Tíminn - 07.10.1986, Síða 7

Tíminn - 07.10.1986, Síða 7
Þriðjudagur 7. október 1986 Flóttamannavandamálið: Hinir ríku sýni vilja í verki Hin ríku iðnaðarlönd verða að taka við sínum hlut af flóttamönnum frá ríkjum þriðja heimsins og mega ekki líta á þá sem ólöglega innflytj- cndur eða ógnun við öryggi land- anna. Þetta var haft eftir háttsettum embættismanni innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um flóttamann- ahjálp. Jean-Pierre Hocke sagði í gær að hinn mikli fjöldi flóttamanna frá ríkjum þriðja heintsins sem lcitaði hjálpar í ríkjum hins vestræna heims hefði „komið öllum viðteknum lög- um og reglum í sambandi við flótta- menn úr jafnvægi.” Hocke sagði að vegna þcssa hefðu nú mörg ríki sett nýjar reglur sem væru í raun og veru til varnar og fráhrindandi fyrir flóttamenn. Hann sagðist skilja að nauðsynlegt væri að gera upp á milli raunveru- legra flóttamanna og þeirra sem aðeins kæmu vegna efnahagsiegra ástæðna. Hinsvegar væri mikilvægt að þeir settu ekki þannig reglur að báðir hóparnir væru undir sömu regnhlíf settir. Hocke nefndi ekki nein lönd á nafn en af orðum hans mátti skilja að hann ætti við ríki V-Evrópu. Þar hafa atvinnuleysi og sprengjutilræði sett stjórnvöld og almenning í nokk- uð mikla varnarstöðu gagnvart flóttamönnum frá Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum. Tíminn 7 Mörg vandamál inæta flóttamönnum í ókunnu landi og siðirnir vilja oft rekast á. Israel: Peres fer, Shamir kemur Tel Aviv-Reuter Símon Peres forsætisráðherra ísraels sagði á þingi í gær að hann myndi láta af embætti sínu næstkom- andi föstudag en samkvæmt sant- komulagi stjórnarflokkanna tekur hinn hægrisinnaði utanríkisráðherra Yitzhak Shamir þá við embætti for- sætisráðherra. Shantir er leiðtogi í Likudbandalags- ins og Peres leiðir Verkamannaflokk- inn. Ofullkomið samkomulag náðist milli þessara aðila eftir þingkosning- arnar árið 1984 um að skiptast á forsætisráðherraembættinu. „Ég hef í hyggju að fara til forsetans á föstudaginn og segja af mér embættinu.” sagði Peres á þing- inu í gær. Peres og Shamir hafa ekki getað endanlega gengið frá samkomulagi um „skiptingu" forsætisráðherra- embættisins og herma heimildir að slíkt gæti gengið erfiðlega fari svo að Shamir vilji kalla aftur til starfa Yitzhak Modai fyrrum fjármála- og dómsmálaráðherra. Hann var látinn víkja úr embætti í júlí mánuði eftir að hafa nióðgað Pcres á opinberum vettvangi. Henry Kissinger um afvopnunarmál: TALNALEIKUR Afvopnunarviðræður eru orðnar að talnaleik og ættu ekki að vera eina málið sem samskipti austurs og vesturs snérust um. Pað var Henry Kissinger fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sem þessu hélt fratn í grein sem hann skrifaði fyrir tímaritið Newsweek. „Afvopnunarviðræður eru að snúast í talnaleik sem gerir raun- veruleika hernaðarlegs jafnvægis fáránlegan og ógnar hæfileika okk- ar til að ná framförum í svæðis- bundnum málefnum sem eru mikil- vægust í spennuminnkun austurs og vesturs", skrifaði Kissingser. Indland/Sovétríkin: GEIMFARAR í JÓGAÆFINGAR Nýja Delhi-Rculcr Sovésk yfirvöld vilja fá Indvcrja til að kenna geimförum sínum jóga til að koma í vcg fyrir að þeir þjáist al geimveiki. Pað var yfirmaður indverskar stofnunar, sem ein- bcitir sér að fluglækningum, sem frá þessu skýrði í gær. P.C. Chattcrjcc sagði frétta- mönnum í Bangalore að sér- fræðingar t löndunum tveimur væru einnig að huga að því hvernig hægt væri að nota jóga til að hjálpa geimförum til að aðlagast þyngdar- leysi. Hantt sagði að tilraunir þær sem Rakesh Sharma. fyrsti indverski geimfarinn scm fcrðaðist með sovcsku geimfari árið 1984. fram- kvæmdi hefðu sýnt að jógaæfingar gætu verið geimförum til