Tíminn - 08.10.1986, Side 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 8. október 1986
FRÉTTASKÝRING
Snæfari landar fyrsta síldarfarminum:
Síldarvertíðin er hafin
Síldarvertíöin er nú hafin og
veiddist fyrsta síldin í Mjóafirði í
fyrrinótt. Það var Snæfari RE-76
sem veiddi þessa síld og var lienni
landað á Eskifirði þar sem hún var
fryst í beitu. Skipstjóri á Snæfara
er aflaklóin Ingvi Rafn Albertsson,
en hann hefur jafnan verið með
Guðmund Kristin' SU-404 frá Fá-
skrúðsfirði, cn nú er verið að koma
fyrir nýjum síldarleitartækjum í
Guðmundi Kristni og er hann ekki
tilbúinn ennþá. Síldin virðist stór
og falleg en endanlegar niðurstöð-
ur úr prófunum munu ekki liggja
fyrir fyrr en í dag.
Söltun að hefjast
Nú liggurfyriraðstrax ogsöltun-
arstöðvar hafa orðið sér úti um
vinnsluleyfi getur söltun hafist upp
í samninga við Svía og Finna.
Samningar hafa nú tekist við inn-
flytjendur frá þessum löndum um
sölu á samtals 51.000 tunnum af
ýmsum tegundum saltaðrar síldar,
en það er um 15% meira magn en
í fyrra.
Síldina sem Snæfari landaði á
Eskifirði átti upphaflega að salta á
Fáskrúðsfirði hjá Pólarsíld þarsem
Snæfari jafnan leggur upp á síldar-
vertíð, en ekki tókst aö fá söltunar-
stöðina tekna út af Ríkismati sjáv-
arafurða nógu snemma og var hún
því send í frystingu á Eskifjörð.
Hjá Pólarsíld er nú allt tilbúið til
söltunar og vantar aðcins samþykki
Ríkismatsins til aö söltun gcti
hafist. Skarphcöinn Óskarsson hjá
Rikismatinu sagði við Tímann í
gær að maður frá þeim væri á
leiðinni austur og að öllum líkind-
um yrði hægt að hefja söltun á
Fáskrúðsfirði í dag miðvikudag, ef
allt væri eins og það ætti að vera.
- stefnt að söltun á Fáskrúðsfirði í dag
Enn ekkert síldarverð
Enn hefur ekki verið ákveðið
verð á síld til söltunar, frystingar,
eða í úrgang og ekki boðaður nýr
fundur í Verðlagsráði um þetta
mál. Hugmyndin mun vera sú að
bíða og sjá hvernig samningar við
Sovétmenn þróast. Formlegar við-
ræður Síldarútvegsnefndar og
Prodintorg, sovéska fyrirtækisins
sem sér um síldarinnkaup, hefjast
í dag og eru menn almennt sam-
mála um að mikið beri á milli
samningsaðila.
Þrátt fyrir að söltun upp í samn-
inga við Svía og Finna geti hafist
strax auðveldar það ekki ákvörðun
um það hvað greiða eigi fyrir síld
upp úr sjó þar sem öll sala á saltsíld
er miðstýrð og fer í gegnum Síldar-
útvegsnefnd. Þannig fá saltendur
ekki hærra verð fyrir síld sem fer
til Skandinavíu en síld sem fcr til
Rússlands eða öfugt.
Þröng staða
Ljóst er því að mikið liggur við
að ná samningum við Sovétmenn
hið fyrsta, en það er jafnframt ljóst
að sjaldan eða aldrei hafa samn-
ingaviðræður dregist jafn lengi og
sjaldan hefur samningsaðstaða
okkar veriðjafn þröng. Norðmenn
og Kanadanienn hafa undirboðið
Suðurlandssíldina verulega á okk-
ar helstu mörkuðum og er þess
skemmst að minnast að umtalsvert
bakslag kom í viðræður við Svía og
Finna fyrir skömmu vegna undir-
boða Nórðmanna á elleftu stundu.
