Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.10.1986, Blaðsíða 1
^ ■■ ^ _ STOFNAÐUR1917 1 nmnn SFJALDHAGI allar upplýsingar á einum staö SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. 70 áro I STUnU MALL. JOAN BAYEZ. sú heims- fræga bandaríska * söngkona, mun í gista ísland meöan) á leiðtogaviðræðunum i stendur. Hún mun koma fram á samkomu sem friðarhreyfingar efna til1 í Gamla bíói á laugardaginn. Bayez hefur mjög látið til sín taka í friðar- og afvopn- unarmálum og var frumkvöðull að stofnun samtakanna Humanitas Int- ernational, sem einbeita sér að þeim málum. EUROVISION verður haldin í byrjun maí næsta vor í Belgíu og hefur Sjónvarpið ákveðið að auglýsa eftir lagi til þátttöku fyrir íslands hönd. Fyrri hluti keppninnar verður öllum opinn en um leið og dómnefnd hefur valið 10 lög til áframhaldandi þátttöku verða nöfn höfunda birt og hverju lagi veittur styrkur til hljóðritunar. Val verðlauna- lagsins verður síðan í höndum fulltrúa almennings sem greiða atkvæði um lögin frá átta stöðum á landinu i beinni útsendingu. Það lag og flytjendur sem fær flest stig hlýtur 300 þúsund krónur í verðlaun og verður fulltrúi Islands í Belgíu. LAZGI, söng- og dansflokkurinn frá Úzbekistan sem dvalist hefur hér á landi að undanförnu, verður með sína síðustu tónleika og sýningu í Hlégarði í Mosfellssveit föstudagskvöldið kl. 20.30. Flokkurinn hefur komið nokkr- um sinnum fram undanfarið hér á landi og sýndi m.a. fyrirborgarstjórn Reykja- víkur í móttöku í Höfða um síðustu helgi. LAND MÍNS FÖÐUR, leikrit Kjartans Ragnarssonar, verður sýnt í Iðnó í 150. sinn í kvöld en nú er ár síðan verkiö var frumsýnt. Mun það einsdæmi að leikrit nái jafn mörg- um sýningum á ekki lengri tíma. Nokkr- ir miðar eru enn til á sýninguna í kvöld en næsta sýning verður á laugardags- kvöld. SJÓNVARPIÐ mun senda út á fimmtudaqinn, m.a. beint frá komu Reagans Bandaríkjaforsetatil íslands. Utsendingin hefst kl. 18.00 og fram til 21.00 verður dagskráin helguð leið- togafundinum oa komu Reagans, en að þvi loknu verður sýnd bíómynd eftir sögu Agöthu Christie. ALÞÝÐUFLOKKURINN verður með þrófkjör um skipan fimm efstu sæta á lista flokksins í Reykja- neskjördæmi. Prófkjörið fer fram 8.-9. nóvember.Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi ef frambjóðandi hlýtur minnst. 20% af kjörfylgi flokksins i kjördæminu við síðustu kosningar í viðkomandi sæti. MARGRÉT THATCHER forsætisráðherra Bretlands færði sig örlítið til vinstri í gær en með þeirri afleiðingu að hún snéri sig á ökkla. Forsætisráðherrann var að sjálfsögðu á þingi íhaldsflokksins í Bournemouth og færði sig aðeins til vinstri að ósk Ijósmyndara sem vildi festa hana á filmu fyrir utan ráðstefnusalinn. Það hefði Thatcher betur látið ógert því hællinn á öðrum skóm hennar festist og ökklinn snérist dulítið. Læknirsem á staðnum var setti ís á eymslin. KRUMMI Leiðtogafundurinn: Gyðingar fjölmenna Von er á fulltrúum samtaka gyðinga frá sjö löndum auk Bandaríkjanna hingað Frá David Keys, fréttaritura Tímans í London: í gær náðist samkomulag milli stjórnvalda og Samtaka sovéskra gyðinga í Bandaríkjunum (Nation- al Conference of Soviet Jewry) og munu fulltrúar samtakanna koma hingað á föstudag, halda blaða- mannafund og fara síðan úr landi