Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 23. október 1986 Lántökugjaldi og vöxtum hafnað - lýsir sig reiöubúiö aö standa aö breytinga- tillögum með námsmönnum Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna hefur sam- þykkt ályktun varðandi drög að lögum um LÍN. Framkvæmdastjórn SUF álítur að í drögum þessum sé nú hrundið á bak aftur þeirri aðför sem sýndi sig í skýrslu menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna í vor og SUF fagnar því. Hins vegar er SUF á móti lántöku- gjaldi og vöxtum af hluta lánanna eins og lagt er til í drögunum og vísar til fyrri ályktana sinna í því efni. Einnig (trekar SUF að nauðsynlegt sé að bera allar breytingar á lögum LÍN undirnámsmannahreyfingarnar og að tekið verði tillit til álits þeirra. SUF treystir menntamálaráðherra til þess að gera það. Ennfremur lýsir stjórn SUF sig reiðubúna til þess að styðja rök- studdar breytingatillögur náms- mannahreyfinganna við tillögur stjórnskipuðu nefndarinnar sem unnið hefur drögin að lögum um LÍN, ef þær eru fólgnar í því að LÍN tryggi jafna aðstöðu til náms, að tekið sé tillit til aðstæðna náms- manna meðan á námi stendur, að við endurgreiðslur lánþega sé tekið tillit til tekna hans að námi loknu og að endurheimtuhlutfall verði sem næst 100%. Ef þessum markmiðum verði hægt að ná, þá gegni LÍN því hlutverki sem SUF telur að honum sé ætlað. ABS Samkeppnissvæðið séð frá Iðnó. Ráðhúsið á að standa þar sem nú eru bflastæði og Tjarnargata 11 þar sem borgarskrifstofumar hafa aðsetur. Samkeppni um: Ráðhús Reykjavíkur að Vonarstræti 11 - á aö vera 3375 fermetrar á stærö VEGNA KAUPA 0G LEIGU Breytingar hjá Sambandinu: Kjartan P. Kjartansson tekur við Fjárhagsdeild - og fleira framundan 2 Tíminn Samband ungra framsóknarmanna: Samkeppnin er háð samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands og útboðslýsingu borgar- stjórnar. Dómnefnd skipa af hálfu útbjóðanda, þau Davíð Oddsson borgarstjóri sem jafnframt er for- maðurdómnefndar, Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi og Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður borgar- skipulags Reykjavíkur. Af hálfu Arkitektafélags íslands þeir Guðni Pálsson og Þorsteinn Gunnarsson arkitektar. Skiladagur er 4. mars, 1987 og verðlaunafé er samtals kr. 2.100.000,- en þrenn verðlaun verða- veitt auk þess sem dómnefnd er heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 600.000,- ‘ -ABS Barnaverndarfélag Reykjavíkur aflagt: Kvennaathvarfi færðir peningar - samkvæmt ósk stofnanda félagsins Á fundi í stjórn Barnaverndarfé- lags Reykjavíkur, þann 18. septemb- er s.l. var ákveðið að félagið hætti störfum. Jafnframt var samþykkt að afhenda dr. Matthíasi Jónassyni, stofnanda félagsins og formanni þess í 25 ár, þá peninga sem eru í sjóði - kr. 55.000-ogmegihann verjaþeim til þeirra mannúðarmála sem hann óskar. Matthías bað um að fé þetta yrði afhent Samtökum um kvennaat- hvarf og að fénu yrði sérstaklega varið í þágu barna sem dvelja í athvarfinu. Fyrir hönd Samtaka um kvennaat- hvarf tóku við gjöfinni þær Odd- björg Jónsdóttir barnastarfsmaður í athvarfinu og Hólmfríður Aradóttir fyrrverandi barnastarfsmaður í at- hvarfinu. Peningunum verður varið til að bæta aðstöðu eldri barnanna í athvarfinu. Um leið og Samtök um kvennaat- hvarf þakka þessa gjöf vilja þau nota tækifærið og þakka dr. Matthíasi fyrir áður sýndan velvilja og hlýhug, en fljótlega eftir að athvarfið var opnað færði hann samtökunum að gjöf kr. 50.000,00, sem varið var til kaupa á útileiktækjum fyrir börn í athvarfinu. Framleiðnisjóður landbúnaðarins efnir nú til funda með bændum um allt land til að kynna tilboð Fram- leiðnisjóðs um kaup eða leigu á fullvirðisrétti þeirra sem stendur til 15. nóvember. Tilboð Framleiðni- sjóðs er hluti af búvörusamningnum milli bænda og landbúnaðarráðu- neytisins um verðábyrgð á sauðfjár- afurðum og mjólkurafurðum fyrir verðlagsárið 1987/1988. Aðalefni fundanna er að kynna sauðfjárbændum þá rhöguleika sem fyrir stuttu hafa verið opnaðir til áð selja eða leigja fullvirðisréttinn, en á þessu hausti er möguleiki að fækka sauðfé um 45-50 þúsund umfram áður áætlaða fækkun vegna þess að Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur nú ábyrgst hluta fullvirðisrétt- arins fyrir verðlagsárið 1987/1988 gegn því að aðstoða við riðuniður- skurð. Sláturleyfishafar