Tíminn - 18.10.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 18.10.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn Laugardagur 18. október 1986 fni] LAUSAR SXÖÐUR HJÁ IvJ REYKJAVIKURBORG Fóstrur - aðstoðarfólk Fóstrur og aðstoðarfólk vantar á eftirtalin heimili, ýmist í heilar eða hálfar stöður: Dagheimilið Valhöll, Suðurgötu 39, dagh./leiksk. Grandaborg, Boðagranda 9, dagh./leiksk. Ægisborg, Ægissíðu 104, og leikskólana Kvistaborg v/Kvistaland, Njálsborg Njálsgötu 9, Seljaborg v/Tungusel og Tjarnarborg Tjarnargötu 33. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknar- frestur er til kl. 16.00, föstudasginn 7.11 .’86. VEGAGERÐIN Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í Svínvetn- ingabraut og Kjalveg 1986. Helstu magntölur: Lengd................................ 14,6 km Fylling og burðarlag ............. 170.000 m3 Verkinu skal lokið 15. október 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík og Vegagerð ríkisins, Borgarsíðu 8, 550 Sauðárkróki frá og með mánudeginum 20. október 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 hinn 3. nóvember 1986. Vegamáiastjóri. I^RARIK útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: Rarik: 86016. Innlend stálsmíði. Há- spennulínur. Opnunardagur: Föstudagur 7. nóvember 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 20. október 1986 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 16. október 1986. Rafmagnsveitur ríkisins. Laus staða verkfræðings Hjá Fasteignamati ríkisins er laus til umsóknar staða deildarverkfræðings í tæknideild. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. janúar 1987. Umsóknum skal skila til forstjóra FMR. Reykjavík 10. október 1986. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI óskar að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember n.k. Upplýs- ingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. BÚVÖRUDEILD SÍS FLYTUR ÚT HR0SS 388 hestar meö sérhönnuðu gripaflutningaskipi Nú á laugardaginn, meöan fundir þeirra Reagans og Gorbatsjovs stóðu yfir í Reykjavík, fór frá Þor- lákshöfn sérbúið gripaflutningaskip með 388 hesta innanborðs. Það var Búvörudeild Sambandsins sem var nreð þetta skip á leigu, og flutti það 173 reiðhesta og 215 sláturhross. Förinni var heitið til Frcderikstad í Noregi, Esbjerg í Danmörku og Gent í Belgíu. Sláturhrossin áttu öll að fara til Gent, en reiðhestarnir til allra hafnanna. Þessir hestar komu alls staðar að af landinu og fóru allir um borð í Þorlákshöfn. Að sögn þeirra Búvörudeildarmanna tókst útskipunin vel og öll ferðin hafði gengið að óskum þegar síðast fréttist. Þessi útílutningur Búvörudeildar byggist á því að samcina útflutning reiðhesta og hesta til slátrunar, þannig að hvor greinin styðji hina. Útflutningur reiðhesta er veruleg búbót fyrir bændur, og með þessu móti fæst góður stuðningur við þá grein. Þá fæst einnig betra verð fyrir hrossakjötið með þessu móti heldur en ef það væri selt hér hcinta. Magnús G. Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri sagði okkur að Bú- vörudeild hefði átt mjög ánægjulcg Nokkrir hcstanna um borð í flutningaskipinu í Þorlákshöfn á laugardaginn var. skipti við Hagsmunafélag hrossa- bænda í sambandi við þessi mál og hefðu þeir átt mjög gott samstarf um þetta í nokkur ár. Magnús sagði einnig að þessi út- flutningur væri til verulegra hags- bóta fyrir bændur sem fá talsvert mikið meira fyrir reiðhestana en sláturhrossin. Þetta hefði einnig valdið því að nú væru ekki birgðir af hrossakjöti