Tíminn - 07.10.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 07.10.1986, Qupperneq 13
Þriðjudagur 7. október 1986 Tíminn 13 MINNING þurrkan í bflinn í bátinn á vinnustaöirm á heimllið í sumarbústaw í ferðalagið og fl. Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viitu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur Jörgen Þorbergsson Elsku afi niinn er farinn - farinn til að sameinast alheimssálinni. Fyrir honum var alheimssálin æðsta tilveru- stig manneskjunnar og hann trúði á hana. Ég átti því láni að fagna sem viðkvæmur unglingur að fá að kynn- ast Jörgen afa mínum náið og þau kynni verða aldrei útskýrð eða metin með orðum. Ég bjó með honum og ömmu heitinni Laufeyju í Stangó eða Stangarholti 12 í Reykjavík. Afi missti ömmu frá sér fyrir tæpum 6 árum og bjó eftir það á Hrafnistu í Hafnarfirði. Afi Jörgen varð aldrei lúinn og leiður a lífinu, þótt hann næði háum aldri. Lífsgleði hans fólst í ást á tilverunni. Hann hafði óslökkvandi áhuga á manneskjunni og tilgangi hennar og vildi alltaf reyna að skilja hana. Þess vegna naut hann sín líka best í samræðum við fólk og í frásögnum af eigin lífi. Greind kona í Reykjavík sagði við mig í íyrravetur að eina uppeldis- aðferðin sem hægt væri að nota með árangri væri stöðug hvatning frá blautu barnsbeini. Fessa hvatningu sem sérhver ung manneskja þarfnast fékk ég alltaf frá afa Jörgen. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklát. Fegar ég hugsa til afa þýtur li'til mynd úr Stangó í gcgnum LESENDUR SKRIFA illlllll 11 llllllllílll Uppástunga 1 tilcfni heimsóknar valinkunnra stórmenna má svosem gcra fleira en að prenta snoppurnar þeirra á boli. þótt það sé í sjálfu sér prvðilegt. Sú hugmynd hcfur skotið upp kollinum að gaman væri að dúndra upp cinni útihátíð á Arnarhóli og biðja kurteislega um að sláturtíðinni fari nú að ljúka hér á jörð og hvort ckki væri hægt að losna við þessar bombur öðruvísi en að sprengja þær, okkur öllum til armæðu. Bubbi friðarkóngur gæti messað yfir lýðnum með sinni óviðjafnan- legu rödd (óskalag: Braggablús) og aðrir stórmeistarar í rokki. djassi og klassík látið gamminn geysa. Ekki má gleyma skáldunum; Siglús Daða- son mætti t.d. tnín vegna muldra yfir okkur hugleiðingar um söguleg stórslys og ekki má lieldur glcyma Vilborgu og gamla manninum á Gljúfró. Sveskjan í enda bjúgans væri svo náttúrlega ef hægt væri að hnippa, svona í tilefni dagsins, í einsog cinn veraldarfrægan músíkant sem vill fá frið. Reagan og Gorbatsjeff hittast nú ekki á hverjum degi og því ekki ósennilegt að tímabundinn stórsnill- ingur á borð við Stevie Wonder sjái sér fært að hoppa útúr stundartöfl- unni einn sólarhring eða svo tilað minna heimsbyggðina og tvo voldug- ustu menn hennar á að lífið sé gott og fallegt. Því sting ég uppá snilli- menninu Stevie Wonder að fáir hafa vottað öllu því sem lífsanda drcgur jafn djúpa og innilega lotningu með jafn áhrifaríkum hætti og sá svarti blindi skratti. Undrastebbi er þó aðcins ein hugmynd og auðvitað koma fjölmargir aðrir spilamenn til greina. Skrall af þessu t;igi gæti hugsan- lega stuðlað að því að leiðtogafund- urinn yrði annað og meira en nýtt síldarævintýri fyrir íslcndinga og gálgalegur Hafnarfjarðarbrandari fyrir hinar þjóðirnar í heiminum. Davíð á allar græjur sem þarf til að hrinda þessu í framkvæmd; nú vantar bara vinnufúsar hendur. Böl- sýnir og linir efascmdamenn scm halda að ..