Tíminn - 18.10.1986, Qupperneq 9

Tíminn - 18.10.1986, Qupperneq 9
Tíminn 9 Laugardagur 18. október 1986 VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Samhjálp í öndvegi án þess að skerða framtak einstaklinga Ræöa Haralds Ólafssonar í umræðum um stefnuræöu forsætisráðherra Þau ánægjulegu umskipti hafa orðið á íslandi að verðbólga er nú að komast á svipað stig og í helstu viðskiptalöndum okkar, og efna- hagsástandið sýnir ýmis batamerki. Vextir og afborganir af eldri lánum valda þó ýmsum erfiðleikum, en hættumerki eru erlendar skuldir og halli á ríkissjóði, en góðæri til lands og sjávar auðvelda okkur að fást við þann vanda. Margir velta nú fyrir sér hvað framundan sé og líta þá gjarnan til fortíðarinnar. Alþýðuflokkur lítur til baka til við- reisnar og Alþýðubandalagið alla leið til nýsköpunarinnar. Stjórn- mál eru ekki uppákomur og upp- hrópanir heldur þrotlaust starf að því að móta framtíðina. Fyrirgang- ur og læti eru til þess eins að þyrla ' upp moldviðri, hylja veruleikann, glepja fólki sýn á þau viðfangsefni, sem mestu varðar að vel séu unnin. En fyrst mönnum er svo umhugað um fortíðina, hví þá ekki að rifja upp nokkur atriði. Hvernig skildi nýsköpunarstjórnin við landstjórn- ina um áramótin 1946 og 7? Gjald- eyrinum var eytt, ríkið tók á sig að bera tap útgerðarinnar, landið komst á það stig að þurfa að fá efnahagshjálp eins og þau lönd, sem lögð höfðu verið í rúst á stríðs- árunum. Hvernig var umhorfs þegar Við- reisnarstjórnin yfirgaf stjórnarráð- ið vorið 1971 ? Sú stjórn vann mörg góð störf, ekki síst í menntamál- um, en vorið 1971 var landsbyggðin í rúst. Afkomugrundvellinum var kippt undan fólki. Fjölmargir neyddust til að yfirgefa verðlitlar eignir sínar og flytja suður. Alvar- leg byggðaröskun var hafin. Vörn snúið í sókn Stjórn Ólafs Jóhannessonar, er þá tók við, hófst þegar handa um að efla atvinnulíf um land allt. Auðvitað kostaði þetta mikið, en markmiðinu var náð, þróuninni var snúið við, fólk fékk nýja trú á land- inu og möguleikunum á að lifa hér góðu lífi. Hafa menn virkilega gleymt því hvernig landsbyggðin vaknaði eins og af svefni? Og hafa menn gleymt því að á þessum árum, á framsóknaráratugnum margumtalaða, vannst fullnaðar- sigur í baráttunni fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu. Landið bókstaf- lega sjöfaldaðist að stærð og við sátum einir að einhverjum gjöfu- lustu fiskimiðum í víðri veröld. Það voru framsóknarmenn, sem þar voru í eldlínu ásamt mörgum góð- um mönnum, Ólafur Jóhannesson og Einar Ágústsson. Útfærslan í 200 mílur er mikilvægasti atburður- inn frá stofnun lýðveldisins, og undirstaða ótrúlegra framfara. Um þetta er oft þagað. Núverandi ríkisstjórn var mynd- uð til þess að ná tökum á verðbólg- unni. Stöðugt verðlag og jafnvægi í fjármálum er forsenda þess góða þjóðfélags, sem við öll viljum styðja og styrkja. Milli stjórnar- flokkanna er djúpstæður ágrein- ingur um ýmis mál, en vorið 1983 varð að ýta deilumálum til hliðar. Þjóðarnauðsyn krafðist aðgerða, sem einungis þessir tveir flokkar voru reiðubúnir að bera ábyrgð á. Öðrum flokkum og flokksbrotum fannst þægilegra að sitja hjá, án ábyrgðar, án stefnu. Framsóknarflokkurinn hefir alla tíð lagt mikla áherslu á umhverfis- mál og mun vinna að þeim á næstu árum. Umhverfismál ná ekki að- eins til hins ytra umhverfis, náttúr- unnar, heldur einnig til hins innra, mannlífsins sjálfs. Efling fjölskyld- unnar, heilbrigt líf, eru áhugamál okkar framsóknarmanna og von- andi