Síldarsaltendur eru nú einnig mjög
varkárir eftir óskemmtilega
reynslu í fyrra þegar stórtap varð á
síldarsöltun, og telja þeir sig ekki
geta greitt mjög hátt verð fyrir
síldina án þess að til komi veruleg
Frá síldarsöltun á Reyðarfirði.
tekjuaukning af sölu erlendis á
móti.
Á þessari vertíð verður ieyft að
veiða 65 þúsund tonn af síld og alls
munu 97 bátar taka þátt í veiðun-
um, en Irestur til þess að skila inn
síldarkvóta sínum og fá í staðinn
botnfiskkvóta rann út sl. sunnu-
dag. Þetta þýðir að rúm 600 tonn
koma í hlut hvers báts en heimild
er fyrir því að sameina tvo kvóta.
þannig að hámarkskvóti á bát verð-
ur því rúm 1200 tonn.
Síld í bræðslu
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
tilkynnt að í ár verði leyft að veiða
síld til bræðslu að einhverju leyti
en ekki er enn Ijóst nákvæmlega
hversu mikið eða hvaða sfld leyft
verður að bræða. Verður beðið
með frekari ákvörðunartöku um
það hvernig síldin verður nýtt þar
til línur fara að skýrast í sölumálum
til Sovétríkjanna. Þórður Eyþórs-
son deildarstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu sagði í samtali við
Tímann í gær að þangað til bæri að
túlka þessa tilkynningu ráðuneytis-
ins þannig að komi bátur með afla
að landi og einhver hluti hans
nýtist ekki í aðra vinnslu, það væri
t.d. mikið af átusíld eða sleginni
síld þá væri ekkert því til fyrirstöðu
að hún færi í bræðslu.
Flestir þeir sem Tíminn ræddi
við í gær töldu að ótrúlegt væri að
bátar myndú fara að gera eingöngu
út á síld til bræðslu nema ef leyfi
kæmi frá ráðuneytinu um að slá
saman fleiri en tveimur kvótum,
1200 tonn væru full lítið fyrir hvern
bát í slíka vinnslu. Hins vegar er1
jafnljóst að sumar bræðslurnar
myndu ekki slá hendinni á móti
síld ef skynsamlegir samningar
tækjust um verð, og koma þá helst
til greina þær verksmiðjur er cru út
á „enda“ eins og kallað cr, þ.e. þær
sem lengst eru frá loðnumiðunum.
Ein slík verksmiðja er Síldar-
verksmiðja ríkisins á Reyðarfirði
sem vel getur annað meira hráefni
og myndi þá, eftir áralangt hlé á ný
bera nafn með rentu.
Enn er þó spurningin um síld til
bræðslu vangaveltur einar og fýsi-
leiki þessa valkosts kemur til með
að velta á niðurstöðum þeirra við-
ræðna sem hefjast í dag milli
Sovétmanna og íslendinga. Hitt er
svo annað mál hversu lengi fslend-
ingar geta haldið þeirri sérstöðu
sinni að salta til manneldis meiri-
hlutann af þeirri síld sent þeir
veiða, en Norðmenn t.d. salta
einungis um 5% af síldarafla
sínum. -BG
Bandarískir sjónvarpsmenn:
Viðstaddir messu
í kirkju í Flóanum
Frá fréttaritara Tímans í Ciaulverjabæjarhreppi,
Stefáni Jasonarsyni
Þau koma víða við sögu umsvif
erlendra fjölmiðla um þessar mundir
Heimildar-
rit um Erró,
1974-1986
Fyrir skömmu kom út hjá Storðar-
útgáfunni, bók um hinn fræga ís-
lenska málara Erró. Bókin er heim-
ildarrit um list ntálarans frá árinu
1974 til ársins 1986.
