Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn "tEIÐARI n / i / ••• i/ / Sokn 1 sjotiu ar Þann 16. desember nk. veröa liðin sjötíu ár frá stofnun Framsóknarflokksins. Þess er minnst á 19. flokksþingi hans nú. Rætur sínar má segja að hann hafi átt í gamla Bændaflokknum og svo í þeirri hreyfingu sem bauð fram óháðan bændalista 1916. En sé litið lengra aftur er óhætt að segja að í starfi ungmennafélaganna og samvinnufélaganna hafi grunnurinn verið lagður. Það voru miklar breytingar að verða í þjóðlífinu 1916 og íslensk stjórnmál að þróast frá þeirri gömlu flokkaskipan sem byggt hafði á sjálfstæðisbaráttunni við danska valdið. Þetta var engum Ijósara en Jónasi1 Jónssyni, sem var réttur maður á réttum stað og tíma til þess að vinna starf brautryðjandans. Að nýju skipaninni áttu þeir jafnframt hlut þeir Ólafur, Friðriksson og Jón Þorláksson. Af stefnuyfirlýsingum flokkanna sem mynduðust' upp úr 1916 er ljóst að stefna Framsóknarflokksins hefur best staðist prófraun tímans, enda sniðin eftir íslenskum þörfum og aðstæðum, þótt ekki hafi verið neinn ótti við að læra af öðrum, þegar það áleist rétt og nauðsynlegt. Alþýðuflokkurinn er löngu fallinn frá trúnni á alræði sósíalismans og Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá hét íhaldsflokkurinn, hefur yfirgefið í verki a.m. k. stefnu hinnar óheftu samkeppni, þótt gamlir draugar hafi leitað á í seinni tíð. En stefna Framsókn- arflokksins er enn hin sama að eðli, því hún hefur ekki einskorðast við augnablikskreddur og útlendar formúlur, heldur hefur hún fylgst með þróuninni og oftast átt forystuna um mótun hennar. Þótt flokkurinn ætti þegar frá upphafi aðalfylgi sitt hjá bændum var hann aldrei bændaflokkur, eða eins og Jónas Jónsson sagði 1918, þá gæti hinn ungi, frjálslyndi umbótaflokkur aldrei orðið „agrarflokkur“ og að „þröngsýnir og smásálarlegir sveitavinir ættu þar ekki heima.“ Þegar flokkurinn háði samkeppni við sérstakan bændaflokk 1934 undirstrikaði þing flokksins að hann væri „alhliða umbótaflokkur“ sem- stefndi að samvinnu við verkalýð bæjanna. Sýndi það víðsýni íslenskra bænda að sjaldan hafa þeir veitt flokknum mikilsverðara fylgi en þá og Jörundur Brynjólfsson lýsti því yfir að hjá Framsóknarflokkn- um hafi verkalýður bæjanna hlotið það atfylgi sem mest um munaði þegar í harðbakkann sló. Framsóknarflokkurinn hefur verið umbótahlut- verki sínu trúr allan þann tíma sem liðinn er frá stofnun hans og á ríkan hlut í þeim framförum og sókn til betra lífs sem alls staðar sér nú stað. Hann hefur verið forystuflokkur um verklegar og félagsleg- ar umbætur og staðið öðrum fastar um menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Þeirri sókn mun hann halda áfram er hann brátt býst til að taka fyrstu skrefin inn í áttunda áratuginn á ferli sínum. Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Þór Jónsson iERLEND Sunnudagur 9. nóvember 1986 Þórarinn Þórarinsson skrifar um: MALEFNI Fulltrúar CIA vinna orðið eldhússtörf hjá sendiráðinu í Moskvu Furðulegur skollaleikur í samskiptum risaveldanna Sá áróður hefur verið lengi rekinn í Bandaríkjunum, að Rússar hefðu þar of fjölmenn sendiráð, bæði hjá stjórninni í Washington og við stöðvar Sam- einuðu þjóðanna í New York. Pví hefur verið haldið fram af bandarísku leynilögreglunni að hlutverk þessa