Tíminn - 15.10.1986, Side 6
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarf réttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-.
Halda þeir áfram?
Þá höfum við heyrt útskýringar beggja leiðtoga
stórveldanna þeirra Mikhail Gorbatsjov og Ronalds
Reagan á niðurstöðum fundarins hér.
Enda þótt skoðanir þeirra á árangri fundarins séu
mismunandi er ljóst að þeir eru sáttir við að hafa komið
saman til viðræðna og telja að jákvæður árangur hafi
náðst á ýmsum sviðum.
Við skulum vona að þetta sé rétt og að leiðtogarnir
hittist aftur seinna og haldi áfram viðræðum þar sem frá
var horfið.
í Tímanum í gær birtist grein eftir Þórarin Þórarins-
son, fyrrverandi ritstjóra blaðsins. í greininni ræðir
Þórarinn leiðtogafundinn og segir m.a.:
„Hvað meginniðurstöðu snertir reyndist fundurinn
misheppnaður, þ.e. ekki náðist samkomulag um neinn
samning eða ramma að samningi, sem gæti orðið
grundvöllur samkomulags á fyrirhuguðum Washington
fundi.
En þótt þetta tækist ekki, væri rangt að telja fundinn
árangurslausan með öllu. Par virðist hafa náðst í stórum
dráttum samstaða um fækkun kjarnorkuvopna bæði á
sviði langdrægra og meðaldrægra eldflauga og jafnvel
einnig varðandi skammdrægar eldflaugar og flugskeyti.
Þetta getur átt eftir að reynast mikilvægt og verða
uppistaða eins mesta afvopnunarsamnings sem gerður
hefur verið ef þróunin gengur í þá átt eins og verður að
vona.“
Svo virðist eftir því sem lengra líður frá fundinum að
meiri bjartsýni gæti með árangur hans en fyrst kom fram
á fundum með fréttamönnum.
í ávarpi sem Reagan flutti á Keflavíkurflugvelli var
hann vongóður um áframhaldandi viðræður leiðtog-
anna, og sagði m.a.: „Við stigum stór skref í átt að
samkomulagi og við munum halda áfram því verki sem
hafið er.“
Gorbatsjov tók í sama streng er hann kvaddi
Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og lét svo
ummælt að „Hann vildi upplýsa forsætisráðherra um
það að í raun hefði miklu meiri árangur náðst á
fundinum en komið hefði fram og það þyrfti ekki nema
smávegis átak til þess að snúa við þessari þróun.“
Það er ánægjulegt til þess að vita að leiðtogarnir telja
að fundurinn hafi verið gagnlegur og að þeir vilji ræðast
við áfram.
Það er ljóst að nauðsynlegt var fyrir leiðtogana að
hittast fyrir fund þeirra í Washington til að skýra sínar
tillögur og koma þeim fram í dagsljósið.
Um þetta segir Þórarinn Þórarinsson í grein sinni sem
áöur var vitnað til:
„Það hefur áreiðanlega verið hcppilegt að halda
þennan undirbúningsfund í Reykjavík í stað þess að
efna strax tii fundar í Washington, sem hefði farið út
um þúfur. Pá myndu vonbrigöin hafa orðið miklu mciri.
Ef til vill má segja, að Reykjavíkurfundurinn skapi
biðstöðu, sem gcti reynst gagnleg og leitt til jákvæðrar
þróunar, þegar málin skýrast betur og mcira verður
hugsað um þau í ró og næði.“
Án efa getur almenningur ráðið miklu um hver
niðurstaða þess fundar verður.
Það verður bæði í Washington og Moskvu hlustað á
vilja fólksins, ekki aðeins í stórveldunum tveim, heldur
um allan heim. Þess vegna skiptir þaö máli að fók láti
álit sitt í ljós á vígbúnaðarkapphlaupinu.
