Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1986, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 7. október 1986 Tíminn 3 Raisa Gorbatsjova kemur vegna leiötogafundarins: „Kona nýrra tíma í Sovétríkjunum“ - segir Edda Guðmundsdóttir gestgjafi hennar „Mér þóttu þetta nijög ánægjuleg tíðindi. Ég hlakka til að hitta þessa konu. Ég hef lcsið töluvert um hana og mér finnst sem hún sé kona nýs tíma í Sovétríkjunum," sagði Edda Guðmundsdóttir kona forsætisráð- herra í samtali við Tímann í gær. Edda verður gestgjafi konu Gor- batsjovs Sovétleiðtoga. Eddu barst tilkynning í fyrradag frá sendiherra Sovétríkjanna, þess efnis að Raisa Gorbatsjova kæmi með manni sín- um þegar leiðtogafundurinn vcrður haldinn unt helgina. Edda sagði í gær að hún hefði ekki fengiö að vita hvenær von væri á þeim hjónurn. „Ég er nú að vinna að hugmyndum að dagskrá sem hægt væri að bjóða henni upp á. Ég er ekki tilbúin að skýra frá þcint frum- drögum, þar sem þetta cr enn allt í deiglunni. Petta cr náttúrlega ekki langur tími og óskaplega margt sem væri gaman að sýna henni. Það er mjög takmarkað sem hægt er að gera á svonaskömmum tíma." sagði Edda. -ES Gorbatsjov og kona hans Kaisa. Raisa verður gestur Eddu Guð- mundsdóttur, en hún er kona Stcin- gríms Hermannssonar. kjörinn formaður u|‘-7ui,b lanMkjaiuviMioiu i muuaiii vio launavisiioiu lV/y-öb. ---- lánski.vt,/Iaunvt.*100 t30r 100 l'etta línurit Hagstofunnar sýnir hreytingu lanskjaravísitölu í hlutfalli við launavísitölu frá upphafstíma beggja í júní 1979 til júlí 1986. Hámarki náði misgengi þcssara vísitalna í október 1983, þegar lánskjaravísitalan var komin 28,3% fram úr launaví.sitölunni. Síðan liefur bilið nær stöðugt niiiinkað aftur og er nú í október konúð niður í 10,8% - sein Tíminn merkti mcð krossi inn á mynd Ilagstofunnar. Jón Baldvin Hannibalsson var endurkjörinn formaður Alþýðúflokksins á þingi flokksins um helgina. Hér sést hann ásamt öðrum þingfulltrúum, þar á meðal föður sínum, Hannibal Valdemarssyni. Tímmn.vnd Svcrrir Fertugasta og þriðja flokksþing Alþýðuflokksins var haldið í Hvera- gerði um hclgina. Pingið sátu rúm- lega þrjú hundruð kjörnir fuiltrúar. Á þinginu var Jón Baldvin Hanni- balsson endurkjörinn formaður Al- þýðuflokksins með 215 af 219 greiddum atkvæðum. Aðrir stjórn- armenn voru kosnir með álíka at- kvæðamagni. Jóhanna Sigurðardótt- ir var kjörin varaformaður, Árni Gunnarsson ritari, Geir Gunnlaugs- son gjaldkeri og Sjöfn Sigurbjörns- dóttir formaður framkvæmdastjórn- ar. í stjórnmálaályktun þingsins kemur i'ram að Álþýðuflokkurinn leggur megináherslu á eftirfarandi málaflokka: Skattakerfi seni fæli m.a. í sér afnám tekjuskatts, virðis- aukaskatt og stighækkandi stór- cignaskatt; húsnæðislánakcrfi með áherslu á aukið framlag til félags- legra íbúða og kaupleigufyrirkomu- lag; sameiginlegan lífeyrissjóð allra landsmanna og yrði stofnun slíks, sjóðs ákveðin með þjóðaratkvæða- greiðslu; nýja atvinnustefnu með áherslu á nýtækniiðnað og nýgreinar í landbúnaði og sjávarútvegi; sam- ræmda launastcfnu scm forsendu baráttu gegn vcrðbólgu þar sem verkalýðshreyfing, stjórnvöld og r samtök atvinnulífs séu samábyrg; nýskipan sveitarstjórnmála þar sem stjórnsýslustigin verði þrjú; og að síðustu stjórnkerfisbrcytingar er miði að jöfnun atkvæðisréttar landsmanna. í utanríkismálum ályktar Alþýðu- IJokkurinn m.a. „að lýðræðisöflun- um beri skylda til að auka samstöðu sína og efla sameiginlegt öryggis- kerfi sitt og bendir á að styrkur Nýbakaður alþýðuflokksmaður, Guðmundur Einarsson, gantast við flokks- bræður sína Sighvat Björgvinsson og Birgi Dýrfjörð. Tímamynd Svcrrir lýðræðisins hlýtur að vera sú for- senda sem lýðræðisríkin ganga út frá þegar gengið er til gagnkvæmra samninga um afvopnun, samdrátt hcrja, takmarkanir á tilraunurn með ný vopnakerfi og öruggt eftirlit með vígbúnaði". í viðtali við Tímann taldi Jón Baldvin