I bókinni er að finna Ijósmyndir af
öllum þeim verkum sem Erró hefur
unniö á ofangreindu tímabili, auk
lista aftast í bókinni yfir allar þær
sýningar sem málarinn hefur tekið
þátt í sem og einkasýningar. Eins er
skrá um allar þær bækur, ritdóma
eða blaðagreinar þar sem fjallað er
um málarann.
Tvöhundruð eintök af bókinni
voru tölusett og árituð af lista-
manninum og fylgja þessum eintök-
um fjögurra lita litógrafía, sem
Erró vann sérstaklega í tilefni af
útkomu- bókarinnar. Bókin, scm
heitir fullu nafni Erró, Myndverk
1974-1986 kemur samtímis út á ís-
lensku, frönsku og ítölsku.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing-
ur ritaði inngang bókarinnar, og ber
hann nafnið „Krókaleið heim að
Klaustri". Bókin er til sölu í öllum
bókabúðum sem og hjá forlaginu.
og kynning á landi og þjóð erlendis.
vegna leiðtogafundarins í Reykja-
vík. Til dæmis voru mcnn frá CBS
sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum
við guðsþjónustu í Gaulverjabæjar-
kirkju á sunnudaginn var.
Sjónvarpsstöðin, sem hefur að
fróðra manna sögn meira en 100
manna lið við efnisöflun hér á landi
mun áður en langt um líður sýna
fjölbreyttan fræðsluþátt frá íslandi
þar vestra og er guðsþjónusta í
íslenskri sveitakirkju (rar mcðal
efnis.
Kirkjusókn í Gaulverjabæjar-
kirkju á sunnudaginn var ágæt og
hugljúfur alvöru og helgiblær yfir
athöfninni. Kont sóknarpresturinn,
séra Úlfar Guðmundsson víða við í
ágætri ræðu og gerði meðal annars
að umtalsefni þýðingu þeirrar ráð-
stefnu sem fyrirhugað er að halda í
Reykjavík næstu daga og ákvarðanir
leiðtoganna sem hvor urn sig hafa
fjöregg heimsfriðarins í sínum hönd-
um og framtíð mannkyns á þessari
jörð.
Athugasemd
Af gefnu tilefni skal tckið lram
að umferðarslys við Klcifá á
Snæfellsnesi sem sagt var frá í
blaðinu í gær, varð ekki á þeim
vegarkafla sem lögreglan í Stykk-
ishólmi gagnrýndi í sömu frétt
vegna lélegs viðhalds.
Frá sýningu á verkuni Eyjólfs J. Eyfells á Kjarvalsstöðum.
Tímamynd: Sverrir
Aldarminning Eyjólfs J. Eyfells:
Yfirlitssýning á
Kjarvalsstöðum
Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir
yfirlitssýning á verkum hins þjóð-
kunna málara Eyjólfs J. Eyfells.
Eyjólfur fæddist þann 6. júní 1886
að Seljalandsseli undir Eyjafjöllum,
þannig að í ár eru eitt hundrað ár
liðin frá fæðingu hans. Hann fluttist
tuttugu og tveggja ára gamall til
Reykjavíkur og hóf þá teikninám
hjá Stefáni Eiríkssyni, sem kallaður
var hinn oddhagi. Þar var hann við
nám í þrjú ár en fyrstu sýningu sína
hélt hann ekki fyrr en árið 1919.
Síðar, eða 1923 hélt Eyjólfur til
náms í Þýskalandi og nam þá undir
handleiðslu hins þekkta portrett-
málara E.O. Simonsen-Castelli.
Eyjólfur hafði málaralistina að
ævistarfi, eða frá árinu 1914 til ársins
1977. Þekktastur er Eyjólfur fyrir
landslagsmálverk sín og þá stemmn-
ingu sem hann nær fram í verkum
sínum.
Sýningin, sem er í Kjarvalssal
stendur fram til hins 19. október.