Tíminn - 20.09.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 20.09.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn Laugardagur 20. september 1986 I niinm óskar aö ráða blaðamenn í fullt starf, með aðsetur á eftirtöldum stöðum: Akureyri, ísafirði Egilsstöðum Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í blaðamennsku, geti unnið sjálfstætt og sótt námskeið varðandi starfið. Nánari upplýsingar veitir: Níels Árni Lund, ritstjóri, í síma 91-686300. ffl IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann í Borgar- skjalasafn, Skúlatúni 2. Vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar um starfið gefur borgarskjalavörður í síma 18000. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 26.09. n.k. m LAUSAR STÖOUR HJÁ ITJ REYKJAVIKURBORG Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58. Hjúkrunarfræðinga vantar í fullt starf og hlutastörf á dag og næturvaktir. Fastar vaktir koma til greina. Laus pláss á dagheimili fyrir börn 2-6 ára. Upplýsingar gefur forstöðumaður, alla virka daga á milli 9-12. Sími 25811. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. fLAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVIKURBORG Droplaugarstaði vantar starfsfólk í ræstingar á hjúkrunardeild (III.hæð) strax. Upplýsingar gefur forstöðumaður, alla virka daga á milli 9-12. Sími 25811. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Afgreiðslu lagerstörf Okkur vantar fólk til framtíðarstarfa í timbursölu okkar að Skemmuvegi 2 í Kópavogi við afgreiðslu og lagerstörf. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslunni Skemmuvegi 2. BÚOAHREPPUR fáskrúosfiroi Skólastjóri Skólastjórastaða við grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus nú þegar. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma 97-5101 og 97-5110. Tilraunastöð Háskólans, Keldum óskar að ráða mann til að annast smádýr o.fl. Upplýsingar í síma 82811. MINNING Sigurrós Jóhannsdóttir - frá Skíðsholti í Mýrasýslu Fædd 23. ágúst 1895. Dáin 18. ágúst 1986. Nú er hún Sigurrós Jóhannsdóttir, hin kunni huglæknir og sjáandi, horfin okkur sjónum í bili, þangað sem ekki þjakar „harmur né mein né mæða“, einsogstendur í helgri bók. Um æviferil hennar, sem víst var langur og strangur reynsluskóli, ætla ég ekki að ræða hér, því það hafa aðrir þegar gert, heldur fyrst og fremst um aðra þá eðlisþætti í fari hennar, sem ég hafði nokkur kynni af um langt árabil. Fórnfúsa baráttu fyrir velferð ann- arra háði hún um langan aldur, þrátt fyrir sára fátækt og erfiðar ytri ástæður. Öllum vildi hún hjálpa og lagði þar fram krafta sína óskoraða. Óteljandi eru þeir, sem telja sigeiga henni heilsubót að þakka. Sjálf taldi hún sig vera í þjónustu æðri máttarvalda, sem ætluðu henni að lækna og líkna og græða mein þeirra, sem til hennar leituðu og þeir voru ófáir. Að hennar dómi var hún undir sterkri handleiðslu lengra kominna vina sem veittu henni styrk og upp- örfun í starfi, vina sem sumir hverjir voru fluttir héðan af jörðu til annarra bústaða fyrir löngu eða skömmu. Þeir töluðu stundum við hana, eins og maður við mann. Þeir sögðu henni, að ekki væru þeir andar í andaheimi, heldur væru þeir líkam- legar verur og ættu heima á öðrum hnetti eða hnöttum. Fyrst, eftir að þessir fjarlægu vinir fóru að tala við hana á þennan hátt, og reyna að útskýra fyrir henni framlíf sitt, þá veittist henni nokkuð örðugt að skilja, hvað þeir voru að fara. Þetta braut í