samdægurs. En ekki munu öll kurl vera komin til grafar hvað varðar komur gyðinga hingað til lands í tilefni leiðtogafundarins. Fulltrúar samtaka gyðinga í Bretlandi, Noregi, Svíðþjóð, Dan- mörku, Hollandi, Frakklandi. ísra- el auk Bandaríkjanna munu ráð- gera ferð til Reykjavíkur nú á næstu dögum. og ætla með því að freista þess að þrýsta á sovésk yfirvöld um að leyfa sovéskum gyðingum að flytjast úr landi og setjast að í ísrael. Samkvæmt heimildum Tímans ætla fulltrúar þessara samtaka að halda sameiginlegan blaðamanna- fund í Reykjavík nú á föstudag. Meðal fulltrúa í ísraelsku sendi- nefndinni verður dr. Yuri Stern, en hann fluttist frá Sovétríkjunum til ísraels fyrir allmörgum árum. í forsvari fyrir sex manna sendi- nefndinni sem kemur frá Bretlandi verður AriclvHandler, en hann er formaður Samtaka gyöinga í Bret- landi (Thc Nationaí Council for Soviet Jewry). „Við munum örugglega fara til Reykjavíkur á miðvikudagskvöld (þ.e. í kvöld) og munum fullnægja öllum skilyrðum um tryggt húsa- skjól," sagði Handler í samtali við Tímann. „Á blaðamánnafundinum mununi við fara fram á það við leiðtoga stórveldanna tveggja að þeir setji vandamál þeirra gyðinga sem flytjast vilja frá Sovétríkjun- um til ísraels ofarlega á lista yfir umræðuefni sín. Við tcljum auðvit- að að mál eins og afvopnunarvið- ræðurnar, stjörnustríðsáætlunin o.fl. í þeim dúr séu mikilvægustu málin sem til umræðu Verða. En spurningin um mannréttindamál er einnig brennandi. Bæði stór- veldin skrifuðu undir ákveðnar skuldbindingar í mannréttindamál- um t' Helsinki 1976, og ef ekki er hægt að trcysta Sovétmönum til að framfylgja því sem þeir hafa heitið og skrifað undir, hvaða gagn er þá Hólmfríður Karlsdóttir - Ungfrú heimur átti hugi og hjörtu sovésku fréttamannanna frá fréttastofunni Tass. Myndin er tekin í þann mund sem viötal var tekið við Hólmfríði, af þeim Tass fréttamönnum. Ungfrú heimur hcimsótti fréttamiðstöðina í Hagaskóla í gær og átti óskipta athygli fréttamanna sem margir hverjir eru að verða þyrstir eftir fréttum þar til fundur leiðtoganna hefst. Mynd Pjeiur Húsnæðislánakerfið: UFEYRISSJODIRNIR 0G RÍKID SEMJA „Stjarna gyðinga virðist ætla að skína á fundinum. ‘‘ Leiðtogafundurinn: FÁIR„TOPPAR“ MEÐIFERÐUM Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir verða í fylgdarliði Reag- ans og Gorbatjsovs, þegar þeir koma til Reykjavíkur. Hcimildir Tímans segja að „Topp mennirnir" verði færri en var í Genf. Utanríkisráðherrar beggja landanna verða í för með leiðtogunum. Þá hefur Tíminn hlerað að Dobrinin verði í fylgd- arliði Gorbatsjovs og Donald Reagan starfsmannastjóri í Hvíta húsinu í fylgd með Reag- an-_________ -ES „Þetta er mjög merkur samning- ur og er stærsti innlendi samningur- inn sem gerður hefur verið um innlent fjármagn. Aðalatriðið er að lífeyrissjóðirnir féllust á þetta og þar með er búið að tryggja fjárhagsstöðu byggingarsjóðanna að verulegu leyti miðað við það sem lög gera ráð fyrir," sagði Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra í samtali við Tímann, en í gær tókust samingar milli lífeyris- sjóðanna og ríkisins um vaxtakjör á lánum sjóðanna til Húsnæðis- stofnunar. Samingar þessir ná til áranna 1987 og 1988, samið var um að vextir á lánum lífeyrissjóðanna til