Tíminn - 07.10.1986, Page 20
Vertu í takt viö
Timann
AUGLÝSINGAR 1 83 00
VETRARVERTIÐIN í íþróttunum hófst
um helgina. Þrír leikir voru á dagskrá
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og
einnig i öðrum deildum. Þá voru nokkr-
ir leikir í handknattleiknum en 1. deild
karla hefst annað kvöld.
Á íþróttasíðum bls. 10-11 er sagt frá
úrslitum í leikjum helgarinnar.
Timinn
Þríðjudagur 7. október 1986
Hver á þingsæti Bandalags jafnaðarmanna?
Forseti Alþingis
sker úr um málið
í nafni landsncfndar Bandalags
jafnaðarmanna hcfur Þorvaldi
Garðari Kristjánssyni, forseta Al-
þingis, vcrið scnt brcf þar scm
krafist cr að þcir fjórir þingmcnn
scm nú sitja á þingi í nafni Bandalags
jafnaðarmanna víki þcgar af þingi.
Jafnframt cr þar fariö fram á að við
sætum þcirra taki núvcrandi vara-
þingmenn BJ.
I brcfinu, scm undirritaö cr af
Þorstcini Hákonarsyni landsnefnd-
armanni BJ og Þorgils Axclssyni
fyrrvcrandi landsncfndarmanni, cru
færð þau meginrök fyrir kröfunni.
að varaþingntcnnirnir þrír sitji á
þingi í kraíti u.þ.b. 7000 atkvæða
sent fallið hafi á Bandalag jafnað-
armanna cn ckki viðkomandi þing-
mcnn og því cigi Bandalagið rctt á
þingsætum, ckki viðkomandi cin-
staklingar.
I samtali við Tímann vildi Þorgils
Axclsson ckki tjá sig um lagalcgt
gildi kröfunnar, cn taldi mcginatrið-
ið vcra að atferli þingmannanna
fjögurra, Guömundar Linarsonar,
Stcfáns Bcncdiktssonar og Kolbrún-
ar Jónsdóttur, scm gcngu til liðs við
Alþýöuflokkinn, og Kristínar
Kvaran, scm gcngið hcfur í Sjálf-
stæðisflokkinn, væri siðlaust og
óskiljanlcgt. Hann sagði það ckki
vcra í neins valdi ncma landsfundar
Bandalags jafnaðarmanna að lcggja
niöur flokkinn. Jafnframt gat Þorgils
þcss að núvcrandi aðstandcndur
Bandalags jafnaðarmanna hygðust
funda á mánudagskvöld unt Itvað
gcra skyldi í framhaldi kröfunnar
um afsögn fjórmenninganna.
Stefán Bencdiktsson, cinn þing-
mannanna fjögurra, vildi ckkcrt tjá
sig um ntáliö, ncma hvað slagorðið
„löglcgt cn siðlaust" ætti ckki við í
þcssu máli. Annar fyrrvcrandi þing-
rnaður Bandalágsins og núvcrandi
þingmaður Alþýðuflokksins, Guð-
mundur Einarsson, sagði hins vcgar
að aðgcröir þcirra scm brcfiö sendu
væru táknrænar fyrir það scm
Bandalagið hcfði cinmitt vcriðstofn-
aö gcgn, þ.c. ;ið þingsæti væru á
eignarskrá flokkscigcndafclags úti í
bæ. Samkvæmt stjórnarskránni væri
það persónulegt mat viðkomandi
þingmanns hvaða afstöðu liann tæki
í þcssu máli scm öðrum, ckki flokks.
Einnig voru áhöld um umboö þeirra,
scrn kröfuna um afsögn gerðu, því
nú sætu t.d. þrír af tíu landsncfnd-
armönnum Bandalagsins í flokks-
stjórn og framkvæmdastjórn Alþýðu-
flokksins.
