Tíminn - 20.09.1986, Síða 15

Tíminn - 20.09.1986, Síða 15
Laugardagur 20. september 1986 llBIJMliLjyijNjning lllillllllllllll Tíminn 15 Sigurður Sigurðsson frá Landamóti Fæddur 31. maí 1922 Dáinn 12. júní 1986 A glaðbjörtum sclskinsrnorgni hins 12. júní. þegar dagurinn átti örskammt til sinnar mestu fullkomn- unnar á Jónsmessunótt kom sendi- boðinn með fréttina: Sigurður Sig- urðsson frá Landamóti í Ljósavatns- Itreppi hafði látist þá um morguninn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Af því sá moldarbakkinn sem varð manns hlutskipti að horfa tii fyrr cn uggði að sér, mátti heyra í útvarpinu afmæliskveðju frá vinum Sigurðar daginn eftir að hann dó, en hann hafði orðið 64 ára tveimur vikum fyrr. Þannig gengur það til þetta sem við köllum stundum mannslíf og svo margir gera sér títt um og látast jafnvel nokkuð um vita. Það getur verið býsna erfitt að komast frá uppgjöri því sem skilur líf og dauða. Oft var það á hinum trúarlega vett- vangi að málið var gert ærið vanda- samt og ekki hvað síst látið varða velfarnað hins burtflutta farand- manns. Hvað mundi þá vera með okkur hin sem eftirstöndum í líking- unni um strönd hinnar miklu móðu? Þó Diddi á Landamóti sem ég alltaf nefndi svo standi mér andspænis, gömlum saknandi manni, og ekki bætanlegur þú. Þó hans hafi verið minnst vcl og eftirminnilega af tveimur vinum hans og áður sveitungum og þar að auki doktorum cr þannig komið fyrir mér einskonar eftirlcgukind sem horfir til sumarhaganna í fjarlægð, þar scm áfram heldur að gróa frá rótinni þó bylgjandi sauð- vingullinn gulni í broddinn og dreng- urinn bjarti sem ég leit fyrst sex ára gamlan er orðinn mér Sigurður frá Landamóti og líka l'arinn. Sigurður Sigurðsson var fæddur á Halldórs- stöðum í Ljósavatnshreppi 31. maí 1922. Foreldrar hans voru hjónin Klara Guðlaugsdóttir Ásmundar- sonar í Fremstafelli og Siguröur Geirfinnsson Friðfinnssonar síðar bústjóra á Hólum í Hjaltadal. Allt það fólk sem stóð aö þessum drcng var með miklum ágætum fætt og fóstrað og því ekki með ólíkindum að sú yrði einnig raunin með hann. Ársgamall fluttist Sigurður mcð for- eldrum að Landamóti, næsta bæ. þar sem hann átti síðan heintili næstum meira en 50 ár. Ég fluttist búferlum á samliggj- andi jörð við Landamót vorið 1940 með heimili mitt og hafurtask, enda var konan mín Friðrika úr systkina- hópnunt hér í Fremstafelli og þau systrabörn Siguröur ungi á Landa- móti og hún. Þó ég ætti 14 ára ævireynslu umfram hann bar ckki svo mikið á milli um umráðaréttinn eða valkostina á því lífsins torgi scm flestir fá að reyna og létt að brúa þau bil sem aldursmunur ellegar aðstaða leiðir af sér. Hvað þá hitt þar sem minna skilur á rnilli cn varðar lífið sjálft, að eiga og mega þrá og líka fá að marka sér kvóta til að njóta. Sigurður byggði sér snoturlegan en fjallhvassan stökkpall í snjó- brekkunni á bæjarhólnunt scnt ung- ur drengur. Hann hlaut furðuleikni á skíðum og sá ég hann oft með leikfélögum sínum og frændum hér í hlíðinni þar sem ég var gjarnan sjálfur að moka ofan af krafstursjörð fyrir ærnar mínar þegar harðnaði um. Stundum brynnti ég þcssum skíðagörpum á skyrmysu þar sem þeir runnu hjá og þeim svall móður og kappgangan var orðin meira cn leikur og hét þá „Sveitakeppni". Við slógum gjarnan sinn hvorn bakkann á sumrum þar sem lækurinn „Gegnir" skildi að engi okkar en rann annars öfugt flestum öðrum lækjurn inn til landsins. Hestar okkar voru sveittir undir aktýgjum og hlaupastelpan söng við ljáinn. Svo fengum við samlitar gráar dráttarvélar sína á hvorn bakkann og enn söng hlaupa- stelpan. Við