Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. október 1986 Tíminn 3 Launakönnun ASÍ: Karlar hærri dagvinnulaun, en konur í sömu starfsgrein Útvarps- og rafeindavirkjar skjót- ast langt fram úr öllum öðrum ASÍ stéttum - m.a.s. skrifstofustjórum - þegar litið er á heildarlaun þeirra að meðaltali, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar ASÍ, sem miðast við laun í apríl s.l. Með taxtahækkunum síðan hafa þeir væntanlega um 47.700 í fastakaup en um 82.600 með öllum álögum og yfirvinnu, hafi hún ekki minnkað sfðan. Þótt fastakaupið sé ekki til að hrópa húrra fyrir virðist algengast að körlum takist að urga upp 50-60 þús. króna heildarlaunum á mánuði og mörgum vel þar yfir. Orð Ásmundar um launamun kynjanna eru hins vegar ekki ýkt því samsvarandi tölur hjá konum virðast 30-45 þús. Hér er átt við heildarlaun fyrir fullt starf ásamt yfirvinnu. Varðandi föst laun fyrir dagvinn- una sitja fiskvinnslukonurnar á botn- inum (ásamt fiskvinnslukörlunum), en þeim tekst síðan að tvöfalda launin með bónusum og yfirvinnu (og körlum að komast upp fyrir ýmsa iðnaðarmenn). Konur við afgreiðslustörf í dag- vöruverslunum og verksmiðjukonur bera hinvegar minnst úr býtum fyrir dagvinnuna, þar sem lítið er þar um viðbótarálögur. Verksmiðjukonumar standa þó lang verst að vígi þegar litið er til heildarlaunanna, því auka- vinnu virðast þær nær enga hafa. Áberandi er að verksmiðjukörlun- um tekst hins vegar að ná sér í 20 þús. króna viðbót við föstu dag- vinnulaunin, sem þó eru um 7 þús. krónum hærri en hjá samstarfskon- um þeirra. Athyglisvert er, að í blönduðu greinunum hafa karlarnir að jafnaði þó nokkuð hærri föst dagvinnulaun og eru auk þess mun glúrnari að bæta við þau ýmsum álögum til viðbótar, þannig að algengt er að greidd dagvinnulaun þeirra verði 5-15 þús. krónum hærri í sömu starfsgreinum. Sá munur vex svo enn þegar yfirvinnan bætist við. Hæstu heildarlaunum ná konur í skrifstofustörfum, rúmlega 42 þús. krónum á mánuði. Lægstu heildartekjur karlanna eru að meðaltali í kringum 3 þús. krón- um hærri en það hæsta sem konurnar komast í. Áð trésmiðum undan- skildum virðast iðnaðarmenn t.d. yfirleitt ekki hætta fyrr en þeir hafa með einhverjum ráðum náð milli 50 og 60 þús. króna meðaltekjum og rafvirkjar og járnsmiðir t.d. nokkuð þar yfir. Þótt deildar- og skrifstofustjórar hafi að jafnaði 25-30 þús. krónum hærra fastakaup á mánuði en nær allar aðrar karlastéttir innan ASÍ segir það ekki alla söguna. Við fastakaupið þeirra bætist nefniiega lftið meira en hjá verksmiðjustúlk- unum sem nefndar voru að framan og yfirvinnu virðast þeir yfirleitt ekki Lögboðin lágmarkslaun á Alþingi: Verkalýðshreyf- ingin getur ekki - eða vill ekki sjá um lausn þessa máls sagði Sigríður Dúna Endurflutt lagafrumvarp sem kveður á um að óheimilt verði að greiða lægri grunnlaun fyrir 40 dagvinnustundir á viku en sem nemur 30 þúsund krónum kom til umrxðu á þingi í gær. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (KvI.Rvk.) sagði að frumvarpið mundi ná til 34 þúsund launþega og hafa í för með sér 3-4% hækkun launakostnaðar. Verkalýðshreyf- ingin gæti ekki eða vildi ekki sjá um lausn þessa máls og því þyrúí lagasetning Alþingis að koma til. Taldi hún slík lög ekki hafa mikil áhrif á efnahagsmál landsins. Stefán Benediktsson (A.Rvk.) sagðist vera andvígur lagasetningu - af þessu tagi, aðilar vinnumarkað- arins ættu að leysa þessi mál í samningum og best væri ef það væri gert með vinnustaðasamning- um. Haraldur Ólafsson (F.Rvk.) ef- aðist um gildi lagasetningar í þess- um tilgangi og taldi að launafólki væri styrkur í því við samninga- borðið, ef Alþingi samþykkti frekar viljayfirlýsingu að lágmarks- laun þyrftu að vera 30-35 þúsund krónur. Haraldur benti jafnframt á að líklega væri kostnaður ríkisins • meiri vegna iágra launa en ef þau væru hærri, því lág laun leiddu iðulega af sér meiri þörf fyrir félagslega þjónustu. En taka yrði allt launakerfið til endurskoðunar, því það væri ailt of flókið. Davíð