landsmanna allra. Uppeldi og skólastarf verður að vera í höndum hinna hæfustu manna og þeim búin kjör í samræmi við það. Menntun þjóðarinnar hlýtur að vera eitt meginviðfangsefni okkar í nútíð og framtíð, öflug menntastefna verð- ur að koma til, háskólann verður að efla, og kennurum og uppalend- um verður að skapa þau kjör, sem geri þeint fært að sinna störfum sín- um án þess að hafa sífelldar áhyggj- ur af afkomu sinni. Það er brýnt verkefni. Þótt kaupmáttur sé að aukast, verða enn niargir að vinna langan vinnudag til að endar nái saman. Það verður að endurskoða launakerfið og tryggja sómasamleg daglaun. Við verðum að taka upp nýja byggðastefnu, sem grundvallast á því að færa völd og áhrif út til hér- aða og landshluta í ríkara mæli en nú er. Þessu fylgir auðvitað aukin ábyrgð. Landshlutarnir eiga að annast ákveðna málaflokka, heils- ugæslu, skóla o.fl. Hvernig, sem þessu verður fyrirkomið þá er aug- Ijóst.að hér verður einhvers konar þriðja stjórnstig að koma til. Þjóðfélagið breytist óðfluga Samkvæmt niðurstöðum fram- tíðarspár um fólksfjölgun og ald- ursdreifingu á næsta aldarfjórðungi er að vænta mikilla breytinga á gerð þjóðfélagsins. Fæðingum mun fækka, meðalaldur hækkar og æ fleiri komast á eftirlauna-aldur. Þetta kallar á margvíslegar aðgerð- ir, sem nú þegar verður að undir- búa. Eitt af því, sem brýnt er að taka afstöðu til er lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Um það mál ætti ekki að vera ágreiningur milli flokka landsins, þótt framkvæmda- atriði geti verið með ýmsu móti. Miklar breytingar eiga sér nú stað á flestum sviðum atvinnulífs. Að forgöngu framsóknarmanna hefir margt verið gert til að búa í haginn fyrir nýjar atvinnugreinar eins og hv. forsætisráðherra gat um í ræðu sinni. Þjónustugreinum af ýmsu tagi vex mjög fiskur um hrygg og má vænta áframhaldandi aukn- ingar á því sviði á næstu árurn. Heilbrigðisstéttirnar og kennarast- éttin, auk skyldra stétta, eru þar fyrirferðarmestar, enda gegna þær lykilhlutverki í nútímaþjóðfélagi. Ferðamannaþjónusta mun einnig eflast verulega. Upplýsingaöldin er þegar hafin, og allri þjónustu fylgir mikil þörf fyrir upplýsingar, sem hin nýja tækni gerir fært að ná til hraðar og öruggar en áður. Nýbyggðastefna Eitt mikilvægasta byggðamálið er nú að færa þjónustuna til fólks- ins en ekki fólkið til þjónustunnar. Byggðastefnan hefir stundum á liðnum árum breyst.í styrkjastefnu. Hin nýja byggðastefna á að gera landshlutum og einstökum héruð- um kleift að annast sérmál sín án miðstýringar að sunnan. Til þess þurfa þau tekjur, sem verður að tryggja þeim af því fjármagni, sem verður til í landshlutum. Þessi mál eru margþætt og vel verður að vanda til allra ákvarðana. Ég er þeirrar skoðunar að landið allt eigi að byggja þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Höfuðborgin nýtur góðs af öflugri landsbyggð, og landsbyggð- in þarfnast blómlegrar höfuðborg- ar. Hagsmunirnir eru gagnkvæmir. Reykjavík er glæsileg miðstöð mennta og lista og mun svo vera áfram. Hernaðarumsvif verði takmörkuð Um síðustu helgi komust íslend- ingar í nánari snertingu við heims- viðburðina en nokkru sinni fyrr. Viðræður ráðamanna voldugustu ríkja heims snerust um þau mál, er varða líf og dauða mannkyns. Fimrn ríki veraldar eiga nú kjarn- orkuvopn, en nokkur í viðbót geta búið til kjarnavopn, ef þau hafa ekki þegar gert það á laun. Við skulum hafa það hugfast, að verulegur hluti þeirra kaflráta, sem þannig eru útbúnir, að úr þeim er hægt