bága við fyrri hugmyndir hcnnar um annað líf. Loks bentu þeir henni á, að hún skyldi tala við Nýalsinna, þeir ntundu geta skýrt út fyrir henni, hvað það væri sem þeir (hinir framliðnu) voru aö reyna að koma henni í skilning um. Hún skyldi reyna samstarf við þessa menn og mundi það verða bæði þeim og henni til blessunar og ávinnings. Sigurrós hafði áður komist í lítils- háttar kynni við einn eða tvo þeirra manna sem aðhylltust kenningar Nýals, en lítt eða ekki kynnt sér skoðanir þeirra um andleg mál. Eftir þessar ábendingar framlið- inna vina sinna kom hún sér í samband við Sigurð Ólafsson, sem þá var í stjórn Félags Nýalsinna, og bráðlega aðra þá sem voru í forsvari fyrir þessum samtökum um þær mundir. Eru mér minnisstæðar fyrstu samræður okkar stjórnar- manna félagsins við Sigurrósu, og fundust okkur þær í meira lagi merkilegar, ekki síst vegna jress hvernig þessi kynni voru til komin. Við fundum undireins, að hér var heilsteypt kona, gáfuð og gædd mikl- um vilja á að verða öðrum til hjálpar. Ræddi hún við okkur m.a. um undirrót skoðana okkar á fram- haldslífinu og um samband lífsins í alheimi. Vildi hún kynna sér þessi nýju viðhorf sem best, bæði vegna eigin áhuga og ekki síst vegna ábend- inga framliðinna sambandsvina hennar. Brátt fór Sigurrós að koma á sambandsfundi, sem haldnir voru á vegum félags okkar með miðlunum Sigurði Ólafssyni og Sveini Haralds- syni. Kom þar hið santa fram. hvað framlífið varðar, sem vinirnir hennar „að handan" höfðu áður verið að segja henni. Og hér kynntist hún nýjum sambandsvinum, einkum og sér í lagi dr. Helga Pjeturss, upphafs- manni hinnar nýju heimsfræði, og fannst henni mikið koma til þessara nýju kynna og nýju lífsviðhorfa. Síðan eru liðin mjög mörg ár. Sigurrós starfaði ávalt mikið að hug- lækningum, sjálfstætt. á heimili sínu, lagði þar fram alla sína orku og ótalmargir hafa hlotið lækningu og meinabót að þeirra eigin mati. Ávalt síðan hún fyrst komst í samband við Helga Pjeturss á miðilsfundum Ný- alsinna, hefur hann verið einn af aðalhjálpendum hennar og stjórn- endum frá „hinum heiminum", og mat hún hann mest allra sinna sam- bandsvina, og taldi að honum mest- an styrk í hjálparviðleitni sinni. Þess má til gamans geta að undir- eins kvöldið eftir brottför sína héðan kom hún fram á miðilsfundi hjá Sveini Haraldssyni. Sagðist hún vera komin fram á fjarlægum hnetti. Væri hún enn vart komin á stjá, eftir langvarandi veikindi sín, en að það litla sem hún hefði nú þegar séð, væri dýrðlegt. Væru nú ekki lengur á sér nein ellimörk og hið sama væri að segja um fyrri farna samferða- menn sem hún þekkti og komið hefðu til að fagna henni. Um Sigurrósu mátti segja, að hún væri gerðarleg í útliti, tali og fram- komu allri. Hún flutti mál sitt af reisn og skörungsskap slíkum að erfitt var annað en sannfærast um sannleiksgildi þess sem hún hafði að segja hverju sinni, enda hygg ég að sannleikurinn og ekkert nema hann einn hafi verið hennar leiðarljós í tali og frásögnum ölium af þeim furðulegu fyrirbærum ýmsum, sem hún hafði frá að segja af eigin raun. Árið 1981 kom út bókin „Hug- læknirinn og sjáandinn", en þar segir hún frá köllun sinni og ævi- starfi. Þar er að finna ýmsar frásagnir af hinni merkilegu reynslu hennar. Minningin um þessa stórbrotnu konu mun lifa í hugurn þeirra sem hana þekktu best og þeirra sem nutu einlægrar hjálpfýsi hennar. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Sigurrósu og ég samgleðst henni, vegna hins nýja áfanga, sem nú tekur við í lífi hennar. Þar mun bíða hennar óþrot- legt starf að þeim viðfangsefnum, sem hún hafði hafið hér á jörð og öðrum nýjum, sem hennar kunna að bíða í dýrðlegum framlífsheimkynn- um. Ingvar Agnarsson Sigurður Jónsson aöstoöaryfirlögregluþjónn Fæddur 18. inars 1929 Dáinn 8. septeinber 1986 Þegar hringt var til mín að kvöldi mánudagsins8. þ.m. og mér tilkynnt að Siguröur Jónsson. vinur minn og samstarfsmaður væri látinn. setti mig hljóðan. Ég átti engin orð og gat varla áttað mig á að þetta væri satt. Sigurður. aðeins 57 ára gamall með fulla starfsorku. Ég vissi að vísu að Sigurður var ekki heilsusterkur, en er viö hittumst að morgni þessa dags var hann hress og kátur að vanda. Við Sigurður vorum sveitungar, báðir fæddir og uppaldir í Fljótum í Skagafirði og þekkti ég hann frá því ég var barn að aldri, en Sigurður var nokkrum árum cldri en ég. Hann fór að heiman ungur að árum. fyrst til náms í gagnfræðskólanum á Siglu- firði, síðan til Danmerkur, þar sent hann starfaði við landbúnað í eitt ár. Árið 1949, 20 ára að aidri réðst Sigurður til starfa í lögreglunni í Reykjavík og starfaði þar óslitið til ársins 1969, að hann réðst til starfa í lögreglunni í Árnessýslu, fyrst scm varðstjóri og síðustu árin sem að- stoðaryfirlögregluþjónn. Siguröur kvæntist eftirlifandi konu sinni: Ingibjörgu Þorgríms- dóttur frá Klöpp í Garði, 1. ágúst 1950 og eignuðust þau 5 mannvæn- lcga syni, sem allir eru búsettir hér austan fjalls. Árið 1953 starfaði ég í nágrenni Reykjavíkur, fór ég þá í heimsókn til Sigurðar og kynntist Ingibjörgu konu hans. Þar var gott að koma og má segja að ég hafi átt þar athvarf eftir það. Þegar ég réðst í lögregluna í Reykjavík árið 1957 uröum við Sigurður vaktarfélagar í samfellt 9 ár. Síðan lágu leiðir okkar saman aftur árið 1973. er ég kom til starfa í lögreglunni í Árnessýslu og höfum verið nánir vinir, við unnum ekki einungis santan í lögreglunni, heldur einnig í byggingarvinnu í frítíma okkar. enda þurfti þess til, ef sjá átti fyrir sér og sínum sómasam- lega á þessum árum. Sigurður var að mínu mati slíkur mannkostamaður að erfitt yrði þar allt upp að teija. Hann var ákaflega raungóður maður og vinfastur og vil ég nota tækifærið til að votta honum og Ingibjörgu konu hans þakklæti mitt fyrir hvernig þau reyndust mér á erfiðlcikatímabili, er ég átti í. Fyrir það fæ ég aldrei nógsamlega þakkað. Það var ákaflega gott að vinna með Sigurði í lögreglunni. Hann hafði þá eiginleika til að bera, að koma mönnum í gott skap með fyndni sinni og léttleika. Vaktavinna er erfið og þegar mikið var að gera hafði Sigurður sérstakt lag á að slá á glens svo starfið varð léttara fyrir vikið. Að mínu mati var Sigurður afburða lögreglumaður. Hann var samviskusamur, úrræðagóður. fast- ur fyrir og ákveðinn. en alltaf sanngjarn. Hann þoldi enga hálf- velgju og vann að hverju máli af atorku, þar til fullunnið var. Að öllum öðrum ólöstuðum tel ég Sig- urð duglegasta lögreglumann, sem ég hef kynnst. Hann vann af sömu eljusemi til hinstu stundar. Ég þakka þér vinur fyrir öll árin, sem við áttum saman og veit að þú tekur á móti mér þegar ég kem yfir móðuna miklu. Ingibjörg, synir, móðir, tengda- dætur, barnabörn og aðrir nánir ættingjar og vinir. Ég og kona mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi Guð geyma ykkur öll. Guðmundur Hartmannsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.