Tíminn - 08.10.1986, Page 5
Miðvikudagur 8. október 1986
Tíminn 5
UTLÖND
lllllllllllllll
lllllllllll
lllllllllllllll
Skoðanakönnun í Chile:
Lýðræðisþörfin mikil
- Pinochet forseti er óvinsæll - Efnahagur veldur áhyggjum
Santiago-Rciiter
Um það bil 70% af Chilebúum eru
hlynntir lýðræði og aðeins 13% vilja
að Augusto Pinochet verði áfram
forseti landsins. Petta kom fram í
niðurstöðum skoðanakönnunar sem
birtar voru í gær.
Skoðanakönnunin. sem lokið var
í júní. sýnir að flestir Chilebúar líta
á sig sent miðjufólk í stjórnmálum
og afneita bæði öfgum til vinstri og
hægri.
Aætlað er að þjóðaratkvæða-
greiðsla fari fram árið 1Ú8Ú og þar
gcti Chilebúar samþykkt eða afneitað
frambjóðanda sem herforingja-
stjórnin býður fram.
„Pinochet yrði fellduref þjóðarat-
kvæðagreiðsla færi fram núna,"
sagði Carlos Huneeus sent stjórnaði
framkvæmd skoðanakönnunarinn-
ar.
Könnunin náði til alls um 900
manneskja í Santiago, höfuðborg
landins. og kont þar fram að fólk
hafði litlar skoðanir á stjórnarand-
stöðuflokkunum. Peir flokkar hafa
haft skipulögð mótmæli í frammi
síðustu þrjú árin til að reyna að
koma Pinochet frá völdum.
Þátttakendur í könnuninni gagn-
rýndu flestir mjög sprengjutilræði
stjórnarandstöðunnar sent og að-
gerðir stjórnvalda s.s. fjöldahand-
tökur og notkun táragass og vatns til
að leysa upp hópa mótmælenda.
Stuðningur við Pinochet. scm
stjórnað hefur landinu síðan herfor-
ingjabyltingin var gerð árið 1973,
var mestur meðal mjög fátæks fólks
og gamalla kvenna.
Fólk var beðið um að gefa hinum
níu forsetum landsins einkunn frá
einum til sjö og fékk Pinochet þar
3,8, dulítið minna en Salvador Al-
lende fyrrum forseti sósíalistastjórn-
arinnar sem Pinochet steypti af
stóli. Allende var gefið 4,0 í eink-
unn.
Flestir sem spurðir voru spjörun-
um úr í könnuninni sögðust þó hafa
meiri áhuga á efnahagslegum vanda-
málum þjóðarinnarfrckaren flokka-
deilunt.
Pinochef forseti Chile er óvinsæll mcðal þjóðar sem þráir lýðræði.
Bandaríkin:
Greind
fylgir
stærð
Palo Alto, Ralirornia-Rcutcr
Há börn gnæfa ekki einungis
yfir jafnaldra sína líkamlega séð,
þau standa sig að auki betur á
greindarprófi. Það var hópur
rannsóknarmanna frá Stanford
háskólanum í Kaliforníu sem
komst að þessari niðurstöðu.
Doktor Darrell Wilson sér-
fræðingur í barnasjúkdómum og
lið hans rannsökuðu sextán þús-
und börn á aldrinum scx til sautj-
án ára og fundu litla en stöðuga
fylgni milli hæðar og gáfna.
Niðurstöður Wilsons og félaga
birtust í októberhefti bandaríska
barnalæknafélagsins (The Journ-
al of The American Academy of
Pediatrics).
Samkvæmt rannsókninni er
hæð um 2'Xi af fráviki á grcind-
arprófi milli smæstu og hæslu
barna. Ekkert frávik fannst milli
drengja og stúlkna.
Rannsóknarfólkið fann ekki
breytingu í fylgni er aldur jókst
sem bendir til aö meðferð, svo
scm notkun gervivaxtarhormóna,
auki ekki greind.
Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna:
Evrópuför að afloknum
Reykjavíkurfundinum
Krusscl-Rcutcr
George Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna mun skýra utanríkis-
ráðherrum NATO ríkjanna frá inni-
haldi viðræðna Reagans Bandaríkja-
forseta og Gorbatsjovs Sovétlcið-
toga daginn eftir að þeim lýkur.
Þctta var haft eftir heimildarmönn-
um innan Atlantshafsbandalagsins í
gær.
Schultz kemur til Brussel frá
Reykjavík þann 13. októbcrogmun
þar ræða við nokkra utanríkisráð-
herra NATO ríkjanna. Að sögn
heimildarmanna Reuters fréttastof-
unnar er ferð hans cinn þáttur í
herferð Bandaríkjastjórnar, sem
reyndar er þegar hafin, til þess að
kynna afstöðu Bandaríkjamanna til
heimsvandamálanna.
Annar þáttur þessarar áætlunar
mun felast í ferð Pauls Nitze, sér-
staks ráðgjafa Reagans í afvopnunar-
'málum, og Rozannc Ridgeway, að-
stoðarkonu Shultz í málefnum Evr-
ópu, til Brussel á morgun þar sem
þau munu eiga viðræður við emb-
ættismenn hjá NATO
Stjórnarerindrekar sögðu í gær að
fulltrúar Evrópuríkjanna væru áhuga-
samir um viðræðurnar í Reykjavík
vegna þess að samkomulag um fækk-
un á meðaldrægum kjarnorkueld-
flaugum stórveldanna í Evrópu virð-
ist ekki langt undan.
Það samkomulag myndi þýða
Reykjavíkurfundurinn:
Hófsemi Reagans mætt
með mildri gagnrýni
KvUtLT.