héldum áfram aðsvitna, orðnir nærri hestlausir ntenn. Með ólíkindum voru afrek rrianna, oft einsamalla í verki, á þeint tinta enda ekki tilkomin nútímans samanburö- armannfræðin um lífskjör og rétt- indi, frekar kaldrana lífsspekin að duga cða drepast látin gilda. Sigurður var einbirni og bjó við eftirlæti og mikið ástríki foreldra sinna og vera kann að slíkir taki stundum nokkra áhættu af. en aldrci hóf hann sig í stangarstökki upp á bagga erfiðismanns eins og Hjalti á Stóruborg gerði. heldur ástundaöi liann kenninguna scnt mönnunt var eitt sinn bcst gefin að reyna þó að gefa það sem best var óskað sér til handa. En svo var hann ekki að öllu einbirni því Anna María Valdimars- dóttir varð hans fóstursystir frá bernsku og reyndar ofurlítið mcira, þar sem hún varð kornlitil stúlka. sem rnisst hafði föður sinn, fóstur- dóttir foreldra hans og fagnaði hon- um strax nýfæddum bróður en þau voru líka systrabörn. Sigurður fékk þá lífsfylgd strax í fæðingarbæ stnum sem hljóntaði um sál hans og hugskot upp frá því. Sá tónn sem ómaði urn bæinn og varð að samhljómum stofuorgelsins og söngröddum fólksins við lcik cða starf. Og jafnvel þó besti snillingur bæjarins hann Thcódór Kristjánsson félli frá í blóma lífsins dóu þar ekki þeir hljómar. Og söngur og músík flutti sig að hluta til með þessum unga dreng frá Halldórsstöðum að Landamóti þaðan sent þeir bárust um langa tíð frá stofuorgcli móður hans og undra fögru söngrödd föður hans og má segja að vari enn, að burt fluttu flcstu þessu töfrandi fólki. Ekki gerði þessi ungi maður viðreist til mennta þó eðlilegt hefði það verið en dvaldi þó í Laugaskóla unr tveggja vetra skeið scm þá var metið sem nokkur áfangi á lífsbraut févana fólks og var það líka, ckki hvað síst ef menn komust nokkuð áleiðis í orgelleik þar, ellegar í snertingu við það tónlistarlíf sent þar var glaðvak- andi frá fyrstu tíð og annað félagslíf sem er þar máski enn þá. En á þeint árutn og þó fyrr hóf 16 ára piltur að spila á kirkjuorgelið í Ljósavatns- kirkju og annaðist þar forsöngvara- störf. nær óslitið þangað til hann l'lutti úr sveitinni árið 1964. Það var hinn 7. september 1946 scm þau giftu sig Jónína Marteinsdóttir frá Ystafclli og Sigurður á Landamóti og hún fluttist til hans. heim í gamla bæinn þar sem að vísu var ekki rúmt um fyrir nýjan gróðrarreit í gömlum ræktuðum garði og þröngt nokkuð fyrir margbýli. En þar var þó hús fyrir umstang hreppstjórans, lundi skattanefndar. heimili deildarstjóra kaupfélagsins, útdeilingu pöntunár- vörunnar. ráðdeild meðhjálparans með reikningshald kirkjunnar. Og allsstaðar réð hin frábæra tölvu- lausa leikni í bókhaldi og listarit- hönd. Hinn ungi Sigurður hóf fljótlega að smíða gluggana í húsið sem þetta heimili byggði sér sem sambýlishús og þar stendur enn. Þar snýst líka ennþá vatnshjólið sem Bjarni Run- ólfsson á Hólmi kom þar fyrir cn hann byggði rafstöðina árið 1929, þó þar sé nú annað fólk að hlúa að staðnum en áöur var. En fjölbreytt urðu þau verkefni sem að mönnum gátu sópast og ærið sundurleit og ekki sett á svið sem aukabúgreinar þó yrðu það stundum með nokkrum hætti. Þegar Landnám ríkisins undir stjórn Pálma Einarssonar hafði keypt stórt landssvæði að samliggj- andi jörðum Landamóti og Frcmsta- felli árið 1950 með þeim ásctningi að þar risu fjögur og þó helst fimm nýbýli var í mikið ráðist. Þetta var hugsjónamál þess tíma og gengið að verki bæði af trú og skoðun. Þarna hófst niikil framræsla á græn- um löndum cn sumu þó fúamýrum sem ekki hefir allt orðið jafnt til farsældar Fróni en þó risu þar með hægð þrjú nýbýli. Að