðar.“
Það er ekki undarlegt þótt Alþýðublaðið vilji láta
þetta koma sérstaklega fram, enda höfundi leiðarans
ljóst að hann fer með rangt mál.
Bændur hafa ekki átt málsvara í röðum Alþýðu-
flokksmanna í langan tíma ef þá nokkru sinni og sá
flokkur hefur í gegn um árin reynt að grafa undan
bændastéttinni, virðingu hennar og samstöðu.
Þetta vita forkólfar Alþýðuflokksins ósköp vel, en
vera má að hugarfar þeirra breytist nokkuð í fáeina
mánuði fyrir Alþingiskosningar, ekki síst þegar þeir
hafa ákveðið að reyna að koma saman listum í
kjördæmum landsins þar sem bændur eru fjölmennir.
Vilji Alþýðuflokkurinn taka upp heiðarlega málsvörn
fyrir bændur og þá sem byggja afkomu sína á framleiðslu
þeirra væri það vel, en þá þarf meira að koma til en að
setja út á verk annarra í þá átt eða snúa út úr einstaka
fyrirsögnum blaðagreina. Þetta veit leiðarahöfundur
Alþýðublaðsins, en hann virðist þó ekki treysta sér til
að taka öðruvísi á málinu.
Pað hlýtur t.d. að vekja nokkra furðu hversu mikla
áherslu leiðarahöfundar Alþýðublaðsins hafa lagt á að
brjóta niður samstöðu bænda og þeirra samtök. Það ætti
þó Alþýðuflokksfólk að vita að með samstöðu hafa
launþegar og bændur náð fram rétti sínum. Það stendur
öðrum nær en Alþýðuflokknum að ráðast að hagsmuna-
samtökum þessa fólks, betur hefur dugað hingað til að
hvetja það til dáða.
Hvað Framsóknarflokkinn áhrærir þá hefur hann ljáð
málefnum bænda stuðning ekki síður en annarra stétta
sem nauðsyn ber til að standa vörð um. Framsóknar-
flokkurinn er vel meðvitaður um þann vanda sem
landbúnaðurinn á við að etja og hefur tekið það á sig
að breyta þeirri landbúnaðarstefnu sem nauðsynlegt var
að endurskoða, í þeirri von að það muni verða til
hagsbóta fyrir bændur og alla þjóðina. Fyrir þetta fær
Framsóknarflokkurinn lítið lof en hann hefur kosið að
standa að þessari breytingu af fullri ábyrgð. Sjálfsagt
hefði það verið vinsælla að láta úrelt kerfi dankast
áfram, að ekki sé talað um hve auðvelt það hefði verið
fyrir flokkinn að setja út á það sem verið er að gera, án
þess að leggja neitt annað til málanna. Framsóknar-
flokkurinn hefur kosið að láta aðra um þau vinnubrögð
enda virðist ekkert skorta af þeim.
Framsóknarflokkurinn hefur einnig tekið á málefnum
sjávarútvegsins og þrátt fyrir úrtölur er öllum það ljóst
að þar hafi verið vel að verki staðið. Nú „vilja allir Lilju
kveðið hafa“.
Þá hefur hann einnig beitt sér fyrir meiri umbótum í
málefnum húsbyggjenda en gert hefur verið nokkru
sinni áður. Sömu sögu má segja um marga aðra
málaflokka sem Framsóknarflokkunum hefur verið
trúað fyrir.
Vegna ábyrgra verka hefur Framsóknarflokkurinn
notið trausts þjóðarinnar sem aðrir flokka sjá ofsjónum
yfir.
MENN OG MALEFNI
Stefnur og straumar
I íslenskum stjórnmálum hafa
löngum verið uppi stcfnur sem
kenndar hafa vcrið við hægri og
vinstri og miðju stjórnmálanna.
Þeir fjórir stjórnmálaflokkar sem
tekist hafa á um völdin í þessu
landi hafa verið skilgrcindir þannig
í hinu póitíska litrófi að Sjálfstæðis-
flokkurinn er hægri flokkur. Fram-
sóknarflokkurinn í ntiðju stjórn
málanna, kratar vinstra megin við
miðju og Alþýðubandalagið lengst
til vinstri.
Lítum nú nánar á það sem
einkcnnir stefnur þessara flokka.
Alþýðubandalag
Rætur Alþýöubandalagsins
liggja í kommúnisma og sósíal-
isma. Flokkurinn átti sér uppruna
og tengsl í alþjóðlegri hreyfingu
þcirra. þótt forustumcnn hans vilji
ckki við það kannast nú. Megin-
einkenni á hugmyndafræði
Alþýðubandalagsins er trú á ríkis-
afskipti. þjóðnýtingar hugmyndir,
óraunsæi í efnahagsmálum, og
andstaða gegn samstarfi við vest-
rænar þjóðir. Þessi einkenni
komu berlcga í Ijós þegar flokkur-
inn var í ríkisstjórn og sömu ein-
kennin koma skýrt fram utan
stjórnar. Aldrei hafa Islendingar
gert samninga við aðrar þjóðir án
þess að Alþýðubandalagsmenn
hafi hamast gegn þeim, hvorki í
stóriðjumálum, landhelgismálum
né öðrum stjórnmálum.
Þessi þvcrbrcstur á rætur að
rckja til uppruna flokksins í alþjóð-
legum kommúnisma, sem vildi
vestrænt þjóðskipulag feigt. Nú
þykir hins vegar ekki rétt að kann-
ast við þennan uppruna, vegna
hörmulcgra afleiðinga þessarar
stefnu fyrir þær þjóðir sem verða
við hana að búa.