Spurningunni um hvort Jónína
Leósdóttir (Rcykjavík), Kristófer
Már Kristinsson (Vcsturland), Sjöfn
Halldórsdóttir (Suðurland) og Grct-
ar Jónsson (Austurland), varaþing-
mcnn fara inn á þing verður því ekki
svarað fyrr cn forscti Alþingis birtir
úrskurð sinn. Scrfróðir menn í
stjórnlögum tclja þó ólíklegt að svo
verði. ÞÆÓ
ReutersfréttastofanmistúlkarorðSteingrímsumgyðinga:
Óábyrg
fréttamennska
- segir Steingrímur um fréttina
Frctt scm Reuters fréttastofan
alþjóðlegahefur sent frá scr, þar
sem haft cr eftir Stcingrínti Hcr-
niannssyni forsætisráðhcrra, að
hann hvctji gyðinga til þcss að
koma ekki til Islands, hefur valdið
nokkrum misskilningi. Tintinn
hafði samband við Stcingrím vegna
ummæla hans í frcttinni. Scgir
Steingrímur aö honum finnist að
um óábyrga frcttamennsku sé að
ræða og að orð hans hafi vcrið
slitin úr samhengi.
Orðrctt cr haft cftir Steingrími í
frcttinni: „Ég vona bara aö þessir
gyðingar vcrði heima hjá sér því cg
vonast til þcss að viö getum komist
hjá öllum mótmælum."
í samtaii við Stcingrím í gær
kont fram að hann hafði sagt að
hann vonaðist til þess að allir
óánægðir hópar mcö mótmæli í
huga hcldu sig heima hjá sér. Þá
var hann spurður: „Hvað um gyð-
ingana'?" og sagði hann aö það gilti
cinnig um þá. Einsogsjá má, hefur
þctta verið fært úr skorðum og
fréttin þar mcð öölast nýjan sann-
Jeik. Viðbrögðin létu ckki standa á
sér og sagði Steingrímur að hann
hefði fcngið samtöl frá ísrael
vegna fréttarinnar. -ES
Flugumferö til Islands:
Þörf á beiðni með
24 tíma fyrirvara
- þegar sótt er um lendíngar
Flugumfcrðarstjórn hcfur gcfið út
alþjóðlcga tilkynningu, þar scm öllu
tlugi til íslands. utan rcglubundins
áætlunarflugs, cr gcrt að sækja um
leyfi til lcndingar mcð sólarhrings
fyrirvara.
Bifreiö
veltá
Skúlagötu
Bifreið valt á Skúlagötu fyrir
framan útvarpshúsið um klukkan
tíu á sunnudagskvöldið. Toyota
bifreið sem ekið var á miklunt
hraða á leið úr miðbæ Reykjavík-
ur undir stjórn ölvaðs ökumanns
náði ekki beygjunni á Skúlagötu
og valt því, en ckki urðu slys á
ökumanni eða farþega. Bifreiðin
er hins vegar mjög mikið
skemmd.
Annar ölvaöur ökumaður var
á ferð á Skúlagötu skömmu
seinna á sunnudagskvöldið og
keyröi Itann niður greindverk á
horninu á Skúlagötu og Snorra-
braut, en ökumaðurinn náði ekki
beygjunni út úr Skúlatorgi. Öku-
maðurinn slapp með skrámur en
bifreiðin sem er af Volkswagen
gerð er mikið skemmd.
Töluvert var unr árckstra í
umferðinni um helgina, en ekki
urðu þó teljandi slys á fólki.
ABS
Haukur Hauksson varaflugmála-
stjóri sagði í samtali við Tínrann í
gær að þcssar beiönir strcymdu inn
og væru þær jafn óðum sendar til
útléndingaeftírljtsins. Það var út-
lcndingaeftirlitið sem fór fram á að
tilkynningin yrði gefin út. Er það í
framhaldi af þcinr reglum scm farið
cr eftir, að feröamenn vcrði að gcta
framvísað bókun í gistirými við
komu sína til landsins.