munu opna sláturhús sín á ný til þess að mæta þessu aukna álagi ef með þarf. Á fundina með bændum mæta fulltrúar frá Framleiðnisjóði, Stétt- arsambandi bænda, landbúnaðar- ráðuneytinu og fjármálaráðuneyt- inu. Fjármálaráðuneytið mun á fundum þessum gera grein fyrir þeim mjólkur- og kindakjötsbirgð- um sem ríkið telur sig hafa eignast og muni safna á næstu árum. Verð- mæti kindakjötsbirgða 31. ágúst sl. var 480 milljónir þar af er hlutur bænda 280 milljónir, en hlutur ríkis- ins 200 milljónir. Áætlað er að hlutdeild ríkisins í kindakjötsbirgð- um landsmanna muni aukast um 1600 tonn næstu 3 ár. Á fundunum í Borgarfirði og Húnavatnssýslum á mánudaginn upplýsti Sigurður Þórð- arson skrifstofustjóri fjármálaráðu- neytisins að um 500 milljónir króna myndi kosta að flytja hlut ríkisins til útlanda og myndi sá kostnaður sam- svara uppkaupum á framleiðslurétti á 470 meðalbújörðum. Nú þegar hafa 200 bændur haft Dr. Matthías afhendir gjöfina á skrifstofu Samtaka um kvennaathvarf. Á samband við Framleiðnisjóð vegna myndinni eru f.v. Lára Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri Bamaverndarfél. Reykja- tilboðsins og því er ljóst að umfangs- víkur, Pálína Jónsdóttir ritari sama félags, dr. Matthías Jónasson, Hóimfríður miklar búháttabreytingar gætu orðið Aradóttir, fyrrv. barnastarfsmaður í Kvennaathvarfi og Oddbjörg Jónsdóttir, á næstunni. ABS barnastarfsmaður í Kvennaathvarfi. Töluverðar breytingar eru nú framundan á skipan manna í nokkrar af heistu trúnaðarstöðum hjá Sambandinu. Meðal annars mun Sigurður Á. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri skrifstofu þess í London vera á leið heim, og full- ráðið mun vera að Eggert Á. Sverrisson framkvæmdastjóri Fjár- hagsdeildar taki við starfi hans þar ytra. Við Fjárhagsdeildinni mun hins vegar taka Kjartan P. Kjar- tansson. Ráðamenn í Sambandinu vörð- ust allra frétta um þetta mál í gær, en samkvæmt heimildum sem blað- ið telur áreiðanlegar mun vera frá því gengið að þessi mannaskipti komi til framkvæmda nálægt næstu áramótum. Einnig mun ætlunin að jafnframt þessu verði nokkur breyt- ing á deildaskiptingu innan Sam- bandsins, þannig að m.a. muni kaupfélagsdeild, starfsmannahald og auglýsingadeild framvegis heyra undir Fjárhagsdeildina. Kjartan P. Kjartansson á langan feril að baki í starfi hjá Samband- inu. Hann útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1953, starfaði næsta ár hjá Skipadeild en var Borgarstjórn Reykjavíkur efnir nú til samkeppni um hönnun ráðhúss Reykjavíkur þar sem aðsetur yfir- stjórnar Reykjavíkurborgar yrði. Ráðhúsinu er ætlaður staður á lóð Vonarstrætis 11 og verði samtals 3375 fermetrar að nettóstærð. í dag stendur járnklætt timburhús á stein- sökkli í eigu borgarinnar á lóðinni og er ætlunin að finna því húsi annan stað. Gert er ráð fyrir að húsið hýsi fundarsali borgarstjórnar og borgar- ráðs, skrifstofur borgarstjóra, borg- arritara, borgarlögmanns, borgar- endurskoðanda, borgarbókara, starfsmannastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar og fjármála- og hagskýrsludeildar. í útboðslýsingu segir m.a. að sam- keppninni sé ætlað að leiða fram bestu lausn hvað varðar notagildi, form og fegurð hússins og auðga með byggingunni umhverfi Tjarnar- innar og miðbæjarbyggðina í Kvos- inni. Húsið skal vera vandað að gerð og með stílhreinu yfirbragði. Höf- undum er einnig ætlað að gera grein fyrir frágangi Tjarnarbakkanna og útliti Vonarstrætis og Tjarnargötu. Gert er ráð fyrir bílageymslu starfsmanna í kjallara og jafnvel að í kjallara eða í tengslum við hann verði stærri bílageymslur til nota fyrir um 250 bíla í suðurhluta Kvos- arinnar. Umferð verður í báðar áttir á Tjarnargötu og í Vonarstræti verði 3 akgreinar og aðkoma um vinstri - beygjurein í stóra bílakjallarann. FUNDIR MED B/ENDUM Kjartan P. Kjartansson. síðan um rúmlega eins árs skeið í Bretlandi við nám í breska sam- vinnuskólanum í Loughborough. Síðan fór hann aftur til starfa hjá Skipadeild og vann þar til 1969 er hann varð framkvæmdastjóri skrif- stofu Sambandsins í London. Árið 1977 kom hann heim og tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir Skipulags- og fræðsludeild sem síð- ar hlaut nafnið Fræðslu- og kaup- félagsdeild. Kjartan er kvæntur Sigríði Nikulásdóttur og eiga þau þrjár dætur. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.