Sovéska fréttastofan Tass sagði í
gær að Reagan Bandaríkjaforseti
hefði gert öllum ljóst að Itann
ætlaði að ræða andsovésk málefni
á fundi sínum með Gorbatsjov
Sovétleiðtoga hér í Reykjavík um
næstu hclgi. I frétt Tass var ræða
Reagans, sem hann hélt í fyrradag
í Hvíta húsinu, tckin sem staðfcst-
ing á þessum áformum forsetans.
Reagan sagði í ræðu scm hann
hélt stuðningsmönnum sínum að
fundurinn á íslandi væri „..ekki
hugsaður sem undirskriftaathöfn
eða fjölmiðlaviðburður heldur sem
undirbúningsfundur... möguleiki á
að undirbúa hinar alvarlegu við-
ræður sem herra Gorbatsjov og cg
vcrðum að eiga þegar hann kemur
til Bandaríkjanna..."
„ísland er bækistöð á leið til
leiðtogafundar," sagði forsetinn
bandaríski.
Reagan lagði einnig að jöfnu
afvopnunarmál ogönnuratriði sem
hann vildi ræða viö Gorbatsjov og
nefndi þar mannréttindamál, stað-
bundin átök og gagnkvæm sam-
skipti.
Tass gagnrýndi Reagan fyrir af-
skiptasemi af málefnum er vörð-
uðu „...Alganistan og önnur lull-
valda ríki". Gagnrýnin á Banda-
ríkjaforsetann var þó mildari en
oftast áður og var það í samræmi
viö aðrar opinberar greinar sém
sovéskir fjölmiðlar hafa að undan-
förnu birt um samskipti stórveld-
anna.
Berlínarmúrinn:
„Vegghlauparinn11
sendur vestur yfir
Ekki virðist hér fara illa á með þeim Eduard Shevardnadze (t.v.) og George
Shultz, utanríkisráðherrum stórveldanna tveggja.
fækkun sovéskra SS-20 eldflauga og
bandarískra Pershing 2 og stýrield-
flauga sem staðsettar eru í fjórum
Evrópulöndum.
Reykjavíkurfundurinn:
Vestur-Bcrlín-Reutcr
Bandarískur borgari sem austur-
þýskir landamæraverðir handtóku
unt helgina hcfur vcrið scndur aftur
yfir Berlínarmúrinn. Það voru lög-
regluyfirvöld í Vestur-Berlín sem
frá þessu skýrðu í gær.
Hinn 68 ára gamli John Runnings
var handtekinn á laugardaginn var
þegar hann skokkaði ásamt félaga
sínum eftir Bcrlínarmúrnum. Runn-
ings og vinur hans voru á austur-
þýsku yfirráðasvæði.
Runnings náði að hlaupa nokkur
hundruð metra cftir hinum fjögurra
metra háa hvíta steinsteypuvegg
áður en landamæraverðirnir austur-
Sovéskir borgarar biðja
um sameiningu fjölskyldna
þýsku drógu hann og félaga hans
niöur og keyröu þá til Austur-Ber-
línar.
Lögrcglan sagði félaga Runnings
cnn vcra í gæsluvarðhaldi.
Runnings var mcð aðra uppákomu
þegar 25 ár voru liöin frá því að
byrjaö var að reisa múrinn. Það
afmæli var í ágúst síðastliðnum og
þá klifraði Runnings upp á múrinn
og hjó í hann með hamri. Það
uppátæki var heldur ekki vel séð
al' austur-þýskum landamæravörð-
um cn Runnings var þó sleppt í það
skiptið eftir að hafa fengið viðvörun
um að gcra slíkt ckki aftur.
Moskva-Rcutcr.
Hópur sovéskrá borgara sem að-
skilinn er frá ættingjum sínum er-
lendis hefur farið þess á leit við
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta
og Mikhail Gorbatsjov Sovétleið-
toga að þeir ræði sameiningu fjöl-
skyldna á fundi sínum hér í Reykja-
vík um næstu helgi.
I opnu bréfi sem sjö borgarar
sendu til leiðtoga stóveldanna
tveggja voru þcir hvattir til að ein-
beita sér að fleiri málefnum en
heimsmálum einum sér.
„Svo lengi sem landamæri halda
áfram að aðskilja menn og konur,
foreldra og börn munu íbúar heims-
ins vera eins langt frá hugmyndum
um samvinnu og skilning eins og
gerst hefur á verstu tímum mann-
kynssögunnar," sagði í bréfinu.
Bréfið var undirritað af Yuri Bal-
ovlenkov, Galínu Gerasimovu, Lev
Blitshtcin, Alexander Zhdanov, Al-
exander Pereldik, Vladimir Pimon-
ov og Elyu Varshavskayu. Þau eiga
ættingja í Bandaríkjunum, ísrael,
Danmörku og Pcrú.
Skotland:
HALDISTIHENDUR
Glasgow-Rcutcr.
Rúmlega tuttugu þúsund manns
tóku saman höndum í Skotlandi
unt síðustu helgi til að mótmæla
kjarnorkuvopnum.
Fólk frá borgum, þorpunr og
sveitahéruðum, frá Glasgow' til
Grangemouth á austuströnd
landsins, myndaði alls 45 kílómetra
langa keðju, en mótmælin voru
skipulögð af foreldrafélagi einu.
„Friðarmálcfni eru of mikilvæg
til að láta þjóðarlciðtoga cinungis
fjalla um þau,“ sagði einn embætt-
ismanna Glasgow'borgr í ræðu
við upphaf aðgerðanna.
Mótmælin voru vel tímasett, nú
er aðeins tæp vika þangað til Reag-
an Bandaríkjaforseti og Gorbat-
sjov Sovétleiðtogi hittast hér í
Reykjavík. Þar verðá afvopnun-
armál, að venju, ofarlega á baugn-