góðs. Einfaldasta æfingarform jóga kennir mönnum öndunar- og vöðvastjórnun. Fréttaskýring frá APN: Krafa um meira en tómt tal Meginástæðan fyrir því að Mikhail Gorbachjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, bað Reagan unt óform- legan fund í Reykjavík, var að hann vildi vinna að því að raunhæf- ur og verulegur árangur næðist í viðræðum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir tveir eiga fyrst og fremst að fallast á skilmerkileg fyrirmæli fyrir sendi- nefndir sínar á viðræðunum um kjarnorku- og geimvopn. Frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Genf, hafa Sovétríkin gert ýmislegt til að sætta sjónarmið beggja aðila. Þau hafa aldrei látið stjórnast af reglunni um „allt eða ekkert”, þó að Gorbachjov hafi að vísu sagt að það sé tilgangslaust að halda leiðtogafund um „ekki neitt'", (þar átti hann við heimsókn sína til Bandaríkjanna, sem leið- togarnir komust að samkomulagi um í Genf á sínum tíma). Fólk í þessum tveim löndum og um heint allan vill að leiðtogarnir tveir hafist eitthvað meira að en að tala og að þeir komist að raunhæfum samn- ingum, sem yrðu til þess að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Á undaförnum mánuðum hafa aðalritari miðstjórnar KFS og for- seti Bandaríkjanna skipst á bréfum í trúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá vei upplýstum sérfræðingum (t.d. í Newsweek þann 22. sept- ember) vitna þær tillögur, sem hafa komið frá Sovétríkjunum um löngun til að taka hagsmuni hins aðilans með í reikninginn. Þetta sést greinilega cf haft cr í liuga að Sovétríkin hafa nokkrum sinnum gefið eftir þegar málin hafa snúist um meðaldrægar eldflaugar í Evr- ópu. Moskva tók ekki þátt í uppgerð- arbjartsýni hins aðilans, þegar Washington lét sem allt væri í lagi hvað viðvéki undirbúningi fyrir heimsókn sovéska leiðtogans til Bandaríkjanna. Mikhail Gorbac- hjov reyndi ekki að afvegaleiða neinn, hvorki alntenning í Sovét- ríkjunum né í heiminum, þegar hann var spurður um horfurnar á samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Hann sagði að regla Sovétríkjanna væri að reka staðfasta stefnu og varðveita lög- mæta hagsmuni þeirra, en jafn- framt að eiga viðskipti við hinn aðilann á raunhæfan máta, að hafa stjórn á hlutunum og láta ekki undan ögrunum, Við ætlum ekki að brenna allar brýr, eins og sumir í Bandaríkjunum vilja að við gerum. Við þurfum á þeim að halda til að ganga yfir þær. j Á Þegar Eduard Shevardnadze tal- aði á blaðamannafundi í New York, sagði hann að heimurinn yrði stöðugt í hættu ef samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna yrðu lengi á hættulega háum suðu- punkti. Verði ekki bundinn endi.' á vígbúnaðarkapphlaupið, verði ekki komið í veg fyrir að það fari út í geiminn og gangi hvorki né reki í afvopnunarmálum né í átt til meira trausts, verða samskiptin áfram á suðupunkti. Tíminn sem við höfum til að taka ábyrgðarfullar ákvarðanir í sameiningu, þó að um málamiðlun verði e.t.v. að ræða, er hið dýrmæt- asta sem við höfum. En hann þýtur frá okkur, eins og Mikhail Gorbac- hjov hefur sagt hvað eftir annað, og þess vegna er svo nauðsynlegt að hafast að núna. Næsta stig í viðræðum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna mun réttlæta vonir þjóðanna, ef þar leysast eitt eða fleiri af þeim vandamálum sem er Gorbatsjov Sovétleiðtogi segir til- gangslaust að halda leiðtogafund um „ekki neitt“. Líklega nokkuð til í því. að finna á sviði alþjóðaöryggis. Fundurinn í Reykjavík hlýtur að þjóna þeim tilgangi. Markmið hans er að marka leiðina út úr víta- hringnum og inn á braut samninga- viðræðna. Spartak Beglov, pólitískur fréttaskýrandi APN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.