Þess í stað er rckin hálfrómant-
ísk þjóðernisstcfna og t'lokks-
mönnutn innprentuð tortryggni í
hvers kt)iiar samstarfi vestrænna
þjóða. Atvinnuuppbyggingu á að
stjórna úr ráðuneytum, með mikl-
um skrifborðsáætlunum, og algjöru
frumkvæði ríkisvaldsins.
Sjálfstæðisflokkurinn
Hann á rætur sínar í kapítalisma
og þeirri heintspeki að markaðslög-
málin eigi að ráða allri framvindu
og sá kraftur sem í einstaklingnum
býr og ágóðavon hans eigi að vera
frumkrafturinn í allri uppbygg-
ingu. Gildi þá einu þótt troða verði
yfir aðra til að ná settu marki.
Frjálshyggjan er aðeins frekari út-
færsla og undirstrikun á þessari
grundvallarstefnu flokksins.
Flokkurinn er afar andvígur ríkis-
afskiptum, nema þegar þarf að láta
ríkið koma fótunum undir ein-
hvern rekstur sem ekki skilar hagn-
aði í fyrstu, leggja fram áhættu
fjármagn cða fá ríkisábyrgðir þeg-
ar fcr að halla undan fæti. Þetta
kallaði orðhagur maður pilsfalda-
kapítalisma.
Framsóknarflokkurinn
og raunveruleikinn
Nú er það þannig að þegar þessir
flokkar hafa farið með stjórnar-
taumana hafa þcir neyðst til að
koma niður á jörðina og nálgast
Jón
Kristiánsson
ALMNGISMAÐUR
miðjuna ekki síst fyrir áhrif Fram-
sóknarflokksinssem hefurstjórnað
með þeim báðum nú síðustu fimmt-
án árin. Framsóknarflokkurinn
hefur fylgt þeirri stefnu að hér
skuli vera blandað hagkerfi. Það sé
ekkert athugavert við að ríkið rcki
hér ákveðna þjónustu, eins og
heilbrigðis og skólakerfið og póst
og símamálastofnun svo að eitt-
hvaðsé nefnt. Framsóknarflokkur-
inn er ekki þjóðnýtingarflokkur.
Framsóknarmenn tclja að sam-
vinnuhreyfingin þurfi að vera sterk
og samkeppni hennar við einka-
framtakið sé þjóðinni íyrir bestu.
Samvinnuhreyfingin er mikil kjöl-
festa í þjóðfélaginu og það er
mikill misskilningur að innan henn-
ar geti duglegir einstaklingar ekki
notið sín. Það er einnig rangt að
framsóknarmenn séu andsnúnir
einkafyrirtækjum. Öll þessi rekstr-
arform geta sem best þrifist í því
þjóðfélagi efnalega sjálfstæðra ein-
staklinga sem framsóknarmenn
vilja stefna að.
Alþýðuflokkur
Grundvallarstefna Alþýðu og
Framsóknarflokks er ekki ólík, en
hins vegar hafa ýmis ágreiningsefni
komið upp í seinni tíð. Mismun-
andi afstaða til landbúnaðarmála,
dekur Alþýðuflokksforustunnar
nú í seinni tíð við markaðshyggju
og frjálshyggju og áróður gegn
samvinnuhreyfingunni hafa
breikkað bilið milli þessara flokka.
Grundvallaratriði
Þrátt fyrir það sem hér hefur
verið sagt um afstöðu flokkanna
hefur reyndin verið sú í stjórnar-
samstarfi þeirra síðustu árin með
Framsóknarflokknum að þeir
hafa dregist inn að miðjunni, kom-
ið niður á jörðina. íslenskt þjóðfé-
lag hefur sem betur fer ekki byggst
upp á öfgastefnum eða fyrir til-
verknað þeirra og eru áhrif Fram-
sóknarflokksins þar drýgst á
mctunum.
Þau atriði sem hafa verið grund-
völlur í stefnu Framsóknarflokks-
ins á undanförnum áratugum eru
m.a. þessi.
- Þjóðfélagið á að byggjast upp af
efnalega sjálfstæðum einstakl-
ingum og samtökum þeirra.
- Eðlileg samkeppni á að ríkja í
viðskiptalífinu milli einstaklinga
og milli samvinnufélaga og ein-
staklinga og félaga þeirra í hluta-
félagsformi.
- Þjóðlífinu og efnahag okkar er
fyrir bestu að byggja landið allt.
Með því verða auðlindir okkar
best nýttar.
- Við viijitm reka velferðarkerfi,
án þess að það dragi úr sjálfs-
bjargarviðleitni manna.
- Við teljum rétt að ríkið sjái um
ákveðin verkefni og félagslega
þætti sem því er falið, en viljum
ekki þjóðnýtingu að öðru leyti.
- Við viljum samstarf við vestræn-
ar lýðræðisþjóðir og höfnum
ekki þátttöku útlendinga í ís-
lensku atvinnulífi fullnægi þeir
settum reglum og samningar ná-
ist þar um.
- Framsóknarmenn útiloka það að
nota nokkru sinni atvinnuleysi
sem hagstjórnartæki. Við teljum
að atvinna sé mannréttindi.
Það mætti halda lengi áfram. en
hér hafa verið talin upp nokkur
grundvallaratriði stefnu. sem er
frjálslynd og öfgalaus. Hún er ekki
lögmál frumskógarins, að troða á
öðrum í nafni frelsisins, eða öfga-
stefnan að reyra þjóðlífið í fjötra
ríkisafskipta og ofstjórnar á öllum
sviðum. Þessi frjálslynda stefna
hefur ráðið mestu á undanförnum
árum. um framvindu þjóðmála.
Tíminn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin i Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson
Aðstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-