Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. október 1986 • Tíminn 5 Hver skyldi nú ráða yfir okkur? (Tímamynd Sverrir) Framsóknarmenn vilja rannsókn á valddreifingunni Hver hefur valdið í íslensku þjóð- félagi? Það vilja nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins láta kanna. Fyrsti flutningsmaður þingsályktun- artillögu þess efnis er Haraldur Ólafsson og meðflutningsmenn þau Jón Kristjánsson, Þórarinn Sigur- jónsson, Ingvar Gíslason, Davíð Aðalsteinsson og Guðrún Tryggva- dóttir. Þingsályktunartillagan, sem er endurflutt, kveður á um að könnun- in verði fólgin í því að rannsaka og greina hvemig háttað er völdum og valdahlutföllum stofnana og sam- taka, bæði opinberra og óopinberra. Skal könnuninni lokið innan þriggja ára. í greinargerð með þingsályktunar- tillögunni kemur m.a. eftirfarandi fram: „Á undanförnum árum hafa orðið allmiklar umræður um hvernig hátt- að er beitingu valds hér á landi. Þær umræður hafa einkum snúist um hvernig valddreifingu er varið, þ.e. hvernig tengsl hins opinbera, ríkis- ins, og einstakra sveitarfélaga, byggðarlaga og landshluta eru. Ein- nig hefur talsert verið rætt um inn >- byrðis afstöðu valdastofnana ríkisins og hvort æskilegt sé að breyta vald- ahlutföllunum í landinu. Enda þótt þessar umræður hafi oft á tíðum verið hinar fróðlegustu hefur nokk- uð á skort að þær hafi verið mar- kvissar og stundum hafa hugtök verið lítt skýrð eða ekki. Sjálft hugtakið vald er margþætt og engin ein skilgreining fullnægjandi til að lýsa eðli þess og áhrifum eða birting- arformum þess.“ Þá er á það bent í greinargerðinni „að margs konar dulin og hálfdulin valdaöfl séu að verki í sérhverju þjóðfélagi og áhrif þeirra eru oft á tíðum langtum meiri en birtist í hinu beina og opinbera valdi. Þetta gerir nauðsynlegt að rýna djúpt inn í íslenskt þjóðfélag til þess að greina megi valdaþræðina, sem þar greinast í allar áttir“. Hagnýti rannsóknarinnar telja flutningsmenn einkum felast í þrennu. í fyrsta lagi er með slíkri könnun á valdi farið inn á rannsóknarsvið sem ekki hefur veri gefinn mikill gaumur hér á landi til þessa en þekking á því er forsenda umræðna um valddreifingu og valdaskipan í landinu. í öðru lagi felur könnunin í sér rannsókn á lýðræðinu hér á landi, hvernig það virkar eða virkar ekki, athugað er hvernig stöðu einstakl- ingsins er háttað og hvort og hvernig einstakir hópar ná fram áhugamál- um sínum. I þriðja lagi benda flutningsmenn á að niðurstöður slíkrar könnunar geti auðveldað landsmönnum að taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð sína. Amnesty International: w ISLANDSDEILDIN MEÐ 4 „GLEYMDA FANGA“ Amnesty International á Islandi hefur tekið að sér fjóra samvisku- fanga af þeim 12 sem alþjóðasamtök Amnesty völdu í tilefni af alþjóðlegri viku sem haldin er einu sinni á ári og tileinkuð er ákveðnum flokki sam- viskufanga. í ár er vikan tileinkuð „gleymdum föngum“ en það er ein- mitt þessi vika sem nú er að líða sem er tileinkuð þeim. f tilefni vikunnar afhenda Amn- esty International samtökin módel- bréf til þeirra einstaklinga hér á landi sem vilja styðja baráttu gegn mannréttindabrotum hvar sem er í heiminum og aðstöða viðkomandi fanga við að losna úr haldi. Bréfin eru skrifuð á viðkomandi tungumáli en þeim fylgir íslensk þýðing svo og ágrip af sögu viðkomandi fanga á íslensku. Þessir gleymdu fangar eiga það sameiginlegt að hafa verið teknir höndum og fangelsaðir eða settir á geðsjukrahús vegna skoðana sinna. Yfirvöld gefa ekki upp hvort þeir eru lífs eða liðnir og vilja ekki viðurkenna að hafa handtekið þá í sumum tilfellum. Hins vegar hefur Amnesty International vitneskju um fangana frá öðrum föngum sem vita af þeim og meðferð á þeim eða eftir öðrum leiðum. Bréfin sem Amnesty hefur samið til stuðnings þessum fjórum föngum eru beiðni til stjórnvalda um að taka mál fanganna til athugunar og vin- samlegast að láta þá lausa þar sem þeir hafi ekki verið teknir höndum vegna ofbeldisverka og um leið eru stjórnvöld beðin um að stuðla að því að fangar sem eru í haldi hjá þeim fái þá meðferð sem ekki brýtur í bága við mannréttindi, vegna þess að heimurinn líti mannréttindabrot alvarlegum augum. Anatoly Lupynis hefur verið lok- aður inni á sovéskum geðsjúkrahús- um í 15 ár gegn vilja sínum. Anatoly var tekinn fastur í maí 1971 eftir að hafa tekið þátt í óopinberum Ijóða- lestri en