Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.10.1986, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. október 1986 MiNNING Tíminn 11 mikilvægast var fyrir fólkið í sveitun- um- aðbúð þcss og vinnuaðstöðu úti og inni var að flestar eða nær allar jarðir þessa lands voru endurhýstar bæði að íbúðar- og útihúsum. Fólk og fénaður flutti í fjölmörgum tilfellum beint úr torfhúsum í stein- steypt hús og byggingar. Teikningar að þessum nýju húsum komu í nær öllum tilfellum frá Teiknistofu land- búnaðarins. Drættirnir frá teikni- borði Þóris og samstarfsmanna hans breyttu því svipmóti sveitanna og gáfu þeim nýtt andlit. Hagsýni Þóris og góð þekking á högum og getu fólksins kom sér nú vel og átti stærri þátt í hinni ævintýralegu byltingu en menn munu almennt hafa gert sér grein fyrir. Þó að byggingarnar frá krepputímanum þyki nú ekki stórar eða hátimbraðar verður að minnast þess við hvaða aðstæður þær risu og hve stórt skref var stigið og mikið gert af takmörkuðum efnum. En Þórir teiknaði margt annað en byggingar í sveitum og varð þekktur arkitekt fyrir fjölmargar byggingar er risu eftir teikningum hans bæði í Reykjavik og víða um landið. Nefna má; Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Mjólkursamsöluna við Laugaveg og Kaupfélagshúsin á Húsavík og Sel- fossi. Þá teiknaði hann mörg félags- heimili í sveitum,nokkur fjölbýlishús í Reykjavík og fjölmörg einbýlishús. Árið 1934 kvæntist Þórir Borghildi Jónsdóttur, Jónatanssonar alþingis- manns og bónda á Ásgautsstöðum við Stokkseyri og Kristjönu Ben- ediktsdóttur frá Vöglum í Fnjóska- dai. Börn þeirra eru: Hrafn starfsmað- ur Atlantshafsbandalagsins, Bcra menntaskólakennari í Reykjayík og Svala listmálari í Washington. Ekki er hægt að minnast svo ævistarfs Þóris að Borghildar og hcimilis þeirra sé ekki getið. Borg- hildur er einstæð mannkostakona, vel gerð og glæsileg í allri framkomu, en umfram allt á hún þá hlýju, góðvild og hjálpsemi sem gerir það að hennar hljóta þeir sem þekkja að- minnast þegar þeir heyra góðrar konu getið. Heimili þeirra var fagurt og gert af smekkvísi beggja. Þangað var alltaf gott og einstaklega skemmtilegt að koma og njóta gest- risni, hlýju og glaðværðar húsbænda og barna. Þess minnast margir sveitunga Þóris að norðan og þó sérstaklega systkinabörn hans og þeirra fólk, sem þar áttu jafnan öruggt athvarf. Störfum Þóris hefur verið Iýst að nokkru en manninum aðeins að iitlu leyti. Hann var ákaflega vel gerður maður og fjölhæfur. Fyrst kemur í hugann glettni hans og gamansemi. henni hélt hann til hins síðasta. Hún var fáguðog aldrei til að særa aðra. Hann talaði fagurt mál og var viðræðusnillingur. Hann var mjög fjölfróður, las mikið og fylgdist jafn- an mjög vel með öllum málum samtíðarinnar innanlands og utan og ræddi þau gjarnan. Það sem hann skrifaði um fjölmörg þjóðmál var markvisst og sett fram á skíran og skeleggan hátt á einstaklega góðu máli. Hann var alla tíð einlægur félagshyggjumaður og æ víðsýnni með árunum, eins og einkennir marga ágæta gáfumenn. Þórir Baldvinsson var í raun bæði skáld og rithöfundur. Það sýna fjölmargar smásögur hans og kvæði er birtust í ýmsum tímaritum jafnan undir pennanafninu Kolbeinn frá Strcind. Allt var það að sjálfsögðu gert í hjáverkum og er því leyfilegt að spyrja hvað hefði orðið ef hann hefði lagt ritstörfin fyrir sig. Eftir að Þórir hætti sfnum föstu störfum átti hann gott og fagurt ævikvöld. Þrátt fyrir þverrandi líkamskrafta síðari árin hélt hann áfram að fylgjast með til hins síðasta. Öll mál komu honum við, en málefni sveitarinnar hans og héraðsins voru honum sífelit ofarlega í huga og kannski því meir sem á leið. Hann vann m.a. verulegt starf og var harður baráttumaður í varnar- baráttunni fyrir Mývatni og Laxá og að verndun þess svæðis. Allt fram til hins síðasta