Talsvert hefur vcrið um bciðnir
um lendingar og sagði Haukur þær
vcra flestar frá flugfélögum í
Evrópu, cinkallug, ferjuflugogeinka-'
þotur cn lítið hcföi vcrið bcðið um
lendingarleyfi fyrir einkavélar cnda
sagðist Haukur ckki ciga von á að
mikið yrði um slíkar vélar, þar scm
allra vcðra væri nú von.
- ES
Auöun< gengur að þessu sandpokavígi sem er upp á Amarhóli
úr því þjóta breskir hermenn og beinaaðhonumbyssukjöftum.
og veit hann þá ekki fyrri til en upp
Tímamynd: Pjetur
Breskir hermenn á Arnarhóli
Um þessar nrundir standa yfir
tökur á nýrri íslenskri sjónvarps-
mynd, sem byggð er á smásögunni
„Tilbury" eftir Þórarin Eldjárn
en Viðar Víkingsson hefur skrifað
handritið að kvikmyndinni, sem
hann leikstýrir jafnframt.
Myndin gerist unt 1940 og fjallar
um ungan pilt sem kcmur til
Reykjavíkur í fyrsta sinn. Pilturinn
heitir Auðun og kcntur til Reykja-
víkur til þcss að æfa sund, en
kynnist jafnframt ýmsu öðru í
Reykjavík, þar á meðal hernám-
inu. Auðun er leikinn af Kristjáni
Franklín Magnús.
Meðfylgjandi myndir eru af pilt-
inum þegar hann er í gönguferð
um bæinn og verður gengið upp
Arnarhól og sér þar hrúgu af
sandpokum. Hann gengur örlítið
nær og þá þjóta breskir hermenn
upp úr sandpokavíginu og byssu-
kjaftar beinast að piltinum sem
verður nú heldur en ekki um.
Pilturinn kemst þó að lokum að því
að þetta eru breskir hermenn á
æfingu.
Viðar Víkingsson sagði í samtali
við Tímann að tökur á myndinni
hefðu nú staðið yfir í um tvær vikur
en nú verður að fresta tökum í
viku, á meðan leiðtogafundurinn
stendur yfir.
Áætlað er að myndin verði sýnd
í siónvarpinu í mars á næsta ári.
ABS
Tveir piltar slasast í umferðarslysi á Snæfellsnesi:
Fundust um morguninn
„Viðhald vega hér til skammar,“ segir varðstjóri í lögreglunni
Alvarlegt umferðarslys varð í
Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, við
Klcifá, aðfaranótt sunnudagsins.
Tveir 17 ára frændur úr Staðarsveit
voru fluttir til Reykjavíkur mikið
slasaðir, cftir að bíll þeirra valt og
þeyttist yfir Kleifá og hafnaði í
' árbakkanum hinum megin við veg-
inn. Bifreiðin fannst um 80 metrum
frá þcim stað á veginum scm hún
hafði furið út af, en bifreiðin fannst
ekki fyrr en birta tók um morguninn
þrátt fyrir nokkra uniferð unt veginn
alla nóttina. Gerð var bráðaaðgerð
á hinum slösuðu á sjúkrahúsinu á
Stykkishólmi cn að því loknu voru
þeir sendir á Borgarsjúkrahúsið.
Piltarnir eru báðir úr lífshættu.
Að sögn varðstjóra lögreglunnar í
Siykkishólmi hafa óvenju mörg unt-
fefðarslys orðið í sumar á vegarkafl-
anum frá Vegamótum (þar sem
vegirnir á Snætellsncsi skiptast) og
að Fróðárheiði, um 35 km vegar-
kafli.
„Viðhald á vegum hér á Snæfells-
nesi er alveg til háborinnar
skammar, því það cr ekki heflað fyrr
en vegirnir eru orðnir nánast ófærir.
Þetta ástand á meðal annars við um
þcnnan vegarkafla, cnda leið varla
sá dagur í sutnar að ekki yröu meiri
eða minni óhöpp þarna, þar sem
vegurinn einkenndist af holu við*
holu og í vegköntunum voru stórir
bunkar af lausamöl," sagði varð-
stjórinn að lokum.
ABS