þetta sé ekki hægt" mega eiga sitt gjamm. Rétt er að minna á að áður hefur verið kýlt á fyrirvara- litla stórhátíð að hausti hér í borg og á ég þá við svonefnda Sólkveðjuhá- tíð haustið 1978. Það impróvíseraða húllumhæ lukkáðist vel. öllum var frjálst að vera með upppákomur og óhætt að scgja að margir óvæntir talentar hafi sprottið þar fram úr skúmaskotum. Umfram allt: engar æsingaræður cða slagorð. ekkert mjálm tim NATÓ eða Gúlag. Söfnumst saman til þess eins að minna á að jarðlífið er dýrmætt, skondið og skemmtilegt svo fremi sem fólk fær frið fyrir byssukjöftum. hatri og helsprengj- um. Scgjum það á vinsamlegan og skiljanlegan hátt, líkfog talað er við börn, þannig að þessir tveir fuglar sem krunka hér saman fljúgi í sitt austur og sitt vestur með þcssi cin- földu sannindi bakvið eyrað: bað er Ijótt að drepa. Virðingarfyllst, Þorgcir Kjartansson hugann: Kvölddagskrá hins nýja ís- lenska sjónvarps er lokið, það er árið 1969. amma er sofnuð sitjandi í sófanum cftir armæðu dagsins, við afi byrjuð að ræða innsta eðli hlut- anna. Afi situr sallarólegur og talar uni hið raunverulega líf, nefnilega lífið eftir dauðann. Hann nær í guðspekirit og gaukar því að mér, amma rumskar, stendur upp og spyr um leið og hún svarar sér sjálf: „Hvað er lífið? Heimsins mæða, böl og strit", og augu okkar afa mætast og hann brosir út í annað. Auðvitað var líf hans líka mæða og strit á köflum. Hann var óskólagcnginn alþýðumaður alinn upp í ungmenna- félagsanda norður í bingcyjarsýslu í byrjun aldarinnar. En hann var stöðugt að mennta sig sjálfur og meðan honum entist sjón var hann sílesandi, bæöi fornsögur og annað og eignaðist sjálfur þó nokkuð bóka- safn. Þcss vegna var hann bæði fróður og sérlega víðsýnn. Hugsun lians var alltaf frjáls og fordómalaus, framkoma hans hlý og þægileg. Þar að auki hafði hann bæði kímnigáfu og ríka tilfinningu fyrir öllu sem gleður okkar ævidag m.a. tónlist og sjálfur var hann einn af glæsilegustu glímuköppum aldarinnar og þótti hann glíma sérlcga fallcga. Þcgar ég nú kveð hann afa minn, þá nægir ckkert minna cn eftirfarandi Ijóð Williams Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: GrafljóA Aldrei framnr óttast þú eldmun ditgs ne' kalda nótt, kvutt þú hefur hcimsins bú, heimför gcrt og Uiun þín sótt. Æskufjör og feyskid hold fylgist að /' dökkti mold. Aldrei meir þcr ógnu sktil ygglibrún og ra'ð/n /ía'; skeyt ei frumar flík nc mal. fcllur eik scm visið stni. Spcki. vald og hreystihold hafnar allt í kaldri mold. Aldrci meir þig skelfa skal skrugga snögg og elding föl. áfjátt níd og eitráð tal, öll er gcngin sæld og kvöl. Ást sem björtust finnst á fold fylgir þér í svarta mold. Enginn seiður xri! enginn galdur sxri! illir andar víki! alcin þögnin ríki! Hljóttu frið í hinztu gjöf. heiður signi þína gröf. Núna þegar ég kveð hann afa minn í hinsta sinn á þessu tilveru- stigi, þá man ég að faðmur hans var öruggur og hlýr - að þegar við tvö vorum saman, þá var enginn annar en ég og hann og þcgar við hittumst í síðasta sinn þá hvíslaði hann að mér alveg eins og þegar ég var unglingur. „Hver er best?" og við vissum bæði rétta svarið - svo hlógum við. Núna hvíslar hann ekki lengur, núna hvísla ég til hans, „Besti afi í heimi". Hans skál. Blessuð sé minning hans. Hlín Agnarsdótlir Ertu að byggja líkamann? Þá er blaðburöur góður kostur fyrir þig Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Álftahólar, Blikahólar, Dúfnahólar, Fýlshólar. Rauðagerði, Sogavegurfrá 101-212 Hafðu samband. Ttniinn upp SIDUMULA 15 686300

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.