starfsfólks væri að verulegu leyti fólgið í njósnum, ekki síst svonefndum iðnaðarnjósnum. Að vissu leyti er ekki óeðli- legt, að fjöldi rússneskra starfsmanna hjá Sameinuðu þjóðunum sé tiltölulega meiri en annarra ríkja. Ástæðan er sú, að Sovétríkin eru ekki aðeins aðili að Samcinuðu þjóðunum, heldur einnig Ukraina og Hvíta- Rússland. Um þetta var samið við stofnun Sameinuðu þjóð-' anna. Ukraina og Hvíta-Rúss- land taka svipaðan þátt í nefnd- um og ráðum Sameinuðu þjóð- anna og önnur ríki. Af þessu leiðir, að Rússar hafa á ýmsum sviðum mun meira starfslið hjá Sameinuðu þjóðunum miðað við önnur ríki. í mars síðastliðnum var svo komið, að um 280 manns voru í sendinefndum Sovétríkjanna hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Banda- ríkjastjórn tilkynnti þá stjórn Sovétríkjanna, að hún yrði að vera búin að fækka þessu starfsliði niður í 170 manns fyrir 1. apríl 1988 og ætti þessi fækkun að gerast í fjórum áföngum. Fyrsta áfanganum skyldi vera lokið 1. október 1986. Þegar rússnesku sendisveitar- mennirnir sýndu ekki á sér neitt fararsnið, tilkynnti utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna í sept- ember, að 25 tilgreindum mönn- um af þessu starfsliði yrði vísað úr landi frá og með 1. október. Brottvikning þessara manna var ekki byggð á neinum sérstökum ákærum. Þessi brottvísun mæltist ekki vel fyrir í fjölmiðlum, því að hún átti sér stað rétt áður en viðræður utanríkisráðherra risa- veldanna voru að hefjast og þóttu merki þess, að Banda- ríkjastjórn treysti sér ekki til að ræða við Sovétstjórnina, nema hún gerði jafnframt eitthvað til að þóknast hægri mönnum í Bandaríkjunum. EINS og spáð hafði verið lét ríkisstjórn Sovétríkjanna þessu ekki ósvarað. Hún tilkynnti nokkru síðar, að fimm sendi- sveitarmönnum hjá sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu hefði verið vísað úr landi vegna njósna. Þetta þýddi þó ekki, að sendisveitarmönnum Banda- ríkjanna yrði fækkað, því að skipa mátti nýja menn í stað þeirra. Bandaríkjastjórn taldi sig ekki geta sætt sig við þennan mótleik rétt fyrir þingkosning- arnar í Bandaríkjunum því að annað myndi sæta harðri gagn- rýni hægri manna. Hún ákvað. því að grípa til enn róttækari aðgerða en áður og beina nú ekki vopnunum gegn sendisveit- armönnum hjá Sameinuðu þjóð- unum, heldur hjá Bandaríkjun- um sjálfum. í framhaldi .af.þ\í tilkynnti hún, að fimm rússneskum send- isveitarmönnum, fjórum úr sendiráðinu í Washington og einum starfsmanni ræðis- mannsskrifstofunnar í San Fran- sisco væri vísað úr landi vegna njósna, en ríkisstjórn Sovétríkj- anna væri heimilt að tilnefna menn í stað þeirra. Jafnframt væri 50 rússneskum sendisveit- armönnum vísað úr landi og yrði ekki heimilt að skipa aðra í stað þeirra. Hér væri raunveru- lega um varanlega fækkun að ræða. Hér eftir væri tala rússn- eskra sendisveitarmanna tak- mörkuð við töluna 251, en það væri tala bandarískra sendisveit- armanna í Moskvu og Lening- rad. SÆNSKA blaðið Dagens Nyheter lét nýlega þannig ummælt í forustugrein, að gagnkvæmir brottrekstrar á opinberum sendisveit- armönnum af hálfu banda- rískra og rússneskra stjórnvalda minntu helst á smástráka, sem væru í skollaleik. Það væri erfitt að hugsa sér, að þar ættust við menn, sem ráða því hvort friður eða stríð ríkir í heiminum og hafa þannig örlög