Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 20
' " '• s; ' ií -
HHHBHHI
AUGLYSINGAR 1 83 00
III liinillllli llllilHlliiTillÍMillllllllMllill
I GÆRKVOLD voru 5
leikir á íslandsmótinu í hand-
knattleik, 1. deild karla. Þá var
og heil umferö í Evrópukeppn-
inni í knattspyrnu og úrslit
réöust einnig í Reykjavíkur-
mótinu í blaki.
Sjá íþróttasiðu bls. 10-11.
STRUMmftNIR
HRESSA
KÆIA
Fimmtudagur 23. október 1986
Þingmannalaun hækka
síst meira en önnur
segja reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins
um launabreytingum sé talið að laun
sem ASÍ og VSÍ semji um hækki að
meðaltali um 29% milli áranna 1985
og 1986. -HEI
„Meðalhækkunin milli ára - hjá
þeim sem nú fengu launahækkun
með kjaradómi - er að jafnaði innan
við 30% og því alveg hægt að
fullyrða, að ef eitthvað er, þá liggur
hún í neðri kantinum miðað við
hækkanir hjá öðrum ríkisstarfs-
mönnum á sama tíma,“ sagði Indriði
H. Þorláksson í fjármálaráðuneyt-
inu. En þar hafa menn nú reiknað út
samanburð á launahækkunum sem
æðstu embættismenn ríkisins og al-
þingismenn hafa fengið eftir kjara-
dóm nýlega miðað við aðra ríkis-
starfsmenn.
Fréttir um mun meiri launahækk-
anir þessum hóp til handa en t.d.
BHMR sagði Indriði því ekki
standast. Enda sú hækkun sem tals-
menn BHMR hafi gefiö upp - 24%
frá upphafi til loka árs - a.m.k. 4%
of lág.
Indriði sagði tvær viðmiðanir not-
aðar við samanburöinn. Annars veg-
ar meðalhækkun launa milli áranna
1985 og 1986. Sú hækkun verði milli
29 og 30% hjá lang flestum þeirra
sem taka laun eftir kjaradóms-
ákvörðuninni, þar með töldum al-
þingismönnum. Sú hækkun meðal-
launa er talin um 30% hjá BSRB,
um 31% hjá BHMR og um 38% hjá
BK (kennarar).,
Hins vegar er reiknuð út hækkun
frá ársbyrjun til ársloka 1986. Þá
hækkun sagði Indriði í lang flestum
tilvikum 30,8% hjá þeim er taka
laun eftir þessari nýju kjaradóms-
ákvörðun. Samsvarandi tölur annar-
ra eru: 21,3% hjá BSRB, 28,5% hjá
BHMR og 34,5% hjá BK að meðal-
tali.
Undantekningarnar frá framan-
greindum tölum hvað varðar æðstu
embættismennina sagði Indriði þær,
að dómarar hafi nú allir verið færðir
í sama flokk og einnig fengið flokka-
hækkanir - enda áður verið í lægsta
flokknum. Hjá þeim verði hækkun
milli ára tæplega 33%, en hækkun
frá ársbyrjun til ársloka 35,3 til
44,8%. Þá haft og tvö stöðuheiti,
verðlagsstjóri og tollgæslustjóri, ver-
ið hækkuð um flokka og fái 39,9%
hækkun frá ársbyrjun til ársloka.
Þróun launa opinberra starfs-
manna milli áranna 1985 og 1986
kemur fram í fjárlagafrumvarpinu
fyrir 1987, og eru sögð hækka mis-
jafnlega á yfirstandandi ári. Þess
gæti m.a. að BSRB hafi fengið
launahækkanir fyrr á árinu en
BHMR. Þá hafi einstakarstarfsstétt-
ir hjá ríkinu fengið mismikla
hækkun. Þannig hækki laun félaga í
BK um 35% frá ársbyrjun til ársloka
og lögreglumanna um 37,8%. Kjara-
dómur hafi í júlí s.l. hækkað laun
félaga BHMR almennt um 6-12%,
sem metið er 9% að meðaltali í
framangreindum tölum, og auk þess
3% áfangahækkun í desember n.k.
í fjárlagafrumvarpinu segir að
samanburður á þróun launa opin-
berra starfsmanna og þeirra er starfa
á almennum vinnumarkaði liggi ekki
ljós fyrir. Að því er næst verði
komist hækki kauptaxtar almennt
um 20-21% frá upphafi til loka árs,
sem verði 24-25% að viðbættu áætl-
uðu 3-4% launaskriði. Út frá þckkt-
Hallgríms'
kirkja vígð
á sunnudag
Hailgrímskirkja verður vígð á
sunnudag eftir að hafa verið í
byggingu í 40 ár og er nú veríð að
leggja síðustu hönd á kirkjuna
fyrír vígsluna. Þessi mynd var
tekin í gær þegar veríð var að
ganga frá flísalagningu á kirkju-
gólfiltu. Tímamynd: Fétur
Umferðarátak hafið:
Framsókn Vestfjöröum:
Skorað á
Gunnlaug
Finnsson
„í kjölfar ákvörðunar Stein-
gríms Hermannssonar forsætis-
ráðherra umað bjóða sig fram í
Reykjaneskjördæmi við næstu
Alþingiskosningar færir fundur í
Framsóknarfélagi Önfirðinga
Steingrími Hermannssyni þakkir
fyrir vel unnin störf í þágu Vest-
fjarðakjördæmis á umliðnum
árum. Jafnframt skorar fundur-
inn á Gunnlaug Finnsson fyrrver-
andi alþingismann að gefa kost á
sér við skoðanakönnun flokksins
sem fram á að fara á næstunni.“
Þessa samþvkkt gerðu framsókn-
armenn í Önundarfirði einróma
á fundi í félaginu í fyrrakvöld.
