Tíminn - 08.10.1986, Qupperneq 15
Tíminn 15
Miðvikudagur 8. október 1986
ÍIIIIIHi
■11
ÚTVARP/SJÓNVARP
Sjónvarp kl. 20.05:
Leiðtogafundur í Reykjavík
Senn líður að því að ísland verði vettvangur heimssögulegs atburðar.
Hingað eru væntanlegir til fundar leiðtogar tveggja voldugustu ríkja heims
eins og allir vita og mikið tilstand í kringum gestakomuna. Þó að hvorki
Reagan Bandaríkjaforseti né Gorbatsjov Sovétleiðtogi hafi enn sem
komið er stigið fæti á íslenska jörð lætur sjónvarpið ekki áhorfendur sína
fara á mis við að fylgjast með öllum undirbúningi. Þar eru rúmlega
hálftímalangir fréttaþættir daglega þessa vikuna og hefjast þeir kl. 20.05.
NÚER
LAG
Gunnars Salvarssonar
Nú er lag nefnist þáttur Gunnars
Salvarssonar á Rás 2 á miðvikudög-
um kl. 15. Hann hefur það ágæta
einkenni að þar rifjar Gunnar upp
gamla og góða slagara ættaða úr
tónsmiðjum fyrri ára og þar hittir
margur fyrir gamlan kunningja.
Fastur liður er svo í þættinum
Nú er lag, en það er „perla
dagsins". Þá geta hlustendur fylgst
með hvernig sama lagið breytist í
meðförum hinna ýmsu útsetjara.
Útsetningarnar hafa jafnan allar
eitthvað til síns ágætis enda þótt
liðin sé allt að hálf öld frá þcirri
fyrstu til hinnar yngstu.
Prúðuleik-
ararnir
- valdir þættir
endursýndir
Það hefur væntanlega ekki farið
framhjá einlægum aðdáendum
Prúðuleikaranna hans Jim
Hensons, að nú hefur sjónvarpið
byrjað að endursýna valda, gamla
þætti frá gullöld þeirra.
í kvöld kl. 19 verður endursýnd-
ur þáttur með Ritu Moreno og er
áreiðanlegt að Svínka lítur hana
ekki hýru auga. Hún gerir því
nefnilega skóna að Kermit standist
ekki töfra jafnglæsilegrar konu ef
við þekkjum hana rétt.
Kermit hlýðir hverju orði og hreyfingu skapara síns Jims Hensons,
Sjónvarp kl. 20.40:
Sjúkrahúsið í Svartaskógi:
Brottnámið
Lífið í sjúkrahúsinu í Svartaskógi gengur sinn vanagang og þar er
mannslífum bjargað, hvort sem sjúklingarnir kæra sig um það eða ekki.
Læknarnir Elena Bach og Klaus Brinkmann eiga ástarævintýri að baki,
en eru samt ágætis starfsfélagar á sjúkrahúsinu. 5,þáttur myndaflokksins
verður sýndur í kvöld kl. 20.40 og nefnist hann Brottnámið.
getrmína-
VINNINGAR!
7. leikvika - 4. október 1986
Vinningsröð: 222 - 1X1 - 1XX - 2X1
1. vinningur: 12 réttir, kr. 1.011.610,-
550618
2. vinningur: 11 réttir, kr. 72.258,-
44980 49309 130726+ 200581+ 202488(^ii)
Kærufrestur er til mánudagsins 27. okt. 1986 kl. 12.00 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík
ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIÐJAN
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI45000
Fyrir veturinn
Subaru árgerð '11, Willis árgerð '53, Rússa jeppi gamall sem góður,
Land Roverdísel ’73, Land Roverdisel árgerð '62, Massey Ferguson
árgerð '75.
Upplýsingar í síma 99-8551 eftir kl. 20.00. Einnig á sama stað
fjölbreytt úrval unghrossa.
Miðvikudagur
8. október
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir
7.03 Morgunvaktin. Fréttir eru sagöar kl.
7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15.
Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og
8.25
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna: „Litli
prinsinn" eftir Antoine de Saint-Ex-
upéry Þórarinn Björnsson þýddi. Erlingur
Halldórsson les (5).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik-
ar, þulur velur og kynnir.
9.35 Lesið úrtorustugreinum dagblaðanna.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir
10.30 Áðurfyrráárunum. Umsjón:Ágústa
Björnsdóttir.
11.00 Fréttir
11.03 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur frá
laugardegi sem Jón Aðalsteinn Jónsson
flytur.
11.18 Morguntónleikar „Ástir skáldsins",
lagatlokkur op. 48 eftir Robert
Schumann. Eiður Á. Gunnarsson syngur
þýðingu Daníels Á. Danielssonar á Ijóð-
um Heinrichs Heine. Ólafur Vignir Al-
bertsson leikur á pianó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Börn og skóli.
Umsjón: Sverrir Guöjónsson.
14.00 Miðdegissagan: „Undirbúnings-
árin“, sjálfsævisaga séra Friðriks
Friðrikssonar Þorsteinn Hanneson les
(3).
14.30 Segðu mér að sunnan. Ellý Vil-
hjálms velur og kynnir lög af suðrænum
slóðum.
15,00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi.
Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Stjórnendur: Vern-
harður Linnet og Sigurlaug M. Jónasdótt-
ir.
