Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 1
^ STOFNAÐUR1917 lírmrm SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum stað I SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. í STUnU MÍLI SLÖKKVILIÐSMENN hafa gagnrýnt þann niðurskurö til ör- yggisfræðslu sjómanna sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Stjórn Landssambands slökkviliðs- manna lýsti á stjórnarfundi furðu sinni á þessu og beinir því eindregið til Fjárveitinganefndar Alþingis að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að framlag ríkissjóðs til öryggisfræðslu sjómanna verði ekki minni á næsta ári en á þessu. PRESTASTEFNAN verður sett í Haligrímskirkju í Reykjavík klukkan 16.00 á sunnudag á vígslu- degi kirkjunnar og er gert ráð fyrir að flestir prestar landsins verði við vígslu- athöfnina fyrr um morguninn. Aðalefni j stefnunnar í ár er Boðun kirkjunnar í lok 20. aldar og eru framsögumenn sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Bernharð- ur Guðmundsson, sr. Birgir Ásgeirs- son og dr. Björn Björnsson. Presta- | stefnan stendur fram á þriðjudag. ÞINGHOLTSBÚAR hafa vakið athygli á alvarlegu ástandi f i umferðarmálum Þingholta, þar sem > mikil umferð streymir í gegnum hverfið | á miklum hraða enda árekstratiðni á | svæðinu sú hæsta í borginni. íbúarnir i benda á að samþykkt borgarstjórnar | um 30 kílómetra hámarkshraða í | hverfinu hafi verið mikilvægur áfangi ; en hafi ekki nægt til að draga úr | hraðakstri í hverfinu og íbúasamtök Þingholta hyggjast nú fara þess á leit við yfirvöld að þau geri ráðstafanir til að hraðatakmörkin séu virt. I því skyni hefur stjórn samtakanna látið vinna tillögur að því hvernig þessu marki megi ná og verða þær kynntar og ræddar á fundi á laugardaginn klukkan 15.00 í gamla Verslunarskólanum. IÐNT/EKNISTOFNUN hefur ákveðið að efna til hópferðar fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði á matvæla- sýninguna MATIC 86 og GIA 86 sem haldnar verða í París í næsta mánuði, og um leið á umbúða-og pökkunarsýn- inguna EMBALLAGE 86. Sýningarnar verða allar á sama tíma, 13.-20. nóvember og munu sérfræðingar stofnunarinnar sjá um skipulagða leið- sögn og tækniþjónustu fyrir þátttak- endur í ferðinni. PENINGAR eru helsta orsök rifrilda á bandarískum heimilum og rúmlega þriðjungur Bandaríkjamanna telur að auknir peningar geti bætt ■kynlíf þeirra. Þetta var eitt af því sem kom fram f skoðanakönnun Peninga- tímaritsins en ritið birti niðurstöour hennar í gær. Könnun tímaritsins er gerð árlega og sú nýjasta staðfesti tölur í fyrra sem bentu til að bandarísk- ur almenningur hugsar mun meira um peninga en kynlíf og setur feitara veski í samband við betra kynlíf. GORBATSJOF Sovétleiðtogi hélt sjónvarpsræðu í gær þar sem hann sagði útkomu leiðtogafundarins í Reykjavík hafa opnað leiðir til nýs samkomulags varðandi afvopnun á sviði kjarnorkuvígbúnaðar. Hann sagði þó að ekki yrði auðvelt að ná slíku samkomulagi þar sem sterk öfl á Vesturlöndum ynnu gegn því. KRUMMI “Ætli Síldarút- vegsnefnd sé að bræða það með sér hvort hún eigi að salta þessar við- ræður?" Sovétmenn vilja framhaldssíldarviöræöur: Verðlagsráö sjávarútvegsins: Kennarar að föndra Um 40 kennarar af Reykjavíkur- svæðinu voru önnum kafnir í Breiðagerðisskóla í gær við að búa til bækur um allt milli himins og jarðar. Þessir kennarar hafa að undanförnu verið á námskeiði um lestrarkennslu sem Fræðslu- skrifstofa Reykjavíkurumdæmis og Kennaraháskólinn efndu til fyrir kennara. Að sögn Matthild- ar Guðmundsdóttur kennarafull- trúa sem sá um skipulagningu námskeiðsins hafa kennarar og leiðbeinendur hist 2-3 í viku og um helgina síðustu, en þar sem þetta fólk er í fullu starfi hefur þurft að hafa þennan háttinn á. Námskeiðinu lauk í gær og hafði þá staðið samtals í 20 klukku- stundir. Á námskeiðinu í gær var Sig- ríður Soffía Sandholt að leið- beina kennurunum um það hvernig hægt er að láta börnin búa til bækur um ýmis efni, en um leið og bókin er skrifuð og heim- ildanna aflað með því að klippa myndir o.fl út úr blöðum, tímarit- um og hverju því sem til fellur, komast krakkarnir ekki hjá því að læra að lesa. Sigríður sagði við Tímann að mikilvægt væri að tengja lestrarkennsluna öllu skólastarfi, og það væri til bóta ef börnunum þætti