Tíminn - 20.09.1986, Síða 10
10 Tíminn
BDRGARMÁL
Skipulagstillögur Framsóknarflokksins:
Suður-Mjódd vísað
til borgarskipulags
Aöalkosningamál okk
höndum, segir Alfreð
„Aðalkosningamál okkar er nú í
góðum höndum, þarsem sérfræðing-
ar borgarskipulags eru,“ sagði Al-
freð Porsteinsson borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins eftir að borg-
arstjórn hafði samþykkt tillögu hans
um að borgarskipulagi yrði falið að
endurskoða fyrri nýtingu Suður-
Mjóddar í því skyni að styrkja
þjónustu- og félagsstarfsemi fyrir
Breiðholtshverfi og nærliggjandi út-
hverfi Reykjavíkur.
ar í góöum
Þorsteinsson
Við afgreiðslu tillögunnar lét
Davíð Oddsson bóka að borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins teldu for-
sendur þær sem flutningsmaður gef-
ur sér um þetta tiltekna svæði, vera
á misskilningi byggðar. Þó féllust
borgarfulltrúar Sjálfstæðisilokksins
á, að tillögunni yrði vísað til skipu-
lagsnelndar og borgarskipulags.
Bjarni P. Magnússon lagði ríka
áherslu á að Alþýðuflokkurinn
styddi tillögu Framsóknarflokksins
og hefði sá stuðningur komið fram í
stefnuskrá Alþýðuflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar.
„Ég hef engar áhyggjur af bókun
sjálfstæðismanna, heilbrigð skyn-
semi segir að þarna hljóti að rísa
þjónustukjarni í anda okkar til-
lagna,“ sagði Alfreð. Sá kjarni
myndi leysa fjöldamörg skipulags-
vandamál, t.d. yrði Fossvogsbraut
óþörf og hægt yrði að leggja niður
Reykjavíkurflugvöll í framtíðinni.
Þetta kemur allt í Ijós þegar aðal-
skipulag liggur fyrir.“
HIVl
Össur Skarphéðinsson:
Útivistarsvæði
í landi Ölfusvatns
- með sérstaka aðstöðu fyrir hreyfihamlaða
sérstök áhcrsla verði lögð á að
Líkur cru á að Rcykvíkingar
muni hafa not af liinu umdcilda og
dýra Ölfusvatnslandi miklu fyrr cn
ráð var fyrir gcrt. Á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudagskvöld, báru
fulltrúar Alþýðubandalags fram til-
lögu um að gcra Ölfusvatnslandið
að nýtanlegu útivistarsvæði fyrir
lok sumars 1987.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
skapa aðstöðu til útivistar fyrir
hrcyfihamlaða og vcrði það gert í
samráði við samtök fatlaðra.
Tillagan féll í góðan jarðveg og
var einróma samþykkt að vísa
henni til umhvcrfismálanefndar og
stjórnar veitustofnana til um-
fjöllunar.
hm
Össur Skarphéðinsson vill hjálpa
Davíð Oddssyni til að nýta land
Ölfusvatns sem allra fyrst.
HAUSTFERÐ, HELGARFERÐ
EÐA ÁRSHÁTÍÐ
HÓTEL HYOLSVÖLLUR j
Hlíðarvegi 7, 860 Hvolsvelli. Símar (99) 8187 eða (99) 8351. I
Skipuleggjum skemmtiferðir og sam-
komur fyrir litla og stóra hópa.
Dæmi: Farið að morgni frá Reykja-
vík í Þórsmörk, einn fegursta stað
sunnanlands, komið á Hótel Hvols-
völl um kvöldið og þið bregðið ykkur
í nuddpott eða sauna. Framreiddur
veislumatur og jafnvel slegið upp
balli. Gisting, morgunmatur og síðan
haldið til baka til Reykjavíkur.
Þetta er bara eitt dæmi. Mögu-
leikarnir eru margir, t.d. lengri
gisting, lengri ferðir, útvegun farar-
stjóra, veislustjóra eða skemmti-
krafta.
Allar veitingar. Leitið upplýsinga.
FJ ÖLSK YLDUMÓT
Því ekki að halda haustmót fjölskyld-
unnar í Þórsmörk? Glæsileg veisla á
Hótel Hvolsvelli um kvöldið, gisting
og morgunmatur. Ferðir innifaldar.
Skipuleggjum fyrir litla og stóra
hópa.