17.00 Fréttir.
17.03 Síðdegistónleikar. a. Píanótríó nr.
19 i g-moll eftir Joseph Haydn. Emil
Gilels, Leonid Kogan og Mstislav Ros-
tropovitsj leika b. Sónata í A-dúrop. 120
eftir Franz Schubert. Ingrid Haebler leikur
á pinaó.
17.40 Torgið Umsjón: Bjarni Sigtryggsson
og Anna G. Magnúsdóttir. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar. Samkeppni og sið-
ferði Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son fiytur fyrsta erindi sitt: Samkeppni
sem þrotiaus þekkingarleit.
20.00 Ekkert mál Bryndís Jónsdóttir og
Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt
fólk.
20.40 Létt tónlist.
21.00 Ýmsar hliðar Þáttur í umsjá Bern-
harðs Guðmundssoanr.
21.30 Fjögur rússnesk Ijóðskáld Fjórði og
síðasti þáttur: Osip Mandelstam.
Umsjón: Áslaug Agnarsdóttir. Lesari með
henni: Berglind Gunnarsdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 í Aðaldalshrauni Jóhanna Á. Stein-
grímsdóttir segir frá. (Frá Akureyri).
22.40 Hljóðvarp Ævar Kjartansson sér um
þátt í samvinnu við hlustendur.
23.10 Djassþáttur - Tómas R. Einarsson.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
I&t
Miðvikudagur
8. október
9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar
Halldórsdóttur, Kristjáns Sigurjónssonar
og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Guðríður
Haraldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.05.
12.00 Létttónlist
13.00 Kliður. Þáttur í umsjá Gunnars Svan-
bergssonar. (Frá Akureyri).
15.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins. Umsjón: Gunnar Salvars-
son.
16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiðbjört Jó-
hannsdóttir.
17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um
tónlistarþátt blandaðan spjalli við gesti
og hlustendur.
18.00 Dagskrárlok
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.00 11.00,
12.20,15.00, 16.00 og 17.00
Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá
mánudegi til föstudags.
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík
og nágrenni - FM 90,1 MHz.
18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrennni. FM 96,5.
Héðan og þaðan Umsjón: Gisli Sigur-
geirsson. Fjallað er um sveitarstjórnar-
mál og önnur stjórnmál.
Á Bílbeiiin
haia bjargað
Miðvikudagur
8. október
17.55 Fréttaágriö á táknmáli
18.00 Úr myndabókinni - 23. þáttur.
Barnaþáttur með innlendu og erlendu
efni. Grísli og Friðrik, Blombræðurnir
(YLE) og Rósi ruglukollur: nýir mynda-
flokkar. Ofurbangsi, Snúlli snigill og Alli
álfur, Villi bra-bra, Við Klara systir, Sögur
prófessorsins og Bleiki pardusinn.
Umsjón: Agnes Johansen.
18.50 Auglýsingar og dagskrá
19.00 Prúðuleikararnir - Valdir þættir. 2.
Með Ritu Moreno Ny brúðumyndasyrpa
með bestu þáttunum frá gullöld prúðu-
leikara Jim Hensons og samstarfsmanna
hans. Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
19.30 Fréttir og veður
20.05 Leiðtogafundur í Reykjavjk -
Fréttaþáttur.
20.40 Sjúkrahúsið i Svartaskógi (Die
Schwarzwaldklinik) 5. Brottnámið Þýsk-
ur myndaflokkur í tólf þáttum sem gerast
meðal lækna og sjúklinga i sjúkrahúsi í
fögru fjallahéraði. Aðalhlutverk: Klaus-
jurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha
Hehn, Karin Hardt og Heidelinde Weis.
Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir.
21.00 Nýjast tækni og vísindi. Umsjónar-
maður Sigurður H. Richter.
21.30 Háfar (Sharks) Bandarísk náttúrulífs-
mynd um hákarla og aðra háfiska. Þýð-
andi Jón O.Edwld. ÞulurGuðmundur Ingi
Kristjánsson.
22.20 Fréttir i dagskrárlok.
ytf-9
IBYL GJANi
W Miðvikudagur
8. október
6.00- 7.00 Tóniist í morgunsárið.
Fréttir kl. 7.00.
7.00- 9.00 Áfætur með Sigurði G. Tóm-
assyni. Létt tónlist með morgunkaffinu.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum
nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og
ræðir við hlustendur til hádegis.
Fréttir kl. 10.00,11.00og 12.00.
12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jó-
hönnu Harðardóttur. Jóhanna leikur
létta tónlist, spjallar um neytendamál og
stýrir flóamarkaði kl. 13.20.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgju-
lengd. Pétur spilar og spjallar við hlust-
endur og tónlistarmenn.
Fréttirkl. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur
tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00-21.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson í
kvöld Þorsteinn leikur létta tónlist og
kannar hvað er á boðstólnum I kvikmynd-
ahúsum, leikhúsum, veitingahúsum og
viðar I næturlifinu.
21.00-23.00 Vilborg Halldórsdóttir spilar
og spjallar. Vilborg sníður dagskrána
við hæfi unglinga á öllum aldri. Tónlistin
er í góðu lagi og gestirnir lika.
23.00-24.00 Vökulok.