alls mannkyns í höndum sér. Samkvæmt fyrra samkomu- lagi hafði Sovétríkisstjórnin leyfi til að hafa 380 sendisveitar- menn í Bandaríkjunum, en not- aði sér það ekki til fulls, heldur var talan 301. Ástæðan til þess, að rússneska ríkisstjórnin hefur haft fleiri sendisveitarmenn í Bandaríkj- unum en Bandaríkjastjórn í Sovétríkjunum er ekki síst sú, að Rússar hafa eingöngu rússn- eskt þjónustulið eins og við eldhússtörf og viðgerðir, en Bandaríkjamenn ráða rússneskt starfslið til að annast slík þjón- ustustörf. Fessu valda meðal annars fjár- ' hagslegar ástæður. Fyrir stjórn Sovétríkjanna er miklu ódýrara að hafa rússneskt þjónustulið en bandarískt, en fyrir Bandaríkja- stjórn er miklum mun ódýrara að hafa rússneskt þjónustulið en að hafa bandarískt þjónustlið, sem væri miklu betur launað, auk kostnaðar við ferðalög fram og aftur. STJÓRN Sovétríkjannasá sér hér leik á borði í gagnsvari sínu. í fyrstu rak hún fimm banda- ríska sendisveitarmenn úr landi vegna meintra njósna, en heim- ilt er að skipa menn í stað þeirra. í öðru lagi var það takmarkað, að Bandaríkjastjórn gæti sent sérfróða menn til að vinna við sendiráð sitt í skemmri tíma, en á þennan hátt hafa Bandaríkin óbeint aukið starfslið sitt hjá sendiráðinu. Þetta hefuroft haft það form, að hér væri um að ræða gesti sendiherrans eða ann- arra sendisveitarmanna. Árlega munu milli 200-300 Bandaríkja- menn hafa komið í slíkum erind- um til Sovétríkjanna. í þriðja lagi var sendiráði Bandaríkjanna og ræðismanns- skrifstofunni í Leningrad bann- að að ráða til sín rússneskt þjónustulið, en um 260 Rússar unnu hjá þesum stofnunum, þegar þessi fyrirmæli voru gefin út. Þetta fólk hætti á stundinni og verða sendisveitarmenn sjálf- ir nú að vinna eldhússtörfin og viðhald. Fjölmiðlar í Bandaríkj- unum hafa m.a. hagnýtt sér þetta tii að birta myndir af Donnu Hartmann sendiherrafrú við eldhússtörf. Þetta veldur sendiráðinu tals- verðum erfiðleikum, en vitan- lega þó ekki óyfirstíganlegum. Amerísku blöðin hafa m.a. hent gaman að því, að það verði nú eitt aðalverkefni fulltrúa CIA hjá bandaríska sendiráðinu að vinna eldhússtörfin. Samkvæmt heimildum bandarískra blaða, m.a. Newsweek, skiptist sendi- sveit Bandaríkjanna í þrjá hópa. Af 251 manni hjá sendiráðinu í Moskvu og ræðismannsskrifstof- unni í Leningrad eru 99 tilnefnd- ir af utanríkisráðuneytinu, 55 af varnarmálaráðuneytinu en af- gangurinn, eða tæplega 100, að mestu leyti af CIA. Fulltrúar CIA vinna að margvíslegri upp- lýsingasöfnun, t.d. að vinna upp úr blöðum og stjórnarskýrslum yfirlit um ástandið í Sovétríkj- unum, ásamt viðtölum við menn, en á máli hægri manna í Bandaríkjunum eru þetta kall- aðar njósnir, þegar rússneskir sendisveitarmenn eiga í hlut. EFTIR þessi síðustu viðbrögð stjórnar Sovétríkjanna létu full- trúar bandaríska utanríkisráðu- neytisins svo ummælt, að nú væri nóg komið og myndi ráðu- neytið ekki aðhafast meira um sinn. Ósennilegt er ekki, að eftir þingkosningarnar í Bandaríkj- unum hefjist viðræður milli utanríkisráðuneytanna og málin komist í það horf, að Rússar fái að senda nokkurt þjónustulið til Bandaríkjanna og að CI A-menn verði ekki bundnir við eldhús- störf í Moskvu. Mál er vissulega til þess komið, að undangengn- um smástrákaleik linni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.