í landinu, og væri það raunar eina kjötgreinin hjá okkur þar sem ekki væri nú við birgða- vandamál að stríða. -esig. BÓKMENNTIR VANDVIRKNISEM L0FAR GÓDU Heimir Már, Myndbrot, Bókaútgáfan Ax, Rvk. 1986. Þetta er ljóðabók, ekki stór í sniðum því að hún geymir aðeins 25 ljóð, en snyrtilega frágengin. Höf- undurinn, Heimir Már, er ekki að leggja fram hér frumraun sína, því að hann hefur áður gefið út tvær bækur. Yrkisefni hér eru ekki ýkja frábrugðin því sem nú er algengast og mest í tísku. Þetta eru fyrst og fremst innhverf tilfinningaljóð og fjalla á einn eða annan hátt um líðan eða vanlíðan þess sem talar, hvort sem það er skáldið eða annar. En það sem þessi bók hefur fram að yfir margar aðrar nýlegar er vandvirkni í vinnubrögðum. Þótt hún sé ekki efnismikil bætir hún það á ýmsan hátt upp með gæðum. Framan af í henni er tekist á við ýmis hefðbundin og gamalkunn efni og flest í heldur léttum og opinskáum stíl. Jafnvel örlar á kímni, en þarna eru líka vel gerð líkingaljóð, svo sem þetta sem ber heitið Hafið: Svo máttugl er hafid kalt og heitt svo djúpt Ég er sem dropi í öldu sem skellttr á skeri og hafið svo máttugt ert þú. Þetta er snyrtilega gerð líking. „Ég“ ljóðsins finnur mjög til eigin vanmáttar og lítilmótleika, en ber sig saman við annan aðila, ótil- greindan, og finnur sárt til stærðar- inunarins. Og fleira er þarna vel gert og svipaðrar tegundar, til dæmis lítið ljóð sem heitir einungis Svik: Ég legg eyra mitt upp að brjósti þínu heyri rólegan taktinn þegar steinninn slœr. Heimir Már MYNDBROT Þetta er aftur býsna markviss líking, og hér er það hjarta sem er eins hart og steinn, og eigandinn þá væntanlega miskunnarlaus sem því nemur. Það er einmitt í þessum atriðum sem styrkur höfundar liggur og bygg- ist á fágun og vandvirkni. Aftur færist hann meira yfir í angurværð eða dapurleika þegar líður á bókina, en þar staldraði ég nokkuð við eitt ljóðið sem heitir A brautarpalli: Vinir rótlausir erum við á framandi brautarpalli lestin endalausa rennur hjá og öll eigum við frátekið sœti. Ólíklegt er að við ferðumst í sama vagni en á meðan við bíðum skulum við haldast í hendur og þegar einn okkar fer reyna að hlaupa í skarðið. Hér er aftur smekklega haldið á líkingum. Hérna er það veröldin sem er eins og brautarpallur, dauð- inn eins og lest sem flytur fólk á burt, og á meðan menn bíða eftir brottför- inni segir skáldið að þeir skuli styðja hver annan og taka á sig verk þeirra sem hverfa. Þetta er kannski ekki nýr boðskapur, en líkingamálið er frumlegt og býsna smekklega með það farið. Þessi bók nær vitaskuld ekki því umfangi að það segi hvers megi vænta af höfundi hennar í framtíð- inni. En hann kann þó greinilega töluvert fyrir sér, og vandvirkni hans sýnist mér lofa góðu. Helst væri þó að nefna að fróðlegt gæti verið að sjá hann takast á við fleiri viðfangsefni en hér, svo sem ádeilur eða söguleg efni. Það er mál manna að nú í seinni tíð sé að koma upp töluverð gróska í ljóðagerðinni hér hjá okkur. Þessi bók er enn eitt dæmið um þetta, en hins vegar hefur það stundum verið gagnrýnt að skáld nú um stundir ástundi það heldur um of að loka sig inni í tilfinningalífi fólks, og að þau hirði ekki um þau efni sem liggja nær í daglega lífinu allt umhverfis. Slík gagnrýni gildir einnig hér, enda má ljóðagerð helst ekki verða of ein- hliða innhverf. En allt um það þá sýnist mér það ekki fara á milli mála að töluverðs megi vænta af þessum höfundi í framtíðinni. -esig

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.