Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.11.1986, Blaðsíða 10
EG byrjaði að vinna strax um fcrmingu, byrjaði á Eyrinni við hliðina á full- orðnum mönnum. Ég naut þess nefnilega aö cg var svo stór og bráðþroska og þótti því tækur í vinnu svona fljótt, þótt núna þyki cg ekkcrt svo stór. En ég þótti það þá, það var alltaf verið að vitna í stærðina á mér. Þctta segir Erlingur Klem- ensson, sem sjötíu og fjögurra ára gamall ætlar að líta yfir farinn veg með okkur og rifja upp hitt og þetta sem fyrir hann hefur borið um dagana á sjó og landi á dögum vægðarlítillar yinnuhörku, harðrar verkalýðs- baráttu og strangrar sjósóknar, en öllu þessu hefur hann kynnst vel. Jú, hann er enn stór maður og virðist enn stærri vegna þess að hann er eilítið háleitur og svipurinn íhugandi, eins og hann sé að skyggnast til hafs og spá í veðurútlit. Hann talar um menn og atburði af rólegri yfirvegun og dómgreind, miklar ekkert fyrir sér né „dramatiserar,“ eins og sagt er. Það er eins og hann segi: „Pannig var þetta bara.“ „Ég er fæddur 1912 og þar sem faðir minn dó í spönsku veikinni 1918 og mamma stóð ein uppi með okkur tvær systur og tvo bræður var ekki um annað að ræða en að við færum að létta undir með móður minni og heimilinu eins fljótt og hægt var," segir Erlingur. „Móðir mín fékk fimmtíu krónur með hverju okkar barnanna á mánuði og það var nú enginn auður. Við höfðum búið að Njálsgötu 48, en urðum nú að flytja í húsnæði sem bærinn átti vestur í Selbúð- um og þar ólst ég upp. „Já, ég byrja að vinna þarna á Eyrinni og verkstjórarnir reyndu ábyggilega að taka þá menn öðrum fremur sem þeir héldu að þyrftu þess með, þótt ýmislegt hafi verið sagt misjafnt urn þessa menn. betta voru eig- inlcga bestu karlar, svo scm Söllu Gvendur, Jón á Hól, Hannes Björnsson og Guð- mundur frá Múla. En það voru atvinnuleysistímar og menn gerðu hvað sem var til þess að fá eitthvert handarvik. Ef verk- stjórarnir hreyfðu sig, þá hélt allur skarinn í humáttina á eftir þeim. Menn vöknuðu fyrir allar aldir og héldu niður eftir, en fengu svo kannske ekki neitt. Þá var sest inn á gamla verka- mannaskýlið og reynt að drepa tímann með því að fara í krók, draga kefli, eða fara í sjómann. Það varð oft nokkur háreysti af þessu og maður man að oft var Guðmundur Magnússon að finna að við menn, því hann átti nú aö heita umsjónarmaðurinn Rætt við kempuna Erling Klemensson um reykvíska fátækt, Gúttóslaginn, sjómennsku og fleira þarna. Stundum glóðhitaði hann skörunginn og otaði honum að okkur. En ég held að hann hafi haft dálítið gaman af þessu líka, stundum að minnsta kosti. Já, menn gerðu margt til þess að fá vinnuna. Þegar von var á kola- skipum fóru margir til kolakaup- mannanna sem áttu farminn og fengu eins og þrjá kolapoka út í krít, sem þeir svo áttu að vinna af sér með vinnu við uppskipun- ina. Þetta voru kölluð „bevís", seðlarnir sem kaupmennirnir gáfu út og það tryggði auðvitað að mennirnir fengu vinnuna. Þetta notuðu þeir sér nú stund- um sem betur voru settir en aðrir. Það kom líka fyrir að skip- stjórarnir á kolaskipunum reyndu að múta verkstjórunum til þess að vera sem fljótastir að landa og stungu að þeim brenni- vínsflöskum og fleiru, stundum heilu kössunum. Þeir voru líka oft kenndir í vinnunni, þessir karlar, einkum þegar líða tók á daginn. Á þessurn tímum tíðkaðist alveg ógurlegur vinnuhraði og það var af því að menn voru að vinna sig í álit. Það var unnið í tólf tíma lotum og nienn voru í svitakófi allan tímann, til dæmis þegar unnjð var í saltlestum. Þarna var mokað í hálftunnu- mál. þau sléttuð og settir okar undir höldurnar á málinu og spotti í. Það voru tveir menn nteð hvert mál og það var af- skaplega mikils virði að menn væru samtaka, að annar ynni ekki fyrir hinn. Væru menn samtaka var þetta leikur einn, en ef menn voru ósamtaka gat þetta orðið erfitt. Ég man eftir hraustum mönnum eins og Lár- usi Salómonssyni og Gunnari Salómonssyni, sem voru auðvit- að ákaflega hraustir menn, en ekki samtaka og urðu uppgefnir fyrir bragðið. En hamagangur- inn og æsingurinn var ógurlegur og þegar komið var niður í lest á skipunum og pokastöflum fleygt niður, fóru menn stundum að togast á um þetta og það gátu orðið slagsmál. Auðvitað náði svona engri átt og mátti breytast. Þegar Bretarnir komu og sáu þessi vinnubrögð fóru þeir að halda aftur af mönnum, þeim ofliauð." Gúttóslagurinn „Já, ég kom við sögu í Gúttó- slagnum og varð víst víðfrægur af, þótt það væri ekki meiningin. Eins og flestir vita nú líklega spratt þetta af því að á þessum atvinnuleysisárum hafði verið komið á svonefndri atvinnu- bótavinnu handa þeim sem verst voru settir. og tryggði þeim vinnu fáeina daga í mánuði. Samt var það ekki meira en svo að menn rétt gátu dregið fram lífið af þessu og ekkert meir. Þetta var vinna hér og þar um Reykjavík, rétt eins og bæjar- vinnan, eða þá að menn voru sendir austur fyrir fjall, hálfan mánuð í senn og unnu þar við skurðgröft. Ég vann við Eyrar- bakka, þar sem kallað var Síber- ía. Menn fóru þetta á bílum austur en stundum voru nú skil- yrði þannig að það var ekkert hægt að vinna og miklu betra að menn hefðu fcngið umslagið sent heim með atvinnubótapen- ingunum. Ég man að stundum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.