Tíminn - 20.09.1986, Page 9
Tíminn 9
Laugardagur 20. september 1986
VETTVANGUR
i yi iiiiiiiiii
Alþjóða kirkjuráðið:
Kirkjan beiti sér gegn
í gær lauk þingi Alþjóöakirkju-
ráðsins rneð messu í Langholts-
kirkju í Reykjavík. Þingið gefur út
ályktanir og yfirlýsingar um ýmis
mál sem eru í brennidepli. en þuð
kcmur saman nokkrum sinnunt á
ári. í þctta sinn voru gefnar út
yfirlýsingar varðandi ástandið í
Nicaragua og smitsjúkdómsins
eyðnis.
David Gostling. sem er deildar-
stjóri þingsins um félagsleg og
siðferðileg málefni, en kjarneðl-
isfræðingur að rnennt, sagði í gær
að þegar Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin (WHO) hefði hafið fjár-
söfnun til fyrirbyggjandi aðgerða
gegn eyðni hefði hún rekist á garð
scm var trúarofstæki og sú hug-
mynd margra að eyðni væri refsing
guðs. Því vísar Alþjóða kirkjuráð-
ið á bug og tók því vel málaleitan
heilbrigðisrriáiastöfnunarinnar að
taka þátt í fjársöfnuninni og kveða
lilllllllllllllllllllllllll SAMTÍNINGUR Blllllllllllllllllllllllllllllllllllll
eyðni
niöur fordóma. Gostling scgir ;iö
hlutverk kirkjunnar í þessu máli sé
hið sama og ltvað aðrar drepsóttir
eða sjúkdóma varðar, - að veita
félagslega og trúarlega aðstoð í
vanda. ..Okkar hlutverk er að fa'
fólk til að sætta sig við hið
óumflýjanlega, hafi það tek-
ið sjúkdóm sent leiðir til dauða
og ekki fæst neiri lækning við. Við
viljum leggja okkar af mörkum til '
forvarnarstarfs, því að alltaf er
betra að forðast sjúkdóminn en að
lækna hann. Það liggur í hlutarins
eöli," sagði Gostling.
Lokaorð skýrslunnar, sem Al-
þjóða kirkjuráðið sendir frá sér,
eru á þá leiö að kirkjan hafi verið
sein til aö taka við sér í þessum
málum og er skorað á hana að taka
til hendinni. „Með þögn þeirra
bera margar kirkjur ábyrgð á því,
að óttinn hefur borist hraðar um
heim allan en vciran sjálf." Þór
Ingólfur Davíðsson:
Garðagróður í Reykjavík
Undir silfurreyni í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti í Reykjavík 11.
júlí 1976.
Lítið mun hafa verið um garða í
Reykjavík öldunt saman. Árið
1834 ritar John Barrow: „Stiftamt-
maður sýndi mér 3 eða 4 reynitrc,
um fjögra feta há, sem hann var
nijög hreykinn af og kvað vera
einu trén í Reykjavík og grennd."
Þessar hríslur hafa líklega staðið í
hallanum sunnan við gamla stjórn-
arráðshúsið, sem þá var amtmanns-
setur. Dufferin lávarður, sem ferð-
aðist hér 1856, ritar: „Ekkert tré
eða runnar lífgar upp auðn lands-
lagsins." En hann sá blóm blasa við
í gluggum. Rifs mun hafa verið
ræktað um og eftir miðja öldina.
í lýsingu Gullbringu- og Kjósar-
sýslu 1782-1785, telur Skúli Magn-
ússon landfógeti upp allmargar
matjurtir, sem þá voru ræktaðar í
Reykjavík og nágrenni. Á árunum
1782-1796 voru ýms verðlaun veitt
fyrir garða í Reykjavík. Þannig
hlaut madama Angel verðlaun fyrir
garðyrkju 1792. Vorugarðarhenn-
ar líklega uppundir Grjótaþorpi.
Madama Angel seldi bæjarmönn-
um og farmönnum grænmeti.
Danskur garðyrkjumaður, sem
jafnframt var fangavörður, Hinrik
Scheel að nafni, ræktaði kál, rófur
o.fl. ætijurtir og einnig skrautblóm
og hafði sólreiti í allstórum garði
framundan tukthúsinu niðri við
lækinn. Árið 1801 eru taldir 18
garðar í Réykjavík, sá stærsti á
Arnarhóli.
Lítum nær í tímanum
Þeir Árni Thorsteinsson land-
fógeti, Schierbeck landlæknir og
Einar Helgason garðyrkjumaður
auðguðu mjög gróðurríki garð-
anna, sem áður voru tegundafáir.
Margar tegundir sem þeir fluttu
inn og reyndu, eru enn í ræktun.
Landfógetagarðinn, sem enn
sér merki (Hressingarskálagarður-
inn) gerði Árni á árunum 1862-
1865. „Garðurinn var stór og í
honum ræktaði Árni fjölda
plantna, sem ekki höfðu verið
ræktaðar á íslandi áður" ritar Einar
Helgason. Hinum algengustu
garðjurtum var heldur ekki gleymt.