Aðalsteinsson (F.Ve.) tók að ýmsu leyti undir hugmynd- ina og sagði að miðað við þjóðar- tekjur mættu iaun í undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar vera hærri. Skilvirkni fyrirkomulags á vinnumarkaðnum mætti auka þannig að sömu afköstum væri skilað á skemmri vinnutíma og þá fyrir hærri laun. Hins vegar efaðist Davíð um að löggjöf um lágmarks- laun mundi skila því sem til væri ætlast, því engin trygging væri að launahækkunin færi ekki upp allan launastigann, sem væri lítil breyt- ing frá núverandi ástandi. Besta lausnin væri að styrkja atvinnu- reksturinn þannig að hann gæti borgað hærri laun og um slík laun ættu aðilar vinnumarkaðsins að semja. Samþykkt frumvarpsins merkti hækkun launakostnaðar upp á 2 1/2 til 3 1/2 milljarð króna og slíkt hlyti að hafa umtalsverð áhrif á efnahagslífið, því vildi hann fá svar við þeirri staðhæfingu í greinargerð með frumvarpinu, sem segði „að hækkun launa væri hvorki dýr né líklcg til að hleypa verðbólgunni á skrið að nýju“, áður en hann tæki afstöðu í málinu. Valdimar Indriöason (S.Ve.) lýsti sig andvígan frumvarpinu og efaðist um tölulegar forsendur þess. í lok umræðnanna sagði flutningsmaður m.a. að sá atvinnu- rekstur sem ekki gæti borgað slík lágmarkslaun ætti ekki rétt á sér. Heldur væri ekkert óeðlilegt við afskipti Alþingis af þessum málum, því það sem Alþingi væri alltaf að gera væri að flytja fé úr vasa eins í annars. þæó skila, eða a.m.k. ekki fá greitt sérstaklega fyrir hana. Heildarlaun þessarar „hálaunastéttar" eru því litlu hærri en t.d. hjá verkstjórum eða iðnaðarmönnum í hærri kantin- um. Aftur skal tekið fram að allar launatölur hér miðast við aprílmán- uð í vor, og taxtahækkanir síðan voru sagðar 7% að lágmarki, sem því má bæta við til viðmiðunar við núverandi laun. -HEI Þetta voru laun í hinum ýmsu störfum í aprílmánuði í vor sam- kvæmt hinni nýju launakönnun ASÍ. Við þau þarf að bæta að lágmarki 7% til að færa til núverandi launa, sem mundi hækka lægstu upphæðina úr 19.799 í 21.185 kr. og þá hæstu úr 77.174 í 82.576. Fremsti dálkurinn sýnir föst mánaðarlaun fyrir dag- vinnu (einhverjar yfirborganir geta verið þar innifaldar), 2. dálkurinn mánaðarlaun fyrir dagvinnu að við- bættum bónusum, álögum, bfla- styrkjum og fleiru og 3. dálkurinn heildarlaun, þ.e. með auka- og yflr- vinnu. Kjararannsóknanefnd raðaði töflunni eftir föstum launum að meðaltali. Tíminn skýtur inn í skipt- ingu milli karla og kvenna í störfum sem unnin eru af báðum kynjum og merkti við (ko) þau störf sem nær eingöngu eru unnin af konum. Glöggt kemur fram hve konur hafa miklu lægri laun, sérstaklega þegar álögum og slíku hefur verið bætt við að ekki sé nú talað um heildarlaunin. Föst Mán.l. Mán.l. Störf: mán.l. m. álögum. m. yfirv. Fiskvinna 20.432 30.930 42.532 karlar 21.920 34.335 49.263 konur 19.799 29.538 40.026 Bensínafgreiðsla 22.179 30.174 52.535 Aðst. viðfatasaum konur 22.725 26.530 28.507 St. í dagvöruversl. konur 24.270 25.838 38.608 St. Sóknarfélaga konur 24.663 29.274 33.748 Verksmiðjuvinna alls 24.773 32.450 39.469 karlar 27.650 38.077 48.346 konur 20.904 24.795 27.862 Afgreiðsl.ályfjum konur 25.827 27.063 32.214 Verkafólk alls 25.848 31.870 40.350 karlar 27.704 34.655 48.082 konur 24.160 29.323 34.626 Byggingarvinna 25.984 28.700 44.408 Ræsting konur 27.803 29.878 35.393 Hafnarvinna 28.191 33.366 45.279 Afgreiðslustörf alls 28.982 32.464 42.602 karlar 35.685 43.223 52.563 konur 25.845 27.428 37.940 Brauðgerð 29.431 32.293 50.996 Mjólkurfræðingar 32.186 43.772 61.318 Alm. skrifstofust. konur 32.214 35.169 39.729 Trésmiðir 32.364 37.084 47.013 Vélvirkjar 32.555 38.703 57.556 Bifvélavirkjar 32.591 38.079 49.554 Afgr. byggingarvöru 33.020 38.410 45.238 Verkstj.ófaglærðra 34.163 42.243 62.126 Vinna v. tölvuskráningu konur 34.432 37.424 41.015 Iðnaðarmennalls 35.172 42.460 56.906 karlar 35.418 42.776 57.653 konur 30.127 32.815 39.740 Rafvirkjun 36.882 47.459 62.096 Járnsmiðir 37.203 49.820 64.500 Verslunarstjórar 39.482 47.210 59.513 Skrifstofustörf alls 39.770 44.381 50.252 karlar 48.307 56.683 64.150 konur 34.904 37.371 42.330 Verkstj.faglærðra 41.023 50.154 68.854 Heildsölustörf 41.709 51.026 59.513 Útvarps- og rafeindav. 