Húsnæðismálastofnunar skyldu vera 6,25% fyrra árið en lækka síðan í 5,90% fyrir árið 1988. Áður höfðu þessir aðilar samið um að vextir þessa árs skyldu vera 6,50%. Þá var einnig samið um lengri endurgreiðslutíma. Áður höfðu líf- eyrissjóðirnir samið að meðaltali um 9 ára endurgreiðslutíma á lán- um þeirra til Húsnæðismálastofn- unar, en er endurgreiðslutíminn ýmist 20 ár, 25 ár eða 30 ár. Taldi Alexander að þcssir samn- ingar væru upp á a.m.k. 8 milljarða króna og sennilega meira, þar sem innheimta lífeyrissjóðanna ykist á næsta ári með breyttum reglum, þar sem miðað er við að iðgjöld verði greidd í sjóðina af heildar- launum einstaklinga. „Við vonumst til að hér sé um stefnumarkandi atburð að ræða á vaxtamarkaðnum, þar sem stefnt er að lækkun vaxta í heildina. Það lögðum við núkla áherslu á,“ sagði Alexander Stcfánsson. phh af því að skrila undir nýja samn- inga.“ sagði Arich Handler við fréttaritara Tímans. Þá mun það ætlun samtaka gyð- inga í Bretlandi að efna til mót- mæla fyrir franian sendiráð Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna í London. þá daga sem fundurinn stendur yfir. DK/phh Halldór Ásgrímsson Hyggstgreiða fyrir stofnun fiskmarkaðar „Það getur verið að það þurfi lagabreytingar og við erum að kanna þaö mál. Við viljum hins vegar- greiöa fyrir því að þessi tilraun geti átt sér stað og mun- um þá lcggja það til að slíkar brcytingar verði gerðar cf á þarf uð halda. en þetta mun verða ljóst nú næstu daga." sagði Hall- dór Ásgrímsson þcgar Tíminn spurði hann álits á skýrslu nefnd- ar sem hann skipaöi í apríl 51. og kanna átti möguleikann á fisk- markaði og hvort slíkur markað- ur kallaði ekki á ákveðnar laga- breytingar. Nefndin skilaði skýrJlu sinni til ráðherra í gær og varð niöur- staða hennar þessi: „Nefndin leggur til að komið verði upp tilraunamarkaði með fisk þar sem verðmyndun verði frjáls eða ráðist m.ö.o. af ferskleika og gæöum ásamt framboði og eftir- spurn hverju sinni. Ncfndin boð- ar því til stofnunar hlux/ifélags um rekstur fiskmarkaðar." í greinargerð nefndarinnar kentur ennfrcmur fram aö hún telur að fiskmarkaðurinn ætti að vera staðsettur á Faxaflóasvæð- inu, þ.e. markaðssyæði sem mið- ist við svæöið frá Þorlákshöfn og vestur um til Akruncss og var það samdóma álit nefndurinnar. Aðrir staðir á landinu sem upp- fyllt gætu þau skilyröi scm nefnd- in setur fyrir staðsetningu fisk- ntarkaðar eru Eyjafjörður og Vcstmannacyjar. í greinargerð nefndarinnar er gert ráð lyrir að markaðurinn starfi 5 daga í viku og móttaka eða lönduri og flokkun fisksins í kassa eftir stærð og gæðuin fari fram fyrrihluta dagsins, cn sjálft uppboðið sfðan seinnipartinn. Þá er gcrl ráð fyrir því að væntanlcgir seljendur muni til- kynna sig á markaðinn með einhverjum fyrirvara þannig að kaupendur fái einhverju hug- mynd um hvcrsu mikið framboð- ið veröur einhverja daga fram í tímann, þó ekki verði ljóst hvert verður endanlegt framboö fyrr, en rctt fyrir uppboðið. Fiskmarkaðurinn sjálfur mun sja um að greiða scljendum og innheimta hjá kaupendum og mun\ auk þess borga lögboðin gjöld. Því er Ijóst að verulegt fjármagn mún streyma í gegnum markaðinn sjálfan. en hann verður fjármagnaður með 4% umboðslaununum. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.