Tíminn - 07.10.1986, Qupperneq 4
4 Tíminn
SPEGILL
lllillllli
lllllllllll
illllilll
Kitty Kelly segir að brosið dugi henni oft vel, þegar liún þarl'að fá fólk til að
segja frá. „Það hugsar sem svo, - þessi vinsamlega kona hlýtur að vera
meinleysisgrey, svolítið feitlagin og með litað hár, - en ég get verið
skaðræðiskvendi, þó ég segi sjálf frá!“
Konan sem
„fræga fólkið“
í Ameríku
óttast:
KITTY KELLEY RITHÖFUNDUR
Þ
að er sagt að hrollur fari
um stjörnurnar í Hollywood og
annað frægt fólk í Ameríku þegar
það heyrir nafnið Kitty Kelley, -
en hún hefur skrifað þrjár ævisög-
ur, sem hafa valdið miklu fjaðra-
foki. Það eru bækurnar „Jackie 0“
um Jacqueline Kcnnedy Onassis,
„The Last Star“ um Elizabeth
Taylor - og nú síðast bók um
ævintýralegan ævifcril söngvarans
Frank Sinatra.
Frá því að Sinatra heyrði að
Kitty Kelley væri að vinna að
ævisögu hans, hefur hann staðið í
málaferlum við rithöfundinn og
útgefendur til að reyna að stöðva
útkomu bókarinnar. Hann hefur
nú gefist upp og látið málsóknina
niður falla, en sagt er að kostnaður-
inn hafi verið kominn yfir 50 mill-
jónir króna.
Kitty Kelley er Ijóshærð, blá-
eygð smávaxin kona á fimmtugs-
aldri. Hún er glaðleg í framkomu
og sagt er að hún sé afar lagin við
að fá fólk til að segja frá. Menn láta
blekkjast af góðlegu viðmóti
hcnnar, - en hún segir sjálf, að hún
sé þrautseig og þolinmóð í upplýs-
ingaöflun og eiginmaður hennar,
sem ætti að þekkja hana manna
best, segir að hún geti barist eins
og tígrisdýr þegar því sé að skipta.
Eiginmaðurinn heitir Michael
Edgley og er líka rithöfundur.
Hann hefur sagt í viðtali, að hann
geri sér grein fyrir því, að konan
sín noti stundum „sinn sexí
sjarma" til að kynnast mönnum
sem hún þurfi að fá upplýsingar
hjá, cn þau lifi í hamingjusömu
hjónabandi,“ og ekki er meira um
það mál aðsegja," bætti hann við.
Kitty hælir sér af því, að „fórnar-
lömb“ sín forðist sig eins og heitan
eldinn, og taki ekki undir þó hún
bjóði góðan dag - hvað þá meir!
„Það er af því að ég hef unnið
verk mitt vel og hrist upp í minn-
ingasjóði þeirra. Já, það hafa hrun-
iðmargar beinagrindur út úr leym-
skápum - ef svo má að orði
komast," segir Kitty Kelley hreyk-
in.
FÓRNARLÖMBIN
Frank Sinatra hefur gefist upp við
málsókn, og nú er talað um
„blondínuna sem sigraði Sinatra“
Jackie Kennedy Onassis var að
vonum óhress yfir að í bókinni
„Jackie 0“ var mikið sagt frá
kvennafari Kennedybræðra.
Elizabeth Tayior var sár yfir frá-
sögn Kitty Kelley af móður Eliza-
betar og sambandi þeirra
mæðgna. Einnig var hún öskuill
þegar farið var að rifja upp gömul
ástarævintýri.
Hundaeigendur sungu
„Hún á afmæli
í dag!“
Hjón í Ernster í Luxemborg héldu
hátíðlegt afmæli tíkurinnar Sophie. Þau
sendu myndir af afmælisbarninu og tcrt-
unni hennar til vikublaðs og sögðu m.a.