vísu standa tvö þeirra nú sem eyðibýli og dugði ekki einu sinni til fulltingis. þó annað væri svo gott sem nýtt prcstsetur í miðju byggöarlagi. En mikið og lengi mátti sjá og heyra hvar ungur Landamótsbóndi Sigurður bæði tónlistarmaður, söngstjóri og flug- hittinn húmoristi sveiflaði gálga skurðgröfunnar ásamt þeim félögum sínum sem að unnu. Kannski mátti greina gegnum keðjuskröltið ef niðri í dró hljómhreim: „Hversminni fyrsta tek ég teig af tærri veig" eins og væri á ferð þar gamli ntysukvartettinn okkar sem dó þó. En einhæfni í átökurn og bilun í baki bætir ekki söngurinn nema til hálfs og varla það. ekki heldur fjárpestir innfluttar ellegar ný villidýr, ekki einu sinni orð eins og mannsæmandi eða lág- markskröfur sem fengu þó merkingu í rnáli manna og háttum. Þau fluttu frá Landamóti Sigurður og Jónína 1964 til Akureyrar þar sent þau áttu síðan heima svo scm auðið varð. Víða var Sigurðar getið í verki á Akureyri enda sjaldan að slíkum verði verkefna vant og þó síst þar sem snertir manneskjulegar þarfir fólks í lyst og skemmtan. En síðustu 12 árin var hann fast- ráðinn hjá Vegagerð ríkisins. Þar sem honum og flokksfélögum var einbeitt sérstaklcga að brúargcrð og fór þaö vel að vonum um þann scm hafði um áratugi unnið að annars konar brúargerð meðal manna, ver- ið söngstjóri og vaktmaður þar sem fáir eru tilkvaddir en fæstir þó út- valdir og veröur ef til vill aldrei að fullu metið fremur en önnur sálar- heill, sem á í stríði viö dollarana. Eitt síðast verk þeirra brúargerðar- og flokksfélaga Sigurðar, Jakobs Böðvarssonar og annarra slíkra áður cn aðskilnaður þeirni varð, var íall- hamarsvinnan við steyptu stólpana í Eyjafjarðarál þar sem senn hvað líður, má aka yfir á nýju brúnni. Þannig byggja góðir nienn alla mögulcga og ómögulega friðarboga jafnaðar og sátta og tcngja fólk og Ifka við fóslurjörð. Þeir voru cnn að vinna þar frammi í Eyjafirðinum þegar kólnaði af vetri rétt fyrir síðustu áramót. Klöppuðu síðustu höggin á skalla stauranna og klæða mótin fyrir komu næsta boðhlaups manns. Það sótti kuldi að okkuröllum, líka kuldaspár um óvissa tíma cn allir biðu vorsins og sárar þrautir líða úr höfði þeirra manna sem víst höfðu lifað yndislcg- ;ir stundir. Þeim varð sex barna auðið Jónínu frá Ystafelli og Sigurði á Landamóti sem hér verða nefnd. 1. Anna Sigríður var þeirra elst og dó frá þeim aöeins 5 ára gömul, tápmikil ttg indælt barn. 2. Svandís varð sjúk í bernsku cn lifir þó enn. 3. Klara cr skrifstofustúlka í Rcykja- vík. 4. Sigurður Marteinn er húsasmiður á Akureyri 5. Þormóður cr bifvélavirki á Ólafs- firði. 6. Baldvin Hermann afgreiðir bygg- ingavörur í Reykjavík. Þannig slendur dæmið hjá Jónínu Marteinsdóttur og þó betur en þetta. því hún á líka sönghljóma Gýgju- kórsins innra með sér og svo á hún átta ömmubörn lil að njóta ellegar hlúa að. Þó togni á þeim streng scm lá milli manna og byggðar frá fyrri tíð, slitnar liann þó ekki cnn hvað sem líöur þeim látum sem einhverjir kalla þjóðfélagsbrcytingar. Ég flyt þessu fólki rnínar hluttckningar- kveðjur og þakklæti. Aldrei veit nokkur maður hvað sem kennir sig til mcnntunar eða ástundar þá tegund mannlífs, cllegar kenndur er til alþýðu, cins og henta þykir að orða þetta. hver þátturinn er stcrkastur, sá upprunalegi eöa sá áunni, sá lífsafkomubundni eða hinn sem blundar í sálarkorninu og nær stundum þroska þar. Svona eintal er oftast ákaflega ófrjótt hvar mcnn eiga óskilið mál. Hitt er aftur á móti víst að margt fer öðruvísi cn cfni gátu staðið til. Það var 12. nóvcmber 1950 sem fyrsta söngmót Kirkju- kórasambands