6 Tíminn Miðvikudagur 15. október 1986-
■lllllllllllllllllll GARRI liill:l,i|í!TI1" !■' ' ' 1111
Herkostnaður heildsaia
i Morgunblaöinu fvrir rtimri
viku kom viðtal við nokkra for-
svarsmenn Kaupmannasamtak-
anna þar sem þeir viku m.a. að
samskiptum heildsala og kaup-
inanna. Þctta viötal verður Jónasi
Gunnarssyni tilefni til greinar sem
hann birti í sama blaði ■ gær. Jónas
er kaupmaður og formaður Mat-
kaupa hf. sem mun vera heildsölu-
fyrirtæki í eigu smásala. í grcin
sinni segir Jónas m.a.:
„í fyrrnefndu hhdaviðtuli er
réttilcga bent á að matvörukaup-
menn greiði herkostnaðinn afhinni
gcgndarlausu samkcppni scm ríkir
ímatvöruverslun. Hins vcgarláðist
að gcta þess, að það eru aðeins þeir
smærri meðal matvörukaupmanna
sem greiða hann. Það er opinbert
lcyndarmál, að hjá öllum þorra
heildverslana er í gildi þrenns kon-
ar verð, þ.e.a.s. lægsta verðið fyrír
stærstu verslanimar, hxsta fyrír
þær minnstu og enn annað fyrir
miðlungs stórar.“
Og Jónas heldur áfram:
„Þetta gerír það að verkum, að
þrátt fyrír sömu álagningu þessara
aðila eða jafnvel lægri hjá þcim
smæstu, verður verðið hxrra hjá
þeim og verður það til þess að hin
hráðnauðsynlega þjönusta scm
smúíbúðirnar í hinum ýmsu hvcrf-
um veita. hlýtur að hvcrfa, ef ekki
verður breyting á. Máltækið segir
að sjaldan launi kálfur ofeldi. Það
virðist nií ætla að sannast, því
kálfarnir, sem heildsalar og fram-
lciðendur hafa verið að ala á kostn-
að hinna smáu, eru nú orðnir svo
feitir, að þeir eru farnir að flytja
sínar vörur inn sjalfir og þurfa ekki
á þeim að halda lengur.“
Alvarlegur áburður
Gurri getur ekki betur séð en að
hér sé mjög alvarlegur áhuröur á
feröinni. Við húum í vclferðar-
þjóðfélagi þar sem allir vilja kcppa
llllllllllllllilllllllllllll VÍTTOG BREITT ' .Hi|i!lHi!: .'
Einn af hverri tegund
A Alþingi þarf einn af hverri
tegund, segir í ágætum auglýsinga-
texta, undir fyrirsögninni „Einn af
okkur á þing“. Tegundin sem á við
einn af oss er enginn annar en
Ásgeir Hannes Eiríksson, „sem
kemur beint úr atvinnulífinu í
hjarta Reykjavíkur“. Atvinnulífið í
hjarta nafla alheimsins er pylsu-
sala, sem væntanlegur þingmaður
Reykvíkinga hefur gert að ein-
hverjum frægasta atvinnuvegi
höfuðborgarinnar.
Einn af okkur, þ.e. Ásgeir
Hannes, er einn þeirra sem taka
þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík sem fram fer um næstu
helgi. Þar eru mörg útvalin þing-
mannsefnin og slíkum kostum búin
að það er einsætt að Reykvíkingar
hljóta að senda þau öll á þing.
Frambjóðendur í prófkiörinu
eru ófeimnir að auglýsa hvílíkar
afbragðsmanneskjur eru á ferð.
Heilu og hálfu síðurnar í íhalds-
pressunni eru lagðar undir þar sem
væntanlegir þingmenn lofsyngja
ágæti sitt og mannkosti, ef þeir
hafa farið fram hjá einhverjum til
þessa.
Það er greinilegt að ckki dugir
fyrir snauða menn að hætta sér í
prófkjör hjá íhaldinu. Þaö kostar
peninga að auglýsa hæfileika sína
og sýna fram á að viðkomandi sé
góður og gegn sjálfstæðismaður,
liafi alltaf verið og muni verða. En
það er einmitt inntak auglýsing-
anna.
