Tíminn - 08.10.1986, Side 3

Tíminn - 08.10.1986, Side 3
Tírninn 3 : r ( ■ •' i.. . i > * Miðvikudagur 8. október 1986 Forystumenn Agætis svara Neytendasamtökunum: „Með sömu álagningu og Grænmetisverslunin - þrátt fyrir meiri og betri þjónustu“ „Við hjá Ágæti teljum eðlilegt að svara, þegar aðilar á borð við Neyt- endasamtökin eru opinberlega farnir að renna hýru auga til gömlu einok- unarinnar og þeirra tíma sem Græn- metisverslun landbúnaðarins var enráð um sölu á kartöflum og útirækt- uðu grænmeti. Okkur þykir því ástæða til að leiðrétta villandi og rangar upplýsingar sem komið hafa í fjölmiðlum í kjölfar blaðamanna- fundar hjá Neytendasamtökunum." sögðu þeir Ólafur Sveinsson og Gestur Einarsson hjá Ágæti á fundi sem þeir boðuðu til með blaðamönn- um í gær. Allt tal um tuga prósenta verð- hækkun á kartöflum milli ára sögðu þeir hreina fjarstæðu. T.d. hafi sumarvcrð á kartöflum miðað við lok september aðeins hækkað um 21% milli ára. „Eftir að vetrarverð var útgefið af 6-ntannanefnd þá hefur verð til framleiðenda miðað við 6. október hækkað um 16% en í blöðunum hefur verið talað um 51% hækkun," sagði Ólafur. Þar skaut hann að vísu yfir markið, þar sem ekki er kunnugt að blöð hafi neitt fjallað um kartöflu- verð eftir að 6-mannanefnd ákvað vetrarverð til framlciðenda þann 6. október, þ.e. s.l. mánudag. Við þá verðákvörðun lækkaði heildsölu- verð kartaflna um tæp 19%, þ.e. úr 42,90 kr. á kíló síðast í september niður í 34,80 kr. þann 7. okfóber, samkvæmt upplýsingum Ágætis. Rétt er að geta þess að Neytendasamtök- in hafa fyrst og fremst fjallað unt smásöluverð kartaflna og hækkana á því, þ.c. það verö sem neytendur þurfa að borga þegar þeir kaupa kartöflur. Ágætis-menn fjalla um breytingar á heildsöluverði og hækk- anir á því, en kveðast lítið fylgjast með smásöluverðinu á hverjum tíma. Til þess að standa undir mótttöku, þvotti og þurrkun á kartöflum ásamt pökkun og dreifingu sögðu þeir Ólafur og Gestur að Ágæti noti sömu heildsöluálagningu og Græn- metisverslun landbúnaðarins hafði undir opinberu verðlagseftirliti, þrátt fyrir að meöhöndlun vöru og þjónustu sé mun meiri og kostnaðar- samari en var hjá G.L. Verð til frantleiðenda segja þeir nú frá 7. október 24,64 kr. á kíló en heildsölu- verð á pökkuðum kartöflum 34,80 kr., sem þýðir41,2% álagningu. Að tvö framleiðslufyrirtæki - Ágæti og Þykkvabæjar - hafi nánast einokun á markaðinum í dag vísa þeir Ágætis-menn alfarið á bug. í í'yrsta lagi séu Þykkvabæjarkartöílur hf. sjálfstætt fyrirtæki en ekki í eigu eða stjórnað af framleiðendunt. í öðru lagi sé staðreyndin að 6 heild- sölur annist dreifingu kartaflna og grænmetis. Auk framangreindra: Bananar hf., Mata hf., Sölufclag garðyrkjumanna og síðast en ekki síst einstakir bændur, sem selja beint og eru í samkeppni á þessum mark- aði. „Og þó þetta sé framleiðcnda- fyrirtæki, þá erum við í þessunt rekstri til að græða á því - láta reksturinn ganga,“ sagði Ólafur Sveinsson. Hann sagði það alveg á hreinu, að núverandi frclsi nteð kostum sínum og göllum hafi stórbætt hlut ncytend- anna. Enda þurfi ckki annað en að bera saman verð í sumar og suntarið 1985 til að sjá hvcrju samkeppnin hafi skilað þcim. -HEI „Leiðtogafundur“: Friðar- viðræður í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur hefur ákveðið, í tilefni