Framtak Árna hafði mjög örvandi
áhrif.
Árið 1882 settist Schierbeck
landlæknir að í Reykjavík, mikill
áhugamaður í ræktun og fékk
gamla kirkjugarðinn við Aðalstræti
til umráða og gerði að tilrauna- og
skrúðgarði miklum. Schierbeck
vildi bæta mataræði þjóðarinnar
og cfla snyrtimennsku og fegurðar-
skyn. Hann gerði brátt umfangs-
ntiklar tilraunir með matjurtir,
trjágróður, skrautjurtir og jafnvel
kornrækt. Flutti m.a. inn og reyndi
um 100 tegundir trjáa og runna frá
Danmörku og Noregi. Reykvík-
ingar hafa fyrir augum tvö tré,
mjög gildvaxin og 8-9 m há þ.e.
gljávíði og silfurreyni, sem hann
gróðursctti í gamla kirkjugarðin-
um á fyrstu árum sínum hér. Munu
þau ásamt álm og hlyn, sem Þor-
valdur Thoroddsen gróðursetti um
1886 á Laufásvegi 5, vera elstu
núlifandi tré í Reykjavík.
Þriðji garðyrkjufrömuðurinn og
sá áhrifamcsti, var Einar Helgason
(Einar í Gróðrarstöðinni), læri-
sveinn Schierbecks og síðar við
garðyrkjunám í Danmörku. Einar
gerði miklar garðyrkjutilraunir í
gróðrarstöðinni við Laufásveg,
hélt mörg námskeið, ferðaðist um
og leiðbeindi. Ritaði garðyrkju-
bækurnar Bjarkir, Hvannir og
Rósir. I ársriti Garðyrkjufélagsins
1930-1934 eru yfirlitsskýrslur hans.
1930 er greint frá 184 tegundum og
afbrigðum sumarblóma og 330 teg-
undum fjölærra skrautjurta. 1934
segir Einar frá ræktun trjáa og
runna, nefnir 133 tegundir og skýr-
ir frá þrifum þeirra. Vorið 1893
fékk Einar allmikið af trjáplöntum
frá Jótlandi og Noregi og gróður-
setti í ýmsa garða Reykjavíkur.
„Síðar hef ég,“ ritar hann, „á
hverju vori, eða 37 alls, fengið
talsvert af trjáplöntum frá fyrr-
nefndum löndum." Talsvert mun
lifa enn af því sem Einar gróður-
setti í Reykjavík og út um land.
Einnig á sviði matjurtaræktar hafði
Einar mikil áhrif.
Tvö fyrstu gróðurhúsin voru
byggð í Reykjavík á árunum 1922
og 1923. Annað kolakynt í Gróðr-
arstöðinni, en hitt yfir hitaleiðslu í
Laugardalnum. Þetta voru smá-
skýli, en mjór er mikils vísir. Nú
eru allmörg gróðurhús, sum stór,
og fjölmargir gróðurskálar við
íbúðarhús.
Skógræktarstöð er í Fossvogi og
mikið plöntuuppeldi. Blómrækt
orðin mjög mikil. Nær allir vilja
hafa garð við hús sitt.
Stór grasagarður með fjölbreytt-
um gróðri í Laugardalnum. Teg-
undir merktar með nafnspjöldum,
svo hægt er að þekkja íslenskar og
erlendar tegundir þarna og aðgæta
hvað mönnum líst á til ræktunar.
Munu nú vera í garðinum unt eða
yfir þrjú þúsund tcgundir. Uppcldi
fer fram í gróðurhúsum, og mikið
af fræi fengið árlega frá crlcndum
grasagörðum. Katrín ViðarogJón
Sigurðsson skólastjóri gáfu um 200
tegundir íslenskra plantna 1961.
Grasagarðurinn átti 25 ára afmæli
sama dag og borgin varð 200 ára. í
garðinum fæst ntikil reynsla um
ræktun fjölmargra tcgunda.
Skógræktarstöðin í Fossvogi cr
miðstöð uppeldis trjáplantna og
fjöldaframleiðslu. Til hennar var
stofnað árið 1932 á 9 ha. landi, sem
bæjarstjórn Reykjavíkur aflienti
Skógræktarfélagi Islands til eignar
og umráða. En 1946 tók Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur starfssvið
stöðvarinnar í arf vegna skipulags-
breytinga. Framundan var friðun
Hciðmerkur og vaxandi áhugi
Reykvíkinga á trjárækt. Var því
mikil þörf bæði fyrir skógarplöntur
og stærri plöntur til gróðursetning-
ar í garði. Var því strax hafinn
undirbúningur að stórri uppcldis-
stöð. Þarna eru einnig gerðar til-
raunir með trjátegundir og runna,
og almenningi veitt fræðsla vissa
daga.
