Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.09.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn ^EIÐARI Hver einn er sigur Nú hafa verið sett á stofn samtök foreldra sem stuðla vilja að vímulausri æsku á íslandi og hafa ýmis samtök sem reynslu hafa af baráttu gegn vágesti þeim sem eiturlyfin eru ljáð þeim fylgi sitt. Allir hljóta að óska þessum nýju samtökum góðs í því starfi sem þau hyggjast vinna, en sams konar samtök hafa lengi starfað á Norðurlöndum og munu samtökin hér njóta góðs af þeirri reynslu sem þar hefur fengist. Samtök sem þessi hljóta að byggja einkum á því að byggja upp öflugt forvarnarstarf, sem er fræðsla sem að því miðar að kenna unglingunum að segja „nei“, þegar þeim eru boðin þessi efni. „Það kemur ekki fyrir mig,“ er hugsunarháttur sem segja má að við fæst séum alveg frí af. Engir foreldrar geta hugsað sér að þeirra eigin börn eigi eftir að glatast þeim niður í helvíti eiturlyfjaneyslunnar. En hve margir hafa ekki orðið að horfa framan í þá staðreynd einn daginn að eitthvert barna þeirra er orðið ánetjað eiturfíkninni án þess að þau grunaði hið minnsta. Þau hafa ef til vill verið það lengi. Sú kynslóð sem nú á uppkomin börn þekkir ekki ásýnd eiturlyfjaheimsins svo, að hún beri kennsl á þótt hún horfi beint framan í hana. Því þarf fræðslan ekki síst að beinast að foreldrunum sjálfum. Einmitt þá sömu daga þegar samtökin eru stofnuð berast fréttir af því að verið er að gera upptækt verulegt magn eiturlyfja, sem allir þó telja víst að eru ekki nema ögn af því magni sem kemst í umferð. Raddir heyrast um að í sumum hópum þjóðfélagsins sé fólk sem býr við góð efni og álit, - ekki síst meðal æskufólks, - er reglulega neytir fíkniefna. Þetta fólk veltist ekki um á sama hátt og hinn venjulegi fyllirútur. Fyrir umheiminum er það upprétt og athafnasamt, - þjáningaköst sín á það sér að baki luktra dyra. Um þau vita unglingarnir ekki né aðrir. Margt bendir til að heimur vímuefnanna sé að gerast stéttskiptur á íslandi rétt eins og gerst hefur t.d. í Bandaríkjunum. Slík stéttskipting getur orðið til þess að skapa miður æskilegar fyrirmyndir fyrir æskuna, sem ekki hefur fjárráð sumra af goðunum. Það má ánetjast fyrir tiltölulega litla upphæð, eins og hver maður veit, en til þess að fóðra ástríðuna og halda henni við verða á endanum ekki önnur meðul tiltæk en glæpir og illvirki, sem oft enda með dauða. Eiturlyfin verða að sögn æ auðnálganlegri og fregnir berast um að ný efni séu á leiðinni, þar sem magnið er þarf hverju sinni er svo lítið að leikur smyglarans verður margfalt léttari. Þessi efni fara nú sem eldur um sinu um S-Ameríku og Bandaríkin. Evrópulönd og Norðurlönd standa og bíða hins óumflýjanlega. Það er því mikið verkefni sem bíður samtaka foreldra um vímulausa æsku. Eina raunverulega björgunin er fræðsla sem hefur það að markmiði að gera æskunni hættuna ljósa, áður en unglingurinn er orðinn að annarri manneskju sem engin rök duga við,-þræll eiturlyfjanautn- arinnar. Það er sannarlega kvíðvænlegt að horfa til næstu ára, ef tekið er mið af þeirri þróun sem orðið hefur frá því blómakynslóðin reykti sitt hass í makindum á sjöunda áratugnum. Margir talsmanna hennar eru nú þöglir í gröf sinni, fórnarlömb skammvinnrar sælu og sjálfsblekkingar. Aðrir reyna nú að stöðva þá bylgju sem þeir sjálfir voru hluti af með haldlitlum varnaðarorðum. Bölinu verður ekki afstýrt, en það verður að halda áfram að glíma við afleiðingar þess. Hver unglingur sem bjargast er sigur í þeirri