Suður-Þingeyinga var haldiö í Húsavíkurkirkju, þar sem sungu í einum blönduðum kór 180 manns og þar á mcöal hinna 8 kóra var kirkjukór Ljósavatnssókn- ar með söngstjórann sinn Sigurð á Landamóti þá orðinn 28 ára sem stjórnaði þar einnig smeinaða kórnunt. Enn var þar og lengi síðan kjarni þess litla kórs kirkju okkar Sigurðar. þaö fólk sem þeir höfðu báðir fæðst til, á nágrannabæjum mínum, þar scm vaxtarsproti þess- ara mannlífshljóma var að glæðast svo dugað hefir til lífs fram til þessa. En ekki getur það talist til upp- gjaíar tóns, þó volgri og vantrú sé ótæpt miðlað út um landsbyggðina, að hugleiða hvers hefði mátt vænta af slíkum manni og þvílíku fólki ef fleiri og stærri tækifæri hefðu boöist. Það er heldur ekki víst að Diddi á Landamóti svo snjáll harmonikku- leikari sem liann varð, heföi orðið meiri þó sæti hefði boðist i salnum en ekki þurft að vera úti í kuldanum við opinn glugga þar sem heimsfræg- ur harmonikkusnillingur lék fyrir fólkið þar inni en húsfyllir var. Það hefir alla tíma verið þröngt um fólk vissrar gerðar í hinu mikla gistihúsi rnanna. Og að einhverjum gæti sett hroll að hlýða á fjölntiðla fyrirgang og jafnvel listahátíðahald. þar sem ræðast við og sunrir hafa nokkra burði til, aðrir af mikillæti þeirrar gervimennsku sem er svo mikil af fyrirferð en smærri af innihaldi að virðast kann. En síst skulu menn þróa með sér öl'und og það var ekki að skapi hinna furðulegu afreks- manna sem vöktu aðdáun vegna þess sent þeir uröu án angurs út af hvaö þeir hefðu getað orðið. Undralégurð vordagsins ljómaði um Akureyrarkirkju hinn 2(). júní, þar sent frant fór hin íjölmenna jarðarför. Tónaflóðið fyllti kirkjuna þegar orgelleikarinn knúði á til upp- hafningar og söngurinn varð sem endurómur margra liðinna stunda. Hér var hinn sami Jakob Tryggvason enn á ferð sem löngu fyrr hafði með ráðum og dáð stutt Sigurð á Landa- móti þá nærri barnungan forsöng- vara. En mest ber á í hugskoli manns frá þeirri kveöjustund þegar ungu listakonurnar léku sín kveðju- lög. Þær sem höfðu ekki fyrir svo löngu leikið sér meö börnum Sigurð- ar og Jónínu og bjuggu þá í næsta húsi. Séra Birgir hafði af skilningsríkri hlýjn kvatt þennan dáöadreng, hann deildi nú hinum móbrúnu moldar- kornum um hvítt kistulokið. Þau gátu verið að heiman frá gamalli jarðyrkjutíð en þau voru það ekki. Engin moldarkorn eru alveg eins. nema í hugmyndum mauna. Frenislai'elli 1. sept. 1986 Jón Jónsson SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA 3 108 REYKJAVIK SÍMI (91)681411 Útboð Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Fiat Uno ..................... árgerð 1984 Isuzu Trooper ................ árgerð 1983 Galant station ............... árgerð 1983 MMC Colt ..................... árgerð 1983 BMW520I ...................... árgerð 1982 Citroen GSA .................. árgerð 1982 Lada 1600 árgerð 1982 Mazda 323 árgerð 1980 Chevrolet Citation ........... árgerð 1980 Chevrolet Van ................ árgerð 1979 Galant 1600 árgerð 1979 Golf ......................... árgerð 1978 Renault R4 ................... árgerð 1978 Range Rover .................. árgerð 1974 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykj- avík, mánudaginn 22. september 1986, kl. 12-16. Á sama tíma: í Borgarnesi: Ford Mustang Volvo 244 DL Chevrolet Nova .... árgerð .... árgerð .... árgerð 1980 1980 1971 Á Sauðárkróki: Toyota Hi-Lux Pic up . . . . .... árgerð 1985 Á ísafirði: Galant station .... árgerð 1980 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 23. september 1986.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.