Tfminn hafði samband við
Gunnlaug Finnsson kaupfélags-
stjóra á Flateyri og fyrrverandi
alþingismann og innti hann eftir
því hvort hann hygðist taka þess-
ari áskorun.„Ég er nú ekki búinn
að gefa svar við þessari áskorun
ennþá, en ég veit að einhver
hreyfing er fyrir þessu. Hins veg-
ar vil ég vita betur hversu sterk
þessi hreyfing er áður en ég segi
já eða nei,“ sagði Gunnlaugur.
Gunnlaugur sagði jafnframt að
hann hefði ekki hugsað sér að
fara út í harðan slag, en ef í Ijós
kæmi að nokkuð almennur stuðn-
ingur væri fyrir þessu kæmi vel til
greina að hann slægi til. Hann
sagði að sú ákvörðun Steingríms
að fara fram á Reykjanesi hefði
breytt mjög stöðunni í framboðs-
málum fíokksins á Vestfjörðum.
Ólafur Þ. Þórðarson annar
þingmaður Framsóknarflokksins
á Vestfjörðum sagði í blaðavið-
tali nýlega að ekki væri víst að
hann hefði hug á að fara aftur
fram f kjördætninu, og enn mun
vera óljóst hvað hann hyggst
fyrir. -BG
Omerktir bílar gera viðvart
- um þá ökumenn sem ekki virða umferðarljós, stöðvunarskyldu og notkun stefnuljósa
Umferðarráð og lögregla um allt
iand mun á næstu dögum efna til
sérstaks umferðarátaks í samráði
við dómsmálaráðuneytið. Átakið
beinist einkum að því að auka virð-1
ingu ökuinanna fyrir uniferð á ís-.
landi og ein leið til þess er að virða
umferðarljós, stöðvunarskyldu og.
stefnuljósanotkun.
Átakinu verður m.a. fylgt eftir
með því að á gatnamótum verður
komið fyrir ómerktum bifreiðum
sem gera lögreglubíl í'nágrenni við-
vart um þá bíla sem aka yfir á rauðu
ljósi. Eftirlit með notkun stefnuljósa
og stöðvunarskyldu verður háttað á
sama veg.
Umferðarráð kynnti átakið áj
blaðamannafundi í gær ásamt yfir-
Iögregluþjónum Reykjavíkur,
Kópavogs, Hafnarfjarðar og Kefla-
víkur. Þar kom fram að ástæða þess
að átaki þessu er komið á er vaxandi
árátta margra ökumanna að aka yfir
gatnamót á rauðu ljósi, að þeir virða
ekki stöðvunarskyldu og nota
stefnuljós illa eða ekki. Þar sem
stöðvunarskyldu er komið á krefjast
aðstæður þess og stórháskalegt er að
virða hana ekki. Það sama er að
segja um akstur yfir gatnamót á
rauðu ljósi.„Slíkt háttalag sæmir
ekki hugsandi mönnum og er hrein
' vanvirða við samferðamenn," sagði
Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri
Umferðarráðs. Yfirlögregluþjónar
tóku undir orð Óla og sögðu að fólk
á íslandi yrði að fara að gera sér
grein fyrir því að það gengur ekki að
ætla sér að komast á fimm mínútum
þá vegalengd sem þarfnast tíu mín-
útna.
Óskar Ólason yfirlögregluþjónn í
Reykjavík upplýsti að það sem af er
árs hefðu um 10.000 ökumenn í
Reykjavík verið kærðir. Algengustu
orsakir árekstra eru að stöðvunar-
skylda og biðskylda eru ekki virt,;
almennur umferðarréttur ekki held-
ur og einnig eru aftanákeyrslur al-
geng orsök.
í skoðanakönnun sem Hagvangur
gerði fyrir Umferðarráð nú nýverið
og náði til 1000 manna á aldrinum
18-67 ára á öllu landinu, kom fram
að hugarfarsbreyting hefur átt sér
stað varðandi bílbeltanotkun á Is-
landi. Helmingur þeirra sem spurðir
voru notar bílbelti að jafnaði og er
það 8% aukning frá sams konar
könnun Hagvangs frá árinu 1984.
Konur eru duglegri að nota bílbelti
en karlar eða 55,9% kvenna á móti
41,1% karla. Höfuðborgarbúar voru
einnig iðnari við notkun bílbelta en
annað fólk á landinu.
Athygli vekur að þeir sem vilja að
sektarákvæðum sé beitt við þá sem
ekki nota bílbelti eru fleiri en þeir
sem nota bílbeltin sjálfir að jafnaði,
eða 52% spurðra. Þar eru konur líka
ákveðnari en karlar. Eftir. því sem
fólk er yngra er það meira fylgjandi
notkun bílbelta og sektum ef þau
eru ekki notuð. Noktun barnabtl-
stóla hefur einnig aukist um meira
en helming frá því sem var í könnun-
inni 1984.
í könnuninni var fólk beðið að
nefna þá þætti sem það teldi stuðla
að auknu umferðaröryggi. Flestir
nefndu aukna virðingu fyrir umferð-
arreglum eða 18,6%. Notkun bíl-
belta var nefnd í 16,3% svaranna en
einnig töldu 15,2% að minni hraði í
umferðinni stuðlaði að auknu ör-
yggi. Annað sem nefnt var, var
aukin löggæsla, fræðsla og áróður.
-ABS