af fundi þeirra Ronalds Reagans og Michaels Gorbatsjovs, að sctja á fjalirnar sviðsettan leiklestur á leikritinu „Gönguferð um skóginn". Leikrit þetta er eftir ungan bandarískan höfund Lee Blessing, og fjallar um tvo for- svarsmenn stórveldanna tveggja, þá Botvinnik og Honeyman þar sem þeir eiga í afvopnunarvið- ræðum í Genf. Taka þeir kolleg- arnir sér gjarna gönguferðir um skóginn til þess að geta rætt heimsmálin í ró og næði. Það verða þeir Gísli Halldórs- son og Þorsteinn Gunnarsson sem fara með hlutverkin en Stef- án Baldursson sér um leikstjórn. Þýðinguna gerði Sverrir Hólm- arsson. Leikrit þetta var fyrst frumflutt nú í suniar og er uppsetning Leikfélagsins frumílutningur verksins utan Bandaríkjanna. Leikritið verður aðeins flutt tvisvar: á laugardagog sunnudag, kl. 15.00 báða dagana og kosta miðar 300 kr. p|,|, | haviasvau fOR FREEi WÖRID or,d SVAU: ’ §1 ukWP m, •'ý/.f '/,'1 I ‘ - W- L ?! íi w- fcp - J Djússtríð í Hagaskóla Fáið ykkur ókeypis Svala. Þetta skilti með mynd af Hófí og kista full af Svala var komið inn í fréttamannamiðstöðina í Hagaskóla rétt eftir hádegi í gær. En Hófí og Svalinn voru ekki lengi ein. Um iniðjan daginn var einn samkeppnisaðilinn búinn að setja upp kæliskáp, sem innihélt mun fjölbreyttari gos- og svaladrykki. Það er greinilega samkeppni um athygli fréttamanna. Tímamynd Pjetur. Leiötogafundurinn: Varnarliðið í öryggisvörslu? Fer eftir óskum skipuleggjenda, segir Friöþór Eydal, blaðafulltrúi hersins „Starf varnarliðsins hvað varðar leiðtogafundinn er að veita banda- rísku sendinefndinni og íslenskuni stjórnvöldum alla þá þjónustu sem hægt er í sambandi við komuna. Sú þjónusta er fólgin í flutningum á birgðum. útvegun húsnæðis og ör- yggisvörslu,” sagði Friðþór Eydal blaöafulltrúi bandaríska hersins á íslandi í samtali við Tímann í gær. „Varnarliðið tekur þátt í örygg- isvörslu í samræmi við samvinnu öryggissveita varnarliðsins við lög- regluna á Keflavíkurflugvelli. Starf þeirra fer því fram eingöngu innan vallarins - að svo miklu leyti sem þegar er vitað. Fari íslensk yfirvöld þess á lcit að cinhvers konar aðstoð verði veitt þá vcrður það væntanlega gcrt:\ Sagðist Friðþór ekki vcra kunnug- ur því hvort unt slíka aðstoð hefði verið beðið og gerði ekki ráð fyrir að upplýsingar yrðu veittar um það, eðli málsins samkvæmt. Aðspurður um hvort varnarliðið sem slíkt hefði veriö sett í viðbragðs- stöðu, svaraði Friöþór: „Ekki scm mér cr kunnugt um - ennþá.“ Hann taldi hins vcgar allt mögulcgt í því efni, og yrði farið eftir óskum þeirra sem sjá um skipulagninguna í því máli. plih Nýju símarnir í Hagskóla. Þeir taka símakort en ekki peninga. Fréttamannamiðstööin: Kortasímar - nýjung hér á landi Póstur og sími hefur sett upp nýja gerð af almenningssímum í blaða- mannamiðstöðinni í Hagaskóla. Sjálfsalarnir taka ekki peninga, heldur sérstök kort sem seld eru í blaðamiðstöðinni. Á hverju korti, sem kostar fimm hundruð krónur, er rönd og fyrir ofan hana stendur 100 skref. Röndin gefur hverjum kort- hafa rétt til að tala, sem samsvarar 100 skrefum. Á símanum er mælir senr sýnir hversu inikiö cr eftir af kortinu. Þegar talað er í símann brennur röndin upp og þegar hún er búin verður að kaupa nýtt kort. Hægt er að hringja hvert á land sem er.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.