44.615 56.736 77.174 Deildar- og skrifstofustj. 65.441 69.953 71.575 Meðaltal 32.531 38.697 Akureyri: Hitaveitustjóra sagt upp störfum - gjaldhækkun hitaveitunnar frestað að beiðni forsætisráðherra Á bæjarstjórnarfundi á miðviku- dag var tillaga til bæjarráðs um að segja hitaveitustjóra, Wilhelm V. Steindórssyni upp störfum sam- þykkt samhljóða. „í>að sem kannski greinir einna mest á milli hitaveitustjóra og bæjarstjórnar Akureyrar er að hann telur að Akureyringar séu búnir að ná því marki að hitaveitan verði rekin réttu megin við strikið og ég efa það ekki en það gerum við með þessu geysilega háa verði. Okkar sjónarmið bæjarstjórnar- innar er það að til hitaveitunnar hafi verið stofnað meðal annars vegna hvatningar stjórnvalda á sín- um tíma vegna þess að nýta þyrfti innlenda orku meira. Stjórnvöld og ríkisbankar stóðu að þessu og það er fyrst og fremst óeðlileg þró- un sem varð á erlendum lánamörk- uðum sem hefur komið fjárhag hitaveitunnar á skjön og við teljum því eðlilegt að stjórnvöld komi inn í viðræður um málefni hitaveitunn- ar nú. Akureyringar eru búnir úm ára- bil að greiða hundruð milljóna til jöfnunar á hitakostnaði á landinu sem ekki hefur farið til jöfnunar hitakostnaðar á Akureyri, þótt við séum með einna hæstan hitakostn- að á landinu. Við teljum því ekki óeðlilegt að við förum að fá eitt- hvað af þessu til baka nú. Um þetta atriði greinir bæjarstjórn og hita- veitustjóra einna mest á. Hann lýsti sig andvígan þessum leiðum. Það er hins vegar meira en sjálfsagt að meðan er verið að leita lausnar á einhverju máli, að þá komi til sem flestar skoðanir til að byggja væntanlega niðurstöðu á og það skiptir ekki máli hvort þær skoðan- ir birtast í fjölmiðlum um leið og þær koma á fundum veitustjórnar eða í bæjarstjórn. Hins vegar telj- um við að eftir að búið er að taka ákvörðun, þá eigi hitaveitustjóri sem embættismaður að fram- kvæma þær ákvarðanir sem búið er að taka en ekki framfylgja sínum skoðunum sem almennur borgari á Akureyri," sagði Sigurður Jóhann- esson bæjarfulltrúi í samtali við Tímann. Á fundi veitustjórnar í gær var samþykkt að auglýsa stöðu hita- veitustjóra til umsóknar, en þar til hann verður ráðinn hafa tveir um- sjónarmenn verið skipaðir með hitaveitunni. Það eru þeir Tómas Hannesson sem hefur verið tækni- legur fulltrúi hitaveitustjóra og Úlfar Hauksson hagsýslustjóri bæjarins. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri á þriðjudag var lesið upp bréf frá Steingrími Hermannssyni þar sem forsætisráðherra lýsir þungum áhyggjum sínum vegna verðlags- þróunar í landinu. f bréfinu kom það skýrt fram að forsætisráðherra óskaöi þess að frestað yrði hækkun á gjöldum hitaveitu Akureyrar vegna þess að hún færi á skjön við þá kjarasamninga sem ríkisstjórnin átti aðild að á síðastliðnum vetri. Áður hafði verið samþykkt tæp 9% hækkun vegna hækkunar bygg- ingavísitölu, en ekki var um neina raunhækkun að ræða. Tap hita- veitu Akureyrar mun því að líkind- um nema um tveimur milljónum króna á hverjum mánuði. „Við teljum að úr því að verið er að stoppa okkur með hækkanir sem leiða eingöngu af verðlags- breytingum þá sé á vissan hátt verið að stefna fjárhag hitaveitunn- ar niður á við og við getum því ekki skilið þetta bréf á annan hátt en þann, að forsætisráðherra sé tilbú- inn til viðræðna um það á hvern annan hátt sé hægt að halda fjárhag hitaveitunnar á réttum kili,“ sagði Sigurður Jóhannesson. Sigurður sagði einnig að verð- , hækkun á gjöldum hitaveitunnar yrði frestað þar til viðræður við stjórnvöld hefðu farið fram um leiðir til lausnar á vanda hitaveitu Akureyrar. Þær viðræður áttu að vera búnar að fara fram en af ýmsum ástæðum, m.a. leiðtoga- fundi stórveldanna hefur ekki get- að orðið af þeim viðræðum. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.