það leikur að læra. Tímamynd: Pjetur Síldarútvegsnefnd vill svör um verð og magn landanna er talað um 200-250 þús- und tunnur. Verslunarfulltrúinn gat heldur ekki upplýst hvort í þessu boði Sovétmanna um fram- haldsviðræður fælist að þeir væru reiðubúnir til að leggja til grund- vallar það verð sent íslendingar hafa fengið fyrir saltsíld í frjálsum samningum við Svía og Finna, í stað verðs niðurgreiddrar síldar frá Norðmönnum og Kanadamönnum sem Rússar hafa fcst kaup á. Verslunarfulltrúi sovéska sendi- ráðsins sagði í gær að hann myndi kanna þessi atriði strax hjá við- komandi aðilum í Moskvu. Að fengnum svörum frá honum mun Síldarútvegsnefnd ákveða í sam- ráði við hagsmunaaðila hvort hún sendir samninganefnd til Moskvu. -BG Á fundi síldarútvegsnefndar með hagsmunaaðilum í gær, var ákveðið að senda ekki fulltrúa til framhaldsviðræðna við Sovétmenn í Moskvu um síldarkaup þeirra af íslendingum, þrátt fyrir að verslun- arfulltrúi sovéska sendiráðsins í Reykjavík hafi síðdegis tilkynnt að Sovétmenn væru reiðubúnir til slíkra viðræðna. Ástæðan fyrir því að íslendingarnir vilja ekki fara utan að svo stöddu er sú að ekkert liggur enn fyrir um það hvort Sovétmenn eru reiðubúnir til að ræða kaup á meira magni en 40 þúsund tunnum af saltsíld en beðið hefur verið eftir vitneskju um það hvort leyfð verði kaup á meira magni. Sem kunnugt er slitnaði upp úr samningaviðræðum í Reykjavík þegar ljóst varð að sov- éska samninganefndin hafði ein- ungis heimild til að semja um 40 þús. tunnur en í viðskiptasamningi Valgeröur Sverrisdóttir: Hef ákveðið að gefa kost á mér „Mér finnst ég ekki geta skor- ast undan því fylgi sem ég fæ í skoðanakönnun og að vel athug- uðu máli hér heima fyrir þá hef ég ákveðið að gefa kost á mér. Ég veit aö þetta getur kostað heilmikið rask hér heima fyrir ef ske kynni að ég yrði nú kosin á þing, en ég stefni nú samt sem áður ákveðið á þetta, enda ekki í fyrsta skipti sem bóndi fer á þing,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir en hún lenti í öðru sæti í skoðanakönnun framsóknar- manna um val manna á lista í Norðurlandskjördæmi eystra. Valgerður sagðist stefna á annað sætið á listanum en tæki að sjálfsögðu þeim niðurstöðum sem kæmu á kjördæmisþinginu. ABS Loðnuverð áfram frjálst Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum í gær, að beiðni yfirnefndar ráðsins, að endurskoða ákvörðun sína um að framlengja ekki frjálst loðnuverð. í samræmi við þetta var ákveðið að loðnuverð skuli áfram vera frjálst með sama hætti og verið hefur allt til næstu áramóta. Jón Reynir Magnússon annar fulltrúa kaupenda í yfirnefnd stöðvaði fyrr í vikunni í Verðlags- ráði að verð á loðnu yrði áfram frjálst, en greiddi hins vegar at- kvæði með því í gær að verðlagning yrði frjáls til áramóta. Jón var spurður hvað hefði breyst frá því að hann greiddi atkvæði gegn nú- gildandi verðlagningar- kerfi.„Verðlagsráð hélt áfram sín- um fundi um daginn og byrjaði að ræða um lágmarksverð og þar kom að málinu var vísað til yfirnefndar. Síðan hafa verið tvcir fundir í yfirnefnd þar sem ég á sæti sem annar fulltrúi kaupenda og mál æxluðust þannig að ég lagði til í yfirnefndinni í dag að þessu máli yrði vísað aftur til umfjöllunar Verðlags'ráðs,“ sagði Jón Reynir í gær. Aðspurður um hvört umræður um verðákvörðun í yfirnefnd hefðu virst kaupendum óhagstæðar, kvað Jón það ekki hafa verið, og ástæð- an fyrir því að hann hafi lagt til á fundinum í gær að verðlagning yrði áfram frjáls hafi verið sú að hug- myndir jjær sem fram hafi komið í yfirnefnd hafi verið mjög í frjáls- ræðisátt. Því hafi hann talið að eins gott væri að halda sig við núgild- andi kerfi. Verðlagsráð ákvað á fundi sín- um í gær einnig að gefa verð á síld til bræðslu frjálst og þegar Jón Reynir var spurður um hvernig útfærslan á því yrði sagði hann að hvorki milliganga loðnunefndar, fitu- og þurrefnismælingar, eða ákveðin gildistími tilkynntra verða, kæmu inn í síldarverð eins og er með loðnuna. Sagði hann Verðlagsráð hefði tekið ákvörðun um síldarverð eftir að hafa fengið bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu um að veiði á síld til bræðslu væri heimil á ákveðnu magni sem yrði á bilinu 30- 50 þúsund tonn. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.