Garðyrkjufélag íslands lætur
mikla fræðslu í té með ársriti sínu
Garðyrkjuritinu, garðaskoðun
o.fl. Áætla má að nú séu um
þúsund tegundir ræktaðar í
Reykjavík. En þetta er breytilegt,
því tegundir koma og fara í görð-
unum. Flest eru þetta útlendar
tcgundir, fluttar inn frá ýmsum
lönduni og síðan framræktaðar.
Fyrrum var oft gróðursctt cin og
ein hrísla í skjóli, helst fast upp við
hús. Fæstir trúðu því að hún yröi
nokkurn tímu stórt tré. Nú cr öldin
önnur. Heil hverfi cru scm skógur
á að líta, cða röð skógarlunda, sem
skýla húsum og jafnvel Itcilum
götum.
Birki, reynir og víðir voru lcngi
algcngust, og af runnum rifs. All-
margir álmar, hlynir og rósir o.fl.
blómrunnar í seinni tíð. Síðustu
áratugina cru tvcir „nýliðar" farnir
að sctja svip á margan garöinn.
Það eru Alaskaösp og sitkagreni,
flutt inn frá Alaska fyrir utbeina
Hákonar Bjarnasonar, fyrrum
skógræktarstjóra. Aluskaösp vcx
ört og gnæfir sem súla upp úr
mörgum garöinum, þráðbcin og
spengilcg. Lcngi gckk erfiðlega að
rækta greni í Rcykjavík. Var aðal-
lega um rauðgrcni að ræða. Sitka-
greni þrífst miklu betur, það cr
strandtré og þolir scltuna og særok-
ið.
Enn er mikiö ógert að finna
hæfar tegundir og afbrigði trjáa,
runna, blóma og matjurta. Af-
brigði sömu tegundar geta reynst
mjög mismunandi. Og í trjárækt
verður að hugsa í áratugum og
öldum.
Göngum upp í Eskihlíð
Nú hafa hitaveitugeymar trónað
alllengi á kollinum. Líkur benda til
að björkin hafi verið þarna ríkjandi
á landnámsöld og drjúgum lengur.
Sögusögn hermir, að einu sinni
hal'i ungmenni, siriali og heima-
sæta, sem reynt var að stía sundur,
leynst nærri sólarhring í kjarri á
Eskihlíð! Aldir liðu. kjarrið hvarf.
Á þjóðhátiðinni 1874 varð hátíð-
argestum illvært þar uppi vegna
mikils moldroks. Eltir styrjöldina
1940-1945 hreinsuðu skólabörn
mikiö til þar uppi og bjuggu undir
ræktun. Sáð var grasfræi og brátt
var farið aö gróðursetja hríslur
sunnan í Hlíðinni. Nú vex þar upp
vænn skógarlundur, einkum
barrtré, sum innanum stórgrýti.
Birki, reynir og víðir einnig. Mest
bcr á birki, grcni, lerki og furu.
Tveir góðir matsveppir hafa fylgt
barrtrjánum, þ.e. furusvcppur og
lcrkisveppur, báðir gullcitir og
slímugir. í öndverðu var björkin
ríkjandi, cn nú sctja barrtré þarog
víöar svip á landið.
Fá tré í Reykjavík eru meira en
8-10 m há. Þau vilja þorna í
toppinn cða brotna, þcgar þau
vaxa upp úr skjóli. En skjólið vex
mcð stækkun borgarinnar og aukn-
um trjágróðri, og þá þola kannski
trén að hækka meir, líkt og væru
þau inni í stórum skógi! Hæðar-
mælingar allmargra trjátcgunda,
cinkum í Rcykjavík ogá Akureyri,
eru birtar í bókinni Garðagróður.
Hvaðan eru jurtir, tré og runnar,
sem ræktaðar eru í göröum Rcyk-
víkinga og víðar? Nokkrar eru
íslcnskar, cn flestar af erlendum
rótum runnar. Margar frá Miö- og
Vestur-Evrópu, nokkrar úr Alpa-
fjöllum, Pyrcncafjöllum, Himal-
ajafjöllum Sovétríkjunum, Kína
og Japun, sunnan úr Áfríku, vestan
frá Norður- og Suður-Ameríku
o.s.frv. Nöfn sumra gefa til kynna
heimkynniö, t.d. Alaskaösp. Alpa-
rós, Síbcríulcrki og Spánarkerfill.
Ræktuð cru mörg kynbætt afbrigði
og kynblcndingar. Færist það mjög
í vöxt.
í Rcykjavík er sannarlega um
auðugan garð að gresja.
Mynd sýnir stórvaxinn silfur-
reyni í gamla kirkjugarðinum við
Aðalstræti í Reykjavík. Bæði hann
og stóra gljávíðinn á sama stað
gróðursetti Schicrbeck landlæknir
fyrir um það bil einni öld. Bæði
silfurreynirinn og gljávíðirinn
munu stærstu tré hér á landi sinnar
tegundar. Megnið af gljávíði sent
ræktaður er í Reykjavík mun kom-
inn út af gljávíðinum við Aðal-
stræti.