hélt hann uppi vörnurn fyrir landbúnaðinn og sveitirnar. Hann unni þeim og bar djúpa virð- ingu fyrir bændastéttinni. Hann vildi stöðugt heyra fréttir úr sveitinni sinni og ræða um livað henni mætti verða til gagns. Urn það hafði hann ætíð nrargar hugmyndir. Það var jafnan aflgjafi og andleg hrcssing að koma til Þóris og Borg- hildar og ógleymanlegt að sitja við skör þessa gagnmenntaða heims- borgara sem varðveitti hjartalag sveitamannsins og drauma og vonir aldamótakynslóðanna. Við Sigurveig sendum Borghildi og fólki þeirra kveðjur innilegs þakklætis og samúðar. Jónas Jónsson. Illllllllllllllllllllllllll TÓNLIST .r VT- .v" . :V' ,,L L' Vaxtarbroddur sönglistarinnar Vikuna 26. september til 4. októ- ber voru haldnir Norrænir tónlist- ardagar í Reykjavík, og hlutu litla athygli fjölmiðla eða almennings. í ofurlitlum formála Þorkels Sigur- björnssonar að tónlcikaskrá segir, að fyrst hafi verið efnt til Norrænna tónlistardaga í Kaupmannahöfn árið 1888, en nú séu þeir haldnir á tveggja ára fresti í einhverri höfuð- borg Norðurlanda. Á íslandi voru þeir fyrst haldnir 1956 og síðan á 10 ára fresti. Umsjón með hátíð- inni hefur Norræna tónskáldaráðið, sem skipað er forrhönnum tón- skáldafélaganna, en okkar maður þar er Þorkell Sigurbjörnsson. 1 formála sínum segir Þorkell ennfremur, að tónlistardagar þess- ir hafi frá upphafi verið vettvangur fremstu tónlistarmanna, er starfa á Norðurlöndum hverju sinni, bæði höfunda og flytjenda. Enda erekki kastað höndum til verkefnavals, sem samnorræn dómnefnd sér um. En hitt virðist vera jafnljóst, að Norrænir tónlistardagar cru lítt við alþýðuhæfi, heldur e.k. sérfræö- ingasamkoma, þar sem tónskáldin kynna fyrir kollegum sínum nýj- ustu framfarir í greininni. Slíkar ráðstefnur tíðkast í öllum greinum þótt allajafna séu þær ekki opnar almenningi, enda ekki búist við því að aðrir hafi þangað neitt að sækja annað en sorg og leiða. Tónlistargagnrýnandi Tímans var því miður óduglcgur að sækja hátíð þessa, og ollu því m.a. annir við önnur störf. Þó auðnaðist hon- um að sækja tónleika í Bústaða- kirkju sunnudaginn 28. september þar sem sönghópurinn Electric Phoenix frá Englandi sýndi vaxtar- brodd sönglistar mcð dæmum. Hópur þessi er skipaður fjórum söngvurum, sópran, alt, tenór og baritón, ásamt með rafeinda- og hljóðblöndunarmanni. í inngangi að fyrsta vcrkinu. „Madrigals“ eftir Bandaríkjamanninn William Brooks, sagði einn söngmanna að þetta verk sýndi tæknistöðuna eins og hún var 1978, en síðan hefði mikið vatn til sjávar runnið og umstalsverðar framfarir orðiö. Meðal nýjunga, et' rétt var skilið, er í fyrsta lagi það, að „hljóð- blandarinn" erorðinn lífrænn þátt- takandi í söngnum. ólíkt því sem áður var, þegar rafeindatónskáld urðu að Iáta sér nægja að spila af segulbandi. Þetta ersemsagt hljóö- gervill sem getur bergmálað hinar ýmsu raddir, endurtckið smástef í síbylju eftir að þau hafa verið sungin einu sinni, og vafalaust umsnúið þcini á ýmsa vegu. Og hins vegar mun söngtæknin sjálf hafa breyst eitthvað, og menn telja nú ekki eftir sér að syngja tvíradda - „extended vocal technique" kall- aði hann sönginn. í 2. sálmi hinna fjögurra í „Madrigals" hafði söng- mönnum talist til að væru 623 tegundir af hljóðum. klikk, plopp, plask, fúmp o.s.frv., og varð af glaumur mikill með hjálp rafeind- anna. Næsta verk. „Aurora" eða noröurljós, átti Arne Nordheim, og hélt um langan og innblásinn formála. Þar kom m.a. fram að hann varð fyrir „reynslu" utan við Hótel Holt fyrir nokkrum árum er norðurljós bar fyrir augu. og var það upphaf verksins. Næst var frumflutt verkið „L.ady Lazarus" fyrir einsamla kvenrödd. eftir einn söngmanna, Daryl Runswick. Textinn er eftir banda- ríska skáldkonu sem giftist til Eng- lands og fjallar unr sícndurteknar tilraunir hennar til að stytta sér