að skjóta eldflaugum, sem bera kjarnorkusprengjur heimsálfa á milli, eru í NA-Atlantshafi og margir þeirra eiga leið skammt frá landinu. Ein mesta herstöð í hcimi er á Kólaskaga í Sovétríkjunum, skammt frá landamærum Finn- lands og Noregs. Braut langdrægra eldflauga, sem skotið yrði milli Ameríku og Sovétríkjanna liggur yfir norðurhvel jarðar, jafnvel harhi nálægt íslandi. fsland er mitt á hugsanlegu átakasvæði risaveld- anna. Stjörnustríðsáætlunin svo- nefnda, sem Reagan heldur í dauðahaldi, er í því fólgin að reynt er að eyðileggja burðarflaugar, er skotið er í átt að Ameríku, frá stöðvum úti í geimnum. Vopnið er leysigeisli, sem magnaður er upp með kjarnasprengju. Sprengingin eyðilcggur stöðina sekúndubroti tíftir að geislinn fer af stað. Það er óhugnanlegt að vita af slíku í grennd við sig. Vegna margvíslcgra samskipta við Bandaríkin megum við aldrei gleyrna því, að smáríki verður ætíð að gæta fyllsta réttar síns í sam- skiptum við volduga nágranna. Við megum aldrci gleyma því, að her- stöðin í Keflavík er bráðabirgða- stöð, sem fyrr eða síðar verður lögð niður. Þess vegna megum við aldrei verða efnalega háðir veru erlends herliðs í landinu. í hvalveiðimálinu fóru Bandaríkjamenn offari í sam- skiptum sínum við íslendinga. Harkaleg viðbrögð þeirra þá sýndu okkur enn einu sinni, að sjálfkrafa náum við aldrci rétti okkar. Það er hagsmunamá! okkar, að dregið sé úr spennu á norðurslóö- um, og hernaðarumsvif í grennd við landið takmörkuð. Við eigum að láta heyra til okkar í þessum' málum. Liður í því er að taka þátt í umræðunni um kjarnavopnalaus Noröurlönd, sem getur veriö upp- haf að víðtæku samkomulagi um kjarnavopnalaus svæði annars staðar í Evrópu og ýta undir samn- inga risaveldanna. Þá hljótum við einnig að styðja bann við tilraunum með kjarnavopn, enda er nú rutt úr vegi hinu gamla ágreiningsefni um traust eftirlit með því að slíku banni sé hlýtt. Með slíkri samþykkt er stjörnustríðsáætlun sjálfkrafa lokuð inni á rannsóknarstofum. Markmiðið er að skapa farsælt þjóðfélag Jónas Jónsson frá Hriflu skipti stjórnmálamönnum í tvo flokka: þá scnt aðhyllast augnabliks- hyggju, og hina sem hallast að alda- hyggju. Hinir fyrrnefndu sjá aldrei ann- að en daginn í dag. Þeir grípa hug- myndir héðan og þaðan, láta skjót- fenginn gróða ganga fyrir þeim sjóði, sem vex í framtíðinni. Hinir síðarnefndu hugsa fram í tímann, þeir fylgja settri stefnu að fjarlægu takmarki, kanna mál til hlítar og komast að skynsamlegri niður- stöðu um hvaða leiðir séu færar. Ég held að þjóðin treysti ekki augnabliksmönnunum fyrir fram- tíð þessa lands. Hún mun treysta þeim sem hugsa í öldum en ekki árum. Og hvert er þá markmiðið? Að skapa gott þjóðféiag, þar sem sam- vinna og samhjálp er í öndvegi án þess að framtaki einstaklinga og hópa séu settar of þröngar skorður. Samvinnuhreyfingin og Framsókn- arflokkurinn hafa oft átt samleið, og svo er enn. Flokkurinn hallast að því að blandað hagkerfi gefi besta möguleika á því, að allt hið besta með þjóðinni fái að þroskast. Að þessu vill hann vinna með þeim, sem velja leið samhjálpar og samvinnu, en við höfnum sam- keppnisþjóðfélagi frjálshyggjunn- ar. Og þcssu þjóðfélagi hefir Step- han G. lýst betur en mér er unnt í þessum Ijóðlínum um framtíðar- þjóðfélagið þar sem „einskis manns velferd er volæði hins né valdið er takmarkið hæst, og sigurinn aldrei cr sársauki neins. en sanngirni er boðorðið æðst. Góðar stundir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.