glímu. Þórarinn Þórarinsson ERLEND. MALEFNI 28. september 1986 skrifar um: Er mikilla breytinga að vænta í Sovétríkjunum? Sitthvað virðist geta bent í þá átt ÞAÐ ER orðið augljóst, að valdataka Gorbachovs í Sovét- ríkjunum boðar að mörgu leyti breytta tíma, þótt ekki sé enn orðið fullljóst hverjar breyting- arnar verða eða hvaða af- leiðingar þær muni hafa. Af ýmsu má þó draga þá ályktun, að þær verði frekar meiri en minni og að afleiðingarnar nái ekki aðeins til Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra. Líklegt er að þessar breyt- ingar nái til flestra eða allra sviða þjóðlífsins, efnahags- mála, menningarmála, trú- mála. Einkenni þeirra verði aukið frjálsræði einstaklinga og fyrirtækja. 1 stað þröngrar stjórnar miðstjórnarvalds komi eftirlit af hálfu þess. í stórum dráttum verði viðhald- ið sósíalísku efnahagskerfi, en framkvæmd þess verði breytt þannig, að einstaklingar og fyrirtæki geti notið framtaks síns betur innan þess. Jafn- framt verði þó agi aukinn á vinnustöðum til að hindra vinnusvik, óreglu og drykkju- skap. Svo fyrst sé vikið að efna- hagsmálunum, hefur það ekki vakið minnsta athygli í seinni tíð, að í rússneskum fjölmiðlum hefur í vaxandi mæli verið sagt frá þeirri tilraun kínverskra kommúnista að láta einstakl- ingum og litlum einkafyrir- tækjum eftir að annast ýmsa þjónustustarfsemi. Nýlega hefur það svo verið tilkynnt í Moskvu, að nýrfram- kvæmdastjóri hinnar voldugu áætlunarstofnunar Sovétríkj- anna, Gosplan, muni sérstak- lega kynna sér þær efnahags- legu breytingar, sem verið sé að framkvæma í Kína, og hafi þær til hliðsjónar við áætlana- gerð í Sovétríkjunum. Um- ræddar breytingar í Kína stefna yfirleitt í frjálsræðis- og samkeppnisátt. Þá hefur það vakið athygli , að Sovétríkin hafa nýlega sótt um aðild að Gatt, sem hefur það hlutverk að draga úr við- skiptahömlum og tollum og stuðla þannig að frjálsari við- skiptum í heiminum. Banda- ríkin eru sögð heldur mótfallin því, að Sovétríkin fái aðild að Gatt, þar sem efnahagsskipu- lag Sovétríkjanna stríði að mörgu leyti gegn tilgangi Gatt. Þess er hins vegar að gæta, að Pólland, Tékkóslóvakía, Rúm- enía og Ungverjaland eru þeg- ar aðilar að Gatt. Þá hefur það verið gefið eindregið í skyn af rússneskum stjórnvöldum að vel geti komið til greina að erlendir aðilar fái eignaraðild að fyrirtækjum í Sovétríkjunum. M.a. vék Gor- bachov að þessu í hinni frægu ræðu sinni í Vladisvostok. Hann sagði þar m.a. að slík þátttaka Japana gæti vel komið til greina í þeim hluta Sovétríkj- anna, sem liggurað Kyrrahafi. Þannig mætti halda áfram að rekja dæmi, sem telja má á- kveðnar vísbendingar um vissar verulegar breytingar á efna- hagskerfi Sovétríkjanna, þótt engar séu það róttækar, að urn sé að ræða röskun á sjálfu meginkerfinu. Hins vegar verðr veitt fleiri frávik frá því en áður, frjálsræði aukið og samvinna við útlendinga auk- in. Fordæmi Ungverja og Kín- verja verði höfð til hliðsjónar. Það þykir t.d. augljóst dæmi um aukna þátttöku Sovétríkj- anna í alþjóðlegri efnahags- samvinnu, að eftir heimsókn olíumálaráðherra írans fyrir nokkru, var tilkynnt, að Sovét- ríkin myndu í september og október minnka olíufram- leiðslu sína um 100.000 tunnur á dag. Þetta var m.a. gert til að koma til móts við samtök olíu- framleiðsluríkja, OPEC, sem stefna að því að hækka olíuverðið að nýju með því að draga úr framleiðslunni. EN ÞAÐ er víðar en á sviði efnahagsmálanna, sem áber- andi breytingar eru að verða í Sovétríkjunum. Kirkjumálin eru ekki undanskilin. Á