Laugardagur 20. september 1986
Tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um nýtingu Suöur-Mjóddar var vísað til
skipulagsnefndar og borgarskipulags.
Kvennaathvarfiö:
Fær 160 þúsund
Tillaga minnihlutans var 500 þúsund
Ákvörðun borgarráðs um 160 þús-
und aukafjárveitingu til Kvennaat-
hvarfsins var staðfest í borgarstjórn
á fimrntudag. Tillaga minnihlutans
um 500 þúsund króna fjárveitingu
var felld.
Árni Sigfússon borgarfulltrúi og
formaður félagsmálaráðs sagði á
fundinum, að hann teldi þær 785
þúsund krónur sem borgarsjóður
veitti til Kvennaathvarfsins vera
nægan stuðning í ár. Árni hafði
mælt með 500 þúsund króna auka-
fjárveitingu í félagsmálaráði. Sinna-
skipti sín skýrði Árni með því að
hann hefði fregnað að Kvennaat-
hvarfið hafi verið notað til að bjarga
húsnæðisvanda kvenna og þannig
farið út fyrir starfsvið sitt. Hann
teldi ekki fært að styðja þann hluta
starfseminnar.
Það kom fram í máli fulltrúa
minnihlutaflokkanna að fjárþörf
Kvennaathvarfsins er um 2 milljónir
króna það sem eftir er þessa árs. Þó
væri rekstur Kvennaathvarfsins eins
hagkvæmur og nokkur kostur væri
á. Þeir bentu á að ef Reykjavíkur-
borg þyrfti að taka við rekstri at-
hvarfsins yrði það borgarsjóði marg-
falt kostnaðarsamara.
hm
Tillaga minnihlutans um skólanefndir:
Þetta er nútíminn
- í anda lýðræöis og
valddreifingar, segir
Sigrún Magnúsdóttir
„Krafa dagsins í dag er aukið
lýðræði og valddreifing. Foreldrar
vilja fá að fylgjast með og hafa áhrif
á skólagöngu barna sinna. Það er
nauðsynlegt að auka tengsl heimila,
skóla og sveitarstjórna. Tillaga okk-
ar um að skipta Reykjavík niður í
sex skólasvæði þar sem kosin verði
sérstök skólanefnd, miðar að þessu.
Eins og staðan er í dag eru fræðslu-
yfirvöld fjarlæg daglegu starfi skól-
anna, því umdæmið er það viðamik-
ið,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
í samtali við Tímann.
„Tillaga þessi kemur í kjölfar
tillögu sem við í minnihlutanum
lögðum fram í borgarráði í sumar.
Þar var lagt til að borgarráð kæmi á
fót viðræðunefnd um skólamál, skip-
aðri fulltrúum allra hagsmunaaðila,
þ.e. stjórnmálamanna, kennara, for-
eldra og nemenda. Meirihlutinn sá
ástæðu til að fresta afgreiðslu þess
máls og ekkert bendir til að hann
ætli að taka á þvf máli. Það ætti þó
ekki að vera erfitt, því tillagan er
mjög í anda stefnu Ragnhildar
Helgadóttur og Salóme Þorkelsdótt-
ur í þessum málum, nema hvað þær
vildu ganga heldur lengra.“
Tillögu minnihlutans var vísað til
Skólamálaráðs til umfjöllunar. Þar
sem verksvið og lögmæti Skólamála-
ráðs hefur verið ntjög á reiki lét
minnihlutinn bóka að hann teldi
málinu vísað til Fræðsluráðs/Skóla-
málaráðs. hm
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins vill auka tengsl
heimila, skóla og stjórnmálamanna.
Borgarstjóm:
Gefur út
bækling
Borgarstjóm samþykkti á
fimmtudag tillögu Kvennafram-
boðsins um að láta gera aðgengi-
legan upplýsingabækling um
helstu verkefni borgarinnar,
nefndir hennar og ráð, verksvið
þeirra, fundarstað og fundartíma
o.fl., sem gæti haft hagnýtt gildi
fyrir borgarbúa. Þá skulu vera í
bæklingnum greinargóðar upp-
lýsingar um hvernig einstaklingar
og íbúasamtök geti komið málum
á framfæri við borgaryfirvöld.
Bæklingnum verði dreift inn á öll
heimili borgarinnar.
Tillagan var samhljóða sam-
þykkt og borgarfulltrúar sam-
mála um ágæti þessa framtaks.
hm