Himnasending
í Morgunblaðinu í gær brá fyrir
frumleika í frambjóðendaauglýs-
ingu. Rúnar Rúnarsson birtirafsér
mynd í háalofti hangandi í laki sem
á stendur „Rúnar á þing“. Allt
kjördæmið er í bakgrunni. Það
hlýtur að vera mjög traustvekjandi
fyrir frantbjóðanda og er upphróp-
unin með auglýsingunni Sjálf-
stæöismenn í Reýkjavík. Taka þeir
áreiðanlejja ve! við sér og setja
himnasendingu sína ofarlega á
prófkjörslistann.
Enn einn frambjóðandi tilkynnir
að hann sé svo gífurlegs trausts
verður að jafnvel eiginkona sín
ætli að kjósa sig. Vonandi eiga allir
franibjóðendurnir svona góða og
tillitssama maka.
Sumir lukkuriddaranna eru hæ-
verskir og biðja aðdáendur sína að
kjósa sig í 4. 5. eða 6. sæti. Altur
á móti vekur athygli að enginn
óskar eftir að lenda í 7. sæti. Það
er þó mikið virðingarsæti á próf-
kjörslista sjálfstæðismanna t
Reykjavík. Síðast þegar kosið var
völdu þeir formanni sínum það
sæti og dugði t'il ráðherraembættis
þótt ekki kæmist hann á þing.
Það er spá margra að prófkjör
sjálfstæðismanna muni brátt
heyra sögunni til. í Reykjaneskjör-
dæmi gufaði prófkjör upp og verð-
ur ekki notað við listaröðun að
þessu sinni. Vel getur svo farið að
síðasta prófkjörið í Reykjavík
verði um helgina. Eftir það muni
flokkseigandafélagið sjá um hverj-
ir fá að sitja á þingi.
Það eru því síðustu forvöð að
auglýsa verðlcika sína fyrir þá sem
hvggja á stjórnmálaframa innan
Sjálfstæðisflokksins. En þar dugir
auglýsingaskrumið best og vonandi
er því fé vel varið scm íhaldspress-
unni er grcitt fyrir að koma lof-
gjörðinni á framfæri.
Einn af okkur á þing er kjörorð
Ásgeirs Hannesar. og það verða
orð að sönnu. oó
heUdsala í
• 0
I rítírJói**
1 (UmmrssMt
^sSssas
agSSSss:.
SSSíWSðKSSCI
m •fTL&í jiwk “■•I
I
t**'|
írföásMa nm
*»&*>***■
að því að fólk búi við sem jafnasta
aðstöðu.
Litlu hvcrfabúðirnar eru nauö-
synlegar, fyrst og fremst vcgna
þess að þær veita því fúlki þjónustu
sem síst má án hennar vera. Þar er
kannski fyrst og fremst um aldraða
að ræða, en einnig og ekki síður þá
seni af einhverjum ástæðum hafa
ekki tök á því að feröast langar
vegalengdir til að hagnýta sér þjón-
ustu stórmarkaðanna. Þar í hópi
geta til dæniis verið þcir sem búa
við skerta starfsorku vegna van-
hcilsu, einstæðir foreldrar og fleiri.
Hér er með öðrum orðum verið
að bera það upp á heildsala þessa
lands að þeir mismuni viðskipta-
vinum sínum á þann hátt að það
íþyngi þeitti mest í raun sem síst
mega við því. Þeim er borið á brýn
að þeir stuðli að því að fólk, sem
minnst hefur á milli handanna,
þurfi að greiða mest fyrir vörur
sínar.
Samvinnuverslun
og einkaverslun
Ljótt er ef satt er, og í huga
Garra vekur þetta til umhugsunar
um gildi samvinnuverslunar annars
vegar og einkaverslunar hins
vegar. Eitthvaö yrði sagt ef svona
lagað kæmi í Ijós hjá einhverju
kaupfélaginu, að ekki sé talaö um
Verslunardeild Sambandsins,
stærstu heildsölu kaupfélaganna.
Það ber einkaversluninni ekki
fagurt vitni að áburður á hana af
þessu tagi skuli koma fram beint úr
hennar eigin röðum. Kannski er
þetta skólabókardæmi um það
hvert gróðafíknin og kapphlaupið
um hagnaðinn geta leitt mcnn?
Etir að hafa lesið þetta er Garri
eindregiö á því að halda áfram
þeim sið sínum að versla í kaupfé-
laginu.
Garri