í bréfi sem fylgdi myndunum:
„Okkur þykir scm tíkin okkar, hún
Sophie,, sé alveg sérstök, og þess vegna
viklum við hafa mikið við á fyrsta
afmælisdegi hennar. Við bökuðum
köku, og þar sem Sophic er „Dalmati-
an“-tfk, en þeir hundar eru vanalega
ljósir með dökkurn blettum, þá langaði
okkur til að hafa kökuna í stíl, en kakan
varð reyndar dökkbrún með ljósum
blettum. Kakan gerði mikla lukku og
Sophie át hana upp til agna!
Viljið þið fá uppskriftina að hunda-
kökunni? Hún er á þessa leið:
300 g hakkað kjöt, 150 g blandað
grænmeti, 100 g soðin hrísgrjón, sósulit-
ur og harðsoðin egg eru notuð í skreyt-
ingu. Yfir kökuna var sctt hlaup úr,
matarlími. Kertið var tekið áður en
Sophie byrjaði að borða tertuna sína.
Efst sést afmælistertan hennar Sophie.
Þá stillir Sophie sér upp fyrir uiyndatöku
og loks gæðir hún sér á tertunni.
Þriðjudagur 7. október 1986
Fjárfrekt
grafhýsi
yfir Vasa
gamla
Furðufréttir í Þjóðviljanum vekja
að öllu jöfnu ekki mikla athygli,
enda eru menn því vanastir að ekki
sé mikið mark takandi á því sem
talið er prenthæft -á þeim bæ. Fyrir
kemur þó að treysta. má því sem
málgagnið hefur fram að færa.
Um helgina bar óvæntan fróðleik
fyrir augu lesenda málgagnsins.
Svona lítur hann út í meðferð
blaðsins.
Vasa
maðurinn frægi frá 17. öld sem
var grafinn úr Stokkhólmshöfn
árið 1961, fær nú að hvíla í til-
komumiklu grafhýsi sem kemur
til með að kosta 920 milljónir ís-
lenskra króna, hvorki meira né
minna. Yfirvöld eru með þessari
ákvörðun að koma til móts við
miklar umræður sem orðið hafa í
Svíþjóð um að Vasa gamli „liggi
undir skemmdum".
Það er Reutcr gantli sem er borinn
fvrir fréttinni, og hlýtur hún því að
vera áreiðanleg í betra lagi.
En sá galli er á að grafhýsiðsemá
að kósta hvorki meira né minna en
920 milljónir íslenskra króna mun
eiga að reisa yfir mikinn skipsskrokk
sem drcginn var úr djúpi utan við
Stokkhólm og þykir mikil þjóðarger-
semi.
Reuter bunar úr sér fréttunum á
ensku og þýðendum Þjóðviljans til
glöggvunar skal á það bent að mað-
urinn frægi sem þeir ætla að láta í
grafhýsið dýrmæta mun vera slakleg
þýðing á man-of-war, sem útleggst
herskip á íslensku, einkum frá fyrri
öldum. svo að gild orðabókarskýi ing
fylgi með.
Það er margt að varast í þessum
heimi og jafnvel þjóðviljaskírbentar
eru ekki óskeikulir, þótt þeir viti það
ekki sjálfir.
Landhelgisgæslan:
Týr til
taks?
Verndar Höfða úr norðri
Landhelgisgæslan mun að öll-
um líkindum verða með skip sitt
Tý, rétt fyrir utan Reykjavíkur-
höfn. meðan á viðræðum leið-
toga Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna stendur. Gunnar Berg-
steinsson forstjóri Landhelgis-
gæslunnar vildi ekki staðfesta að
Týr yrði notaður i þessum til-
gangi, en sagði að þeir myndu
nota öll sín tæki.
Aðspurður um hvort fulltrúar
bandarísku og sovésku örygg-
isvarðanna yrðu um borð, sagöi
Gunnar að hann hefði ekki fengið
neinar upplýsingar um það enn.