hann er Úkraínumaður og starfaði við tónleikahald. Amnesty International álítur að hann sé ekki lokaður inni af læknisfræðilegum ástæðum heldur fyrir að nota rétt sinn til tjáningarfrelsis á friðsamleg- an hátt. Læknar hafa fjórum sinnum óskað þess að hann verði látinn laus en dómstólar hafa jafnan vísað því á bug. Ilena del Rasario Solares Castillo, 22 ára endurskoðandi í Guatemala var tekin föst 25. september af njósnadeild Guatemalahers. Upp- haflega var skýrt svo frá að hún hefði verið dæmd í 30 ára fangelsi en seinna þrættu yfirvöld fyrir að hún hefði verið tekin föst. Fanga sem tókst að smygla bréfi úr sama fang- elsi og Ilena var í síðast er fréttist af henni sagði að hún væri á lífi og væri haldið í leynilegu fangelsi. Chinkangala Faustino Lombe er fertugur kennari sem verið hefur í haldi síðan 1978 án þess að ákæra hafi verið borin fram. Hann er fyrrverandi félagi í stjórnarand- stöðuflokknum UPP (United Prog- ressive Party) sem nú er bannaður í Zambíu. Honum er haldið föngnum á forsendum löggjafar sem heimilar frelsissviptingu í ótiltekinn tíma án réttinda. Manan Effendi bin Tjokrohardjo hefur setið í fangelsi síðan 1965 en Amnesty International frétti fyrst af honum árið 1983 þegar hann hafði setið 18 ár í fangelsi án þess að nokkur sönnun hafi borist um að hann hafi tekið þátt í valdaránstil- raun sem reynd var nokkrum dögum áður en hann var tekinn höndum. Eftir valdaránstilraunina voru gerð- ar stórfelldar hreinsanir og um hálf milljón manna var drepin. Manan óttast að verða ekki látin laus fyrr en í fyrsta lagi árið 1999 en þá verður hann 79 ára gamall. Núna þjáist hann af húðsjúkdómi og læknar óttast að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsinu. ABS SÍBS þingar um helgina: Jafnmargir deyja úr reykingum nú og áður úr berklum 25. þing SÍBS verður haldið að Vinnuheimilinu að Reykjalundi í tylosfellssveit helgina 25. og 26. okt- óber (laugardag og sunnudag) Auk venjulegra þingstarfa mun Arne Heimdal frkvstj. Samtaka astma og ofnæmissjúklinga í Noregi, verða gestur SÍBS og mun hann flytja fyrirlestur um starfsemi norsku samtakanna. Landsfundur SÍBS var á Akureyri sl. september og SÍBS hefur haldið fræðslu- og kynningarfundi í Kefla- vík og á Selfossi, þar sem flutt voru fræðsluerindi m.a. um ofnæmi í öndunarfærum og skaðsemi reyk- inga.- Einnig um læknismeðferð og þjálfun lungnasjúklinga. f fréttatilkynningu frá Samtökun- um segir, að afleiöingar af völdum reykinga séu jafn geigvænlegar og aflciðingar af berklum, þegar þeir herjuðu í algleymi á þjóðina um það leyti sem SIBS var stofnað á Vífils- stöðum árið 1938, en þá létust fjórir t^nstaklingar úr berklum i hverri viku. I dag er það einnig svo að í hverri viku deyja fjórir einstaklingar af völdum reykingasjúkdóma. í kjölfar fundanna í Keflavík og á Selfossi voru stofnaðar tvær nýjar SÍBS-deildir, Deild Suðurlands og Suðurnesja. SÍBS-fréttir hafa komið út fjórum sinnum á ári á undanförnum tveimur árum. Núverandi ritstjóri er Hjördt's Þorsteinsdóttir. SÍBS-deildir eru nú alls fjórtán víðs vegar um landið. Þeir sem óska eftir að gerast félagar geta haft samband við skrifstofu SÍBS í Suður- götu 10 í Reykjavík. FormaðurSÍBS (Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga) er Kjartan Guðnason, Reykjavík. Sýning áverkum Valtýs Sýningin spannar allan listferil. Valtýs allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944-46 til verka frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíumyndir, mósaík og gvassmyndir. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningar- skrá og litprentað plakat. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13.30-18.00 enkl. 13.30-22.00 uni helgar. Auglýsing frá fjárveitinganefnd Alþingis Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum vegna afgreiðslu fjárlaga 1987 frá 27. okt. - 14. nóv. nk. Beiðnum um viðtöl við nefndina þarf að koma á framfæri við starfsmann nefndarinnar, Runólf Birgi Leifsson, í síma 11560 eftir hádegi eða skriflega eigi síðar en 7. nóvember nk. Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum 1987 þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 14. nóvember nk. ella er óvíst að hægt verði að sinna þeim. Fjárveitinganefnd Aiþingis Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið 20. október 1986. ÁSKRIFTARSÍMl 686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.