aldur. cn það tóks henni loks árið 1963. í textanum greindi ég m.a. þetta: „Dying is an art like every- thing else. 1 do it exceptionally well; I do it so it feels like hcll: I do it so it feels real". Með því að kvæðið cr uppistaða verksins er líklegt ;ið það hljóti betri viðtökur í enskumælandi landi en hér, þótt tónskáld og söngkona fengju kurt- cislegt klapp. Og enn kom skandinavískt vcrk. „For the time being" eftir Norö- manninn Kaare Kolbcrg. Tón- leikaskráin segir verkið veraörð- lausan söng. þar. scm hljóðin nálg- ist stundum talmaíið og jaínvel ákveðnar merkingar. cn tjáning í tónunr sé alltaf beinskeyttari en í orðum. Burtséð frá því þótti mér verkið of langt. Síöast var „Prayer for the Grcat Family" eftir Bandaríkjamanninn Gerald Sharpio. Verkið var sagt vera óður til alls sem er, lofts og vatns. sólar, jarðar, gróðurs og dýra. stokka og steina. Það er bæðr gaman og nauðsyn- legl að söngflokkar cins og Electric Phoemix séu til, og haldi áfram að gera tilraunir í framfaraátt. En hitt veröur að viðurkenna, að tónleikar scm þessir, af hálfri annarri lengd venjulcgra tónleika, reyna talsvert á þolrif þeirra sem ekki ætla sér að nýta liina nýju tækni í nánustu framtíð. hvorki til að syngja sjálfir né til að sernja nýtt söni’verk. Sig.St. i w getraíha- VINNINGAR! 8. leikvika - 11. október 1986 Vinningsröð: 111 -12X-111 -111 1. vinningur: 12 réttir, kr. 107.700,- 1391+ 42343 (Vu) 96029 (<Yu)+ 127414(6/,,) Úr7.viku: . 6646 (T,,) 48887 (V,,) 126945 («/,,)+ 553560 62481 (4/n) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 2.245.- 352 13325 47970* 56470 95597+ 125292 201139 1683+ 13939 48507 56579+ 96030+ 125445* 202690+ 2425 14132 48715 56756 96357 126170 206590 3605 16935 49641 57617* 96749 127085* 206598 3787 16984 49642* 59130* 97317* 127309* 206640 4056+ 17752+ 51741 59240 97701 127310* 206952*+ 4084 40251 51938 59773 97758 127826 206974+ 4324 + 41706+ 52030 59920+ 98317 127841 206980+ 5921 42690+ 52226+ 60503 98451 128007 207421 6426 43572 52428+ 62217* + 99186+ 128432 6465 43603 53017 62285 99223 128824* Úr5. viku: 7157 45476 53401 62444 100556+ 129018 52500 7706 45755 54518 63062+ 101162 129765*+ 11043 46116 54544 95003 101188 129944 Úr7. viku: 11708 46789 54543 95009 101319 130515* 52730 12182+ 46850 54695 95101* 101584 130516* 54091* 12678 46935* 54972+ 95489 101841 184129 101765+ 12857 46988 55259 95571 102001 + 184350 12943 + 47086 55437+ 95588 125238 184493 13149 47969* 56001 95590 125247 184605 '=Vu Kærufrestur er til mánudagsins 3. nóv. 1986 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavik. Vinningsupphæðirgeta lækkað, ef kærurverðateknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Jslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík Heilsugæslustöðin Borgarnesi óskar aö ráöa framkvæmdastjóra frá og meö 1. jan. nk., eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræöa 1á stööu. Nánari upplýsingar veitir formaöur stjórnar heilsugæslustöövarinnar Eyjólfur T. Geirsson, sími 7224. Umsóknarfrestur er til 10. nóv. 1986 Heilsugæslustöðin Borgarnesi FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS (uSS Málmiðnaðarmenn - vélstjórar - iðnnemar Námskeiö í hlíföargassuðu veröur haldiö á Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, dagana 20.-25. okt., ef þátttaka verður næg. Upplýsingar og innritun í símum 687000 og 687440. t Eiginkona mín og móðir okkar Laufey Guðjónsdóttir Safamýri 34 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. október kl. 15.00. Magnus Kristjánsson Svanfríður Magnúsdóttir Kristján Magnússon Borgþór Magnússon t Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðaríör Friðriks Kristjánssonar rafveitustjóra Höfn Hornafirði Eiginkona, börn, foreldrar, systkini og aðrir vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.