árinu 1988 verður minnst þúsund ára afmælis rétttrúnað- arkirkjunnar eða grísk-kat- ólsku kirkjunnar í Sovétríkj- unum. í tilefni af því verður efnt til mikilla hátíðahalda. Þetta var undirbúið áður en Gorbachov kom til valda, en undirbúningnum hefur verið hraðað síðan. Það vekur ekki minnsta at- hygli í sambandi við þessi há- tíðahöld, að verið er að koma upp eins konar höfuðstöðvum fyrir grísk-katólsku kirkjuna, sem munu að ýmsu leyti minna á Vatikanið í Róm. Fyrir bylt- inguna 1917 voru ekki færri en 1200 klaustur í Sovétríkjunum, en nær öll þeirra voru lögð niður og tekin til annarrar þjónustu. Meðal þeirra var eitt hið elsta og frægasta, Daniil- klaustrið í Moskvu. Því var formlega lokað 1927 og komið þar upp hæli fyrir foreldralaus börn. Síðar var því breytt í hæli fyrir vangefin börn, og loks fengu regnhlífaverk- smiðja og ísskápaverksmiðja þar bækistöðvar. Kirkjan undi þessu illa og fór stöðugt fram á, að fá klaustrið aftur undir stjórn sína. Loks í maí 1983 var fallist á þetta og það ákveð- ið að klaustrið yrði endurbyggt og gert að miðstöð kirkjulegs starfs í Sovétríkjunum, en undanfarið hefur verið talið að Zagorsk-klaustrið, sem er nokkrar mílur frá Moskvu, gegndi því hlutverki. Síðan 1983 hefur verið unnið kappsamlega að því að endur- reisa Daniibklaustrið í gömlum stíi, en margar byggingar þess voru illa farnar, en þær voru margar og sumar veglegar, eins og t.d. fjórar kirkjur, sem voru innan klaustursvæðisins. M.a. er nú búið að endurbyggja Heilagsandakirkjuna, sem tek- ur um 5000 manns. Ekkert er til sparað til að þetta verk nái tilætluðum árangri. M.a. er verið að koma upp húsnæði fyrir eins konar utanrikisráðu- neyti kirkjunnar, en því er ætlað að hafa samvinnu við kirkjudeildir víðs vegar um heim. Endurreisn Daniil-klaust- ursins er glöggt dæmi um batn- andi sambúð ríkis og kirkju í Sovétríkjunum. Geta má þess, að kirkjan hefur veitt öflugan stuðning tillögu Gorbachovs um að kjarnavopnum verði útrýmt fyrir aldamót. En það er víðar en á sviði kirkjumála, sem breytinga í frjálsræðisátt gætir nú í Sovét- ríkjunum. Þessa gætti verulega á ársþingi rithöfunda, sem haldið var fyrr í sumar. Meðal annars var þar samþykkt að veita nóbelsverðlaunaskáldinu Boris Pasternak, sem lenti í ónáð stjórnvalda, uppreisn á þann hátt að gera bústað hans í Peredeikino að sérstöku safni um hann. Bústaðurinn er nú eign Rithöfundasambandsins, en hefur staðið tómur og ónot- aður síðustu árin. Stefnt mun að því að safnið verði opnað 1990, en þá verða liðin 100 ár frá fæðingu Pasternaks. EF FRAMHALD verður á þeim breytingum, sem hér hef- ur verið lauslega lýst, getur það breytt verulegu í Sovét- ríkjunum á næstu árum. Það er einnig líklegt til að hafa áhrif á sambúð Sovétríkjanna við önnur ríki. Þau geta ekki ann- að en haft nokkra hliðsjón af því, sem er að gerast í öðru voldugasta ríki heimsins. Verði árangurinn af þessu sá, að lífskjör almennings verði betri og jafnari í Sovétríkjun- um, má líta á það sem eins konar hólmgönguáskorun til Bandaríkjanna um að standa sig enn betur en þau gera nú, hvað lífskjör almennings snertir. í stjórnartíð Reagans hefur misskipting lífskjara auk- ist og fólki innan svokallaðra fátækramarka fjölgað. Stefna Franklíns D. Roosevelts þarf að koma til sögu á ný í Banda- ríkjunum, ef þau eiga að halda hlut sínum sem vaxandi fyrir- myndarríki í augum mann- kyns. Gorbachov og frú sýnt líkan af nýju borgarhverfi í Vladivostok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.