Hannibalsson einkum fernt einkenna þetta þing Alþýðuflokks- ins. í fyrsta lagi fjölmenni þingfull- trúa. í öðrti lagi hefðu konur aldrei verið fleiri. í þriðja lagi góða mæt- ingu nýrra sveitarstjórnarmanna, sem hefði fjölgað mjög í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Að síð- ustu bæri svo að nefna sögulegar sættir Alþýðuflokks og Bandalags jafnaöarmanna. Aðspurður vildi Jón ekki nafn- greina verkalýðsleiðtoga þá sem hann hafði látið liggja að að væru að ganga til samstarfs við Alþýðuflokk- inn. Sagði hann að vaxandi málefna- leg samstaða Alþýðullokksins og verkalýðsleiðtoga úr Alþýöubanda- laginu mundi lciða í Ijós hverjir það væru. Athyglisverðan árangur einstak- linga úr Bandalagi jafnaðarmanna í kosningu til flokksstjórnar og fram- kvæmdastjórnar, cn þrírvoru kosnir í ilokksstjórn og einn í framkvæmda- stjórn, vildi Jón meina að staðfesti góðan vilja Alþýðuflokksins varð- andi samstarfið við hina nýju félaga. „Greenpeace“ skip .á leiö til Islands: Ekki hleypt inn í landhelgina? „Kannað þegar þar aö kemur,“ segir forstjóri Landhelgisgæslunnar Síríus, skip umhverfissamtak- anna „Greenpeace" er á leið til íslands. Haft er eftir talsmönnum samtakanna að ferðin til íslands, og nærvera skipsins eigi að vera táknræn fyrir vonir „Greenpeace" um að viðræður þeirra Reagans og Gobatsjovs verði árangursríkar á sviði afvopnunarmála. Ekki er enn ljóst hvenær skipið kemur til landsins en talsmcnn samtakanna segja að þeir eigi ekki von á því að fá að fara inn í íslenska landhelgi. Gunnar Bcrgsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar var spurður um hver viðbrögð hennar yrðu þegar og cf skipið kæmi að íslenskri landhelgi. Gunnar sagði að ákvörðun yrði tekin um það þegar þar að kæmi. Hann vildi ekki hafa fleiri orð þar um. -ES Misgengi launa og láns kjara stöðugt minnkandi - úr 28% niöur í 11 % á s.l. þrem árum Frá því að misgengi launa- og lánskjaravísitölu náði hámarki í okt- óber 1983-þegarsú síðarnefnda var komin 28,3% fram úr launavísitöl- unni - hefur þróunin snúist við. Lánskjaravísitalan hcfur síðan hækkað minna en launin, þannig að misgengið er nú í október komið niður í 10,8%. í töflu frá Hagstofunni kemur fram að lánskjaravísitalan og launa- vísitalan þróuðust í stórum dráttum á svipaðán liátt frá miðju ári 1979 (upphafstími beggja) þar til undir lok ársins 1982. Þá byrjaði hið Jón Baldvin endur alræmda misgcngi sem náöi hámarki í október 1983 þegar lánskjaravísi- talan var komin 28,3% frani úr laununum. í ársbyrjun 1984 hafði bilið mjókkað í um 25% og síöan smám saman niður í um 20% um áramót 1984/1985, og áfram niöur um 17% um síðustu áramót. í fe- brúar og mars á þessu ári tók lánskjaravísitalan nokkurn kipp fram úr launavísitölunni - varö um 24,5% hærri í mars. Síðan hefur bilið snarminnkað aftur. þannig að lánskjaravísitalan varum 16% hærri í júlí s.l.. þ.e. síðasta mánuðinn sem meðfylgjandi línurit úr Hagtíðunum nær til. Nú í október cr launavísítal- an 1362 stig og lánskjaravísitalan 1509 stig. cða aðeins um 10,8% hærri. Til að að skýra þróunina með ákveönu dæmi má hugsa sér lán frá því í desember 1980 hvar af fös; afborgun hefði átt að verti 4 þús. kr. ;iuk verðbóta. Nú í október hefði sú upphæö veriö komin í 30.640 kr. samkvæmt lánskjaravísitölu, en að- eins 27.655 ef miðað hcfði verið við launavísitöluna. Ef misgengið hefði hins vegar enn verið hið sama og í október 1983 hefði grciðslan hins vegar átt að vcra 35.476 krónur. Má því scgja að í þessu dæmi hafi misgcngið minnkaö um 4.836 krónur, frá því það var mest. en cnnþá sitji þó cftir af því 2.985 krónur, þ.e. umfram þaðscm launin hafa hækkað. Launavísitala til grciðslujöfnunar er sctt saman að jöfnu úr vísitölu atvinnutckna á mann, scm byggð cr á áætlun Þjóðhagsstofunar, og hins vegar víSitölu meðalkauptaxta allra launþega. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.